Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1988, Qupperneq 1
«Rpr íwwsmr'íP f. 9íto/soh/'otjaj
Álit sænskra blaðamanna eftir reynsluakstur á Volvo 440:
Lipur og öruggur
en lítiö spennandi
Volvoverksmiðjurnar í HoUandi
kynntu fyrir rúmri viku nýjasta af-
kvæmi samsteypunnar fyrir sænsk-
um blaðamönnum í Maastricht í
Hollandi. Ekki er von á þessum nýja
Volvo hingað til lands alveg á næst-
unni og því bar vel í veiði að leita
fregna af þessum nýja Volvo hjá
sænsku blaðamönnunum sem hing-
aö komu vegna Tipokynningarinnar,
en flestir þeirra höfðu verið viðstadd-
ir kynninguna í Hoflandi.
Öryggið í fyrirrúmi
Það er ekki hátækni eða fjölventl-
um til að dreifa hvaö varðar Volvo
440, „fólksvagninn" frá Volvo, eins
og heimamenn vilja kafla hann.
Vissulega er hér á ferðinni bíll sem
vel svarar kröfum nútímans, en hjá
Volvo er ekki verið að reyna við neitt
nýtt heldur aðeins að tileinka sér
þegar þekkta tækni.
Það sem hins vegar situr í fyrir-
rúmi er öryggiö. Þetta er aðalsmerki
Volvoverksmiðjanna og að sögn
sænsku blaðamannanna er það
áfram haft að leiðarljósi hér.
Ekki spennandi
Allir voru þeir sammála um að
þetta væri ekki spennandi bíll í þess
orðs fyllstu merkingu. Bíllinn byggir
á sportbílnum 480 og er bæöi undir-
vagn og Renaultmótorinn sá sami.
Volvo hefur viðurkennt að þaö hafi
ýmislegt bjátað á í smíði 480-bílsins
en nú eigi það að vera komið í lag.
Við kynninguna á bílnum í Hollandi
á dögunum töldu margir blaðamann-
anna að einn helsti galli bílsins væri
vélin. Þetta er gömul Renaultvél,
1.721 rúmsentímetra, sem gefur 95
hestöfl og í turboútgáfu um 120
hestöfl.
Innanrýmið dregur dám af fyrir-
rennaranum og þykir heldur þröngt
miðað við helstu keppinautana, sér-
staklega þegar aftursætisfarþegar
þurfa að fara út eða inn.
Lipur
Bíllinn þykir lipur í akstri, völ er
á aflstýri sem gerir bílinn liprari.
Þægindi í akstri eru ágæt, þökk sé
lipri fjöðrun, og veggrip bílsins er
sagt allgott. Turboútgáfan og GLT-
gerðin eru með harðari fjöðrun og í
þessum útgáfum er veghæö bílsins 3
sentímetrum minni. Til að mæta
íjöðruninni er bíllinn kominn á
breiöari og lægri dekk.
Gírkassinn er með þannig gírhlut-
fall að það þarf töluvert að hræra í
honum í akstri. Við framúrakstur
þarf eiginlega að hoppa beint frá
fimmta niður í þriðja ef það þarf að
komast á fulla ferð. GLT-bíllinn er
með sömu véflnni en með annaö gír-
hlutfafl sem nýtir vélaraflið betur.
Þegar komið er upp í turbóútgáfuna
nýtist vélaraflið betur á móti gírkass-
anum þannig að hægt er að nota
fimmta gírinn við framúrakstur.
Eitt þaö besta við þennan nýja
Volvo sögðu sumir Svíanna vera það
hve hljóðlátur hann er. Þegar sett er
í gang heyrist aðeins lágt murr úr
vélarhúsinu og eins vel kemur út hve
veghljóö í bílnum í akstri er lít-
ið.
Hörð samkeppni
Það er erflður heimur sem þessi
nýi Volvo kemur inn í. Keppinautar
veröa margir og fáir sem ná hylli
kaupenda. Aflir keppinautarnir
bjóða upp á það sama í búnaði, og
sumir betur, en endanlega verða það
krónur og aurar sem skipta máli.
-JR
Volvo 440 lendir mitt i hópi harðra keppinauta. Spurningin er hve vel bílnum gengur í þeirri samkeppni meðal
bíla sem hafa jafnvel upp á meira að bjóða fyrir minna verð.
Það vakti athygli Svíanna á ferð þeirra um Vesturland hve kirkjur voru
margar og sumar afskekktar. Hér er það kirkjan á eyðibýiinu Rauða-
mel sem vakið hefur athyglina.
Með sænskum blaðamönnum
í reynsluakstri á Fiat Tipo:
Landið ekki
síður forvitnilegt
en bíllinn
- það reyndust vera töggur í
Tipo er á reyndi
- sjá næstu síðu
MOTTURIBILINN
Bfla
naust
OPIÐ
í dag, laugardag,
BORGARTUNI 26, SIMI 62 22 62 frá kl. 9-12.30 J