Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1988, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1988, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 1988. 19 Dansstaðir Abracadabra, Laugavegi Bigfoot sér um tónlistina um helgina. Amadeus, Þórscafé, Brautarholti, sími 23333 í kvöld skemmta látúnsbarkarnir Arnar Freyr og Bjami Ara ásamt Búningunum. Á laugardagskvöld leika Skriðjöklar fyrir dansi. Ártún, Vagnhöfða 11 Gömlu dansamir fóstudagskvöld kl. 21-3 og laugardagskvold kl. 22-3. Hljómsveitin Danssporið leikur fyrir dansi bæði kvöldin. Bíókjallarinn, Lækjargötu 2, sími 11340 Diskótek um helgina. BROADWAY, Álfabakka 8, Reykjavík, simi 77500 Diskótek fóstudags- og laugardags- kvöld. CASABLANCA, Skúlagötu 30 „Hip-Hop house acid“ danstónhst fóstudags- og laugardagskvöld. DUUS-HÚS, Fischersundi, simi 14446 Diskótek fostudags- og laugardags- kvöld. EVRÓPA v/Borgartún Ný og betri Evrópa. „Acid-house tón- list“ um helgina. GLÆSIBÆR, Álfheimum Hljómsveitin Í gegnum tiðina leikur gömlu og nýju dansana fóstudags- og laugardagskvöld. Gestasöngvari um helgina verður Ari Jónsson úr Roof Tops. HOLLYWOOD, Ármúla 5, Reykjavik Ball fóstudags- og laugardagskvöld. HÓTEL BORG, Pósthússtræti 10, Reykjavík, sími 11440 Diskótek fóstudags- og laugardags- kvöld. HÓTEL ESJA, SKÁLAFELL, Suðurlandsbraut 2, Reykjavík, simi 82200 Dansleikir fóstudags- og laugardags- kvöld. Lifandi tónlist. Tískusýningar öll fimmtudagskvöld. Opið frá kl. 19-1. HÓTEL ÍSLAND í kvöld og á laugardagskvöld verður skemmtunin Rokkskór og bítlahár, svipmyndir úr sögu rokksins á ámn- um 1955-1970. A sunnudagskvöld verður vönduð skemmtidagskrá með SvavariGests. HQTELSAGA, SULNASALUR, v/Hagatorg, Reykjavík, sími 20221 25 ára afmælishátíð á Hótel Sögu á laugardagskvöld. Vinsælustu söngv- arar frá þessum tíma. André Bach- mann lefitur fóstudags- og laugar- dagskvöld á Mímisbar. TUNGLIÐ, Lækjargötu 2, sími 621625 Diskótek fostudags- og laugardags- kvöld. VETRARBRAUTIN, Brautarholti 20, sími 29098 Hljómsveitin Boogie spilar um helg- ina. ÖLVER, Álfheimum 74, s. 686220 Opið fimmtudags-, fóstudags-, laugar- dags- og sunnudagskvöld. ZEPPELIN „rokkklúbburinn“, Borgartúni 32 Royal Rock, ný húshljómsveit, leikur fyrir dansi um helgina. Erla B. Skúladóttir og Viðar Eggertsson leika hjónin i Elskhuganum. Alþýðuleikhúsið: Elskhuginn Sýningum á Elskhuganum eftir Harold Pinter í Ásmundarsal við Freyjugötu fer óðum að fækka. Leikritið fjallar um hjón sem hafa komið sér upp tilbreytingu í hjóna- bandinu á dálítið óvenjulegan máta. Þar sem framhjáhaldið er kannski ekki framhjáhald, elsk- huginn og ástkonan ekki það sem þau virðast vera við fyrstu sýn, frelsi og eða höft hjónabandsins ekki einleikin. Erla B. Skúladóttir og Viðar Egg- ertsson leika hjónin og Kjartan Bjargmundsson fer með þriðja hlutverkiö. Leikstjóri er Ingunn Ásdísardóttir. Næstu sýningar eru á sunnudag kl. 16.00 og á mánu- dagskvöld kl. 20.30. Miðapantanir allan sólarhringinn í