Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1988, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1988, Blaðsíða 8
44 LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1988. PENNAVINIR / Einar Tryggvason, Skagflröingabraut 10, 550 Sauðárkróki. Óskar eftir pennavinum á aldr- inum 7-8 ára. Sigríður Harpa Hafsteinsdóttir, Borgarbraut 9, 510 Hólmavík, 12 ára. Vill skrifast á viö krakka á aldrinum 11-13 ára. Svarar flestum bréfum. Hafrún Maríusdóttir, Borgarbraut 7, 510 Hólmavík. Vill skrifast á viö krakka á aldrin- um 11-13 ára. Svarar öllum bréfum. Guðrún Steinunn Kristinsdóttir, Hlégeröi 3, 410 Hnífsdal, 13 ára. Óskar eftir pennavinum, stelpum og strákum, 13-14 ára. Áhugamál: úti- legur, dýr, frjálsar íþróttir, bréfaskriftir og margt fleira. Álfheiður Hrönn Hafsteinsdóttir, Breiðvangi 13, 220 Hafnarfirði, 9 ára. Óskar eftir penna- vinkonum úti á landi á aldrinum 7-12 ára. Þórhalla Karlsdóttir, Munkaþverárstræti 24, 600 Akureyri. Langar aö eignast pennavini á aldrinum 11-15 ára. ÞórhaUa er 13 ára. Áhuga- mál: fótbolti, dýr, lítil börn, dans, bréfaskriftir, handbolti og hressir krakkar. Þórhalla æföi ■ fótbolta með íþróttafélaginu KA á Akureyri. Hún er oftast í góðu skapi og á marga góða og skemmtilega vini. í leiðinni spyr Þórhalla hvort lesendur geti bent sér á eitthvert blað með pennavinum á Grænlandi. Ef svo er skrif- ið þá til Þórhöllu eða BARNA-DV. Jóna Hrund Óskarsdóttir, Bæjartúni 4, 200 Kópavogi. Langar að eignast pennavini á aldr- inum 12-14 ára. Hún er sjálf 13 ára. Bæði stelp- ur og stráka. Áhugamál: sund, fótbolti, skíði og fleira. Mynd fylgi fyrsta bréfi ef hægt er. i Lóeley Siguijónsdóttir, Reynihólum 10, 620 Dalvík, 8 ára. Vill gjaman eignast pennavin- konur á aldrinum 7-10 ára. Áhugamál: fimleik- ar, skíði og að passa böm. María Katrín Jónsdóttir, Hörgatúni 7, 210 Garðabæ, 10 ára. Óskar eftir pennavinum á aldrinum 9-10 ára, helst úti á landi. Áhuga- mál: fimleikar, tónlist, pennavinir, útilegur, dans og fleira. Mynd fylgi fyrsta bréfi ef hægt er. Berglind Björk Tryggvadóttir, Hlíðargötu 25, 750 Fáskrúðsfirði, 10 ára. Óskar eftir penna- vinkonum á aldrinum 10-11 ára. Áhugamál: hjólaskautar og fleira. Ragnheiður Hafstein, Skildinganesi 29, 101 Reykjavík, 10 ára. Langar að eignast pennavini á aldrinum 10-100 ára. Áhugamál: jassballett, hestar, ferðalög, sætir strákar, föt og margt fleira. Svarar öllum bréfum. Mynd fylgi fyrsta bréfi. Guðfinna I. Sigurðardóttir, Háarima 2, Þykkvabæ, 851 Hellu. Langar að eignast pennavini á aldrinum 11-14 ára. Áhugamál: hestamennska og öll dýr og margt fleira. Þorsteinn Thorsteinsson, Brún, Flúðum, Hrunamannahreppi, Ámessýslu, 801 Selfoss. Langar að fá pennavini á aldrinum 10-11 ára. Hulda Einarsdóttir, Borgarvegi 26, Njarðvík, 11 ára. Langar að eignast pennavini á aldrin- um 10-12 ára. Áhugamál: handbolti, skátar, límmyndir og fleira. Guðlaug Björk Karlsdóttir, Hraunsvegi 11, 260 Njarðvík. Langar að fá pennavini á aldrin- um 10-12 ára, stráka og stelpur. Áhugamál: skíði, handbolti, ferðalög og margt fleira. Reynir að svara öllum bréfum. Arnbjörg J. Jóhannsdóttir, Klausturhvammi 13, 220 Hafnarfirði. Óskar eftir pennavinum á aldrinum 11-13 ára bæði stelpum og strákum utan af landi. Áhugamál margvísleg. Týnda stjaman Geturðu fundið aðra svona stjörnu einhvers staðar í Barna-DV? Á hvaða blaðsíðu og hvar er hún? Sendið svar til: Bama-DV. BRANDARAR Gunna og Jón voru á ferðalagi og stigu upp í jámbrautarlest í fyrsta sinn á ævinni. Til að drýgja gjaldeyrinn hafði Gunna keypt banana til að snæða í hádeginu. Um leið og Jón beit í bananann brunaði lestin inn í jarðgöng. „Ertu búin að bíta í bananann þinn?