Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1988, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1988, Qupperneq 4
20 FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 1988. FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 1988. 29 Messur Guðsþjónustur í Reykjavikur- prófastsdæmi sunnudaginn 12.júní1988 Frá Æskulýðssambandi kirknanna í Reykjavíkurprófastsdæmi. Fundur fyrir öll æskulýðsfélög í Reykjvík og Garðabæ verður í Fella- og Hóla- kirkju, Hólabergi 88, mánudagskvöld kl. 20.30. Gönguferð. Bænastund. ÆSKR. Árbæjarkirkja. Guðsþjónusta kl. 11 árdegis. Organleikari Violeta Smid. Sr. Guðmundur Þorsteinsson. Breiðholtskirkja. Guðsþjónusta kl. 11. Organisti Daníel Jónasson. Sið- asta guðsþjónusta fyrir sumarleyfi. Sr. Gísli Jónasson. Bústaðakirkja. Guðsþjónusta kl. 11. Organisti Jónas Þórir. Jóna Kristín Þorvaldsdöttir guðfræðinemi prédik- ar. Sr. Ólafur Skúlason. Sumarferða- lag félagsstarfs aldraðra verður mið- vikudaginn 15. júní nk. Farið verður í Borgaríjörð. Lagt af stað frá kirkj- unni kl. 10.00 árdegis. Dómkirkjan. Messa kl. 11. Dómkór- inn syngur. Organleikari Marteinn H. Friðriksson. Sr. Hjalti Guðmunds- son. Mánudagur 13. júní: Kl. 11.30- 12.00. Orgelleikur. Dómorganistinn flytur verk efti.r Buxtehude, Bach Jón Nordal og Mendelssohn Bart- holdy. Aðgangur ókeypis. Þriðjudag- ur 14. júní: Kl. 20.30. Orgeltónleikar. Orgelleikari Ulrich Böhme, orgel- leikari við Tómasarkirkjuna í Leip- zig. Föstudagur 17. júní: Þjóðhátíðar- messa kl. 11.15. Kl. 17.00 - tónleikar Dómkórsins í Kristskirkju. Landakotsspítali. Kl. 10.45. Messa. Organisti Sigurður ísólfsson. Dóm- kirkjuprestarnir. Elliheimilið Grund. Guðsþjónusta kl. 10. Sr. Gylfi Jónsson. Fella- og Hólakirkja. Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Hreinn Hjartarson. Organisti Guðný Margrét Magnús- dóttir. Sóknarprestar. Fundur fyrir öll æskulýðsfélög í Reykjavík og Garðabæ verður mánudagskvöld kl. 20.30 í kirkjunni. ÆSKR. Fríkirkjan í Reykjavík. Almenn guðsþjónusta kl. 11. Ath. breyttan tíma. Við pínóið Pavel Smid. Sr. Gunnar Bjömsson. Grensáskirkja. Messa kl. 11. Organ- isti Ámi Arinbjarnarson. Sr. Halldór Gröndal. Hallgrimskirkja. Messa kl. 11. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. Þriöjudag- ur: Fyrirbænaguðsþjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Landspítalinn. Messa kl. 10. Sr. Ragnar Bjalar Lárusson. Háteigskirkja. Messa kl. 11. Sr. Arn- grímur Jónsson. Organisti Orthulf Pmnner. Organisti Thomasar- kirkjunnar - tónleikar á Akureyri og í Reykjavík Ullrich Böhme við Sauerorgelið sem Páll ísólfsson lærði á hjá Karli Straube á sinum tíma. Um þessar mundir heldur austur-þýski organistinn Ullrich Böhme ferna tónleika hér á landi. Þriðju tónleikar hans verða á Akureyri sunnudaginn 12. júní kl. 17.00. Ullrich Böhme er 32 ára gamall, fæddur í Rothenkirchen, Vogtland, í Austur- Þýskalandi. Aðeins þrettán ára að aldri varð hann organisti í heimabæ sínum þar sem hann hóf tónlistarnám. Árið 1972 hélt hann til Dresden og hóf nám við Kirkju- tónlistarskólann þar og lauk prófi þaöan árið 1974. Þá fór hann í Tónlistarháskól- ann í Leipzig til prófessors Wolfgangs