Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1988, Page 7

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1988, Page 7
LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 1988. &mm * mm 2 Tvöfaldur bílskúr Ef þú átt kassa hæfilega stóran fyrir tvo bíla, getur þú búiö til svona bílskúr. Klipptu upp eftir hurðunum svo þú getir látiö bílana inn og út. Málaöu síöan bílskúrinn eins og þér þykir fallegast og þegar málningin er þornuö skaltu líma glugga á gaflana og hurðirnar. Góða skemmtun! Frábærar komflögukökur 30 g plöntufeiti 2 bollar flórsykur 3 msk. kakó 1 lítill pakki kornflögur Flórsykrinum og kakóinu blandað saman. Plöntufeitin brædd og bætt út í. Hrært vel saman. Kornflögunum bætt saman viö. Fáið ykkur sleif og setjið allt á ofnplötu. Látið í frysti. Skorið í bita. Næsta dag má borða þessar bragðgóðu og girnilegu kökur. Verði ykkur að góðu! Ragnheiður Arna Höskuldsdóttir, Gljúfraborg 760 Breiðdalsvík. 10 atriði Það eru a.m.k. 10 ATRIÐI sem EKKI eru eins á þessum tveimur myndum. Hvað getur þú fundið mörg? Sendið lausn til: BARNA-DV. Brandarar Lísa, læknirinn er kominn! >Dl - Ég vil ekki hitta hann. Segðu að ég sé veik! - Ert þú með allar tennurnar í efri gómnum? - Nei, ég er með helminginn í neðri góm! Konan: Var það Friðrik forstjóri sem þú þurftir að aka heim í nótt? Maðurinn: Já. Konan: Hann gleymdi þessum varalit í framsætinu! - Frábært! sagði Hans við konuna sína. - í þetta sinn tal- aðir þú bara í hálftíma í símann. Hver hringdi? - Það var einhver sem hringdi í skakkt númer! Bless, bless. Rakel Sif Gunnarsdóttir, Krummahólum 4, Reykjavík. Hvaða leið á hænan að velja til að komast til btlu unganna sinna? Er það leið nr. 1 - 2 eða 3? Sendið svar til: BARNA-DV.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.