Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1988, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1988, Blaðsíða 4
20 Messur Guðsþjónustur í Reykjavíkur- prófastsdæmi sunnudaginn 9. okt.1988 Héraðsfundur í Reykjavíkurprófasts- dæmi verður haldinn í Viðey sunnu- daginn 9. okt. kl. 16.00. Árbæjarkirkja. Barnasamkoma í Folda- skóla í Grafarvogshverfi laugardag kl. 11 árdegis. Bamasamkoma í Árbæjarkirkju sunnudag kl. 10.30 árdegis. Guösþjónusta í Árbæjarkirkju kl. 14. Organleikari Jón Mýrdal. Vænst er þátttöku væntanlegra fermingarbarna í guösþjónustunni. Sr. Guömundur Þorsteinsson. Áskirkja. Barnaguðsþjónusta ki. 11. Guösþjónusta ki. 14. Sr. Árni Bergur Sig- urbjömsson. Breiðholtskirkja. Bamaguösþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Sig- ríður Jónsdóttir. Sr. Gísli Jónasson. Bústaðakirkja. Barnasamkoma kl. 11. Guðrún Ebba Ólafsdóttir. Guösþjónusta kl. 14. Organisti Guðni Þ. Guömundsson. Mánudagur: Kvenfélagsfundur kl. 20.30 í safnaðarheimibnu. Bræðrafélagsfundur á sama tíma. Miðvikudagur: Félagsstarf aldraðra kl. 13-17. Sr. Ólafur Skúlason. Digranesprestakall. Barnasamkoma í safnaðarheimilinu við Bjarnhólastíg kl. 11. Guðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 11. Vænst er þátttöku fermingarbarna og foreldra þeirra. Sr. Þorbergur Kristjáns- son. Dómkirkjan. Laugardagur: Barnasam- koma í kirkjunni kl. 10.30. Öll börn vel- komin. Egiil og Ólafía. Sunnudagur: Messa kl. 11. Sr. Hjalti Guðmundsson. Messa kl. 14. Sr. Láms Haildórsson. Dóm- kórinn syngur við báðar messurnar. Org- anleikari Marteinn H. Friðriksson. Mánudagur 10. okt. kl. 13.30. - Setning Alþingis. Eiliheimiiið Grund. Guðsþjónusta ki. 10. Sr. Anders Josephsson. Felia- og Hólakirkja. Bamaguðsþjón- usta sunnudag ki. 11. Umsjón Guðmund- ur og Hólmfríður. Guðsþjónusta kl. 14. Vænst er þátttöku fermingarbarna. Org- anisti Guðný Margrét Magnúsdóttir. Prestur sr. Guðmundur Karl Ágústsson. Mánudagur: Fundur í æskuiýðsfélaginu kl. 20.30. Þriðjudagur: Samvera fyrir 12 ára böm kl. 17. Miðvikudagur: Guðs- þjónusta og altarisganga kl. 20. Sóknar- prestur. Grensáskirkja. Bamasamkoma kl. 11. Sunnudagspóstinum dreift. Mikiil söng- ur, foreldar velkomnir með bömunum. Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Ámi Arin- bjamarson. Sr. Gylfi Jónsson. Sr. Halldór S. Gröndal. Hallgrímskirkja. Messa ki. 11. Sr. Ragn- ar Fjalar Lámsson. Sr. Eric Sigmar pré- dikar. Frú Svava Signiar syngur einsöng. Mándudagur: Messa á vegum ísleifsreglu kl. 20. Þriöjudagur: Fyrirbænaguðsþjón- usta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Mið- vikudagur: Opið hús fyrir aldraöa kl. 10. Landspitalinn. Messa kl. 10. Sr. Sigurður Pálsson. Háteigskirkja. Messa kl. 10. Bamaguðs- þjónusta kl. 11. Messa kl. 14. Kvöldbænir og fyrirbænir em í kirKjunni á miðviku- dögum kl. 18. Sóknarprestar. Hjallaprestakall. Bamasamkoma kl. 11 í messuheimiii Hjailasóknar, Digranes- skóla. Guðsþjónusta kl. 14 í Kópavogs- kirkju. Ferming, altarisganga. Prestur Kristján Einar Þorvarðarson. Organisti Solveig Einarsdóttir. Kór Hjallasóknar syngur. Fermd verða sýstkinin Ingibjörg