Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1988, Page 6
42
LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 1988.
Kæra Fanney!
Skriftin segir mér aö þú sért enn ung að árum, svona 9
til 10 ára. Þú átt margt eftir ólært en þér mun samt ganga
þaö vel! Þú átt góöa vini þar sem þú ert mjög skapgóð og
þægileg í umgengni. Áhugamál virðist þú eiga mörg og
eini vandinn er aö velja milli þeirra og hafa tíma fyrir
þau öll. En þú skalt samt halda áfram aö vera dugleg að
læra og láta skólann sitja í fyrirrúmi.
SAFNARAR!
Vill einhver skipta á spilum, límmiðum, servíettum,
glansmyndum og bréfsefnum? Ef svo er, skrifið þá til:
Ásdísar Bjarnadóttur,
Heiðmörk 4 B, 810 Hveragerði.
GÁTUR
1. Hvað er hægt að fara langt inn í skóginn?
2. Hver getur hoppað hærra en Hallgrímskirkja?
3. Hvað er tómt á nætumar en fullt af mannakjöti á dag-
inn?
Björk Rúnarsdóttir,
Áskinn 5, Stykkishólmi.
(Svör aftast)
Mig dreymdi að ég væri heima að grilla þegar það kemur mikil rigning. Ég fer þá inn
og þegar ég ætla að fara aftur út, stendur útidyrahurðin á sér svo ég kemst ekki út. Þá
fer ég bara út um gluggann og þá sé ég tvo íkorna sem eru að rífast. Svo ætla ég að taka
þá en þá eru þeir horfnir.
Þá fer einhver að hiksta fyrir aftan mig, ég lít við...
og VAKNA!
Byrjun draumsins boðar mjög gott. Ef þú ert að matreiða er það fyrir aukinni vellíðan
og uppfyllingu óska. - En síðan fer að rigna og boðar það yfirleitt mótlæti. Hafi þetta
verið smáúðarigning gegnir öðru máli. Hún bendir til aukinnar velsældar og batnandi
efnahags. Niðurlag draumsins ræð ég á þann veg að þú fáir óvæntar fréttir, að öllum lík-
indum góðar fréttir, því dýr í draumum em tákn um vini manns.
mw * mmmi 2
Getið þið ráðið draum fyrir mig? - Hann var þannig að strákurinn sem ég er hrifin af
kom og kyssti mig. Hann er smáhrifinn af mér.
Ein forvitin og í ástarsorg.
Ef einhver manneskja vinveitt þér kyssir þig í draumi, táknar það farsæld og heppni.
Þessi draumur boðar þér gæfu og velgengni sem vonandi kemur fram sem fyrst.
Hvort á vélhjólamaðurinn að velja leið A eða leið B til að komast í mark?
Sendið svarið til: BARNA-DV.
MIG DREYMDI...
RÁÐGÁTAN