Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1988, Side 13
MÁNUDAGUR 10. OKTÓBER 1988.
13
Sigurbjörn Einarsson biskup.
Séra Sigurður Haukur Guðjónsson,
Langholtskirkju.
I
Séra Rögnvaldur Finnbogason,
Staðastað á Snæfellsnesi.
DV-mynd Hánna
Séra Arelius Níelsson.
Menning
Séra Gunnar Kristjánsson, Reyni-
völlum í Kjós.
Fimm prestabækur koma út fyrir'jólin:
Prestajól - en engir
pokaprestar á ferð
Óvenju margir prestar senda frá
sér endurminningar sínar fyrir þessi
jól. Vitað er fyrir víst um viðtals-
bækur við þijá og sjálfsævisögu þess
flórða. Þá á fimmti presturinn þátt í
glæstri myndabók um kirkjur lands-
ins. Allt eru þetta hinir merkustu
kennimenn, hver á sinn hátt.’
Séra Árelíus Níelsson skrifar sína
sögu sjálfur enda sagði hann við DV
að það hefði tekið mörg ár og hand-
ritið síöan legið hjá sér nokkurn tíma
en kemur nú út hjá Bókaútgáfunni
Reykholti. Þá eru það viðtalsbæk-
urnar. Séra Sigurbjörn Einarsson
biskup ræðir við Sigurð A. Magnús-
son, séra Rögnvaldur Finnbogason á
Staðastað við Guðberg Bergsson og
séra Sigurður Haukur Guðjónsson í
Langholtsprestakalli við Jónínu
Leósdóttur. Myndabókin heitir
Gengið í guðshús og ritar séra Gunn-
ar Kristjánsson á Reynivöllum text-
ann en Páll Stefánsson tekur mynd-
irnar. Sú bók kemur út í samvinnu
Almenna bókafélagsins og Iceland
Review.
Átök um kirkjunnar mál
engin nýlunda
Þykkust minningabókanna verður
trúlega bókin um Sigurbjöm biskup,
sem Setberg gefur út, um 400 síður,
þar af 50 myndasíður. Þar veröur
fjallaö um heiftarlegar deilur sem
upp komu tvisvar eða þrisvar í sam-
bandi viö veitingu dósentsembættis
í guöfræði við háskólann, ennfremur
átök milh hákirkjulegheita og spírit-
isma. Skálholt kemur við sögu og
þjóðvarnarbaráttan og svo er að
sjálfsögðu fjallað um viöhorf bisk-
upsins til kristinnar trúar og þau
áhrif sem hann hefur orðið fyrir frá
erlendum hugsuðum gegnum tíðina.
Það hefur oft verið sviptingasamt í
kringum þennan gáfaða biskup og
reyndar. líka kringum viðmæland-
ann, Sigurð A., sem á yngri árum var
heitur KFUM-isti, og spennandi að
sjá hvað kemur út úr samvinnu
þeirra.
Samstarf séra Rögnvalds og skálds-
ins Guðbergs Bergssonar kemur
kannske meira á óvart og DV spurði
séra Rögnvald hverriig þaö hefði bor-
ið að. Svar klerksins var á þá leið
að Jóhann Páll hjá Forlaginu hefði
veriö aö nauða í sér um viðtalsbók.
„Svo til að losna við hann sagðist ég
skyldi láta tilleiðast ef hann gæti
fengið Guðberg Bergsson til að skrifa
hana þvi það datt mér ekki í hug að
nokkum tima mundi verða. En þetta
hefur verið mjög skemmtileg sam-
vinna," sagði séra Rögnvaldur og
bætti því við að þrátt fyrir allar hvik-
sögur um léttúðugt líferni væri hann
I mjög alvarlegur maður.