Gestsdóttir og Áskell Gestsson, Engi- hjaila 11, og Þórður Ægir Bjamason, Borgarholtsbraut 55, Kóp. Sóknarprest- ur. Kársnesprestakall. Laugardagur: Aðal- fúndur Kársnessóknar verður í Borgum laugardaginn 8. okt. kl. 15. Sunnudagur: Bamasamkoma í safnaðarheimilinu Borgum kl. 11. Sóknamefndin. Langholtskirkja. Kirkja Guðbrands biskups. Óskastund bamanna kl. 11. Söngur - sögur - myndir. Þórhaliur Heimisson cand. theol og Jón Stefánsson sjá um stundina. Guðsþjónusta kl. 14. Órganisti Jón Stefánsson. Prestur sr. Sig. Haukur Guðjónsson. Sóknamefndin. Laugarnesprestakall. Laugardagur 8. okt.: Guðsþjónusta í Hátúni lOb, 9. hæð, kl. 11. Sunnudagur: Messa kl. 11 í Laugar- neskirkju. Altarisganga. Bamastarf. Fundur fyrir foreldra fermingarbama strax eftir messu. Kaffi á könnunni. Sóknarprestur. STÖDIN SEM HLUSTMD ER 2ll ... ja TOPPNUMf Þorsteinn Ásgeirsson VIRKIR DAGAR 14-18 OG FÖSTUDAGSKVOLD 22-3. Einn reyndasti útvarpsmaður okkar er með ykkur eftir hádegi frá kl 14-18. Einstök rödd, góð tónlist. Það er gott að hafa Þorstein með sér í vinn unni. Aðalfundur Kársnessóknar í Kópavogi verður haldinn laugardaginn 8. október kl. 15 í safnaðarheimilinu Borgum við Kastaiagerði. Dagskrá: venjubundin að- alfundarstörf. Aðalfundur Vélprjóna- sambands íslands verður haldinn á Hótel Esju, Skálafelli, laugardaginn 8. október 1988 kl. 14. Dag- skrá: 1. Unnur Arngrímsdóttir, formaður Módelsamtakanna, verður með fyrirlest- ur. 2. Venjuleg aðalfundarstörf. 3. Önnur mái. 4. Katrín Jónsdóttir flytur pistii um gamla tíma. 5. Kaffi og fijálsar umræður. Ferðalög FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 1988. FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 1988. Aðalfundir Ferðafélag Islands Dagsferðir sunnudag 9. okt.: Ki. 10: Hafnir - Staðarhverfi, gömul þjóðleið. Ekið aö Junkaragerði sunnan Hafna og gengið þaðan í Staðarhverfi. Þetta er létt gönguferð um sléttlendi en í lengra lagi. Verð kr. 1000. Kl. 13: Hagafell - Gálgaklettur. Ekið að Svartsengi og gengið þaðan. Verð kr. 800. Brottfór frá Umferðarmiðstöðinni, aust- anmegm. Farmiðar við bíl. Frítt fyrir böm í fylgd fulloröinna. Neskirkja. Laugardagur: Samvemstund aldraðra kl. 15. Sunnudagur: Bamasam- koma kl. 11. Munið kirkjubílinn. Guðs- þjónusta kl. 14. Orgel- og kórstjóm Reyn- ir Jónasson. Sr. Ólafur Jóhannsson. Mánudagur: Æskuiýðsfundur fyrir 12 ára böm kl. 18. Æskulýðsfundur fyrir 13 ára og eldri ki. 19.30. Þriðjudagur: Æsku- lýðsfúndur fyrir 10-11 ára kl. 17.30. Þriðjudagur og fimmtudagur: Opið hús fyrir aldraða ki. 13-17. Miðvikudagur: Fyrirbænamessa kl. 18.20. Sr. Ólafur Jó- hannsson. Seljakirkja. Bamaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta ki. 14. Organisti Kjartan Sigurjónsson. Sr. Kristinn Ágúst Frið- finnsson. Seltjarnarneskirkja. Bamasamkoma kl. 11. Messa kl. 14. Kaffi eftir messu. Organ- isti Sighvatur Jónasson. Sr. Guðmundur Öm Ragnarsson. Stokkseyrarkirkja. Bamamessa kl. 11. Messa kl. 14. Sóknarprestur. Frxkirkjan í Reykjavík. Bamaguðsþjón- usta kl. 11. Aimenn guðsþjónusta kl. 14.00. Orgelleikari Pavel Smid. Sr. Cecil Haraldsson. Héraðsfundur í Viöey