Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1988, Blaðsíða 29
LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 1988.
29
Ingvi Hrafn Jónsson og Guðlaugur Bergmann með löndunarliðið við Langá i rokinu.
Á bökkum Langár á Mýrum fyrsta veiðidaginn
„Við Langá er gott að skrifa"
- segir Ingvi Hrafn Jónsson
„Viö Langá er. gott skrifa og
skemmtilegt aö veiða,“ sagöi Ingvi
Hrafn Jónsson er DV hitt hann á
bökkum Langár í Mýrum á opunar-
daginn en þá haföi Ingvi Hrafn feng-
iö einn 4,5 punda og Guðlaugur Berg-
mann annað 11 punda. Ingvi Hrafn
fékk sinn á flugu en Gulli á maök.
„Viö fórum ekki til veiða fyrr en
um hálfellefuleytið svo þetta er góö
byijun. Veöurfarið er ekki upp á það
besta heldur, rok,“ sagöi Ingvi Hrafn
í rokinu viö Langá.
Tíminn leið og veiöimenninir Ingvi
Hrafn, Gulli og Gunna færöu sig um
set meö strákana sína meö, löndun-
arliðið.
Ingvi Hrafn fer með tvíhendunni
fyrir neðan veiðihúsiö og meö rauða
franes en laxinn vildi ekki taka.
„Ég ætla aö reyna hérna aöeins
ofar og beita maðki, ekki flugunni
eins og pabbi,“ segir Hafsteinn Orri,
eldri strákur Ingva Hrafns. En fisk-
urinn tók ekki hjá honum frekar en
pabba hans.
Ingvi Hrafn kastar fimlega yfir all-
an veiöistaðinn en fiskurinn tekur
ekki, Ingvi Hrafn kemur nær landi,
hann er hættur. Þaö fækkar óðum á
fréttastofunni segi ég, nú er Ómar
Ragnarsson að fara. „Já, þeim fækk-
ar, það er enginn metnaður til lengur
á stofnuninni,“ segir Ingvi Hrafn og
dregur inn. Rokið hefur ekki minnk-
aö við Langá frekar en annarstaðar.
Viö ætlum niður með ánni og kíkja
á veiðimenn fyrir landi Ánabrekku.
Veiðin hjá þeim hefur gengið vel og
fyrir mat komu 11 laxar. Við hittum
fyrir feðgana Rafn Sigurðsson og
Ævar Rafnsson. „Þetta er ágæt veiði,
við erum búnir að fá 4 laxa og eina
bleikju," segir Rafn Sigurðsson sem
þekkir Langá vel, hefur veitt í henni
í mörg ár.
Veiðimennirnir eru sestir að snæö-
ingi inn í veiöihúsi og við höldum í
átt að næstu veiöiá, Laxá í Kjós, þar
skal stoppað. Er þetta ekki veiði-
della? G.Bender. SK
Hafsteinn Orri Ingvason leitar eftir möðkum í maðkapokanum og beitir.
Nokkur dögum áður hafði Hafsteinn Orri fengið lax á Portlandsbragðið i
Norðurá og Ingvi Hrafn, pabbi hans, fékk tvo.
Runólfur Ágústsson setur flugu á hjá sér en Runólfur hafði fengið einn lax er við hittum hann.
DV-myndir G.Bender
HROSS TIL SÖLU
Til sölu eru nokkur hross:
7 hryssur 3-7 vetra, m.a. undan Kolskegg 924 frá
Sauðárkróki, Stormi frá Sauðárkróki, Júpíter 851 frá
Reykjum og Elg 846 frá Hólum. 5 eru tamdar og ein
í ættbók. Hryssurnar verða í hólfi hjá rauðum fola, 3
vetra, frá Sveini Guðmundssyni á Sauðárkróki. Folinn
er undan Hervari 963 og Kápu frá Sauðárkróki. 4
hestar, 3 eru 4ra vetra og einn 8 vetra. Folarnir eru
undan Penna frá Árgerði (2) og Júpíter 851. Frum-
tamdir. 8 trippi veturgömul undan Gormi frá Melstað
(4 hestar og 4 hryssur). Ragngr Eiriksson
Gröf, 566 Hofsós
Sími 95-6309
IL HWA
Ginsengte og -þykkni
til forvarnalækninga
(drykkir er auka athafnaþrótt)
1. Vinnur ginseng gegn of háum blóöþrýstingi?
2. Vinnur ginseng gegn vöövabólgum?
3. Vinnur ginseng gegn of háu kólestroli í blóöi?
4. Vinnur ginseng gegn liðagigt?
5. Vinnur ginseng gegn stressi?
6. Vinnur ginseng gegn þunglyndi?
Margt bendir til þess að svo sé. í 5000 ár hafa kín-
verskir læknar gefið ginseng við fjölda kvilla. í Kóreu
er gestum gefið ginsengte svo þeim líði sem best
hjá gestgjafanum.
Dreifing Llflinun, Skemmuvegi 6, Kópavogi
Útsölustaðir: Hagkaup, heilsubúðir, apótek og nokkrar betri
matvöruverslanir á höfuðborgarsvæðinu.
ERT ÞÚ
tónlistarmaður með metnað?
VILT ÞÚ
marka þín spor í lista- og
menningarlífi heils byggðarlags?
ÞÁ ÁTT ÞÚ
framtíð fyrir þér á Dalvík og í Svarfaðar-
dal.
ÞAR ER: Tónlistarskóli sem vantar skólastjóra og
kennara, hefur ágætt kennsluhúsnæði, sjóði til
hljóðfærakaupa og fjölda nemenda sem biður um
meiri tónlistarkennslu.
ÞAR ER: Kirkja sem vantar organista og söng-
stjóra og er að fá nýtt pípuorgel á næstunni.
ÞAR ER: Fjöldi fólks sem þráir að komast í kóra
og bíður eftir þér.
ÞAR ER: Þér boðið upp á húsnæði og starfsað-
stöðu í byggð sem er í örum vexti.
Ef þú hefur áhuga, hafðu þá sambandi við Önnu
B. Jóhannesdóttur í síma 96-61316 eða Jón Helga
Þórarinsson í síma 96-61685.
SKÓLANEFND
GARÐASTÁL
Á þök og veggi
= HÉÐINN =
STÓRÁSI 2, GARÐABÆ, SÍMI 52000