“ spurði Jón konuna sína. „Nei.“ „Alls ekki gera það,“ sagði hann æstur. „Ég gerði það og varð blindur um leið!“ Blaðsöludrengurinn: „Aukablað! Aukablað! Lesið allt um það - svindlað á tveimur mönn- um!“ •Viðskiptavinur: „Láttu mig fá eitt blað, dreng- ur minn. Heyrðu, annars, það stendur ekkert um það í mínu blaði að það hafi verið svindlað á tveimur mönnum!" Blaðsöludrengurinn: „Aukablað! Aukablað! Svindlað á þremur mönnum!" „Viltu lána pabba sláttuvélina?“ spurði sex ára snáði nágranna sinn. „Áttirðu að spyrja svona?“ spurði gamli mað- urinn, sem var mjög kurteis. „Gleymdirðu ekki einhverju?" „Jú,“ svaraði snáðinn. „Pabbi sagði: - Ef karl- skrattinn vill ekki lána hana farðu þá í næsta hús!“ Kennarinn spyr einn að prökkurunum í skól- anum: „Jæja, Pétur, geturðu sagt mér hvenær þrjátíu ára stríðið byrjaði?" „Nei,“ svarar Pétur. „En ég veit vel hvað það stóð lengi.“ Bjössi: „Ég fór á vigtina í gær og heldurðu ekki að hún hafi sýnt áttatíu og fimm kíló - hrylli- legt!“ Rúnar: „Já, en varstu ekki í fótunum?“ Bjössi: „Nei, nei, ég hélt á þeim!“ Svar við gátu: Skurðlæknirinn var móðir Páls. Kæru krakkar! Vinningshafar fyrir 34. tölublað eru: SAGAN MÍN: Halla Sif Gunnlaugsdóttir, Fjölnisvegi 15, 101 Reykjavík. 77. þraut: STAFASÚPA Björk Snorradóttir, Álfatúni 4, 200 Kópavogi. 78. þraut: 40 HRINGIR Svavar Ólafur Pétursson, Hellisgötu 17, 220 Hafnarfirði. 79. þraut: kisa, epli, útvarp, glas, klukka, blóm, bátur, fiskur. Heiðrún Ósk Steindórsdóttir, Skarðshlíð 9 B, 603 Akureyri. LISTAVERK: Sigurður Örn Sigurðsson, Skarfsstöðum, Hvammssveit, Búðardal. 80. þraut: LEIÐ nr. 3 Haukur Árni Hermannsson, Sundstræti 27, 400 ísafirði. 81. þraut: FELUMYND (í trjábolnum) Kári Freyr Magnússon, Hásteinsvegi 45, 900 Vestmannaeayjum. 82. þraut: RÉTT NÚMER Þóra Hallgrímsdóttir, Holtsbúð 29, 210 Garðabæ. 83. þraut: hundur, köttur, api, kálfur, folald, svanur, geit Guðrún Alda Harðardóttir, Þvergötu 6, 340 Stykkishólmi. 84. þraut: 7 + 2 + 6 = 15 RÁÐGÁTAN Þórhalla Karlsdóttir, Munkaþverárstræti 24, 600 Akureyri. 85. þraut: 6 VILLUR Eva Björk Axelsdóttir, Dalbraut 57,300 Akra- nesi. 86. þraut: TÝNDA STJARNAN er á bls. 38 í klukkunni! Ása Björg Þorvaldsdóttir, Túngötu 17, 430 Suðureyri. 87. þraut: D og H Fanney Ösp Stefánsdóttir, Tjarnarlundi 15 J, 600 Akureyri. 88. þraut: KRISTÍN ÞÓRA Auður Sandra Grétarsdóttir, Hnjúkabyggð 27, 540 Blönduósi. ; GWð hi» • STí,- * -v“ *Wpwwií náiyp oitimr —------. Kæra Gunna! ij Þú virðist mjög ákveðin og skipulögð, þ.e.a.s. vilt hafa hlutina í röð og reglu. Þú ert um 12 ára gömul og þér geng- ur yfirleitt vel með það sem þú tekur þér fyrir hendur. - Stundum finnst þér gaman að framkvæma hluti fyrir- varalaust (þú skrifar stundum „litla stafi“ þó að jafnaði notir þú aðeins „stóru stafina"!). Happa- talan þín er 14.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.