Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1988, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1988, Blaðsíða 6
42 Framhald af SAGAN MÍN: Nonni og Depill Nonni litli fór hjólandi í bæinn. Hann keypti brauö og kökur í bakaríinu fyrir mömmu sína. Þá sá hann hund. Nonni leit á hálsólina á hundinum. Hundurinn hét Depill. Depill var meö DV í munninum. Nonni skoöaði DV. Þá sá hann aö auglýst var eftir hundi sem hlýddi nafninu Depill. Upplýsingar í síma 5430. Depill er hvítur með svarta depla. Nonni fór heim til sín með Depil og hringdi í síma 5430. Maðurinn sem svaraði varð mjög glaður yfir að Depill var fundinn. Dóra B. Axelsdóttir, 9 ára, Þrastarlundi 2, 210 Garðabæ. Sigga í Glasgow Einu sinni var stelpa sem hét Sigga. Hún átti bróður sem hét Palli. Sigga og Palli voru að fara út til Glasgow í viku að heimsækja ömmu. Sigga og Palli versluðu mikið með pabba og mömmu í búðunum í Glasgow. Þau skemmtu sér konunglega í Glasgow og fóru ánægð 1 heim. Helgi Guðlaugsson, Álfheimum 66, 104 Reykjavík. Tryggur Tryggur var lítill og duglegur hundur. Á hverjum morgni fór hann út og sótti blaðið fyrir eigandann sinn. Þennan morgun voru óvenjumargir komnir á fætur. Tryggur mátti til að stoppa og skoða fólkið. Þama var kona með lítið bam í kerru og stelpa með pakka. „Hvað ætli sé í pakkanum?“ hugsaði Tryggur. Svo vom tveir strákar, annar lítill og hinn stór, að póst- leggja bréf. Tryggur trítlaði inn í búðina og rak upp bofs. „Tryggur, velkominn á fætur. Hérna er blaöið þitt,“ sagði bústinn búðarmaður og klappaði Trygg á koll- inn. Tryggur rak upp annað bofs og trítlaði út og skoð- aði í annað sinn fólkið. Strákur kom út úr búðinni og klappaði honum og fór svo á hjólinu sínu. Síðan komu nágrannar Tryggs og hann varð samferða þeim heim. Jóna Guðný Magnúsdóttir, 13 ára, 'Ásklif 2, Stykkishólmi. LAU,GAHI)AGL7UQ. SEBTBMBER 1Q68. JoOSKAPRINSAR « PRINSESSUR 0<|p§| Óskaprinsinn minn er ljóshærður með blá augu, frekar lágvaxinn og brosmildur. Hann er frekar feiminn. Hann er 15 ára og er æðislega sætur og á heima í Keflavík. Fyrsti staf- urinn í nafninu hans er K. Ein hrifin. Minn óskaprins er ljóshærður með brodda. Hann er æðislega sætur og skemmtilegur og alltaf hress. Hann er tveimur árum eldri en ég og stundar skíði, sund og fótbolta. Hann á heima á Reyðarfirði og heitir Daníel. Whitney (dulnefni). Ég ætla að lýsa óskaprinsinum mínum. Hann er dökkhærður, skemmtilegur, sætur, frá- bær og honum þykir „smartées“ gott á bragðið. En hann heitir Fjölnir. Ein á föstu. Óskaprinsinn minn er með ljósar strípur í hárinu og er 12 eða 13 ára. BDEOGRGAA! Óskaprinsessan mín er fremur dökkhærð, stuttklippt og með göt í eyrunum. Hún er oft- ast í blárri dúnúlpu og með gulan trefil. Hún er skemmtileg og alltaf í góðu skapi. Svo hlær hún svo hátt. Hún er jafngömul mér, þvi-við erum í sama bekk. Einn hrifinn. Óskaprinsinn minn er dökkhærður með brún augu, vöðvastæltur og sætur. Madonna. SJÖ mismunandi femingar koma TVISVAR sinnum fyrir í þessari mynd. Hverjir eru þeir? Sendið svar til: BARNA-DV.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.