Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1988, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1988, Blaðsíða 8
30 MÁNUDAGUR 9. MAÍ 1988. ö REYKJKMIKURBORG o Aaxi&vi Stiuáci HEIMILISHJÁLP Starfsfólk óskast í heimilishjálp. Heilsdagsstörf eða hlutastörf eftir samkomulagi. Upplýsingar í síma 18800. ÚTGERÐARMENN RÆKJUTOGARA Okkur vantar fyrir traustan, erlendan kaupanda mikið magn af skelrækju, 170+ IQF frosinni. Einnig vantar okkur soðna skelrækju, 90-120. Áhugasamir hafi samband við okkur sem allra fyrst. Höfóabær hf„ simar 612222 - 612221. KNATTSPYRNUÞJÁLF- ARI ÓSKAST fyrir 5. og 6. aldursflokk hjá GRÓTTU í sumar. Upplýsingar veita: Guðmundur Hannesson, s. 616728 og Steinn Jónsson, s. 611899, eftir klukkan 20.00 á kvöldin. Gró.tta - knattspyrnudeild Erum með acupuncture- og leysigeislameðferð við hár- losi og ennfremur hrukku- meðferð og punktanudd. mHUGEisunti 5/f FAXAFEM 10 - i FFAMTÍÐIhtll 5ÍMI: 686086 DV Iþróttir • Þessi mynd var tekin í vetur í leik Vals og Fram. Handknattieikskonur hafa i nógu að snúast í sumar en lands- liðið mun æfa á fullu í allt sumar. KvennahandknatUeikur: A-landsliðið við æfingar í allt sumar - C-keppnin í haust auk fjölda annarra landsleikja Mikil verkefni blasa við framund- an hjá íslenska kvenna A-landsliðinu í handknattleik. Stórhugur er innan Handknattleikssambandsins að rífa upp kvennalandsliðið til vegs og virðingar en í haust tekur liðið þátt í C-keppninni sem verður haldin í Frakklandi. Liðið mun æfa af fullum krafti í allt sumar og aö auki verða leiknir nokkrir vináttulandsleikir. • Æflngar Uðsins hófust í apríl undir stjórn Júgóslavans Dr. Slavko Bambir og veröur æft alla daga vik- unnar í íþróttahúsinu í Digranesi en frí verður á sunnudögum. í júní tek- ur íslenska kvennalandsliðið þátt í alþjóðlegu móti í Portúgal en auk íslands taka þátt í mótinu Portúgalir, Spánverjar, Frakkar, ítalir og Sviss- lendingar. Að loknu þessu móti verður sumarfrí frá l.-23.júU. • í byrjun september koma Frakk- ar hingað til lands og leika fjóra landsleiki. Um miðjan september koma svo Spánverjar og leika þrjá landsleiki við íslenskar stallsystur sínar. Landsleikirnir við Frakka og Spánverja eru fyrstu leikirnir hér á landi síðan í nóvember 1986. • Eftir landsleikina hér á landi verður tekið að nýju við æfingar fram að C-keppninni í Frakklandi sem hefst 26. október. Átta þjóðir hafa tryggt sér þátttökurétt í keppn- inni en það eru ísland, Frakkland, Holland, Spánn, Svíþjóð, Ítalía, Sviss og Portúgal. Sérstök forkeppni verð- ur haldinn stuttu fyrir C-keppnina á milli Englands, Tyrklands, Grikk- lands og Israel og komast tvær þjóðir úr þeirri keppni í C-keppnina. 45 stúlkur valdar til æfinga hjá unglingalandsliðinu Til æflnga með unglingalandslið- inu hafa verið valdar 45 stúlkur og eru þær úr Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ, Hafnarflrði, Keflavík, Mosfellsbæ, Seltjarnarnesi og Vest- mannaeyjum. Eftir er að fara til Akureyrar og fleiri staða úti á landi þar sem vitað er að mikið er af efni- legum ungum handknattleikskon- um. Hópnum er skipt í tvo hópa og er æft 3-4 sinnum í viku og þegar prófum lýkur i vor verða æfingar oftar í viku. Verkefni sem þegar liggja fyrir eru æfinga- og keppnisferð til Ítalíu á tvö alþjóðleg unglingamót, Noröur- landamót 19 ára stúlkna í Finnlandi og forkeppni heimsmeistarakeppn- innar fyrir 20 ára stúlkur. Þá er áætlað að fariö verði fjórum sinnum í æfingabúðir út fyrir höfuðborgina, fram að Norðurlandamóti. Kristján Halldórsson er þjálfari en honum til aðstoðar verður Slavko Bambir. • Að auki verður válið eins konar 16 ára úrval og verður stór hópur valinn til æfinga og er hugsað að hafa æfingamar í formi handbolta- skóla, þ.e. farið yrði 5-6 sinnum á næsta keppnistímabili með stúlkurn- ar í æfingabúðir frá föstudegi til sunnudags og þar yrði handbolti kenndur frá grunni. Talsvert af verk- efnum liggja nú þegar fyrir þessum hópi. -JKS Kylfingar frá íslandi hafa gert mikið að því að leika golf erlendis í vetur og á dögunum fór fram mót á vegum Samvinnuferða-Landsýnar á Mallorca á Spáni sem Kjartan L. Pálsson fararstjóri skipulagði. Keppt var um 13 verðlaun á mótinu og ein og sama fjölskyldan gerði sér lítið fyrir og vann fern þeirra. Lengst til vinstri er Ólafur Þór Ágústsson, sem vann unglingaflokkinn, þá Ágúst Húbertsson, faðir hans, sem vann flokk karla með forgjöf, kona hans, Hrafnhildur Þórarinsdóttir, sem vann til verðlauna í flokki kvenna með forgjöf, og loks Húbert Ágústsson sem vann til verðlauna í unglingaflokki. Þess má geta að í þessum mánuði bjóða Samvinnuferðir- Landsýn upp á aðra golfferð í viku sem mun kosta um 18 þúsund krónur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.