sunnu- daginn 9. október Héraösfundur Reykjavíkurpró- fastsdæmis veröur að þessu sinni haldinn úti í Viöey. Fariö veröur úr Sundahöfn kl. 15.30 með fyrstu fund- argestina og síðan strax aftur með næsta hóp. Fundur hefst meö kaffi- boði Dómkirkjusafnaðarins en síöan hefjast venjuíeg héraðsfundarstörf en þar er um að ræða aðaifund pró- fastsdæmisins. Dómprófastur gefur skýrslu sína, greint er frá reikning- um safnaða og helstu viðburðum hð- ins starfsárs og lögð fram fjárhags- áætlun vegna næsta árs. Þá gefa nefndir skýrslur og rætt verður um þau mál sem efst eru á baugi og m.a. um álit nefndar þeirrar sem ráðherra skipaði til að gera til- lögur um breytingar á prestakölfum og prófastdæmum. Héraðsfund sækja prestar, sóknar- nefndarfólk og starfsmenn safnað- anna. Sýningar Árbæjarsafn, simi 84412 Opið laugardaga og sunnudaga kl. 10-18. Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74 Lokað um óákveðinn tíma. Bókakaffi, Garðastræti 19 Margrét Lóa sýnir í Bókakafíi. Myndim- ar eru flestar unnar á þessu ári. Sýningin er opin á venjulegum afgreiðslutíma kaffihússins frá kl. 10-18.30 og á laugar- dögum kl. 10-16. FÍM-salurinn, Garðastræti 6 Bergljót Kjartansdóttir sýnir máiverk í FÍM-salnum dagana 12-23. október nk. Opið verður alla daga kl. 14-19. Opnun miðvikudaginn 12. október kl. 17-19. Gallerí Gangskör Laugardaginn 8. október kl. 16 opnar Anna Gunnlaugsdóttir málverkasýn- ingu. Sýningin er opin kl._ 12-18 virka daga og ki. 14-18 um helgar, lokað á mánudögum. Sýningunni lýkur 24. okt- óber. Gallerí Grjót, Skólavörðustíg 4a Samsýning meðlima Gallerí Gijóts. Á sýningunni eru málverk, grafik, teikn- ingar, skúlptúrar í stein, leir, járn og stál, nytjahlutir úr leir og silfúrskartgripir. Gallerí List, Skipholti 50 í Gallerí List stendur yfir sýning Höllu Haraldsdóttur á steindu gleri. Á sýning- unni eru einnig myndir unnar með vatnslitum, fjöðurstaf og penna. Sýningin stendur til 9. október. Grafík-gallerí Borg, Austurstræti 10 í glugga grafík-gallerísins stendur nú yfir kynning á grafíkmyndum eftir Daða Guðbjömsson og keramikverkum eftir Borghildi Óskarsdóttur. Auk þess er til Ur uppsetningu Kjartans Ragnarssonar á Hamlet. Leikfélag Reykjavíkur: Hamlet Sýningar á Hamlet hófust í gær- kvöldi. Harmleikurinn um Hamlet Danaprins var frumsýndur í apríl og urðu sýningar fjórtán það leiká- rið. Uppsetning Kjartans Ragnars- sonar á þessu víðfrægasta leikverki heimsbókmenntannna vakti mikla athygli og umtal enda er um margt djarft teflt og ótal nýjungar á ann- arri hverri þúfu. Gagnrýnendur lofuðu sýninguna og áhorfendur tóku leikritinu vel og var aðsókn góð. Næsta sýning á Hamlet er í kvöld. Nýhöfn: Verk urmin í leir og gler Borghildur Óskarsdóttir opnar á morgun myndlistarsýningu í Lista- salnum Nýhöfn, Hafnarstræti 18. Á sýningunni verða eliefu verk unnin í leir og gler á þessu ári. Þetta er fjórða einkasýning Borg- hildar en hún hefur einnig tekið þátt í fjölda samsýninga. Borghild- ur stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla íslands og Edinburgh College of art. Hún var kennari við Myndlistaskólann í Reykjavík 