Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1988, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1988, Blaðsíða 6
30 FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 1988. Atriði úr nýjustu kvikmynd John Carpenters, Myrkrahöfðinginn. Kvikmyndir - Kvikmyndir - Kvikmyndir Regnboginn Myrkrahöfðinginn I nýjustu kvikmynd sinni, Myrkrahöfðingjanum (Prince Of Darkness), lætur meistari hryll- ingsmyndanna, John Carpenter, sögupersónur sína eiga við sjálfan höfðingjann úr því neðra. Myndin segir frá nokkrum há- skólanemendum og visindamönn- um sem safnast saman í kirkju einni með mjög svo sérstaka til- raun í huga. Þetta er allt ósköp venjulegt fólk, en um leið og það stígur inn fyrir dyr kirkjunnar á þaö sér ekki viðreisnar von. Þannig er máliö vaxið að kaþólsk- ur prestur, er Donald Pleasence leikur, hefur uppgötvað handrit sem skýrir að í kirkjunni sé sjö milljón ára gamall kistill sem búi yfir ógnarkrafti... John Carpenter hefur áður feng- ist við dularfull öfl sem komin eru af hinu illa. Hver man ekki eftir háskabílnum Christine eða óþverr- anum sem beið í milljónir ára und- ir ísi lögðu norðurskautinu í The Thing? John Carpenter er því á heimaslóðum í Myrkrahöfðingjan- um og á sú mynd ábyggilega eftir að bregða áhorfendum í tíma og ótíma. Aðalhlutverkin leika Don- ald Pleasence Jameson Parker og Lisa Blount. HK. Jessica Tandy og Hume Cronyn ásamt öðrum leigjendum blokkar sem á að fara að rifa. Laugarásbíó Raflost Þeir sem höfðu gaman af hinni ágætu mynd Cocoon geta ábyggi- lega haft gaman af Raflost (Batteri- es Not Included) sem fjallar einmitt um persónur sem hjálpaö er af geimverum. í stuttu máh fjallar myndin um íbúa blokkar einnar í New York sem á að fara að rífa. íbúar eru leigjendur sem ekkert geta gert í máhnu. Nótt eina flýgur pínulítið geimskip inn um gluggann á einni íbúðinni. Geimfararnir eru hinir vingjarnlegustu og með þeirra hjálp ákveða íbúarnir sem eftir eru og geimfararnir að bjarga því sem bjargað verður. Leikstrjóri er Matthew Robbins og aðalleikarar eru heiðurshjónin Hume Cronyn og Jessica Tandy en þau léku einmitt í fyrrnefndri Cocoon. Bíóborgin Bannsvæði Buck McCriff (Wlllem Dafoe) og Perkins (Gregory Hines) eru herlögreglumenn sem látnir eru rannsaka morð sex gleðikvenna í Bannsvæði. Bannsvæði (Off Limits) er ein nýlegra mynda sem fylla þann hóp er fjallar á einhvern hátt um Viet- nam stríðið. Willem Dafoe, er gerði garðinn frægan í Platoon, leikur ásamt Gregory Hines lögreglu- menn sem staðsettir eru í Saigon 1968. Þeim er fahð að rannsaka morð á sex gleðikonum sem ahar áttu það sameiginlegt að eiga böm með bandarískum hermönnum. Ahar líkur benda til að morðingj- amir séu hátt settir hðsforingjar. í leit sinni að sönnunargögnum verða þeir að heimsækja spihta veröld næturlífsins þar sem allt viðgengst og lenda því oft í mitólli lífshættu. Einnig fá þeir hjálp frá nunnu einni sem reynist þeim betri en enginn. Leikstjóri er Christhopher Crove og er þetta fyrsta mynd hans, en hann á að baki ferU innan sjón- varpsins. Hann er einnig annar handritshöfunda og minnir áhorf- endur á að þótt sögusviðið sé Viet- nam og stríðið sem þar var háö, þá sé Bannsvæði þriller þar sem rannsókn morða er miðpunktur- inn. Áður hafa verið nefndir Dafoe og Hines. Af öðrum leikurum má nefna Fred Ward, Scott Glenn og Amanda Pays. McCriff fær hjálp hjá nunnunni Nicole (Amanda Pays). Sýningar Listasafn ASÍ Grensásvegi 16 Laugardaginn 4. júní var opnuð mál- verkasýningin Fjórar kynslóðir. Sýning- in, sem er sjálfstætt fraimlag til Listahá- tíöar 1988, er jafnframt sumarsýning safnsins. A sýningunni eru um 60 mál- verk eftir á fjórða tug listamanna og spanna timabilið frá fyrsta áramg þessar- ar aldar fram á síðustu ár. Sýningin er opin alla virka daga kl. 16-20 og um helg- ar kl. 14-22. Henni lýkur 17. júlí. Listasafn Einars Jónssonar við Njarðargötu er opið alla daga nema mánudaga kl. 13.30-16. Höggmyndagarðurinn er opinn daglega kl. 11-17. Listasafn Háskóla íslands í Odda, nýja