Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1988, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1988, Blaðsíða 8
2 FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 1988. Engar róttækar breytmgar eru á listanum þessa vikuna. Þaö vekur þó athvgli að tvær „míníseríur" eru á listanum og önnur þeirra stekkur beint upp í 2. sæti. Þaö er greinilegt aö þessi gerö mynda er í uppsveiílu eftir rýrt gengi aö und- anfórnu. Sakamálam\Ttdin Engin útleið heldur fyrsta sætinu eftir aö hafa tekiö listann meö trompi í sjðustu viku. Skotvestið hans Kubricks nær ekki aö ógna fyrsta sætinu. DV-LISTINN 1. (1) No Way Out 2. (-) The Bourne Identity 3. (2) Full Metal Jacket 4. (3) Innerspace 5. (4) Dirty Dancing 6. (7) Something Wilde 7. (-) Hands of a Stranger 8. (8) The Last Innocent Man 9. (9) Wiseguy 10. (10) The Jerk 'MM Gíslataka HOSTAGE Útgefandi: JB Leikstjóri: Hanro Mohr. Aöalhlutverk: Wings Hauser, Karen Black, Kevin McCarthy, Nancy Locke. Bandarísk 1986. 97 min. Bönnuð yngri en 16 ára. Ég hélt nú, satt best að segja, að hinar svokölluðu gíslamyndir væru úr sögunni eftir aö hafa átt velmektarár sín á áttunda áratugn- um. Þessi mynd afsannar þaö aö hluta meö þvi aö birtast hér í Flóru myndbandamarkaðsins. Þegar innihald hennar er skoðaö sést hins vegar aö gullöldin er liðin. Myndin segir frá því þegar flug- vél, ásamt farþegum hennar, er rænt einhVérs staðar í Afríku. Ræningjamir eru afskaplega vond- ir menn sem vilja helst drepa far- þegana og hrópa síðan: „Lifi bylt- ingin“. Auðvitað eru þeir araþar. í flugvélinni er fólk úr sitt hvorri áttini en hugrakkir ættingjar sumra farþeganna hyggjast bjarga fólkinu. Einhæfni í persónusköpun og l«, & I hefhdarhug þekktuiji khsjum sem dugað hafa vel í þar tíl geröum myndum og skipta útgáfumar oröiö hundmð- um, aöeins skipt um nafn myndar og persónur fá andlitslyftingu. Aðalpersónan í Outlaw Force er Billy Ray Dalton, leikari og kúreka- söngvari. Hann hindrar dag einn að hópi iUmenna takist að ræna bensínsstöð og misþyrma eigand- anum. IUmennin hefna sín grimmilega, fara heim til Dalton, drepa konu hans og ræna dótturinni. Enginn veit hvaöan moröingjamir koma og lögreglan getur lítiö hjálpaö hin- um örvæntingarfuUa söngvara. Hann kemst þó að því að ræningj- arnir fóru meö dóttur hans tU Los Angeles og nú vopnast leikarinn og heldur af staö í leit að dóttur sinni. Eins og áöur sagði er Outlaw Force dæmigerð fyrir ódýrar spennumyndir. Handritiö er ófrumlegt, leikur allur slæmur og þótt einstaka atriöi sé spennandi þá nægir þaö eitt ekki til að rífa myndina upp úr meðalmenns- kunni. HK OUTLAW FORCE Útgefandi: Háskólabió. Leikstjóri: David Heavener. Bandarisk, 1987-Sýningartimi: 86 min. Outlaw Force er dæmigerð B- mynd þar sem handritiö er byggt á söguþræði er sláandi og einhverra hluta vegna finnst mér eins og maður hafi séð þetta allt saman gert áður. Stundum hefur það verið betur gert en örugglega einnig verr. Þessi mynd gæti stytt einhverjum stundir en líklega er best að ráð- leggja fólki að halda sig íjarri henni. -SMJ ★★★ Bólusett gegn stríði FULL METAL JACKET Útgefandi: Steinar. Leikstjóri, handritshöfundur og fram- leiðandi: Stanley Kubrick. Aðalhlutverk: Matthew Modine, Adam Baldwin, Vin- cent D'Onofrio, Lee Ermey, Dorian Harewood. Arliss Howard, Kavyn Major Howard og Ed O'Ross. Bresk 1987, 112 mín. Bönnuð yngri en 16. Alveg er Kubrick einstakur. Þeg- ar allir eru búnir að velta sér upp úr Víetnam-stríðinu og mynda það á allan máta (án þe,ss að gera virki- lega sanna mynd) kemur hann með mynd sem er allt öðruvísi. Um eig- inlegan söguþráð er varla unnt að ræða. Myndin byggist á sterkri skynjun sem ósjálfrátt hlýtur að leiða til höfnunar á stríði. Þannig eiga allar góðar stríðsmyndir auð- vitað að vera. Kubrick er hins veg- ar ekkert umhugað um að gera góða mynd með inngangi, megink- afla og síðan vel skiljanlegum endi. Hann ræðst strax á stríðsþorsta fólks og einbeitir sér að stríðsþjálf- uninni. Þar eru búnar til stríðsvél- ar með heilaþvottaraðferðum. Þar verður samspil liðþjálfans og ein- feldningsins stórkostlegt og lýkur með dauða beggja. Leikur þeirra D’Onofrio og Howards er í einu orði sagt frábær en Howard ku hafa túlkað sjálfan sig í hlutverk- inu. Það er lyginni líkast. Þjálfunarhlutinn er sterkastur og reyndar svo mjög að það er eins og arinað sé bara til uppfyllingar. Kubrick hefur stundum verið sakaður um yfirborðsmennsku og menn mjög greint á um ágæti hans. Vissulega hefur hann komist upp með