Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1988, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1988, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 10. OKTÓBER 1988. Fréttir Hátt í fimm þúsund manns komu í heimsókn í slökkvistöðina i Reykjavík á sunnudag. Slökkviliðið var með opið hús í tengslum við Norrænt tækniár og stóð kynningin í fjóra tima. Brunaverðir kynntu öryggistæki, svo sem reykskynj- ara og handslökkvitæki, björgun úr eldsvoða, verðmætavernd og fleira. Sett var á svið eiturefnaslys og umferðar- slys. Sýnd var notkun á björgunarklippum sem notaðar eru við að ná fólki úr bifreiðum sem skemmast illa við umferðaróhöpp. Forráðamenn slökkviliðsins voru mjög ánægðir með þátttöku almennlngs i kynningunni og fór gestafjöldi langt fram úr þeirra björtustu vonum. DV-mynd S/JJ Stúdentar minna Svavar á loforðin - kostar LÍN 500 mllljónir Á fundi Stúdentaráðs Háskóla ís- lands á fimmtudaginn var samþykkt ályktun sem var síðan send Svavari Gestssyni. í áskoruninni er minnt á ákvörðun, sem tekin var í tíð Sverris Hermannssonar menntamálaráð- herra, um „frystingu" vísitöluhækk- un námslána. Var þaö gert í janúar 1986. Minna stúdentar Svavar á að hann hafi mótmælt mjög þessari skerðingu á sínum tíma. Þá minna stúdentar á aö Birgir ísleifur hafi látið kanna hvort núver- andi framfærslugrunnur væri full- nægjandi eður ei. Segja þeir að skýrsla sú sýni að „æskileg" fram- færsla sé mun hærri en nemur nú- verandi viömiðun. Stúdentar sjálfir hafa alltaf haldið fram aö skeröingin nemi 20%. Það kom fram í samtali viö Svein Andra Sveinsson, formann Stúd- entaráðs, aö ráðið ætlar að láta taka saman úrkhppur sem sýna ummæli Svavars um málefni Lánasjóðs ís- lenskra námsmanna í dagblöðum. Þá sagði Sveinn að Svavar heíði tvisvar lagt fram þingsályktun um leiöréttingu á framfærslugrunnin- um, 1986 og 1987. Hefði hann þar meðal annars komiö með tfilögur um hvemig afla mætti fiár til þess. Vildi Svavar gera það með því að taka hagnað af rekstri Seðlabankans, hlut ríkisins í arðgreiðslum af fram- kvæmdum á Keflavíkurflugvelli, fiáraustrinum til Flugstöövarinnar og með þvi að leggja skatt á stór- eignamenn, á bankastarfsemi og fiár- magnstekjur. Þá má geta þess að taliö er að um 500 milljónir þurfi til LÍN tii að sjóð- urinn géti mætt þessum kröfum. -SMJ Fréttabréf menntamálaráöuneytisins: Ekki dreift vegna áformaðra Skömmu eftir að Svavar Gestsson tók við embætti menntamáláráð- herra lá nýtt tölublað af fréttabréfi ráðuneytisins tilbúið til dreifingar. Meginefni þess er kynmng á ákvörð- unum sem varða undirbúning nýrr- ar aðalnámsskrár fyrir grunnskóla. Þar sem fyrir lá að nýskipaður menntamálaráðherra áformaði breytingar í þeim efnum þótti ráöu- neytinu ekki ástæða til að efna til breytinga kostnaðar við dreifingu fréttabréfs- ins að svo komnu máli. Menntamála- ráöherra hefur kynnt ákvarðanir um breytt vinnuferli við undirbúning námsskrárinnar opinberlega og því þykir ekki lengur hætta á misskiln- ingi um hvaö fyrirhugað er í því efni. Fréttabréfinu hefur verið dreift til fiölmiðla, samtaka kennara og fleiri aðila og er öllum til reiöu í ráöuneyt- inu. -hlh - æðarbændur létu smíða dúnhreinsunarvél ÞóihaBur Aaroundason, DV, Sauðárkróki: 8jálfum sér nógir með hreinsun á u dun. Aður þurftu þeir aö senda Aö sögn Úlfars Sveinssonar, hann suöur til hreinsunar. bónda á Ingveldarstöðum, stjórn- Bændumir telja mikinn sparnaö armanns í Æöarræktarfélagi íþvíaöhreinsadúninnsjálfirþrátt Skagafiarðar, hefur dúntekja auk- fýrir að vélin, sem smíðuö var í ist í Skagafirði síðustu árin og fugh Vélsmiðju Sauðárkróks, hafi kost- hefur fiölgaö. Er hún nú eitthvað á aö á annað hundrað þúsund krón- annað hundraö kiló á ári, mest á ur. Undanfarið hafa æðarbændur í Hraununum tveim, á Skaga og í ofanverðum Skagafirði haft aö- FJjótum, um 30-40 kíló á hvorura stöðu viö dúnhreinsunina í húsa- bæ. Sex bændur í Æöarræktarfélagi Skagafiarðar tóku sig saman í vor og ákváðu aö láta smiöa fyrir sig dúnhreinsunarvél og eru þeir nu kynnum fóðurstöðvarinnar Mel- rakka