Scherelich og lauk námi þaðan árið 1980. Haustið 1985 sigraði Ullrich í keppni sem haldin var um stöðu organista við Thom- asarkirkju í Leipzig. En segja má að ís- lenskur tónlistarskóli og íslenskt tónlist- arlíf eigi uppruna sinn að nokkru að sækja þangað í gegnum Pál ísólfsson, Jón Leifs og fleiri er námu í Leipzig hjá orgelleikur- um Thomasarkirkjunnar. Síðan Johann Sebastian Bach var orgelleikari kirkjunn- ar hafa aðeins hæfustu orgelleikarar gegnt þeirri stöðu. Fjórðu og síðustu tónleikar Ullrichs Böhme hér á landi verða i Dómkirkjunni á þriðjudagskvöld, 14. júní, kl. 20.30. -gh Sýnishorn af verkum ungu listamannanna. Sýning í Glerárkirkju Myndlistarsýning verður opnuö í Glerárkirkju á Akureyri laugar- daginn 11. júní kl. 16.00. Um er að ræða samsýningu fimm ungra myndlistarmanna, þeirra Grétu Sörensen, írisar Elfu Frið- riksdóttur, Ragnars Stefánssonar, Ragnheiöar Þórsdóttur og Sólveig- ar Baldursdóttur. Öll hafa þau út- skrifast úr myndlistarnámi á síð- astliðnum fimm árum, frá íslandi, Hollandi, Danmörku og tvö frá Bandaríkjunum. Á sýningunni, sem er mjög fjöl- breytileg, eru skúlptúrverk, teikn- ingar, málverk, textílverk og verk unnin í leður. Sýningin verður opin virka daga frá kl. 16-22 og um helg- ar frá kl. 14-22. Hún mun standa til 19. júní í Glerárkirkju en þá verður hún flutt yfir í Safnahúsið á Sauðárkróki þar sem hún verður til 10. júlí. Hjallaprestakall í Kópavogi. Messa fellur niður vegna þátttöku organ- leikara og kórs Hjallasóknar í nám- i Auglýse: ndur athugid! 17. júní - þjóðhátíðardagur Fimmtudaginn 16. júní verður DV með stærra móti - m.a með helgarblaðsefni, dagskrá útvarps og sjónvarps vik- una 17.-24. júní, lífsstíl, bílablaðsauka o.fl. o.fl. Skil á aúglýsingum í þetta blað eru fyrir kl. 17.00 þriðjudaginn 14. júní. Næsta blað kemur út MÁNUDAGINN 20. JÚNÍ. Skil á auglýsingum í það blað eru fyrir kl. 17.00 miðvikudag- inn 15. júní. auglýsingar, Þverholti 11 — sími 27022. Þorvaldur Skúlason myndlist- armaður. Sýning á nokkrum verkum Þorvaldar Skúlasonar var opnuð í gær, fimmtudag- iirn 9. júní. Á sýningunni, sem er í Gallerí Borg, eru tíu olíuverk auk nokkurra gvass-, vatnslitamynda og teikninga, sem Gailerí Borg fékk að láni hjá erfingjum Þorvaldar sem búsettir eru í Kaupmanna- höfn. Þorvaldur Skúlason fæddist á Borðeyri áriö 1906. Hann stundaði listnám hjá As- grími Jónssyni á árunum 1925-27 og við Statens Kunstakademi í Osló 1927-’30. Hann gekk í einkaskóla Marcel Gromaire í París 1930-’33. Áriö 1983 kom út hjá bókaútgáfunni skeiði i Skálholti. Sr. Kristján Einar Þorvarðarson. Kópavogskirkja. Messa fellur niður vegna þátttöku organleikara og kirkjukórs í söngnámskeiði í Skál- holti. Sr. Þorbergur Kristjánsson. Langholtskirkja. Kirkja Guðbrands biskups. Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Sig. Haukur Guðjónsson. Organ- isti Jón Stefánsson. Heitt á könnunni eftir athöfn. Sóknarnefndin. Neskirkja. Guðsþjónusta kl. 11. Org- el- og kórstjóm Reynir Jónasson. Guðmundur Óskar Ólafsson. Mið- vikudagur: Fyrirbænamessa kl. 18.20. Guðmundur Óskar Ólafsson. Fimmtudagur: Opið hús fyrir aldr- aða kl. 13-17. Seljakirkja. Guðsþjónusta 11.00. Nemendur úr 9. bekk Seljaskóla af- henda í guðsþjónustunni söfnunarfé sitt í klukknasjóö kirkjunnar. Sókn- arprestur. Seltjarnarneskirkja. Messa með alt- arisgöngu kl. 11. Organisti Sighvatur Jónasson. Sr. Guðmundur Örn Ragnarsson. Kirkja Óháða safnaðarins. Nýmessa kl. 17. Nýmessa er guðsþjónusta þar sem flestum messuliðum er viðhald- ið en léttara efni er bætt inn í. Á dagskránni veröur eftirfarandi: A: Þórir S. Guðbergsson félagsráðgjafi flytur ávarpsorð. B: Dúa S. Einars- dóttir söngkona og Guöbjörg Sigur- jónsdóttir píanóleikari flytja íslensk lög. C: Kirkjukórinn syngur undir stjóm Heiðmars Jónssonar organ- ista. D: Ritningarlestur og bæn. Yfir- skrif dagsins er: Kristindómurinn og gamla fólkið og er því öldruðum sér- staklega boöið til kirkju. Þórsteinn Ragnarsson safnaðarprestur. Hafnarfjarðarkirkja. Guðsþjónusta fellur niður vegna kirkjukóramóts í Skálholti. Sr. Gunnþór Ingason. Hafnarfjarðarkirkja. Guðsþjónusta fellur niður vegna kirkjukóramóts í Skálholti. Ti3kynníngar Torfærukeppni á Hellu Árleg torfærukeppni Flugbjörgunar- sveitarinnar á Hellu fer fram laugardag- inn 11. júní nk. kl. 14. Keppt verður í tveimur flokkum, flokki sérbúinna tor- færubifreiða og flokki almennra torfæru- bifreiða. Til að gera keppnina sem hrað- asta og skemmtilegasta fyrir áhorfendur hefur verið gripið til þess ráðs að hafa sérstaka forkeppni að morgni keppnis- dags, og takmarka þannig fjöldann í sjálfri aðalkeppninni. Er það eins konar útsláttarkeppni, og aðeins bestu bílar og ökumenn komast áfram. Torfærukeppn- in er góð skemmtuh fyrir alla fjölskyld- una, akstur til Hellu frá höfuöborginni tekur aðeins um klukkustund og allt á bundnu shtlagi. Verði aðgöngumiða er stillt i hóf og frítt er inn fyrir 12 ára og yngri. Kynnir keppninnar verður rall- kappinn kunni Jón Ragnarsson, og boðið veröur upp á léttar veitingar á keppnis- svæöinu. Skátamót á Hafravatni Um helgina stendur yfir skátamót á Hafravatni. Á laugardaginn verður borg- ardagur og er hann opinn fyrir gesti og gangandi sem geta komiö og skoðað búð- imar, tekið þátt í grillveislu um kvöld- matarleitið og síðan tekið þátt í hátíðar- varðeldi mótsins sem hefst kl. 21 þá um kvöldið. Rútudagur - Ferðakynning Laugardaginn 11. júní kl. 10-18 efnir Fé- lag sérleyfishafa í samvinnu viö 30 aðila sem starfa að ferðamálum á íslandi til fjölbreyttrar innlendrar ferðakynningar í Umferðarmiðstöðinni í Reykjavík undir heitinu „Rútudagur ’88 - Ferðumst um ísland”. Gamlar og nýjar rútur af öllum stærðum og gerðum munu setja svip sinn á svæðið í kringum Umferðarmiöstöðina. Inni verður svo fjölbreytt kynning á ótelj- andi ferðamöguleikum um landið. Meðal fiölmargra skemmtiatriða, sem gestum verður boðið upp á, eru ókeypis skoöun- arferðir um Reykjavík, sterkasti maöur heims, Jón Páll Sigmarsson, kemur og dregur rútu í tilefni dagsins, sérstakt barnaefni með ýmsum uppákomum, listahátíð: Norræni kvartettinn verður meö tónleika í Bústaðakirkju sunnudaginn 12. júní kl. 20.30. Kvartettinn var stofnaður áriö 1986 af fjórum tónhstarmönnum starfandi á Norðurlöndum. Þeir höfðu áður unnið meira og minna saman en ákváðu að gefa sam- vinnunni nafn