Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1988, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1988, Blaðsíða 1
Bama- 36. TBL. LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 1988. Gönguferðin Þórður og pabbi hans voru heima að skoða BARNA-DV. Þá sáu þeir að það mátti skrifa sögu og senda til BARNA-DV. Svo þeir skrifuðu sögu og settu hana í umslag með ftímerki á. Þá sagði pabbi: „Eigum við ekki að fá okkur göngutúr og setja bréfið 1 póstkassann?" „Jú, jú,“ sagði Þórður. Þeir lögðu af stað og Þórður fékk að halda á um- slaginu. Á leiðinni hittu þeir Gísla sem var í sendiferð fyrir mömmu sína sem var ósköp veik og mátti ekki fara út. Gísh var á hjólinu sínu og setti dótið í körfu aftan á hjólinu. Nú voru Þórður og pabbi hans komnir að póstkassanum og settu bréfið ofan í hann. Síðan fóru þeir heim og biðu spenntir eftir að sagan kæmi í BARNA-DV. Sara Stefánsdóttir, 6 ára, Melabraut 67, 170 Seltjamamesi. Sendibréfið Óh var búinn að skrifa bréf til ömmu í sveitinni. Hann var að biðja hana að leyfa sér að koma 1 heimsókn áöur en skólinn byrjaði. Þegar hann var búinn bað hann pabba að fara með það á pósthúsið fyrir sig. „Nei,“ sagði pabbi, „veðrið er svo gott að við skulum bara labba og láta bréfið í póstkassann niðri í bæ.“ Þeir gerðu það og nú bíður Óh eftir svari frá ömmu sinni, Bjöm K. Ásgeirsson, Fagurhólstúni 12, 350 Grundarfirði. Tommilitli Einu sinni var strákur sem hét Tómas. Hann var alltaf kahaður Tommi. Hann var nýfluttur til Reykjavíkur en átti áður heima i Grindavík. Tommi hafði átt afmæh í júh og var því orðinn 9 ára. Mamma og pabbi höfðu gef- ið Tomma hjól í afmælisgjöf og það fannst Tomma gaman. Núna var Tommi orðinn svo stór að hann gat farið aleinn út í búð. Nú átti hann að kaupa ost og brauð. Tommi var svo heppinn að hafa grind aftan á hjólinu svo hann gat sett brauðið og ostinn í grindina. Það var mikh umferð af því að það var fóstudagur. Tommi þurfti að gæta sín á bhunum. Húsið sem Tommi átti heima í var svohtið nálægt búðinni. Hann þmfti bara að fara yfir tvær götur. Þegar Tommi ætlaöi að fara yfir götuna sá hann þijá stráka sem voru 12 th 13 ára. Tommi varð svolítið hræddur svo hann ætlaði að fara aðra leið heim. En þá eltu strákamir hann en Tommi hjólaði á fuhu spani. Aht í einu stoppaði hann. Tommi vissi ekkert hvar hann var. Það voru nokkur hús þama en ekki húsið hans. Hann kahaði: „Mamma!“ en fékk ekkert svar. Hann leit á klukkuna. Hún var orðin fimm. Tommi var orðinn svang- ur. Hann fékk sér eina brauðsneið og svo lagðist hann í grasið og sofnaði. En víkjum nú sögunni heim. Mamma og pabbi vom orðin hrædd um Tomma. Hann var búinn að vera svo lengi í burtu. Þau leituðu og leituðu en svo gáfust þau upp. Mamma sagði: „Við verðum að hringja th lögregl- unnar.“ Lögreglan leitaði og það var auglýst eftir Tomma í útvarpinu. Svo vakn- aði Tommi. Þá sá hann lögreglubh. Hann þaut á fætur og veifaði höndun- um. Lögreglan stoppaði bhinn og sagði: „Það er búið að vera að leita að þér úti um aht. Drífðu þig upp í bhinn og ég skal láta hjólið upp á bhgrind- ina.“ Og svo sagði lögregluþjónninn að það væri búið að ftnna Tomma. Þegar Tommi kom heim urðu mamma hans og pabbi mjög glöð. Tommi fór ekki aftur einn út í búð þetta árið. Elínrós Benediktsdóttir, 11 ára, Ásabraut 15, 230 Keflavík. ' Jonni fer í bæinn Jonni var að fara með pabba sínum í bæinn. Mamma hans komst ekki með af því að hún var veik heima. Jonni var að fara með bréf th BARNA- DV. Pabbi kallaði nú th hans: „Komdu, Jonni minn.“ Svo fóru þeir í bæinn og komu ekki heim fyrr en klukkan sjö. Svo fóru þeir að borða og svo horfðu þeir smástund á sjónvarpið. Svo fór Jonni að sofa. Sæunn Svandís G., 10 ára, Skipagötu 14, 400 ísafirði. Ferð í bæinn Ég var úti að ganga með pabba. Við vorum að fara með bréf á pósthúsið. Við stoppuðum hjá bakaríinu. Á leiðinni sáum við margt fólk. Þama voru hjón með hund. Þegar ég kom heim sagði ég mömmu frá öhu saman. Tinna Pálsdóttir, 8 ára, Grundargötu 80, 350 Grundarfirði. Renó Ég heiti Renó. Ég er hthl duglegur 9 mánaða gamall hvolpur. Stúlkan sem á mig sendir mig oft í sendiferðir fyrir sig. Einu sinni fór ég í bakaríið, en í dag keypti ég blað. Fyrir hverja sendi- ferð gefur stúlkan mér bein. Þess vegna fer ég margar ferðir! En nú bíður mín séndiferð svo ég verð að hætta. Hólmfríður Ásta, Húnabraut 25. Anna fer í búð Hahó! Ég heiti Anna og ég fór út í búð að versla fyrir hana mömmu mína. Ég fór á hjólinu mínu og Siggi frændi minn varð samferða mér. Hann var að fara með BARNA-DV í póstinn. Fjórum dögum síðar kom það. Siggi varð voða montinn og mamma mín leyfði mér líka að senda BARNA-DV. Eftir þennan dag vorum við Siggi góöir vinir. Tinna, 7 ára, Gaukshólum 2(5-A), 111 Reykjavík. Sagan mín Skrifið sögu um þessa mynd. Sagan birtist síðan í 39. tbl. / ✓ * / ✓ ✓ ✓ ✓ ✓

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.