síma 15185 og tveimur tímum fyrir sýningar í síma 14055. Kammermúsíkklúbburmn Trio Fontenay leikur í Bústaðakirkju Á sunnudaginn efnir kammer- músíkklúbburinn til fyrstu tón- leika sinna á þessu hausti. Þýskir tónhstarmenn, sem kalla sig Trio Fontenay, ílytja tríó fyrir píanó, fiðlu og knéfiðlu eftir Beethoven, Dvorák og Trio élégiaque eftir Rachmaninov. Hljóöfæraleikararnir eru Wolf Harden, Michale Mucke og Niklas Schmidt. Þessir þrír stofnuðu tríóið 1980 og nefndu það eftir götu í nám- unda við tónlistarháskólann í Hamborg þar sem þeir komu til æfinga. Þeir hafa haldið hópinn síð- an og ekki legiö á Uði sínu, gert víðreist við góðar undirtektir. Þeir komu fram með Sinfóníuhljóm- Danshúsið: Danshúsið, sem er í Glæsibæ, hefur hafið haustdagskrá sína. Á morgun verður sérstakur gesta- söngvari, Ari Jónsson. Ari er þekktastur fyrir söng með hljóm- sveitinni Roof Tops sem var n\jög vinsæl á árum áður. Ari tekur nokkur gömul lög og að sjálf- sögðu vantar ekki í prógrammið lagið Söknuö sem hann gerði mjög vinsælt. Undirleik annast hfjómsveit hússins í gegnum tíöina en hana skipa Mark Kr. Brinke, Hilmar Sverrisson, Siguröur Hafsteins- son og Ólafur Kolbeins. Þeir leika tónlist við allra hæfi, jafnt garala sera nýja. 15. október verður Bítlavinafé- Arl Jónsson syngur tyrlr gesti lagið og á eftir þeím kemur Anna Danshússins. Vilhjalms. Trio Fontenay. sveitinni í gærkvöldi. Tónleikarnir eru í Bústaðakirkju og hefjast kl. 20.30 og verður tekið á móti nýjum félagsmönnum við innganginn. T (XI t • H í Islensku ópenmni Um síöustu helgi hófust í ís- lensku óperunni sýningar á Nær öldungis ruglaður drengur og var húsfyllir. Sýningar verða þijá um helgina fostudag, laugardag og sunnudag. N.Ö.R.D. hefur hvarvetna feng- iö góðar viðtökur þar 6em hann hefur verið sýndur enda fyndinn gleðileikur og ekki ættu kunnir gamanleikarar á borö við Þórhali Sigurðsson (Ladda), Eddu Björg- vinsdóttur, Randver Þorláksson, Júlíus Brjánsson og Gísla Rúnar Jónsson, sem einnig er leikstjóri, aö skemma fyrir. Sýningar hefjast ki. 20^J0 og er hægt að panta miða í síma 11123 ailan sólarhringinn. Þórhallur Sigurðsson (Laddi) i hlutverki sinu. Nýr skemmtistaður Rétt hjá Nonna í kvöld verður opnaður nýr skemmtistaður í Reykjavík. Nýr og ekki nýr er hægt að segja þvi Rétt hjá Nonna, eins og staðurinn heit- ir, hefur Öðal lengst af verið en einnig hefur hann heitið Lennon og Kreml. Sá sem rekur Rétt hjá Nonna heitir Hjörtur Jónsson og verða ýmsar uppákomur um helg- ina, auk þess sem hljómsveit mun leika. Körfubolti rakinn frá Laugarvatni til Reykjavíkur A morgun mun 3. flokkur körfu- boltadeildar Laugdæla rekja körfu- bolta frá Laugarvatni til Reykja- víkur en þetta er um það bil 55 km leiö. Þetta er einn þáttur í fjáröflun flokksins því safnaö er áheitum áður og meðan á „hlaupinu" stend- ur. Vonast er eftír góðri þátttöku í áheitasöfnunina því starfsemi veröur mikil hjá flokknum í vetur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.