og skipuleggja tón- leika til kynningar á norrænni samtímatónhst, einkum þar sem hún hefði sjaldan eða aldrei heyrst áður. Fyrir rúmu ári var hópnum boð- ið í opinbera tónleikaferð til Kína og varð þar með fyrsti vestræni hópurinn sem lék eingöngu evr- ópska samtímatónlist þar í landi. Hluti verkanna, sem heyrast nú á Listahátíð 1988, voru samin sérs- taklega fyrir þessa ferð og heyrast nú í fyrsta sinn opinberlega á ís- landi. Norræna kvartettinn skipa Ein- ar Jóhannesson klarinettleikari, Joseph Ka-Cheung gítarleikari, Áskell Másson slagverksleikari og tónskáld og Roger Carlsson slag- verksleikari. Þjóðsögu bók um Þorvald. Þorvaldur Skúlason, brautryðjandi íslenskrar sam- tímalistar, eftir Björn Th. Björnsson list- fræðing. OHumyndirnar á sýningunni eru frá tímabilinu 1958 til 1982. Nýjasta myndin er talin vera eitt af seinustu verkum lista- mannsins. Vatnslitamyndirnar og teikn- ingarnar eru flestar eldri, eða frá tímabil- inu 1930 til 1965. Flest verkanna verða til sölu.' Sýningiii verður opin virka daga frá kl. 10-18, og um helgar frá kl. 14-18. Henni lýkur 21. júní. hestaferðir fyrir börnin, sýnt verður fall- hlífastökk yflr Umferðarmiöstöðinni, Lúðrasveitin Svanur leikur, hljómsveitin TRÍÓ ’87 spilar og syngur, efnt verður til getrauna með vinningum og fleira. Mjólkursamsalan, Nói og Síríus og Gev- alía kaffi verða meö kynningar á vörum sínum og gefa gestum að smakka og rús- ínan í pylsuendanum eru tónleikar Syk- urmolanna áöur en þeir halda til Banda- ríkjanna. Laugardagsganga Hana nú Vikuleg laugardagsganga Hana nú í Kópavogi verður á morgun, laugardag- inn 11. júní. Lagt af stað frá Digranesvegi 12 kl. 10. í bæjarröltinu kynnumst við fegurð bæjarins. Samvera, súrefni og hreyfing er einnig markmið göngunnar. Nýlagað molakaffi. Árgangur ’62 úr Réttó Munið hófið í Víkingsheimilinu laugar- daginn 11. júní. Mæting helst kl. 18. Allt gamla gengið mætir. Nánari upplýsingar gefa Stefán s. 681382/35261, Olga s. 611694 og Ingibjörg s. 671890. Samvinnuferðir - Landsýn opna nýja söluskrifstofu Ferðaskrifstofan Samvinnuferöir - Landsýn hefur opnaö nýja söluskrifstofu aö Suðurlandsbraut 18. Þar er boðiö upp á alhliöa ferðaþjónustu, hvort sem menn hyggja á ferðalög innanlands eða utan, sumarleyfisferöir eða ferðir í atvinnu- þágu. Starfsmenn Samvinnuferða - Landsýnar á nýju söluskrifstofunni eru Sigurbjörg Einarsdóttir og Marta Helga- dóttir. Afgreiöslutími er alla virka daga kl. 9-17 og síminn er 689191. Breiðfirðingafélagið Sumarferð félagsins verður farin vestur í Dali 24.-26. júní. Lagt af stað kl. 19. Upplýsingar i símum 41531, 32562, 16689 og 79071. Húsmæðrafélag Reykjavíkur Sumarferð Húsmæðrafélags Reykjavíkur veröur farin sunnudaginn 19. júní. Allar upplýsingar og farpantanir í síma 681742, Þuríður, og 14617, Sigriður. listahátíð: íslensk tónlist í kvöld, fóstudaginn 10. júní, kl. 20.30 veröa þær Svava Bernharðs- dóttir lágfiðluleikari og Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari með tónleika á Kjarvalsstööum. Á efnis- skránni eru einungis íslensk verk. Svava Bernharðsdóttir stundaði nám í Tónlistarskólanum í Reykja- vík og naut þar leiösagnar Rutar