Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1988, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1988, Blaðsíða 6
42 LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1988. OSKAPRINSAR PRINSESSUR Óskaprinsinn minn er með blá og falleg augu. Hann er rosalega góður í fótbolta og er með stutt, skollitað hár. Hann er aðeins minni en ég. Hann heitir Jóhann Ölvir og er ári eldri en ég. Jóhann er í Kleppjárnsreykjaskóla. Sonína (dulnefni). Óskaprinsinn minn er ljóshærður og 9 ára. Hann fer í 3. bekk og var í 2. bekk. Hann heitir Unnar Geir og er mátulega mjór. Hann leikur oft við Agnesi og er í Egilsstaðaskóla. Ein á Egilsstöðum. Óskaprinsinn minn er broddaklipptur, svaka fyndinn og með blá augu. Hann er jafngam- all mér en ég er 12 ára. Hann heitir Vilhjálmur Brynjarsson og á vin sem er kallaður Addi. Hann æfir með Þór og er svaka sætur. Ein á Akureyri. FRAMHALD AF „SAGAN MÍN“. I sveitinni Systkinin Lalli, Siggi, Óla og Stína voru að fara upp í sveit að heimsækja afa og ömmu. Þau áttu heima á sveitabænum Hamri. Afi og amma áttu fullt af dýrum, t.d. kindur, kýr, hesta, hænur og einn kött sem heitir Brandur. En krökkunum fannst mest gaman að leika við hundinn Snata af því að hann kom alltaf hlaupandi á móti þeim þegar þau komu í heimsókn. Krakkarnir ætluðu að vera í eina viku af því að það var frí í skólanum. Og svo loksins rann föstudagurinn upp. Þau lögðu af stað klukkan 10 um morguninn og voru komin klukkan 2. Snati kom hlaupandi á móti þeim og flaðraði upp um þau til skiptis. Svo kom afi gangandi og fór með þau inn í hús þar sem amma beið með mat handa þeim. Þau gerðu margt mjög skemmti- legt þessa viku, t.d. fóru í útreiðartúra, hjálpuðu afa og ömmu að smíða í nýju hlöðunni, gáfu öllum dýrun- um á hverjum degi og mjólkuðu kýrnar. En svo var þessi skemmtilega vika allt í einu á enda en krakkam- ir voru staðráðnir í því að koma fljótt aftur. Hulda Björg Jónsdóttir, 13 ára, Skagfirðingabraut 10, 550 Sauðárkróki. Mín óskaprinsessa er ljóshærð og stundum með tagl. Stundum er hún líka með fléttur. Hún er svolítið feimin en getur líka verið stríðin. Við erum í sama bekk í Seljaskóla. Einn ástfanginn. RÁÐGÁTAN TVÆR litlu myndanna fyrir neðan eru hlutar sem teknir hafa verið úr stóru myndinni. Hvaða hlutar eru það - 1 - 2 - 3 eða/og 4? Sendið svar til: BARNA-DV. Snotra Einu sinni voru systur. Þær hétu Hólmfríður og Kol- brún. Þær áttu tík sem hét Snotra. Þær fóru í skólann klukkan tvö og hættu klukkan þrjú. í bekknum þeirra var stríðnispúki. Hann hét Páll. Það var september og systurnar voru að fara í skólann. Snotra fór alltaf með þeim hálfa leið en hljóp svo heim til mömmu. Þá fór Páll að kasta grjóti í hunda og hann hitti Snotru í lopp- una og fótbraut Snotru. Það var hringt á dýraspítalann og það var ekið með Snotru þangað. Gunnar bróðir þeirra varð líka mjög hryggur og eftir viku kom Snotra heim. Þá kom Páll og baðst fyrirgefningar og þá varð allt gott. Inga Ágústsdóttir, Lágabergi 3, 111 Reykjavík. Margar fleiri góðar sögur bárust í „SAGAN MÍN“. Allar taka þær þátt þótt ekki sé unnt að birta fleiri. Má þar nefna m.a. sögur eftir: Álfheiði H. Hafsteins- dóttur, 9 ára, Breiðvangi 13, Hafnarfirði. Ásu Marín Hafsteinsdóttur, 11 ára, Fjóluhvammi 13, Hafnarfirði. írisi Stefánsdóttur, Blikanesi 10, Garðabæ o.fl. o.fl. Einnig voru nokkrir heldur seinir með að póstleggja í síðasta blað vel unnar sögur og lausnir á þrautum. Biðjum 'við þá og alla lesendur BARNA-DV að póst- leggja strax á mánudegi: Má þar nefna Árnýju og Barða, Brekkubyggð 25, Blönduósi. Sigrúnu Magnús- dóttur, Túngötu 10, Suðureyri, Rögnu Hafsteinsdótt- ur, Ásbúð 79, Garðabæ, Atla Marel Vokes, Lágengi 17, Selfossi og Vilborgu Stefánsdóttur,Silfurbraut 13, Höfn, Hornafirði. Helgu Örnólfsdóttur, Noröurtúni 19, Siglufirði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.