1973-1984. Borghildur vann 1. verð- laun í samkeppni um merki Lista- hátíðar 1988. Sýningin, sem er sölusýning, er opin virka daga frá kl. 10.00-18.00 og um helgar frá kl. 14.00-18.00. Sýningunni lýkur 26. október. Borghildur Óskarsdóttir við eitt verka sinna. Akrílmyndir í Tunglinu Elín Magnúsdóttir myndlistar- kona opnar sýningu í Tunglinu í dag. Þar sýnir hún stórar akríl- myndir sem allar hafa svipað þema, piano forte. Elín lauk prófi frá Gerrit Rietveldt Akademiunni í Amsterdam vorið 1987. Sýningin stendur i tvær vikur, Opnunin verður í kvöld kl. 22.00. Útivistarferðir Helgarferðir 7.-9. okt. 1. Haustlitaferð í Þórsmörk. Gist í Úti- vistarskálunum í Básum. Gönguferðir. Síðasta haustlitaferðin. Brottför í kvöld kl. 20. 2. Emstrur - nýir fossar. Fjölbreytt ferð um Emstrur og Fjallabaksleið vestan Hvanngils. Gönguferðir. Brottfór laugar- dag kl. 8, 2 dagar. Uppl. og farm. á skrif- stofunni, Grófmni 1, símar 14606 og 23732. Sjáumst. Dagsferðir sunnudag 9. okt.: Kl. 8: Þórsmörk - Goðaland. Síðasta dags- og haustlitaferðin í Þórsmörk á árinu. Verð 1200 kr. Einnig skoðað Naut- húsagil. Kl. 13: Tóarstígur - ný gönguleið. Ný og skemmtileg gönguleið um sjö aðskild- ar gróðurvinjar í Afstapahrauni. Verð 800 kr., frítt f. börn m. fullorðnum. Brott- fór frá BSÍ, bensínsölu (í Hafnarfirði v/Sjóminjasafnið og á Kópavogshálsi. Sjáumst. sölu úrval grafíkmynda eftir fjölda lista- manna. Gallerí Borg Jón Þór Gíslason sýnir olíumálverk og teikningar í Gallerí Borg. Þetta er fjórða einkasýning Jóns Þórs. Sýningin er opin virka daga kl. 10-18 og um helgar ki. 14-18. Henni lýkur þriöjudaginn 18. okt- óber. Gallerí Langbrók, Bókhlöðustíg 2, textílgallerí. Opið þriðjudaga til fóstu- daga kl. 12-18 og laugardaga kl. 11-14. Gallerí Svart á hvitu, Laufásvegi 17 Þar stendur yfir sýning á grafíkverkum og höggmyndum Sóleyjar Eiríksdóttur. Sóley er Hafnfirðingur, fædd 1957. Hún nam við Myndlista- og handíðaskóla ís- lands og lauk þaðan námi árið 1981. Hún hefur tekið þátt í fjölda samsýninga hér á landi og erlendis. Hún hélt síðast einka- sýningu á Kjarvalsstöðum árið 1987. Sýn- ingin er opin alla daga nema mánudaga kl. 14-18 og stendur til 16. október. í lista- verkasölu gallerísins (eíri hæð) eru til sölu verk ýmissa myndlistarmanna. Hafnargallerí, Hafnarstræti 4 Gréta Ósk Sigurðardóttir, Guðrún Nanna Guðmundsdóttir, íris Ingvarsdóttir og Þórdís Elín Jóelsdóttir sýna grafík í Hafnargalleríi. Sýningin er opin til 22. október á afgreiðslutíma verslunarinnar. Kjarvalsstaðir við Miklatún Laugardaginn 8. október kl. 14 verða opn- aðar tvær myndlistarsýningar í vestursal Kjarvalsstaða. Guðrún Gunnarsdóttir sýnir textílverk og Sigrún Eldjám sýnir olíumálverk. Þær hafa báðar haldiö nokkrar einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga. Sýningamar em opn- ar daglega kl. 14-22 og lýkur þeim 23. október. Listasafn Einars Jónssonar við Njarðargötu er opiö alla laugardaga og sunnudaga kl. 13.30-16. Höggmyndagarðurinn er opinn daglega kl. 11-17. Listasafn Háskóla íslands í Odda, nýja hugvisindahúsinu, er opið daglega kl. 13.30-17. Þar em til sýnis 90 verk