Ing- ólfsdóttur, Stephens King og Marks Reedman. Hún lauk fiðlukennara- prófi og burtfararprófi þaöan vorið 1982. Framhaldsnám stundaði hún við Konunglega tónlistarháskólann í Haag og í Juilliard skólanum í New York. Svava vinnur nú að því aö ljúka doktorsgráðu þaðan. Hún hef- ur komið fram sem einleikari hér á landi, í Skotlandi, Hollandi og New York. Anna Guðný Guðmundsdóttir lauk burtfararprófi í píanóleik frá Tónlist- arskólanum í Reykjavík árið 1979. Hún stundaði framhaldsnám við Guildhall tónlistarháskólann í Lon- don. Hún er landsþekkt sem einleik- ari og í samleik, þæði á tónleikum víða um land og erlendis, sem og í útvarpi og sjónvarpi. Anna Guðný kennir við söngdeild Tónlistarskól- ans í Reykjavík. Verkin á tónleikunum í kvöld eru eftir tónskáldin Þorkel Sigurbjörns- son, Áskel Másson, Jón Þórarinsson, Mist Þorkelsdóttur og Kjartan Ólafs- son. Úr Árbæjarsafni. Nýjungar í Árbæjarsafni Nýlega var opnuð í Árbæjarsafni sýningin Reykjavík og rafmagnið. Hún er í Miöhúsi, sem áður var Lindargata 43a, en þaö hús var flutt í safnið árið 1974 og er til sýnis í fyrsta skipti í ár. Auk þess er uppi sýning um forn- leifauppgröftinn í Viðey sumarið 1987. Aðrar eldri sýningar, sem í gangi verða í sumar, eru meðal annars sýningar um gatnagerö, slökkvilið, hafnargerö og járn- brautina. Árbæjarsafn er opið alla daga nema mánudaga kl. 10-18. Leiðsögn er um safnið kl. 14.00 á virkum dögum og kl. 11.00 og 14.30 um helg- ar. Veitingar eru seldar í Dillons- húsi frá kl. 11-17 og má þar nefna léttan hádegisverð sem í boði er frá 12 til 14 alla dagana. Sýningu Berryman að ljúka Gulay Berryman sýnir þessa dagana í salarkynnum Menningar- stofnunar Bandaríkjanna að Nes- haga 16 myndir málaöar á íslandi undanfarið ár. Nokkrar myndanna eru einnig málaðar í Frakklandi, Tyrklandi og víðar. Frú Berryman er tyrk- Sýningar nesk aö uppruna, gift bandarískum sendierindreka við bandaríska sendiráðið á íslandi. Sýningin í Menningarstofnun- inni er opin virka daga frá kl. 8.30- 20.00 og um helgina frá kl. 13.30- 20.00. Henni lýkur sunnudaginn 12. júní. a. kl. 10.30 Stóra-Sandvík - Háleyja- bunga. í þessari 15. ferð breytir ströndin um svip og ber merki mikilla náttúru- hamfara, eldgosa og sjávarrofs. Verö 900 kr. b. kl. 13 Valahnúkar - Háleyjabunga. Þeir sem ekki komast í alla gönguna mæta kl. 13. Létt og fróðleg ganga. Missið ekki af „strandgöngunni”. Verð 900 kr. frítt fyrir böm með fullorðnum. Brottfór frá BSÍ, bensínsölu. (í Hafnarfirði við Sjóminjasafnið 15 mín. síðar). Kvöldferð 15. júní kl. 20. Gvendarselshæð - Snóka- lönd. Sjáumst. Útivist. 50 ára saga Laugarnesskóla Út er komið rit sem segir frá 50 ára sögu Laugarnesskóla, frá 1935-1985. Ritið er prýtt Qölda mynda og er þar sagt frá nokkrum þáttum úr sögu skólans, s.s. upphafi starfsins, heimavistinni, Katla- gili, morgunsöng, lúðrasveitinni, páska- og jólaskemmtunum og mörgu ööru. Blaöið kostar kr. 300 og má nálgast það á skrifstofu Laugarnesskóla fram aö miðjum júni. Einnig er hægt aö fá blaðið sent með því að hringja í skólann. Snertilist í Blindrabókasafni íslands í Blindrabókasafni íslands, sem er til húsa í Félagsmiðstöö Blindrafélagsins