Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1988, Side 2
Nafn: Rakel Friðriksdóttir
Heimili: Böggvisbraut 9, 620 Dalvík
Aldur: 11 ára
Besti matur og drykkur: Píta, pizza Og kók
Uppáhalds-popparar: Michael Jackson, Madonna og
Whitney Houston
Besta hljómsveit: Bros og A-ha
Áhugamál: Hjólaskautar, skíði og pennavinir
Fallegustu litir: Blár og hvítur
Bestu vinkonur: Stína, Birna, Magga, Alla og Karen
Systkini: Þóra Hlín og Kolbeinn
Draumaprins: Hann er með gráblá augu og hann er dá-
lítið lágvaxinn. Hann er einu ári eldri en ég og æðislega
góöur í fótbolta. Hann er alveg sjúklega sætur!
..........................Nafn: Dagbjört Hjartardóttir
Heimili: Snæfellsás 13, 360 Hellissandi
Skóli: Grunnskólinn og ég er í 4. bekk
Besti matur og drykkur: Kjúklingur og annar grillmat-
ur, Mix, kók og ananassafi
Besti vinur: Erla Lind Þórisdóttir
Áhugamál: Sund, leikfimi, strákar og dýr
Óskaprins: Hann er skolhærður, bláeygur, hæfilega mjór
og mjög sætur
Halló, kæra BARNA-DV!
Okkur langar að senda tvær vísur:
Óskar er lítill, svolítið stór.
Óskar er sætur strákur.
Svolítiö feitur, en þrekinn þó,
sterkir og góðir fætur.
Mundu lottó, vetur.
Vindur blástur setur.
Kannski þú litla tetur,
taktu stigin betur.
P.S. Bestu þakkir fyrir gott blað.
Þórður Guðsteinn og Óskar Laxdal Péturssynir, Há-
holti 33, Akranesi
Kæra BARNA-DV!
Fá allir þeir sem senda mynd í ljósmyndasamkeppnina
verðlaun? Getur þú lesið úr skriftinni?
Bless, bless og takk fyrir gott blað.
Hólmfríður Ása Guðmundsdóttir
Borgarvík 2, Borgarnesi.
Kæra Hólmfríður!
Bestu þakkir fyrir bréfið. Það færi aðeins einn verðlaun
í hverri ljósmyndakeppni. Vinningshafmn er sá er fær
flest stig frá lesendum. Nafn vinningshafa er ávallt birt
með nöfnum vinningshafa fyrir þrautirnar.
Eftir skriftinni að dæma ert þú traustur og áreiðanlegur
persónuleiki. Þér á eftir að vegna vel í framtíðinni sem
hingað til. Þér gengur vel í skóla. Aldurinn er um ferm-
ingu.
Bestu kveðjur! BARNA-DV
5 y K A D E G 1 K fi F J A B L N E 0
R s D T U A K 1 T S U L G E R H S P
V X P D y Æ Ö A P K F y B D E K F 1
6 1 H 1 N N E P 1 A Ö j K F Ö L M R
y D N E 0 y Ö y T P R B S L T U V A
X N P y K Ö B A F É R B A D N A L D
B A S H 1 j L N K L M T N L 0 P S D
R M T K U 'O Y X y P A Æ Ö A i B D y
F E S <3 K H 1 J TT S L M N 0 P T R S
T N u S V X y B~ K A K S L P A T S R
E K l u R G u A •Ð J Ö H M A D A G H
ELSKU AMMA!
Elsku amma!
Ég er hérna ein að deyja úr ást. Strákurinn þekkir mig en ég veit ekki hvort hann veit
að ég er hrifin af honum.
Ég kynntist honum í sumar úti í löndum og hann kemur bráðum heim. Ég græt oft
þegar ég hugsa um hann því ég er svo hrifm af honum. Ég er að reyna að hætta að hugsa
um hann en ég get það ekki. Hann á heima í Reykjavík en ekki ég. Ég held samt að hann
hafi verið hrifmn af mér. Hvað á ég að gera? Ég er svo hrifin af honum.
Ein ástfangin í vanda
Kæra „í vanda“!
Þegar þetta birtist geri ég ráð fyrir að pilturinn sé kominn til landsins. Ef þú ert enn
svona hrifm af honum skaltu einfaldlega hringja til hans og spyrja hvernig hann hafi
þaö og hvernig gengið hafi í útlöndum frá því að þú fórst. Þú heyrir nokk á piltinum
hvort hann verður glaður að heyra í þér og ef svo er getur þú stungið upp á því að þið
skrifist á í vetur. Vitir þú hins vegar ekki símanúmerið hjá honum getur þú haft þetta
öfugt og byrjað á að skrifa til hans og spjalla svo við hann í síma þegar hann hefur gefið
þér upp símanúmerið. Með von um farsæla lausn!
Þín AMMA
6 villur
»85* d?
Geturðu fundið 6 atriði sem ekki eru eins á báðum myndunum? Sendið lausnina til:
BARNA-DV.