við Sauðárkrók og á næst- unni mun siðan fariö með vélina út í Fljót svo að bændur þar geti hreinsað sinn dún. I dag mælir Dagfari Enginn Hjálpræðisher Þá kemur Alþingi saman í dag eftir aö hafa messaö yfir þingheimi í Dómkirkjunni aö venju. Undan- fama daga hafa þeir Svavar og Ól- afur Ragnar gripið hvert tækifæri til aö svala langþráðum fiölmiðla- þorsta með því að koma sér inn í aha fréttatíma sjónvarpsstöðvanna og verið stóryrtir. Birgi ísleifi hafði orðiö það á að skrifa bréf á síðustu dögum sínum sem menntamála- ráðherra. Hins vegar hafði tafist að koma bréfinu í póst meðan beð- iö var eftir leyfi frá Jóni Baldvin tíl frímerkjakaupa. - Um leið og Svavar sest 1 stól Birgis rekur hann augun í að þama hggur ósent bréf og verður óður og uppvægur eins og skiljanlegt er því það er með öllu óveijandi að láta senda út bréf sem Birgir skrifaöi áður en hann lét af embætti. Svavar bregður við skjótt og boöar til blaöamanna- fundar þar sem hann tilkynnir aö þetta bréf verði ekki sent út heldur fari beint í körfuna. Þetta þótti fréttamönnum feitur biti, enda var hinn nýi menntamálaráðherra ábúöarmikiU á skerminum og not- aði meira að segja tækifærið tíl að nefna hve hroðalegur viðskilnaður fyrri sfiómar hefði verið, þar væri gleggsta dæmiö að fyrrverandi menntamálaráðherra hefði ætlað að fara að skipta sér af mennta- og fræðslumálum. Eftir að hafa svalað þráðum fiölmiðlaþorsta á þennan hátt fór Svavar svo aö glugga í Birgisbréf og sá þá að í þessu bréfi var ekkert það sem hann gæti ekki eyðUagt með því einfaldlega að skrifa bara nýtt bréf og segja aö bréf Birgis væri tóm della sem ahs konar samtök skólamanna höfðu gengist fyrir að sent yröi út. Þaö fór því svo að Svavar lét senda Birgis- bréf út um borg og bý en boðaði að vísu ekki til blaðamannafundar út af því tilefni. Svo var Svavar líka að tala éitt- hvað um að ríkiö ætti sem minnst að vera að skipta sér af rekstri Rík- isútvarpsins og mannaráðningum þar, heldur ætti þetta að vera sjálf- stæð stofnun og kom þaö engum á óvart því sósíalistar eins og Svavar og Markús Öm hafa aUtaf veriö á móti þvi aö ríkið væri að skipta sér af því sem því kæmi ekki við. Út- varpiö veröur því að fara að græða eins og aðrir. En þaö vora fleiri orðnir fiöl- miðlaþyrstir en Svavar. Ólafur Ragnar hélt þrumandi ræðu yfir samtökum bUainnflyfienda sem hafði orðiö það á að bjóöa honum í mat. Af einhveijum óskiljanleg- um orsökum mættu útvarps- og sjónvarpsstöðvamar á staöinn og festu orð ráðherra á mynd og band. Og ráðherrann var sko ekkert bU- legur. Sagöist bara ekki hafa haft friö þessa fáu daga sem hann heföi setiö í stól fiármálaráöherra fyrir aUs konar lýö sem þangaö kæmi heimtandi lán og styrki. Það væri eins og þessir menn héldu aö ríkið ætti aö vera einhver stóri bróðir sem bjargaði málum þegar aUt væri komið í óefni. Þetta væri mesti misskilningur. Einkafyrirtæki sem samvinnufyrirtæki ættu bara að bjarga sér sjálf eða fara á hausinn eUa. Ríkissjóður væri hvorki Hjálp- ræðisher né Thorvaldsensbasar. Auk þess væri engin hemja að halda áfram að flytja inn aUa þessa fiárans bUa. Þeir bílamenn uröu hálfkindarlegir undir reiðUestri ráðherra og lofuðu að gera sitt til að fá fólk ofan af þeirri firra að halda áfram að kaupa bUa. En það er auðvitað hárrétt athugað hjá fiármálaráðherra að almenningur getur ekki bæði haldið áfram að kaupa bUa og borga þá stórhækkun skatta sem ráðherra hefur boðað. Enn sem komið er hefur Stein- grími J. Sigfússyni ekki gefist mik- U1 tími til að fyUa upp í fréttatíma sjónvarpsstöðvanna. Lét þess þó getið í blaðaviðtaU að hann væri á móti sjúkdómum og er það athygl- isverö yfirlýsing út af fyrir sig. Þeir Jón Baldvin og Steingrímur komast ekki einu sinni á dag í sjón- varpiö hvað þá oft í sama fréttatím- anum. En norðanmenn muna eftir sínum mönnum og leikhússfiórinn á Akureyri segir aö leUuitið, sem nú er byijað aö sýna, sé eiginlega til heiöurs Stefáni Valgeirssyni hulduráðherra. Leikritið nefhist: „Skjaldbakan kemst þangað Uka“. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.