hugvisindahúsinu, er opið daglega kl. 13.30-17. Þar eru til sýnis 90 verk í eigu safnsins, aðallega eftir yngri listamenn þjóðarinnar. Aðgangur að safninu er ókeypis. Listasafn islands Frikirkjuvegi 7 Þar stendur yfir sýningin Norræn kon- krethst 1907-1960. Hún er framlag Lista- safns íslands tU hátíðarinnar að þessu sinni. Á sýningunni eru bæði málverk og höggmyndir. Þá stendur einnig yfir sýning á verkum hins heimsþekkta lista- manns Marcs Chagall. Sýningamar eru opnar alla daga nema mánudaga kl. 11-22 til loka listahátíðar þann 19. júni en síðan eftir að listahátíð lýkur kl. 11-17. Sýning Marcs Chagall stendur til 14. ágúst og sýningin Norræn konkretlist til 31. júlí. Kaffistofan er opin á sama tíma og sýn- ingarsalimir. Mokkakaffi Skólavörðustíg Nú stendur yfir á Mokkakaffi sýning á um það 30 ljósmyndum eftir Davíð Þor- steinsson. Myndimar em allar teknar inni á Mokka af gestum kaffihússins og starfsfólki. Sýningin er haldin í tilefni af 30 ára afmæU Mokkakaffis. Myntsafn Seðlabanka og Þjóöminjasafns, Einholti 4 Opið á sunnudögum kl. 14-16. Norræna húsið Þar stendur yfir sýning Textílfélagsins á verkum félagsmanna og er sýningin Uður í Ustahátíð. Á sýningunni em bæði stór verk og smá (miniature) og em flest verk- in til sölu. Heiðursfélagi Textílfélagsins, Sigríður HaUdórsdóttir, sýnir vefnað, unninn eftir sömu tækni og er á tveimur spjaldofnum borðum á Þjóðminjasafni íslands og varðveist hafa frá miðöldum. Sýningamar em opnar daglega kl. 14-22. Nýhöfn Hafnarstræti 18 Guðrún Kristjánsdóttir sýnir málverk í Nýhöfn. Fyrstu einkasýnmgu sína hélt Guðrún á Kjarvalsstöðum 1986 en þetta er fjórða einkasýning hennar. Auk þess hefur hún tekið þátt í samsýningum. Sýningin, sem er sölusýning, er opin virka daga kl. 10-18 og frá kl. 14-18 um helgar. Henni lýkur 19. júní. Stofnun Árna Magnússonar Handritasýning Áma Magnússonar er í Ámagarði við Suðurgötu á þriðjudögmn, fimmtudögum og laugardögum kl. 14-16. Póst- og símaminjasafnið Austurgötu 11 Opið á sunnudögum og þriðjudögum kl. 15-18. Aðgangur ókeypis. Þjóðminjasafn Islands í safninu stendur yfir sýning á myndum eftir enska fræðimanninn og málarann W.G. CoOingwood, sem ferðaðist um landið árið 1897, og mun sú sýning standa til haustsins. Safnið er opið alla daga vik- unnar nema mánudaga frá kl. 11-16. Menningarstofnun Bandaríkjanna Neshaga 16 Síðasta sýningarvika Gulay Berryman á myndum, máluðum á íslandi, Frakk- landi, Tyrklandi og víðar. Opið daglega kl. 8.30-20 en frá kl. 13.30-20 um helgina en henni lýkur sunnudagskvöldið 12. júní. Hafnarborg Strandgötu 34 Hafnarfirði Eirikur Smith listmálari sýnir þar verk sín. Sýningin er opin daglega kl. 15-22 tfi 19. júní. Málverkasýning í Viðeyjarnausti Anna Leós sýnir málverk í Viðeyjar- nausti, Viðey. Ferðir út í Viðey eru virka daga frá kl. 14 og frá kl. 13 um helgar. Ljósmyndasýning í Eden Michael Gunter, bandarískur ríkisborg- ari, búsettur á Islandi, sýnir ljósmyndir í Eden í Hveragerði. Þetta er önnur einkasýning hans á þessu ári. Hann sýn- ir 30 svart/hvitar Ijósmyndir og eru þær aUar tU sölu. Sýiiingunni lýkur 13. júní. Þrastarlundur í Þrastarlundi stendur yfir sýning á verk- um Ragnars Lár. Á sýningunni eru 14 gvass- og vatnsUtamyndir. Sýningin, sem hófst um hvítasunnuna, stendur í þijár vikur Myndlistarsýning á Akureyri MyndUstarsýning verður opnuð í Glerár- kirlgu á Akureyri á morgun kl. 16. Um er að ræða samsýningu 5 ungra lista- manna, þeirra Grétu Sörensen, írisar Elfu Friðriksdóttur, Ragnars Stefánsson- ar, Ragnheiðar Þórsdóttur og Sólveigar Baldursdóttur. Öll hafa þau útskrifast úr myndhstarnámi á sl. 5 árum, frá íslandi, HoUandi, Danmörku og tvö frá Banda- ríkjunum. Munu þau sýna skúlptúrverk, teikningar, málverk, textfiverk og verk unnin í leður. Sýningin verðir opin til 19. júní en flyst yfir í Safnahúsið á Sauðár- króki dagana 2.-10. júh. Sýningamar verða opnar á báðum stöðunum virka daga kl. 16-21 og um helgar kl. 14-22.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.