Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1988, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1988, Blaðsíða 1
 37. TBL. LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1988. Hundurinn Rakel, Páll, Guöný og Einar voru aö ganga. Þá sáu þau hund. Þau fóru meö hundinn til afa Páls. Þau sögðu honum að þau vildu eiga hundinn. „Megum við hafa hann hjá þér?“ spuröu þau afann. „Já,“ svaraði afi Páls. Eftir þetta fóru þau alltaf í heimsókn til afa og hundsins. Einar Tryggvason, Skagfiröingabraut 10, 550 Sauðárkróki. Þegar Lappi týndist Þegar Þórunn kom heim úr skólanum spuröi hún mömmu sína hvar Lappi væri en mamma vissi þaö ekki og pabbi vissi það ekki heldur. Svo fór Þónmn til vinkonu sinnar, Lindu, sem átti heima við hhöina á þeim. En ekki var Lappi þar. Þær leituðu að Lappa allt kvöldið en ekki fannst Lappi. Næsta dag var frí í skólanum og mamma bað Þórunni að fara til Ólafs kaupmanns og kaupa þrjá lítra af mjólk og eitt heilhveitihrauð. Þórunn kom við hjá Lindu því hún átti líka að fara til kaupmannsins og kaupa 500 g af sykri. Linda var í góðu skapi eins og vanalega og þær urðu samferða til Ólafs. Þegar þær komu inn urðu þær hissa því þama lá Lappi í körfu við ofninn og Kim var að gefa honum hundakex. í því kom Friðfinnur inn og varð mjög skömmustulegur þegar hann sá Lappa. Þá kom Ólafur kaup- maður inn í búðina og sagði við Kim: „Segðu þeim nú söguna, Kim.“ Og Kim gerði það: „Sko, Friðfinnur var að kasta steinum í ljósastaur þegar ég kom að hon- um, en í sama bih kom Jói prakkari og öskraði BÖ upp í eyrað á Frið- finni. Þá missti hann marks og steinninn fór í höfuðið á Lappa og við tók- um Lappa hingað og hjúkruðum honum.“ í sama bhi rak Þórunn upp öskur: „Það er sár á Lappa.“ „Já, og það grær eftir nokkrar vikur,“ sagði Ólafur kaupmaður. Þegar bömin vom á leiðinni heim sagði Linda: „Kannski kennir þetta atvik Frið- finni að hætta að kasta grjóti.“ Helga Ágústsdóttir, 10 ára, Lágabergi 3, 111 Reykjavík. Tíkin Strákurinn með ljósa hárið á heima hjá afa sínum og ömmu af því að glæpamaður hafði drepið mömmu hans og pabba. Einu sinni var strákur- inn að leika sér niðri í fjöm. Þá fann hann stóra tík. Hann fór með hana heim th afa og spurði hvort hann mætti eiga tíkina af því að hann ætti P £ P >LL enga mömmu og engan pabba. En afi sagði að hann mætti ekki eiga tíkina vegna þess að einhver annar ætti hana. „Við verðum bara að auglýsa í DV,“ sagði afi. Daginn eftir kom einn strákur og tvær stelpur að sækja tík- ina. Þá varð ljóshærði strákurinn hryggur og fór að gráta. Þá sögðu börnin að tíkin ætti þijá hvolpa og hann mætti eiga einn. Þá varð strákurinn glað- ur og sagði: „Hvolpurinn minn á að heita Dephl.“ Melkorka, 4 ára, Engi, ísafirði. Gönguferð Sæunn og Bima taka á móti Snata og þær fara síðan út að ganga með hann. Aht í einu fer að rigna. Þá hlaupa þær á fullu heim með Snata. Hon- um finnst ekki gott að vera úti í rigningu. Aht í einu kom regnbogi á himin- inn og hann var mjög fáhegur. Heiðdís Dröfn Bjarkadóttir, 8 ára, Þórunnarstræti 133, Akureyri. Krakkamir í sveitinni Einu sinni vom Gunna, Jón, Sigga og Guhi að fara í sveitina. Þau fóru með rútu. Þegar þau komu þangað tók afi þeirra á móti þeim. Hann gaf þeim kex og volga mjólk beint úr kúnni. Svo sofnuðu þau og Lappi, hund- urinn á bænum, lagðist við dyrnar. En afi gleymdi að loka svo Lappi stalst út. Svo þegar þau vöknuðu byijuðu þau öh að leita. Eftir tvo klukkutíma gáfust þau upp. Aht í einu var bankað og afi fór th dyra. Þar stóð strákur jafngamall krökkunum og hélt á Lappa. Strákurinn hét Stefán og þau þökkuðu honum fyrir að hafa fundið Lappa. Næsta dag ætluðu þau að leika við Stefán. Eft- ir þetta mundi afi alltaf eftir að læsa hurðinni. Katrín S. Ólafsdóttir, Akureyri. (Katrín, þú gleymdir að skrifa heimhisfangið þitt.) P.S. Mér finnst BARNA-DV besta blað í heimi. Hvolpurinn Einn daginn, þegar pabbi kom heim úr vinnunni, rétti hann mér spjald sem á stóð nafn og heimhisfang. Hann sagði okkur að fara þangað og fmna tvo fahega hvolpa. Við hlupum strax af stað en þegar við komum á staðinn var einn lítill hvolpur sem hoppaði upp um okkur. Síðan héldum við með hann heim glöð í bragði. Stebba Vilmundardóttir, 11 ára, Brekkugötu 32, 600 Akureyri. (Frh. aftar í BARNA-DV) Sagan mín Skrifið sögu um þessa mynd. Sagan birtist síðan í 40. tbl. og getur að sjálfsögðu hreppt verðlaunin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.