margt sem öðrum líöst varla. Því verður þó varla á móti mælt að hann er einn merkasti kvik- myndagerðarmaður síðari ára og myndir hans hafa ávallt kallað á mikla athygli. Þær hafa þó ekki talist til „smella“ og nokkurn tíma hefur vanalega þurft til að melta myndir hans. Svo verður líklega um þessa mynd. Myndmál Kubricks er kröftugt og allt að því nærgöngult. Hann er sérstaklega hugmyndarikur við að þefa upp skemmtileg sjónarhorn. Það eitt að taka alla myndina í kvikmyndaveri í Englandi gerir myndina sérstaka meðal Víetnam- mynda. Með því að hafa bardagaat- riöi í yfirgefnum verksmiðjum í S-Englandi tekst honum að draga átökin út fyrir stað og stund. Því er varla hægt að ræða um þessa mynd í sömu andrá og aðrar Víet- nam-myndir. Myndir eftir Kubrick tilheyra kvikmyndasögunni og því ber öllum kvikmyndaáhugamönn- um að sjá þær. -SMJ ^ ACCLAIMED BY CRITICS AROUND THE WORLD AS THE BEST WAR MOVIE EVER MADE St«f>ley Kubrtck’a RJLl HETAL JAOCET Gamansöm teiknimyndahetja CONDORMAN Útgefandi: Bergvik. Leikstjóri: Charles Jarrot. Aóalhlutverk: Michael Crawford, Oliver Reed og Barbara Carrera. Bresk, 1981 - Sýningartími 87 mín. Á undanförnum árum hefur ver- ið vinsælt meðal kvikmyndafram- leiðenda að gera leiknar kvik- myndir um teiknimyndahetjur. Superman reið á vaðið. í kjölfarið hafa komið myndir um Flash Gor- don og He-Man svo einhverjar séu nefndar. Condorman fylhr þennan flokk mynda þótt ekki íjalli hún beint um teiknimyndahetju heldur höfund hennar sem lifir sig inn í viðfangsefni sitt. Woody Wilkins er höfundur Condormannsins, vinsællar teikni- myndaseríu. Þegar honum tekst óvænt að leysa verkefni fyrir CIA fá njósnaforingjamir tröllatrú á aumingja Wilkins sem er allt annað heldur en James Bond. Hann er sendur til að hafa uppi á rússnesk- um njósnara sem vill flýja vestur. Sá njósnari kemur aöeins ef Cond- ormaðurinn verður milligöngu- maöur. Þrátt fyrir takmarkaða hæfileika slysast Wilkins ómeiddur gegnum allar gildrur andstæðinga og notfærir sér uppfmningar sínar úr teiknimyndasögunum til að leysa vandamálin. Nokkuð hefur verið lagt í Cond- orman. Eltingarleikur um hálfa Evrópu, þar sem tæknibrellum nútímans er óspart beitt, gerir það að verkum að myndin er hröð og þar sem húmorinn er aldrei langt undan er auövelt að leiða hjá sér vandræðalegt og veikt handrit. Áhugi aöalleikaranna á verkefninu er einnig með minnsta móti. Út- koman er því vandræðalegur kokk- teill húmors og spennu sem má hafa nokkurt gaman af ef menn geta leitt hjá sér augljósa vankanta. HK Meistaraverki gerð góð skil VESALINGARNIR (LES MISERABLES) Útgelandi: Steinar. Leikstjóri: Glenn Jordan. Aðalhlutverk: Rlchard Jordan, Anthony Perkins, Cyril Cusack og John Gielgud. Bandarísk, 1978 - 150 mín. Meistaraverk Victors Hugo, Vesalingarnir, hefur verið kvik- myndað íjórum sinnum, fyrst 1935 og síðast sú útgáfa sem hér er til umfjöllunar en hún er gerð fyrir sjónvarp 1978. Þá hefur þetta mikla verk notiö umtalsverðra vinsælda sem í söngleikur og var uppsetning Þjóðleikhússins síðasliðinn vetur á Vesalingunum þeirri stofnun til mikils sóma. Söguþráðinn þekkja sjálfsagt flestir. Þetta saga góðs og ills - hvemig hatrið í mannskepnunni getur leikiö saklausan mann grátt. Aðalpersónan er Jean Valjean sem í byrjun myndarinnar stelur brauði til að bjarga ættingjum sín- um frá hungri. Hann er tekinn höndum og dæmdur í fimm ára fangelsi. Önnur aðalpersóna sög- unnar er yfirfangavörðurinn Ja- vert, hann leggur fæð á Valjean sem þolir hverjar raunina eftir aðra. Javert framlengir fangelsis- dómi Valjean hvað eftir annað. Loks tekst hinum síðarnefnda að flýja, skiptir um nafn og auðgast á heiöarlegum viðskiptum. Javert aftur á móti, blindur af hatri, fær sig fluttan í lögreglu- stjóraembætti og þekkir brátt Valjean þótt breyttur sé. Eftir það er líf Valjean hvað eftir annað í hættu og flótti undan Javert óum- flýjanlegur... í þessari sjónvarpsuppfærslu er sögunni fylgt nokkuð vel eftir í öll- um meginatriöum og er útkoma sterk kvikmynd, langt fyrir ofan meöallag sjónvarpskvikmynda. í aðalhlutverkum eru Richard Jord- an, er leikur Valjean, og Anthony Perkins er leikur Javert. Það hvílir mikiö á herðum þessara ágætu leikara og standa þeir sig báðir vel þótt að vísu Perkins sé mun áhrifa- meiri enda hefur verið hans sér- grein að leika hálftruflaða náunga. Það er því óhætt að mæla með Vesalingunum við alla unnendur skáldsögunnar sem og unnendur góðra kvikmynda. HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.