Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1988, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1988, Side 3
LAUGARDAGUR 14. MAÍ 1988. 35 Bílar \ bæði reynsluakstur á eldri gerðinni og eins þegar nýi CD-bíllinn var kynntur í Nice fyrr í vetur, að ekki er þörf á því að tína til smáatriði en frekar við hæfi að renna í gegnum þær hugleiðingar sem upp komu við reynsluaksturinn á frönsku Rivier- unni fyrr í vetur. Síðar gefst eflaust tækifæri til þess að reyna þennan nýja vagn viö íslenskar aðstæður. Jafnframt því að kynna þennan nýja bíl kynntu Saab-verksmiðjum- ar nýja kveikju, svonefnda DI- kveikju, en hún er bylting í kveikju- tækni og tryggir betri gang og nýt- ingu eldsneytis. Bíllinn, sem við reynsluókum, var búinn þessari nýju kveikju og gefur hún góð fyrirheit. Þeir bílar, sem hingað til lands koma á þessu ári, verða hins vegar ekki búnir DI- kveikju heldur aðeins þeirri gömlu sem fyrir var. Mengunarvörnin klippir líka töluvert af aflinu þannig að ekki fékkst raunhæf mynd af við- bragði og aksturseiginleikum þeirra bíla sem seldir verða á okkar mark- aði. Einkum var það við hraðaaukn- ingu á mikilli ferð sem aflið virtist ekki skila sér til Mls. Ef hins vegar er ekið innan allra löglegra hraða- takmarkana á íslandi kom sama flugtakstilfinningin upp og í þeim Saab 9000-bílum sem ég hef áður reynsluekið. Helsti kostur þessa bíls er hve óhemju rásfastur hann er á vegi. Það má bjóða honum ótrúlega mikið í beygjum, jafnvel þótt ótæpilega sé ekið. Nytt utlit bæði á fram- og afturenda eru helstu einkenni Saab 9000 CD. Hér standa bílarnir í röðum á aðalgötunni í Nice og bíða reynsluaksturs á kynn- ingunni fyrr í vetur. Sígilt útlit Með endurhönnun þeirri sem Björn Envall, höfundur 9000-bílsins, hefur gert hefur tekist að koma fram með bíl sem hefur á sér sígilt yfir- bragð, nánast tímalaust útlit. Fram- enda bílsins hefur verið breytt og hann teygður fram og við það fær bíllinn léttara yfirbragð. í heild leng- ist bíllinn í CD-útgáfunni um 16 sentí- metra. Með Saab 9000 CD hefur Saab hasl- að sér völl meðal harðra keppinauta eins og BMW, Benz og Audi, svo ekki sé talað um 760-bílinn frá Volvo á heimamarkaði. í dag er allt í óvissu um á hvaða verði þessi nýi bíll verð- ur vegna breytinga á gengi nú um helgina en síðasta verð fyrir gengis- breytinguna var 1.530 þúsund krónur sem gefur vísbendingu um á hvaöa verðbili þessi bíll er. Jóhannes Reykdal NY HAGSTÆÐ KJOR... á nokkrum 1. flokks notuðum bílum: Aöeins 25% útborgun — Eftirstöðvar geta náö yfir 30 mánuði. AFSLATTUR ER ALLT AÐ 60 ÞÚSUND KRÓNUM!! Eftirfarandi bílar fást á þessum kjörum: PEUGEOT 309 1987 MAZDA 323 1987, ek. 19 þús., 3 dyra. MAZDA 626 1986, sjálfsk., GLX 2000, 4 dyra. LANCIA Y 1986, ek. 21 þús., steingrár. MAZDA 626 1987, sjálfsk., GLX 2000, 5 dyra. VOLVO 340 1986, beinsk., silfurgrár, 4 dyra. MAZDA 323 1984, 4 gíra, 5 dyra, ek. 66 þús., vínrauður. M. COLT 1986, 3 dyra, 1,5 GLX, ek. 30 þús., hvítur. MAZDA 929 STATION 1984, steingrár, ek. 65 þús. MAZDA 323, 1,5 1982, ek. 40 þús., Ijósblár., 4 dyra. SUZUKI SWIFT 1986, 3 dyra, ek. 30 þús., hvítur. MAZDA 323 GTi 1,6 1987, ek. 12 þús., þlár, 4 dyra. Fjöidi annara bíla á staönum Opið laugardaga frá kl. 1-5 BÍLABORG HF. FOSSHÁLSI 1.S.68 12 99. Við hönnun mælaborðs hafa sænsku hönnuðirnir farið sinar eigin leiðir og ekki er laust við að sú hugsun læðist að manni að fyrirmyndin sé sótt til flugvéladeildar fyrirtækisins. TIL SÖLU Wagoneer árgerð 1978, sjálfskiptur, 8 cyl. 360 cc., klæddur, 33" ný dekk og Spoke felgur. Upphækkaður. Ath. skuldabréf. Til sýnis í BÍLABANKANUM, HAMARSHÖFÐA 1, SÍMI 673232 Nýir ódýrir sumarhjólbaróar 155 SR 12 Kr. 2032,00 I 185 SR 14 Kr. 3048,00 165 SR 13 Kr. 2340,00 165 SR 15 Kr. 2771,00 175 SR 13 Kr. 2524,00 185/70 SR 13 Kr. 2601,00 165 SR 14 Kr. 2663,00 4 MÁN. VISA OG EUROCARD GREIÐSLUKJÖR. OPIÐ 9-18 VIRKA DAGA JÖFUR HF HJOLBARÐADEILD, SÍMI 42600 - 42605

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.