Hestamessur og
poppmessur
Séra Sigurður Haukur og séra Rögn-
valdur eru samkvæmt guðfræðinga-
tahnu báðir fæddir sama haustið,
1927, í sama kaupstaðnum, Hafnar-
firði, með fárra daga millibili. Séra
Sigurður Haukur er þekktur fyrir
hvað hann er óhræddur viö að fara
óheföbundnar leiðir til að efla safn-
aöarstarf og ná til almennings með
boðskap kirkjunnar. Fyrir nokkrum
árum vöktu poppmessur hans með
unglingatónhst mikið umtal og sama
má segja um árlega messu hesta-
manna í Langholtskirkju. Þá kemur
allur söfnuðurinn ríðandi til kirkju
með prest sinn í broddi fylking-
ar.
Safnaðarbömin í Langholtskirkju
fá margt að vita um presta sína fyrir
þessi jóhn því séra Árelíus þjónaði
einnig því brauði langa hríð. Vænta
má að hann segi í ævisögu sinni frá
starfi sínu að bindindismálum. Hann
var í forystu góðtemplara og stofnaði
íslenska ungtemplara.
Sagt er að hann hafi ekki htið á sig
sem embættismann heldur fylgt orö-
um Krists: það sem þið gjörið th
hjálpar mínum minnstu bræðrum
görið þið fyrir mig, og lagt sig fram
um að hlúa að fólki sem lent haföi
utangarös.
Ýmsir munu hafa átt von á fram-
haldi af endurminningum séra Emils
Björnssonar en af þeim eru nýlega
komin tvö bindi, Á misjöfnu þrífast
börnin best og Litríkt fólk, og mælt-
ust vel fyrir. Var þar komið sögu-
þræði að séra Enúl var nýorðinn
prestur og farinn aö vinna hjá út-
varpinu. En í samtali við DV fullyrti
Emil að framhalds væri ekki að
vænta fyrir þessi jól. Aðspurður
hvort hann mundi þá ekki halda
áfram síðar hló hann viö og sagðist
hvorki vilja lofa því né hóta.
Dulræn efni, ráðherrar,
konur og prestar
Það hefur oft verið eins og bylgjur
af bókum um sama efnið yrðu vin-
sælar á jólamarkaði. Ekki eru marg-
ir áratugir síðan bækur um dulræn
efni komu margar í einu og virtust
ómissandi í jólapakkana, sögur um
miöla, huldulækna og skyggnigáfu.
Um skeið tóku við endurminningar
þekktra manna, éinkum stjórnmála-
manna. Var þá rakin ævi margra
ráðherra. Upp á síðkastið komust
bækur um og eftir konur á öldufald-
inn, oft minningar, en einnig komu
a.m.k. íjórar vandaöar skáldsögur
eftir íslenska kvenrithöfunda út fyrir
síðustu jól.
í ár fáum við kannske prestajól en
þar verða þá engir pokaprestar á
ferð. „Það eru jafnmargar leiðir að margir. Enginn gengur í annars spor ir séra Rögnvaldur og viö látum það
guödómnum eins og.mennirnir eru á þessu sviði fremur en öörum,“ seg- vera lokaorð. ihh
PRÚTTMARKAÐVR
I
^CORSA
DPEL
SPENNANDINÝJUNG
Við bjóÖum síÖustu OPEL CORSA bílana áfárgerö 7 988
til sölu á prúttmarkaði sem hófst laugardag 8. október
í sýningarsal okkar aö Höföabakka 9.
Sýningarsalurinn veröur fullurafOpel Corsa bílum - íflestum litum og
geröum. Þú velur bílinn sem þér hentar, prúttar um verö og
greiöslukjör, ákveöur í hvaÖa ástandi bíllinn verður afgreiddur,
þ. e. ryövarinn, fullþrifinn og skrásettur eða óþrifinn og óskráður,
og dundar síðan við aö þrífa hann og standsetja -
þér til skemmtunar um leið og þú sparar peninga.
Viö bjóöum margvísleg greiöslukjör og tökum e. t. v. nýlega, .
velfarna bíla uppíprúttveröið.
Vertu velkominn á prúttmarkaðinn hjá okkur
og vertu tilbúinn meö ávísanaheftið.