aö Hamrahlíð 17, stendur þessar vikurnar yfir sýning á snertilist eftir Örn Þor- steinsson. Sýnd eru 10 skúlptúrverk. Verkin eru sérstaklega valin frá því sjón- armiði að njóta þeirra meö snertingunni. Þetta er úórða listsýningin sem haldin er í Blindrabókasafni íslands og stendur hún til 1. ágúst. Sýningin er öllum opin og eru menn hvattir til aö koma og heim- sækja þetta sérstaka bókasafn og kynna sér þá þjónustu sem þar er boðið upp á. Opnunartími safnsins er frá kl. 10-16 alla virka daga. Köttur tapaðist Köttur tapaðist frá Dalsseli 40. Hann er högni, grár meö hvíta bringu, var með ól. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 23413 eða 76509, Ingvar. Ferðalög Ferðafélag Islands Dagsferðir sunnudaginn 12. júní: Kl. 10 Leggjabrjótur - Botnsdalur. Ekið til Þingvalla og gengið frá Svartagili um Leggjabrjót í Botnsdal. Leggjabijótur er gömul þjóðleið. Gangan tekur 6-7 klst. Verð kr. 1.000. Kl. 13 Glymur í Botnsá (198m). Gengið upp með Botnsá vestan megin að Glym, hæsta fossi landsins. Verð kr. 800. Mið- vikudaginn 15. júní er síöasta kvöldferðin í Heiðmörk. Brottfór kl. 20. Brottfór frá Umferðarmiðstöðinni austanmegin. Far- miðar við bíl. Frítt fyrir börn í fylgd full- orðinna. Helgarferð 10.-12. júní Þórsmörk. Gist í Skagfjörðs- skála/Langadal. Útivistarferðir Helgarferðir 10-12. júní 1. Vestmannaeyjar. Með skipi eða flugi. Svefnpokagisting. Gönguferðir. Bátasigl- ing i kringum eyjuna. 2. Þórsmörk - Goðaland. Gist í Útivist- arskálunum Básum. Uppl. og farm. á skrifst. Grófmni 1, símar 14606 og 23732. Dagsferðir sunnudag 12. júní kl. 8 Þórsmörk - Goðaland. Fyrsta dags- ferð sumarsins í Mörkina. Stansað 3^4 klst. Verð kr. 1.300. Strandganga í landnámi Ingólfs 15. ferð, a og b. Fyrirlestrar Fyrirlestur í Listasafni Islands Franski listfræðingurinn Pierre Provoyeur heldur fyririestur sem nefnist „Marc Chagall. His Poetry and Spirit” í Listasafni Islands laugardaginn 11. júni kl. 15. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku. Provoyeur hefur staðið fyrir fjölda sýninga á verkum Chagalls og skrifað fjölda greina og tvær bækur um hann og er i dag einn helsti sérfræðingur um lif og list Chagalls. Provoyeur var um 11 ára skeið forstöðumaöur Chagallsafns- ins í Nissa í Suður-Frakklandi en er í dag deildarstjóri Louvresafnsins í París. Leikhús Þjóðleikhúsið Tvær sýningar verða í Þjóðleikhúsinu í kvöld, seinni sýningar á Listahátíð á Marmara á stóra sviðinu kl. 20 og Ef ég væri þú á Litla sviðinu kl. 20.30. Leikfélag Reykjavíkur Aðeins tvær sýningar eru eftir á Hamlet á þessu leikári, í kvöld 10. júní og sunnu- daginn 12. júní kl. 20 í Iðnó. Söng og gamanleikurinn Síldin er komin hefur nú verið sýndur í leikskemmu LR v/Meistaravelli alls sextiu sinnum, við mikla aðsókn. Skemman verður rifm núna í júní og því verður „Síldin" ekki sett upp að nýju næsta leikár. „Síldin" verður sýnd Id. 20 í kvöld og eru þá að- eins eftir tvær sýningar á þessum vin- sæla söngleik. Arbæjarsafn í sumar stendur yfir sýning um Reykja- vík og rafmagnið. Auk þess er uppi sýn- ing um fornleifauppgröftinn í Viðey sumarið 1987. „Gömlu” sýningarnar, m.a. um gatnagerð, slökkviliðið, hafnar- gerð