Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1988, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1988, Blaðsíða 8
32 FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 1988. T* Umsjón: Sigurður M. Jónsson Hiimar Karlsson Af óviöráðanlegum orsökum var enginn myndbandalisti í síðustu viku en þráðurinn er tekinn aftur upp og á toppnum hafa orðið þær breytingar að hin snjalla vísinda- mynd, Innerspace, setur Dirty Dancing í annað sætið. Þrjár nýjar myndir koma inn á listann. Fyrsta ber að telja Wise Guys sem gerð er af Brian De Palma. Þá fer inn á Mstann gæðamyndin Whistle Blow- er með Michael Caine í aðalhlut- verkinu og þá síðast en ekki síst er komin inn á listann tveggja spólu myndin Hands of a Stranger en langt er síðan mynd í slíkri lengd hefur skreytt DV-Ustann. Má geta þess í leiðinni að væntanleg er frá Steinum ein slík tveggja spólu mynd sem örugglega á eftir að njóta vinsælda. Er það Bourne Identity með sjálfum konungi mínisería í aðalhlutverki, Richard Champerlain. DV-LISTINN 1. 2. 3. 4. 5. 6. (2) (1) (4) (5) (-) (-) 7. (3) 8. (7) 9. (8) 10. (-) Innerspace Dirty Dancing Raising Arizona Something Wild Wise Guys Hands of A Stranger No Mercy Otto II Roxanne Whistle Blower M1 Elskhugi drepinn MIKE’S MURDER Útgefandi: Steinar. Leikstjóri, framleiðandi og handrits- höfundur: James Bridges. Myndataka: Reynaldo Villalobos. Aðalhlutverk: De- bra Winger, Mark Keyloun og Darrel Larson. Bandarísk 1984. Bönnuð yngrl en 16 ára. 105 mín. ■ Leikstjórinn Bridges sló í gegn með mynd sinni Urban Cowboy og þar notaði hann einnig Winger sem hefur náð aö festa sig bærilega í sessi með myndum eins og An Officer and a Gentelman og Terms of Endearment. Winger kemst vel frá þessari mynd enda á skjánum mikinn hluta myndarinnar. Myndin er fullhæggerð og það er ekki fyrr en í lokin sem hún nær aö grípa áhorfandann fóstum tök- um. Þess á milU er hún full svíf- andi í uppbyggingu sem er þó eng- an veginn vitlaus. Winger leikur unga stúlku sem vérður ástfangin af tenniskennara sínum. Hann er hins vegar á kafi í aUskyns óhroöa og er myrtur. Win- ger fer Utilsháttar að kynna sér ástæður morðsins og fyrr en varir er hún komin í bráða hættu. Hér er ekki um að ræöa sérstak- lega frumlegt handrit og eins og áður sagði er það fuUhæggert. Eigi að síöur er myndin vel þess virði að á hana sé horft og á kafla verður hún spennandi. Það er bara að hafa þolinmæði til að bíða eftir þvi. -SMJ Myrkraverk í Washington NO WAY OUT Útgefandi: Skifan hf. Leikstjðri: Roger Donaldson. Aðalhlutverk: Kevin Costner, Gene Hackman og Sean Young. Bandarisk, 1987 - Sýningartími 114 min. Það er alltaf ánægjulega að horfa á vel heppnaðar sakamálamyndir, myndir sem bjóða upp á spennu sem birtist í torráðnum atburðum og fífldirfsku. Ekki sakar smáró- mantík. No Way Out hefur alla þessa kosti og fleiri til. Ber þar fyrst að nefna nýjustu stórstjömu kvik- myndanna Kevin Costner sem fer vel með hlutverk Tom FarreU, sem starfar í sjóher Bandaríkjanna. Eitt sinn þegar hann er í leyfi í Washington kynnist hann ungri og faUegri stúlku Susan AtweU (Sean Young) og takast með þeim ástir. Susan er dularfull stúlka og á Far- reU, sem er fyrrverandi leyniþjón- ustumaður, erfitt með að sætta sig ■■GLrnriíisG, FAsr.\tovmG... fuUoK.Jntriffue. detkioussex, uitty onc iinen.” t nn* itw - 'r* C )SP«£a * 3i'X&x, >;»;„r woxXi'C»iJi.<wcrv' ssí.awaks.ws *&íí) <■ ;»* ;m «'• >.-.»« 4* at ssr* p 2*SMOtt viö það. Án þess að hann viti held- ur Atwell við háttsettan þingmann David Brice (Gene Hackman) sem heldur sambandi þeirra leyndu. Ástarsamband Susan og Toms fær sorglegan endi og áður en Tom veit af þarf hann að lifa tvöfóldu lífi þar sem hættur eru á hverju horni... Ekki er vert að fara nánar út í söguþráðinn sem veröur flóknari meö hverri mínútunni, en óhætt er að lofa væntanlegum áhorfend- um góðri skemmtun og um leið kvikmynd sem erfitt er að slíta sig lausan frá. Áöur hefur verið minnst á frammistöðu Kevin Costner. Ekki er hægt að líta framhjá góðum leik Gene Hackman sem nýtur sín eink- ar vel í karakterhlutverkum á borð við þingmanninn og Sean Young sem hefur ekki sést mikið, fær í No Way Out gott tækifæri til að glæða feril sinn nýju lífi og