Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1988, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1988, Blaðsíða 7
LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 1988. Föndur Taktu pappaspjald og strikaöu nokkra mis- munandi stóra hringi á pappann. Klipptu síö- an hringina út. Nú notarðu þá sem munstur fyrir alls konar myndir. Þú strikar í kringum hringina á teiknipapp- ír og lætur síðan hugmyndaflugiö ráöa. Hér eru nokkur sýnishorn. Það væri gaman áö fá nokkrar myndir sendar og munu þær veröa birtar hér í BARNA-DV. Góða skemmtun! Ljóð Stína mín er lítil lítil eins og Trítill. Hún leiðir mig við hönd inn í draumalönd. Höf. gleymdi aö skrifa nafnið sitt meö ljóöinu. Kæra BARNA-DV! Mig langar aö spyrja nokkurra spurninga: 1. Geturöu lesið úr skriftinni minni? 2. Hvaö heldurðu að ég sé gömul? 3. Þarf maöur aö svara öllum þrautunum í hverju blaði? 4. Geturðu gefiö mér upplýsingar um hamstra? Ég fæ kannski hamstra bráðum. Hvaö á ég aö gefa þeim aö éta o.s.frv. Barna-DV Þverholti 105 Reykjav Þakka fyrir mjög gott blað. Elva Brá Aðalsteinsdóttir, Funafold 13, Reykjavík. Kæra Elva Brá! Bestu þakkir fyrir bréfið. Skriftin þín er falleg, læsi- leg og ber vott um að þú sért mjög vandvirk í öllu sem þú tekur þér fyrir hendur. Ég giska á að þú sért 13 ára. Það þarf ekki aö svara öllum þrautunum. Þaö má alveg svara einni, tveimur eöa bara eins og hver vill hverju sinni. Þaö er nefnilega dregiö úr réttum lausn- um fyrir eina þraut í einu. Hvaö upplýsingar um hamstra varöar þá er svo stutt síðan við sögöum frá þeim og umhiröu þeirra í BARNA-DV að viö getum ekki birt þaö aftur. Lestu vel eldri blöö. Bestu kveðjur og þakkir fyrir mjög vel skrifað bréf. BARNA-DV Hólmfríður Ása Guðmundsdóttir, Borgarnesi, spyr hvað sé í verölaun fyrir þrautirnar. Því er til aö svara aö það er ýmiss -konar dót, flugdiskar, skriffæri, tölvu- úr, spil og margt fleira. Ragnheiður Arna Höskuldsdóttir, Gljúfraborg, Breiödal, spyr hvort unnt sé að stækka BARNA-DV meira. - Það stendur ekki til að stækka blaðið meira í bili! íris og Svava, Miðleiti 1-6, kvarta undan því aö þaö sé ekki hægt að svara öllum þrautunum því stundum standíst þær á í blaöinu og þá klippist báöar út í einu! - Þaö má þá bara sleppa því aö klippa blaöiö og senda heila síöu eöa klippa ekkert og skrifa bara svörin á annað blað og senda það til BARNA-DV. Hvaöa leið á litli eskimóinn aö fara til aö ná í fiskinn sinn? Er þaö leið A - B - C - D eöa E? Sendið lausn til BARNA-DV.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.