Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1988, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1988, Qupperneq 4
36 LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1988. Bílar Hvað gerir GH -bí 1 öðruvísi? - sumir telja þá hættulegri en venjulega bíla og þá sérstaklega í höndum ungra og óreyndra ökumanna Sportlegir bílar eru æ meira aö ryöa sér til rúms hér á landi. Þar eru svokallaðir GTI-bílar fremstir í flokki, kraftmiklir bílar sem hafa upp á meira aö bjóða en venjulegir bílar, bæöi í útliti og vélarafli auk búnaðar. Það má segja aö þaö hafi verið Volkswagen sem hratt þeirri flóö- bylgju af staö sem síðan hefur flætt yfir heiminn meö því að senda frá sér Golf GTI á sínum tíma. Aö vísu voru flestir bílaframleiðendur búnir að senda frá sér svonefnda GT-bíla, en þeir slógu ekki jafnglæsilega í gegn og GTI-bílarnir geröu síðar. Skilningur flestra á GTI-bilum nær ekki lengra en aö þetta eru hraö- skreiðir, kraftmiklir bílar sem eru betur búnir en gengur og gerist. Flestir eru þeir með sportlegt útlit, meö GTI-bókstafi á fram eöa aftur- enda. En þaö liggur meira á bak við þessa skilgreiningu. „Harðari“ undirvagn Einn veigamesti munurinn á GTI- bíl og venjulegum fjölskyldubO sömu geröar er að GTI-bfllinn er meö mun stífari íjöðrun. Meö því nást fram sportlegri eiginleikar en jafnframt veröur viökomandi bíll ekki eins þægflegur í akstri fyrir farþegana. Veghæö GTI-bílsins er minni en venjulegs bíls, þetta er meðal annars vegna styttri Tjaðragorma. Þetta leið- ir af sér snögg viðbrögð GTI-bílsins í akstri. Höggdeyfar þessara bíla eru einnig breyttir og eru mun kröftugri en venjulegir höggdeyfar. Þetta er gert til þess að hindra að hjól bílsins hoppi viö minniháttar ójöfnur á veg-. inum. Þetta orsakar hins vegar, og þaö vita allir sem reynt hafa GTI-bíl í akstri, að alhr sem í bílnum eru veröa varir við minnstu ójöfnur í yfirboröi vegarins. Þetta gefur öku- manninum sérlega góöa tilfinningu fyrir bílnum í akstri. Nær alhr bflar eru búnir sérstök- um jafnvægisstöngum, sem koma eiga í veg fyrir að bíllinn eigi aö snúa snöggt upp á sig í beygjum eða snögg- um hliðarvindi. Þessar stengur eru hafðar mun kröftugri í GTI-bílunum. Allt er gert sem hægt er í tæknilegu tflliti tfl þess að bæta aksturseigin- leikana, bæði í beinum akstri og í beygjum. Önnur dekk og aðrar felgur Eitt helsta einkenni GTI-bílsins er annar hjólabúnaður en á venjulegum fjölskyldubíl. Hjólbarðarnir eru venjulegast breiðari og lægri og felg- urnar úr léttmálmi. Þessi „fótabúnaður“ gerir þaö að verkum að lág-prófíldekkin fjaðra minna og eru rásfastari á góöum vegi en venjuleg dekk. Samanlagt gefa slík dekk betri og sportlegri aksturseiginleika, en jafnframt minni þægindi í akstri. v Mun öflugri hemlar Jafnframt því að styrkja undir- vagninn þá eru hemlarnir hafðir mun öflugri. Hemladælurnar eru • stærri og að jafnaði eru hið minnsta hafðir loftkældir diskar að framan. Þessi kæling hefur það í för með sér að diskahemlarnir eru kældir í notk- un og það gefur jafnari og öruggari hemlun, einkum við shkar aðstæður á miklum hraða. Yfirleitt er skálabremsunum að aft- an skipt út fyrir diska eins og að framan. Þetta gefur öruggari og jafn- ari hemlun, einkum vegna hitans sem myndast ef hemlað er á miklum hraða. Þetta hafa menn lært af reynslunni frá kappakstursbílunum. Þá eru hjólaupphengjur allar og hjólabúnaður, eins og legur, af öflugri gerð til að þola aukið álag. Háþróaðar vélar Líkt og allt annað í þessum GTI- bílum hafa vélarnar fengið sérstaka meðhöndlun og oft og einatt sér- hannaðar af tæknimönnum verk- smiðjanna tfl að gera viðkomandi bíl sérstæðan. Nær allir GTI-mótorar í dag eru búnir einhvers konar beinni innspýt- ingu eldsneytis. Þessi kerfi gera það að verkum að vélin fær alltaf nákvæmlega það magn bensíns sem hún þarf, við hvaða aðstæður sem er. Þessi elds- neytiskerfi eru flest rafeindastýrð og sér lítil örtölva um að skammta elds- neytið og stjórna kveikingu þess eftir upplýsingum frá fjölda skynjara í og við véhna. Endanleg útkoma úr þessu öhu er að vélin gefur mun meira og sneggra afl en venjuleg bíl- vél með venjulegum blöndungi. Að jafnaði er veriö að ræða um vél með átta upp í 16 og jafnvel 32 ventla, mismunandi eftir tegund bílsins. Það er þó rétt að undirstrika að venjuleg átta ventla vél getur gefið svipað afl og önnur jafnstór með 16 ventlum. Snöggt viðbragð er aðalein- kennið Séreinkenni GTI-bíla er að þegar stigið er á bensíngjöfina svarar vélin án tafar. Yfirbygging GTI-bíls er oftast nán- ast sú sama og á venjulegu gerðinni en þó eru oft og einatt gerðar smá- breytingar, brettaskálar eru stærri og annað smávegis breytt. Þá þarf stundum að breyta öðru til þess að yfirbygging bílsins standist það álag sem GTI-gerðin getur orsakaö fram yfir venjulega ljölskyldubílinn. Útlit- ið er þá einnig sveigt í áttina að sport- legra útliti. Innrétting GTI-bíla er einnig sér- hönnuð og gerð til að gefa GTI- bíln- um sportlegra útlit. Ymsum auka- mælum er bætt viö í mælaborðið og annar aukabúnaður, eins og raf- drifnar rúður, rafstýrðar læsingar, skálaformaðir stólar í framsætum, leðurstýri og ýmislegt fleira gefur GTI-bílnum sérstakt yfirbragð. Allt TOYOTA BÍLASALAN Sími 6 8 7 1 2 0 Toyota Corolla special series árg. 1987,1300, 5 gfra, 4ra dyra, hvitur, ekinn 25.000. Verð 510.000. Fall- egur bíll. Salan sem selur! TOYOTA BÍLASALAN SKEIFUNN115, SÍMI 687120 Pétur Pétursson sölustj. Jón R. Harðarson sölum. Jóhann H. Jóhannsson sölum. Egill Matthíasson sölum. Hermann Jónasson sölum. TOYOTA BÍLASALAN Toyota MR2 árg. 1986,1600, 5 gíra, 2ja dyra, hvítur, ekinn 39.000. Verð 980.000. Töff sportbíll. Suzuki Swift 6Ti árg. 1988,1300i, 5 gíra, 3ja dyra, hvítur. Verð 640.000. Sprækur bill. Subaru 1800 station 4x4 árg. 1987, 1800, 5 gíra, 5 dyra, Ijósblár, ekinn 31.000. Verð 730.000. Góður bíll. Sími 6 8 7 1 2 0 Líttu inn. Opið virka daga kl. 9-19, laugardaga kl. 10-16, mmmmmmmmmm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.