Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1988, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1988, Side 11
MÁNUDAGUR 9. MAÍ 1988. 33 parkjet n> 1~Ji_r ö h und’ZP ö /- úiunJ . ' -*■ Iþróttir Islandsmeistarar Vals hlutu á dögunum fjárstyrk, að upphæð 200 þúsund krónur, frá fyrir- tækinu Agli Árnasyni hf. Hlíðarendaliðið spilaði einmitt heimaieiki sina á parketgólfi frá fyrirtækinu í vetur en þar tapaði Valur aðeins einu stigi i deildarkeppninni. Á myndinni má sjá þá Þórð Sigurðsson, formann handknattleiksdeildar Vals, og Geir Sveinsson, fyrirliða íslandsmeistaranna, veita styrknum viðtöku úr hendi Birgis Þórarinssonar, forstjóra Egils Árnasonar hf. Að baki þeim standa tveir burðarstólpar Hlíðarendaliðsins, Valdimar Grímsson og Þorbjörn Guðmundsson. Cruyff þegar farinn að opna budduna hefur áhuga á að fá Rijkaard til Barcelona Hollendingurinn Johan Cruyff, sem tók viö þjálfarastöðunni hjá spánska liðinu Barcelona á dögun- um, er nú þegar farinn að íhuga kaup á leikmönnum til að styrkja lið sitt fyrir næsta keppnistímabil. Cruyff hefur lýst því yfir að hann hafi áhuga á að fá hollenska leik- manninn Frank Rijkaard til Barce- lona en ekki er víst hvernig það muni ganga. Rijkaard þessi átti nefnilega í deilum við Cruyff þegar hann var þjálfari Ajax í Hollandi og hætti hjá félaginu - fór frá Ajax til portúgalska félagsins Sporting Lissa- bon en hefur undanfarið leikið með spánska 1. deildar liðinu Real Zaragoza sem lánsmaður frá Sport- ing. Sjálfur er Cruyff ekki í nokkrum vafa um að Rijkaard vilji koma til Barcelona og gerir lítið úr deilum þeirra hjá Ajax. „Ég veit að Rijkaard mun örugglega vilja koma til Barce- lona,“ sagði Cruyff á blaðamanna- fundi. Cruyff gaf það í skyn á fundinum að hann hefði áhuga á að kaupa íleiri leikmenn til Barcelona en vildi ekki nefna fleiri nöfn. Það er kunnara en frá þurfi að segja að gengi Barcelona hefur ekki verið upp á marga fiska á yfirstandandi keppnistímabili og Johan Cruyff er þriðji þjálfari liðsins á einu ári. Þjálf- arar eru ekki hafðir lengi í vinnu hjá félaginu skili þeir ekki árangri og það hafa þekktir þjálfarar á borð við Terry Venables fengið að reyna. Það verður fróðlegt að sjá hvort Cruyff nær árangri með liðið en hann náði mjög góðum árangri með Ajax þegar hann stjórnaði þar. -SK • Frank Rijkaard, tii vinstri á myndinni. Cruytf hefur áhuga á aö fá hann til Barcelona. Símamynd Reuter Kílóaf gulli fyrir eitt mark Þaö verður til mikils að vinna fyrir portúgalska knattspyrnuliðið Benfica þegar það mætir hollenska liðinu PSV Eindhoven í úrslitaleik Evrópukeppni meistaraliða í knatt- spyrnu síðar í þessum mánuði. Það verður ekki aðeins mikilvægt fyrir Benfica að sigra í leiknum. Nú hefur ítalskt kaffifyrirtæki heitið því að greiða Benfica andvirði eins kíló- gramms af gulli fyrir hvert mark sem liðið skorar í úrslitaleiknum. Eitt kíló af gulli er metið á um 15 þúsund dollara eða um 60 þúsund íslenskar krónur. í fyrra lék þetta sama fyrir- tæki sama leikinn er Porto lék til úrslita í keppninni og þá skoraði lið- ið tvö mörk og varö á annaö hundrað þúsund krónum ríkari. -SK Þjálfari Marokkó var rekinn Eftir aö Marokkó haíöi aðeins náö íjórða sæti í Afríkukeppninni í knattspyrnu, tapað fyrir Alsír í leiknum um bronsverðlaunin, sáu forráöamenn knattspymusam- bandsins í Marokkó þann kost vænstan aö reka þjálfara iandsliös- ins, Jose Mehdi Faria, en hann er fæddur í Brasilíu. Landslið Marokkó kom mjög á óvart í síðustu heimsmeistara- keppni, 1986 í Mexíkó, er liðið komst í 16 liða úrslitin og eftir að hafa orðiö efst í sínum riðh þar sem lið á borð við England, Pólland og Portúgal kepptu. Síðan hefur hall- að undir fæti og nú hefur Brasilíu- maðurinn þurft aö taka pokann sinn. -SK FLUGLEIÐIR -fyrir þíg- Höfum nú fyrirliggjandi MODEM. Hraói 1200/1200 og 300/300 bitar/sek. Sjálfvirk upphringing með HAYES samhæfðum skipunum. Tenging vió allar tölvur. MTÆKNIVALI Grensásvegi7,108 Reykjavlk, Box 8294, S: 681665 og 686064 Góð vara - lágt verð Marshal - Dunlop Radial sumardekk Stærð: Verð: 65 Seria 145x12 1600 Stærð: Verð: 155x12 1970 165/65x13 2960 135x13 1750 165/65x14 3000 145x13 1^55x13 2050 2090 195/65x15 4470 165x13 2300 60 Seria 145x14 2150 Stærð: Verð: 175x14 2700 195/60x14 4300 185x14 165x15 2800 2500 205/60x15 55 Seria 5470 70 Seria Stærð: Verð: Stærð: Verð: 195/55x15 5700 155/70x13 2650 75 Seria 165/70/13 2690 175/70x13 2550 Stærð: Verð: 185/70x13 2850 235/75x15 5400 185/70x14 195/70x14 2850 3200 Sendibílar 205/70x14 3520 Stærð: 215x14 Verð: 7200 HAGBARÐI H/F Hjólbarðaverkstæði - Ármúla 1, sími 687377 (ekið inn frá Háaleitisbraut). Opið virka daga kl. 8-19, laugardaga kl. 9-17.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.