og járnbrautina eru aö sjálfsögðu á sínum staö. Opið verður kl. 10-18 alla daga nema mánudaga. Veitingar í Dill- onshúsi frá kl. 11-17.30. Sími 84412. Asgrímssafn Bergstaðastræti 74 Opiö alla daga nema mánudaga kl. 13.30-16. Asmundarsalur Freyjugötu 41 Þar stendur yfir sýningin Byggt í Berlín. Sýningin er framlag Arkitektafélags ís- lands til Listahátíðar 1988 og er hún opin frá kl. 14-19 alla daga og stendur til 19. júní. Bókakaffi Garðastræti 17 Halldór Carlsson og Þóra Vilhjálmsdóttir opna á morgun ljósmyndasýningu í Bókakafíi. Myndefnin á sýningunni eru héðan og þaðan og stendur sýningin til 25. júní. Bókakaffi er opiö í sumar virka daga kl. 9-22, laugardaga kl. 10-22 og sunnudaga kl. 14-22. Grafík Gallerí Borg Austurstræti 10 í glugga grafíkgallerísins stendur nú yfir kynning á grafíkmyndum eftir Hörpu Bjömsdóttur og keramikverkum eftir Daða Harðarson. Auk þess er til sölu úrval grafíkmynda eftir fiölda lista- manna. Gallerí Borg Pósthússtræti 9 Þar stendur yfir sýning á verkum Þor- valdar Skúlasonar. Á sýningunni eru um 10 olíumálverk, auk nokkurra gvass- mynda, vatnslitamynda og teikninga. Flestar myndanna á sýningunni eru til sölu. Opið er virka daga kl. 10-18 og frá kl. 14-18 laugardaga og sunnudaga. Sýn- ingunni lýkur 21. júní. Gallerí Gangskör Opið þriðjudaga til fóstudaga kl. 12-18. Gallerí Grjót Skólavörðustíg 4a Páll Guömundsson frá Húsafelli sýnir höggmyndir í Gallerí Grjóti. Myndirnar eru allar höggnar í rautt og blátt grjót sem finnst í bæjargilinu á Húsafelli. Páll hefur haldiö 10 einkasýningar, 8 á Íslandi og 2 í Þýskalandi. Sýningin stendur yfir til 12. júní og er opin virka daga kl. 12-18 og um helgar kl. 14-18. Gallerí Langbrók Bókhlöðustíg 2 textílgallerí. Opið þriðjudaga til fóstudaga kl. 12-18 og laugardaga kl. 11-14. Gallerí Nes Nýjabæ v/Eiðistorg Opnaður hefur verið nýr sýningarsalur, Gallerí Nes, í verslunarhúsnæði Nýja- bæjar við Eiðistorg, III. hæð. Opið er virka daga kl. 16-19 og laugardaga og sunnudaga kl. 13-16. Gallerí Svart á hvítu Þar stendur yfir sýning á verkum Jó- hanns Eyfells. Sýningin er hluti af dag- skrá Listahátíöar 1988. Opið er alla daga nema mánudaga kl. 14-18 og stendur hún til 15. júní. Gallerí & Publications, Vesturgötu 20 Kees Wisser heldur skúlptúrsýningu á nýjum verkum. Sýningin stendur í tvær vikur og opnunartími er samkvæmt sam- komulagi í síma 24529. Hafnargallerí Hafnarstræti 4 Tryggvi Þórhallsson og Magnús S. Guö- mundsson sýna málverk og grafik. Sýn- ingin er opin á verslunartíma og stendur til 11. júní. Katel Laugavegi29 í júnímánuði stendur yfir sölusýning á plakötum og eftirprentunum eftir Cha- gall í nýjum sal sem opnaður hefur verið að Laugavegi 29 (Brynjuporti). Opið er virka daga kl. 10-18. Kjarvalsstaðir við Miklatún Þar stendur yfir sýningin Maðurinn í forgrunni. Sýningin, sem er í tengslum við listahátíð, sýnir verk eftir helstu lista- menn sem haft hafa manninn að megin- myndefni sínu á þessu tímabili og er með fáeinum verkiun reynt aö sýna þróunina í list þeirra. Alls eru rúmlega 130 verk eftir 47 listamenn. Sýningin stendur til 10. júlí.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.