í eigu safnsins, aðallega eftir yngri listamenn þjóðarinnar. Aðgangur að safninu er ókeypis. Listasafn íslands, Fríkirkjuvegi 7 I sölum 1 og 2 stendur nú yfir sýning á íslenskum verkum í eigu safnsins. Lista- safnið er opið alla daga nema mánudaga kl. 11-17. Aðgangur að sýningunni er ókeypis. Veitingastofa hússins er opin á sama tíma. Myntsafn Seðlabanka og Þjóðminjasafns, Einholti 4 Opið á sunnudögum kl. 14-16. Norræna húsið Bandaríski málarinn Alcopley sýnir mál- verk, grafík og teikningar í anddyri Nor- ræna hússins. Sýningin er opin á meðan Norræna húsið er opið, kl. 9-19 á virkum dögum og kl. 12-19 á sunnudögum til 9. október. í kjallara hússins stendur yfir sýningin Þrenna I sem er samsýning þriggja ungra myndlistarmanna sem bú- settir em í Osló. Það em þau Nicola Schröder frá Þýskalandi, Elisabeth Jardstö og Kalle Gmde frá Noregi. Á sýmngunni em skúlptúrar, video og m- stallasjónir. Sýningin er opm daglega kl. 14-19 og stendur til 9. október. Nýhöfn v/Hafnarstræti Laugardaginn 8. október kl. 14-16 verður opnuð sýning Borghildar Óskarsdóttur í Listasalnum Nýhöfn. Á sýningunni verða 11 verk, unnin í leir og gler á þessu ári. Þetta er fjórða einkasýnmg Borg- hildar. Sýnmgrn, sem er sölusýrúng, er opin virka daga kl. 10-18 og um helgar kl. 14-18. Sýrúngurmi lýkur 26. október. Nýlistasafnið Dagmar Rhodius sýnir í Nýlistasafninu. Listakonan kallar sýmnguna Straum- land og er hún instailasjón með Ijós- myndum, teikiúngum, íslenskum stem- um og orðum. Steinar og orð em megin- inntak sýnmgarinnar. Sýningin er opm daglega frá kl. 16-20 og stendur hún til 9. október. Kjarvalsstaðir: Tvær myndl istarsýn i ngar Arið 1905 héldu menn að búið væri að finna gull í Vatnsmýrinni. Verið var að leita að vatni þegar danski bormaðurinn taldi sig finna gull á 40 metra dýpi. Þetta var aðalfrétt ársins 1905 en því miður reyndist hún á misskilningi byggð. Svo fór að hvorki var unnið gull í Vatnsmýrinni né fengu Reykvíkingar þaðan vatn. Mynd: Magnús Ólafsson. Ráðstefna um sagnfræðirannsóknlr: Eru fjölmiólar óþarfa böl og hégómi sem glevmist? Á ráðstefnu um íslenskar sagnfræði- rannsóknir, sem verður haldin í Norræna húsinu á morgun, verður meðal annars fjallað um þá spurningu hvort sagnfræði og fjölmiðlar stangist á. Það er Már Jónsson sagnfræðingur og fréttamaður sem flytja mun erindi um efn- ið. Þrettán aðrir sagnfræðingar munu flytja fyrirlestra á ráðstefnunni í Norræna húsinu sem hefst klukkan níu um morg- uninn og stendur með stuttum kaffi- og matarhléum fram undir klukkan sex. Hvert erindi verður um það bil tuttugu mínútur ásamt stuttum fyrirspumum frá ráðstefnugestum og svörum við þeim. í lokin verða frjálsar umræður. Auk Más Jónssonar munu flytja erindi Gunnar Karlsson, Ingi Sigurðsson, Anna Amgrímsdóttir, Ólafur Ásgeirsson, Svein- björn Rafnsson, Ragnheiður Mósesdóttir, Gísli Gunnarsson, Bergsteinn Jónsson, Guðjón Friðriksson, Þórunn Valdimars- dóttir, Loftur Guttormsson og Þór White- head. Ráðstefnan er öllum opin. Fundarstjórar verða Jón. Þ. Þór og Jón Böðvarsson. Gallerí Borg: Olíumál- verk og teikningar Gallerí Gangskör: Anna