nýtir hún tækifærið til fuUnustu. HK ★ !4 Peningaaustur í sandauðn ISHTAR Útgefandi: Skifan. Leikstjóri: Eilen May. Aóalhlutverk: Dustin Hoffman, Warren Beatty og Isa- bele Adjani. Bandarísk 1987. Þessarar myndar verður Uklega minnst í sögunni sem eins af stærri „floppum" þeirra HoUywood- manna. Myndin kostaði á milU 40 og 50 miUjóna doUara og olU reynd- ar miklum deilum hjá Columbia kvikmyndaverinu. Um það leyti sem framleiösla hennar hafði verið ákveðin tók Bretinn David Putt- nam við stuttri en átakamikflli stjóm þar. Hans verður Uklega minnst þar fyrir að stuðla aö fram- leiðslu The Last Emperor og móðga BiU Cosby. Það er ótrúleg hugmynd að láta þessa tvo „gamalreyndu11 kappa, Hoffman og og Beatty, troða upp sem útvatnaða söngvara er bland- ast inn í arabaerjur. Vissulega á myndin sína spretti og sum atriðin eru næstum fyndin. En heildar- myndin, söguþráður og fleira, það eru hlutir sem hafa gleymst. Leik- stjórn er fuUkomlega hlutlaus og það er eins og May treysti sér ekki til að tukta stjörnumar tU. Verst er þó komið fyrir Adjani sem bók- staflega veit ekkert hvað hún á að gera og verður fyrir vikið eins og álfur út á hól. Ef þetta á að vera gamanmynd þá er val á Adjani í þetta hlutverk út í hött. -SMJ CHARLES GftOOiN • JACK WESTON sSSUiiKWfMi ’SSNi SflSB ut) en? ■r.i&uk' wj « ★★★ Með sannleikann að vopni THE LAST INNOCENT MAN Útgefandl: JB myndbönd. Lelkstjórl: Roger Spottlswoode. Handrit: Dan Bronson. Myndataka: Alexander Gruszynski. Aðalhlutverk: Ed Harris. ★ 14 o Fyrir rómantískar sálir Roxanne Hart, David Suchet og Darrell Larson. Bandarisk 1986. 100 min. Hér er á feröinni lagaþriUer af bestu gerð. Reyndar er hann því marki brenndur að gerast fullper- sónulegur því tilfinningamál manna blandast kröftuglega saman við söguþráðinn sjálfan. Það getur verið að það sé smámunasemi að kvarta yfir þessu því þetta er ekki MADAMEX Útgefandi: Laugarásbió. Leikstjóri: Robert Ellis Miller. Aöalhlutverk: Tuesday Weld, Len Carri- ou og Eleanor Parker. Bandarisk, 1981 - Sýningartími: 100 min. Þótt ótrúlegt sé er sú útgáfa af Madame X, sem hér er tíl umfjöll- unar, sú þriðja sem gerð er. Fyrsta útgáfan var gerð 1937.1965 lék Lana Tumer hina ógæfusömu konu og nú er það Tuesday Weld sem reyn- ir sig við eitt væmnasta hlutverk kvikmyndasögunnar. Söguþráðurinn er rómantisk harmsaga ungrar konu sem giftist inn í ríka íjölskyldu. Tengdamóðir hennar er ekki ánægð með val son- arins og við fyrsta brot tengdadótt- urinnar, Holly Richardson, lögbrot sem getur stefnt framavonum son- arins í hættu, neyðir hún hana tU að fara í útlegö og öllum er talin trú um að hún sé dáin. Hún flækist um Evrópu, verður áfengi að bráð og lifir óhamingju- sömu lífi. Mörg ár Uöa áður en til uppgjörs kemur í lokaatriði sem allar rómantískar sálir munu klökkna undir. Sögurþráðurinn í Madame X er úr sér genginn en myndin er hvorki verri né betri en álíka myndir sem nær eingöngu eru gerðar fyrir sjónvarp í dag. Leikur er allur hinn stirðasti og kUsjukenndur. Mest hvílir aö sjálfsögðu á Tuesday Weld sem á að baki nokkur góð hlutverk. Hér gerir hún lítið við staðlað hlut- verk. HK. til neinna lýta í myndinni. Eigi að síður er þetta leiöindasiður í bandarískum lagaklækjamyndum. Þessi kvörtun er frekar almenns eðUs og beinist ekki sérstaklega aö þessari mynd. Hér segir frá afbragðssnjöllum lögfræðingi, Harry Nash, (Ed Harr- is) sem tekst yfirleitt að fá alla skjólstæðinga sína lausa án þess að fá neitt sérstakt samviskubit yfir því. Er þá sama hvort þeir eru sekir eða saklausir. Þar kemur þó að hann flækist inn í mál sem virð- ist ætla að verða honum um megn því hann þarf aö verja eiginmann ástkonu sinnar (Roxanne Hart). MáUð er einstaklega flókið og fær fremur óvæntan endi. Myndin er hlaðin spennu og eins og þriUerar bestir gerast. Að vísu eru smábrotalamir í handriti ef far- ið er að rýna grannt í það. Á það kannski sérstaklega við um end- inn. Það er þó ekkert til baga. Mál- atilbúnaður í réttarsalnum er spennandi og alls ekki langdreginn eins og oft hættir til í myndum af þessari gerð. Spottswood á hér sína bestu mynd í langan tíma og sama má segja um aðalleikarana. -SMJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.