Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1988, Qupperneq 5
LAUGARDAGUK 3. SBPTEMBER 1988.
4S
Bflar
Það var VW Golf GTI sem ruddi brautina fyrir GTI-bílana, að dómi margra. Hér á landi hefur GTI-byltingin farið hægt af stað en þó er kominn fjöldi slikra bila
á göturnar hér á landi, bílar eins og Suzuki Swift GTI, Corolla GTI og Peugeot 205, svo einhverjir séu nefndir. Á myndinni er nýjasta útgáfan af Golf GTI.
þetta er gert til að gefa ökumannin-
um meiri þægindi í akstri.
Umdeildir vegna öryggis
Mikið hefur verið rætt og ritað um
GTI-bíla í nágrannalöndum okkar. í
Noregi hefur þessi umræða orðið
býsna hávær, í kjölfar fjölda um-
ferðarslysa, þar sem slíkir bílar áttu
hlut að máli. Rætt hefur verið um
hærra aldurstakmark þeirra sem fái
aö aka þessum kraftmiklu bílum og
eins hafa sum tryggingafélög neitað
að taka slíka bíla í tryggingu. Margir
hafa talið það óforsvaranlegt að leyfa
unglingum akstur á þessum litTu
kraftmiklu bílum með óþijötandi
hestöfl undir húddinu.
Um þetta er það að segja aö GTI-
bíllinn er yfirleitt hannaður til þess
frá upphafi að vera fjölskyldusport-
bíll, bíll sem þolir mikinn hraða og
mikið álag, án þess að slakað sé á á
nokkru sviði.
Hvað fjölskyldubílinn varðar er
hann samansafn málamiðlunar.
Hann á að vera eins þægilegur og
hægt er, og það þýðir að ef bíllinn
er skoðaður ofan í kjölinn er hann
ætlaður til aksturs um venjulegar
götur og þolir ekki sama álag og
GTl-bíllinn. Hins vegar á GTI-bíllinn
að vera búinn betri aksturseiginleik-
um en venjulegur fjölskyldubíll.
Við hönnun fjölskyldubílsins hefur
veriö tekið tilÚt til fjölmargra óska
og málamiðlana. Þetta þýðir að bíll-
inn stendur sig ekki vel gagnvart
hliðarvindi og áhrifum frá vegyfir-
borði. Slíkt þýðir verri aksturseigin-
leika en á fjölskyldubílnum á góðum
vegi með bundnu slitlagi.
Byggt á BT Bilen
QDýRT
Boddívarahlutir
Driföxlar - Drifliöir
Vatnskassar-Bílrúöur
BÍLLINN
Skeifunni 5 S 688510
Rýmingarsala á bílum
Vegna endurnýjunar á bílakosti sínum býður
BÍLALEIGA ARNARFLUGS til sölu alla bíla sína
ELDRI EN ÁRGERÐ 1988.
Um er að ræða 1987 árgerðir af Fiat Uno, Volkswagen Golf, Chevrolet Monza, Lada Sport og Bronco II,
einnig nokkra bíla af gerðinni Lada Sport 1988, fjögurra og fimm gíra.
Bílarnir verða til sýnis við Arnarflug innanlands hf. á Reykjavíkurflugvelli laugardaginn 3.
og sunnudaginn 4. sept. Þeir eru eknir 25.000-35.000 kílómetra, vel við haldið og í góðu lagi.
Lada Sport 1988 eru eknir 8.000-14.000 kílómetra.
Frá mánudeginum verða bílarnir svo til sýnis og sölu hjá
Bílasölunni Blik í Skeifunni 8. Símar: 686477 og 686642.
Verð og greiöslulcjör
við allra hæfi.