Gunnlaugsdóttir sýnir Á morgun kl. 14.00 verða opnaðar myndlistarsýningar í vestursal Kjarv- aisstaða. Tvær listakonur, Guðrún Gunnarsdóttir og Sigrún Eldjárn, sýna verk sín. Guðrún sýnir textílverk og Sigrún olíumálverk. - Þær hafa báðar haidið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í fjölda sam- sýninga. Sýningarnar verða opnar daglega frá kl. 14 - 22 og lýkur þeim 23. október. Sigrún Eldjárn. Guðrún Gunnarsdóttir. Jón Þór Gíslason opnaði sýningu á verkum sínum í Gallerí Borg í gær. Jón Þór Gíslason er fæddur í Hafnarfirði 2. mars 1957. Þetta er fjórða einkasýning Jóns Þórs, en áður hefur hann sýnt í Djúpinu 1983, Hafnarborg 1984 og Gallerí Gangskör 1986. Einnig tók hann þátt í sýningunni Ungir myndlist- armenn á Kjarvalsstöðum 1983 og IBM-sýningunni Myndlistarmenn framtíðarinnar 1987. Á sýningu Jóns era olíumálverk og teikningar. Sýningin er opin virka daga frá kl. 10.00-18.00 og um helgar frá kl. 14.00-18.00. Henni lýkur 18. október. Jón Þór Gíslason. Anna Gunnlaugsdóttir við eitt verka sinna. Á morgun opnar Anna Gunnlaugsdóttir sýningu í Gallerí Gangskör að Amtmannsstíg 1. Á sýn- ingunni eru verk unnin með akríl á striga og harðtex. Anna Gunnlaugsdóttir stundaði nám við Mynd- lista- og handíðaskóla ís- lands 1974-78 og útskrifað- ist úr málaradeild. Hún dvaldi í París veturinn 1978-79 og nam við lista- skólann Ecole des supere- ur des beaux arts. 1981 hóf hún aftir nám viö Mynd- lista- og handíðaskólann og útskrifaðist úr auglýs- ingadeild 1983. Sýningin er opin frá kl. 12.00-18.00 virka daga og frá kl. 14.00-18.00 um helg- ar. Lokað á mánudögum. Sýningunni lýkur 24. okt- óber. Stofnun Árna Magnússonar Handritasýning Áma Magnússonar er í Ámagarði við Suðurgötu á þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum kl. 14-16. Póst- og símaminjasafnið, Austurgötu 11 Opið á sunnudögum og þriðjudögum kl. 15-18. Aðgangur ókeypis. Sjóminjasafn íslands, Vesturgötu 8, Hafnarfirði Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-18. Þjóðminjasafn íslands Safnið er opið alla daga vikunnar nema mánudaga kl. 11-16. Sýning Jóhannesar Geirs Jóhannes Geir sýnir 20 málverk í nýju útibúi Sparisjóðs Reykjavikur að Álfa- bakka 14. Sýningin, sem er sölusýning, er opin mánudaga til flmmtudaga kl. 9.15-16 og fóstudaga kl. 9.15-18. Sýningin stendur til 25. nóvember og er aðgangur ókeypis. SÝNINGAR Á LANDSBYGGÐINNI Listkynning Alþýðu- bankans á Akureyri Að þessu sinni kynna Menningar- samtök Norðlendinga og Alþýðu- bankinn hf. á Akureyri myndlistar- konuna Dröfn Friðfinnsdóttur. Á listkynningunni em 12 verk, unnin ,með akrýliitum á striga. Kynningin er í útibúi Alþýðubankans hf., Skipa- götu 14 á Akureyri, og lýkur henni 4. nóvember. Slunkaríki, ísafirði Eria Þórarinsdóttir sýnir í Slunkaríki, ísafirði. „Nærmyndir minnis og gleymsku" kallast myndröð sem Erla sýnir. Myndirnar eru málaðar með olíu á striga, flestar á þessu ári. Sýningin stendur til 9. október. Þungur bHl veldur þunglyndl ökumanns. Veljum og hööium hvað nauðsynlega þarf að vera með í ferðalaéinu! | UMFERÐAR Iráð

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.