Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1988, Qupperneq 12
12
MÁNUDAGUR 10. OKTÓBER 1988.
Utlönd
Japanir viija ekki konur
NýútskrUaðir námsmenn biða ( röðum eftir viðtölum við ráðningarstjóra
stórfyrirtækja. Þrátt fyrir mikínn skort á starfsfólki virðist sem mörg fyrir-
tæki gangi fram hjá konum við ráðningar.
Simamynd Reuter
Lögreglan beitir háþrýstivatnsbyssum til að dreifa mótmælendum í Santiago fyrir helgi
Símamynd Reuter
Mikil samkeppni ríkir nú milli japanskra íyrirtækja um að ná í starfs-
fólk.
Nóg framboð er af frambærilegu kvenfólki en fyrirtæki láta stóla frek-
ar standa auða en að ráða kvenfólk.
.JÞeir eru helteknir fordómum gagnvart kvenfólki," segir Etsuko Ikeda
sem stundar nám í viðskipta- og hagfræði við bandarískan háskóla.
„Eixrn af virtustu framleiöendum rafmagnstækja sagði mér að þeim
væri nákvæmlega sama hvaö ég væri að læra og spurði mig hvort ég
væri tilbúin að vinna við að hella tei í bolla og taka ljósrit,“ sagði Ikeda
sem nú er að leita sér að starfi hjá japönsku fyrirtæki eftir útskrift næsta
sumar.
Japonsk fyrirtæki hafa pláss fyrir meira en sex hundruð þúsund karla
en þeim standa aöeins tvö hundruö þúsund karlar til boða.
Um sextíu þúsund konur eru- á markaðinum og um áttatiu og fimm
þúsund störf eru laus. Stóru fyrirtækin vfija hins vegar einungis ráöa
konur í minni háttar störf, burtséð frá því hvaða námi þær hafa lókiö.
Reuter
íhaldsmenn ætla aftur tH Brighton
íhaldsflokkurinn í Bretlandi ætl-
ar aö halda landsfund sinn í Brigh-
ton í þessari viku. Það var fyrir
fjórum árum í Brighton sem
sprengja írska lýöveidishersins var
næstum búin að þurrka út ríkis-
stjórn Margrétar Thatcher, að for-
sætisráðherranum meðtöldum.
Thatcher slapp ómeidd og flutti
aðalræðu landsfundarins aöeins
nokkrum klukkustundum eftir að
nokkrir af valdamestu mönnum
flokksins höfðu slasast í sprengjut-
ilræðinu. .
Thatcher er þekkt fyrir að láta
ekki hryðjuverkamenn draga úr
sér kjark og er taliö líklegt að hún
vefii sama hótel og sama herbergi
og fyrir fiórum árum.
Margrét Thatcher, forsætisráð-
herra Bretiands, með augum Luri-
es. Reuter
Minningarathöfn vegna eyðni
Sjáifboðaliðar breiða úr minningarborðunum fyrir framan Hvita húsið.
Sfmsmynd Reuter
Síðastliðinn fóstudag komu hundruð manna saman fyrir framan Hvíta
húsiö í Washington til að minnast þeirra sem hafa orðiö sjúkdóminum
eyðni að bráð. Breiddu þeir úr gífurlegum fjölda af minnisborðum á gras-
flöt. '
Flestir sem tóku þátt í minningarathöfninni eiga á einn eða annan hátt
um sárt að binda vegna sjúkdómsins.
Samtök, sem hafa barist mjög gegn eyðni, hafa löngiun gagnrýnt Banda-
ríkjastjórn mjög fyrir aðgerðaleysi í baráttunni viö sjúkdóminn, þrátt
fyrir að aldrei hafi jafnmikium fjármunum verið varið í baráttu gegn
einum sjúkdómi. Þeir sem þjást af eyðni eöa eiga ástvini sem haldnir eru
sjúkdóminum hafa hins vegar ekki mikinn tíma því enn sem komið er
er sáúkdómurínn ólæknandi og banvænn.
Reutcr
Pinochet hafhar
breytingum
Augusto Pinochet, forseti Chile,
sagði í gær að hann hefði hafnað
kröfum stjómarandstöðunnar um
breytingar á stjórnarskránni og að
hann muni ekki láta af embætti fyrr
en í mars árið 1990, eins og ákvæði
núgildandi stjórnarskrár kveöa á
um.
í sjónvarpsviðtali sagði Pinochet
að hann hefði staðið við.orö sín og
viðurkennt sigur andstæðinga sinna.
„Ég mun ’afhenda þeim stjórnar-
taumana á fyrirfram ákveðnum degi,
11. mars 1990,“ sagði hann.
Chilebúar höfnuðu á nnðvikudag-
inn átta ára áframhaldandi stjórn
Pinochets.
Herforinginn, sem er sjötíu og
tveggja ára að aldri, og hrifsaði völd-
in í blóðugri byltingu árið 1973, er
Salvador Allende var felldur, full-
vissaði stuðningsmenn sína um að
hann myndi ekki láta undan kröfum
stjórnarandstöðunnar um að frjálsar
kosningar verði haldnar svo fljótt
sem auðið er.
Samkvæmt stjórnarskránni, sem
herinn samþykkti árið 1980, verður
Pinochet að efna til fijálsra kosninga
ekki síðar en 14. desember 1989, og
láta af embætti þremur mánuðum
síðar.
Stjórnarandstaðan hefur krafist
þess að herinn semji um að breyting-
um í átt til lýðræðis verði hraðað í
kjölfar ósigurs Pinochets í forseta-
kosningunum í síðustu viku.
„Niðurstöður kosninganna sýna að
þeir vilja mig ekki áfram. Þaö var
ekki kosið um stjórnarskrána og þeir
fá ekki breytingar á henni,“ sagði
Pinochet. Reuter
Börn að leik i rústum verslunar ríkisins í Algeirsborg. Ráðist hefur verið á margar verslanir i eigu ríkisins undan-
farna daga og þær eyðilagðar. Símamynd Reuter
200 fallnir í Alsír
Bjami Hinriksson, DV, Bordeaux:
í Alsír hafa kröfugöngur og uppþot
síðustu viku breyst í hálfgerða borg-
arastyijöld. Óánægja ungs fólks, og
þar með meirihluta íbúa því að 60
prósent Alsírbúa eru yngri en 20 ára,
hefur breiðst út um allt landið og
blóðug átök átt sér staö í öllum
stærstu borgum þess.
Nákvæmar fréttir af þróun mála
berast illa og seint en þó er ljóst aö
ekki færri en tvö hundruð hafa látið
lífið síðustu fimm daga.
Svo virtist fyrir helgina sem út-
göngubann og herlög stjómarinnar
hefðu lægt öldumar en það var ein-
ungis skammgóður vermir og á
mörgum stöðum hafa mótmælendur
gripið til vopna gegn hernum. Sem
fyrr em það helst opinberar stofnan-
ir, verslanir í eigu ríkisins og lög-
reglustöðvar sem verða fyrir barðinu
á uppþotsmönnunum. Herinn er alls
staöar með menn sína og herbíla.
Matvælaskorts er víða farið að
gæta í borgunum. Ein helsta ástæðan
fyrir upphafi óeirðanna var einmitt
mjög alvarlegt efnahagsástand, hátt
vömverð og lítið framboð.
Alsírska stjórnin hefur sakað er-
lenda aðila um að kynda undir óeirð-
unum og segist vita hveijir séu upp-
hafsmenn þeirra. Stjórnin hefur þó
ekki lagt fram neinar sannanir né
skýrt það betur. Heittrúaðir múha-
meðstrúarmenn, sem em í miklum
minnihluta í Alsír, hafa löngum ver-
ið vinsælt og handhægt skotmark
stjórnvalda þegar erfiöleikar hafa
komið upp og em einnig núna. Sam-
tök þeirra fóm sér hægt fyrstu daga
uppþotanna en hafa síðan haft sig
meira í frammi og eiga vafalaust sinn
þátt í að ástandið lagast ekki þótt
fjarstæða sé að halda því fram að
þeir hafi skipulagt uppreisnina.
Ýmsir óánægjuhópar í Álsír reyna
að notfæra sér ástandið en fyrst og
fremst er það meginþorri lands-
manna sem sýnir í verki óánægju
sína.
í kvöld mun forseti landsins og
æðsti maður eina stjórnmálaflokks-
ins, Chadli Ben Bjedid, koma fram í
sjónvarpinu og tala til fólksins. Alsír-
stjórn hefur fengið stuðningsyfirlýs-
ingar frá nágrönnum sínum í Tiinis,
Marokkó og Líbýu.
Óraunhæft væri að ætla að ríkis-
stjórnin falh vegna þessara atburða.
Til þess eru tök hennar of sterk. Hins
vegar er jafnljóst að ef ekki verða
fljótt breytingar á efnahagsástand-
inu mun órói af þessu tagi aldrei
hverfa alveg og gæti orðið alvarlegri
seinna. í Frakklandi hafa menn
miklar áhyggjur af óvissuástandinu
í Alsír sem sett gæti úr jafnvægi
þennan hluta Norður-Afríku. Fjöl-
margir Alsírbúar búa í Frakklandi
enda var Alsír eitt sinn nýlenda
Frakka. Aisírstjóm er jafnákveðin
sem fyrr að friöur og ró komist á.