Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1988, Qupperneq 18
18
MÁNUDAGUR 10. OKTÓBER 1988.
Landslið íslands í opnum flokki sem spilar á ólympíuleikunum á Ítalíu, frá vinstri, örn Arnþórsson, Hjalti
Elíasson fyrirliði, Karl Sigurhjartarson, Jón Baldursson, Valur Sigurðsson, Sigmundur Stefánsson fararstjóri,
Guðlaugur R. Jóhannsson og Sævar Þorbjörnsson.
DV-myndir GVA / IS
Aframhaldandi velgengni
íslenska bridgeliðsins?
Nú þegar ólympíuleikunum í
Seoul er nýlokið taka aðrir ólymp-
íuleikar við í Feneyjum. Þar safn-
ast saman hundruð spilara sem
ætla að etja kappi saman, og íslend-
ingar eru þar méðal þátttökuþjóð-
anna, bæöi í opnum flokki og
kvennaflokki. í hvoru liði -eru 6
spilarar sem æft hafa stift undan-
fama mánuði.
Eru framfarirnar raunveru-
legar?
Bridgeíþróttin virðist vera í upp-
sveiflu hér á landi og til marks um
það má geta' þess að landsliðið í
opnum flokKi hefur náö mjög góð-
um árangri á tveimur síöustu al-
þjóöamótum. Á Evrópumótinu í
Brighton árið 1987 hafnaði lands-
liöiö í opnum flokki í 4.-5. sæti af
23 þátttökuþjóðum, og nú í sumar
varð landsliöið í opna flokknum
Norðurlandameistarar, og skaut
landslið íslen'dinga þar meðal ann-
ars Evrópumeisturum Svía aftur
fyrir sig.
Þessi góði árangur er eiginlega
betri en bjartsýnustu menn þorðu
að voha, og því vaknar sú spurning
hvort íslenska landsliöið sé í raun-
inni oröiö svona framariega í al-
þjóðabridge og hvort framfarirnar
séu raunverulegar. DV leitaði
svara við þeirri spurningu hjá
þremur mönnum, landshðsspilur-
unum Jóni Baldurssyni og Emi
Arnþórssyni og hjá Hjalta Elías-
syni, landsliösþjálfara í bridge:
Jón Baldursson: „Viö erum
kannski ekki eins góöir og úrslitin
á EM og NM gefa til kynna, en að
mínu áliti hafa oröiö framfarir hér
á síöustu 6-8 árum. Menn leggja á
sig meiri tíma nú en áöur, sam-
keppnin hefur aukist og breiddin
er meiri. Hjalti Elíasson hefur síð-
an náö að reka endahnútinn á
þetta,“ sagði Jón.
Óm Amþórsson: „Ég held að ís-
lenskir bridgespilarar séu ekkert
betri nú en fyrir nokkrum árum
síðan, þessi góöi árangur er að
mínu áhti vegna þess aö betur hef-
ur verið staöið aö undirbúningi,
æflngum og framkvæmd okkar
manna á mótsstaö. Framfarirnar í
islenskum bridge eru þó vonandi
einhveijar, fjöldi góðra spilara hef-
ur aukist. Auk þess er mUcil gróska
í bridgelífinu og fleiri um hituna í
mótum nú en áður,“ var álit Arnar
á stöðunni.
Hjalti Elíasson sagði að framfar-
irnar væru vissulega raunveruleg-
ar. „SpUamennskan er ekki endi-
lega þetri, heldur hefur tekist aö
bæta árangurinn með betri undir-
búningi. Færri stööur eru óræddar
í bridge nú en áður, félagslegur og
sálrænn undirbúningur er betri,
og það hefur ekki lítið að segja.
Stöðugt þarf aö vinna aö samstööu
í landsliðshópnum, einbeitingu og
inum. TU þess aö það verði er ljóst
að nokkur stórveldi í bridge verða
fyrir neðan okkur. Viö höfum aftur
á móti sett markið á að vera meðal
tíu bestu þjóða á ÓL1992. Árangur-
inn á síðustu tveimur mótum er
eíginlega betri en viö þorðum að
vona, og því ekki óeðlUegt þó við
lækkum flugiö eitthvað," var álit
Hjalta. Jón Baldursson sagði að
draumurinn hlyti að veröa á meðal
efstu þjóða í riðlinum og taka þátt
í 8-liöa úrslitum, en sá draumur
væri vissulega ijarlægur.
stæöi í þessu. Þess má geta að 3
konur landsliðsmannanna í opnum
flokki spila saman í spilaklúbbi
heima fyrir, og er því áhugi fyr-
ir hendi hjá- ijölskyldum spUar-
anna.
Hjalti landsliðsþjálfari, sem starf-
að hefur að þessum málum í tugi
ára, hefur reynsluna. „Það er alveg
ljóst aö fjölskyldan sem slík verður
að vera með í þessu meö jákvæðu
hugarfari til þess að þetta geti geng-
iö. Það væri allavega lifsins ómögu-
legt fyrir mig ef Guöný M. Páls-
Úrn Arnþórsson og Jón Baldursson I liði islands í bridge eru báðir margreyndir landsliðsmenn. Hjalti Elías-
son er fyrirliði án spilamennsku, en hann hefur náð góðum árangri með liðið siðustu tvö árin sem landsliðs-
þjálfari.
sigurvilja. Erfiðasti hjallinn var að
ná upp einbeitingu, en þaö hefur
að miklu leyti tekist. Gæta veröur-
þess þó að aðstaða íslenskra spUara
er miklu verri en flestra erlendra,
þvi þeir hafa spilamennsku ein-
göngu sem áhugamál, á meöan aðr-
ir stunda hana sem atvinnu. Þaö
getur oft verið erfltt að halda ein-
beitingu eftir erfiöan vinnudag,"
sagöi Hjalti.
Hvar stöndum viö?
Hvaða væntingar gera menn sér
um landslið íslands i bridge, hvaða
sæti á ólympíuleikunum væri t.d.
viðunandi? Hjalti Eliasson: „Það er
mjög viðunandi að vera í miðjum
flokki meðal bridgeþjóöa, svo smá-
ir sem við erum. Aftur á móti er
það ótrúleg staöreynd að ísland
hefur á að skipa mjög góöum spil-
urum sem gætu þokaö liðinu upp
í 20. sæti í heildina (af 57 þátttöku-
þjóðum), þ.e.a.s. í 10.-12. sæti í riðl-
Mikil vinna fer í undirbúning
Æfingar hafa verið tvisvar í viku,
frá klukkan 17-22 síðustu mánuði,
og auk þess hefur verið spilað þijár
heilar helgar á síðustu mánuðum.
Til viðbótar er til þess ætlast af
spilurum að þeir hitti spilafélaga
sína oftsinnis þar á milli til að ræða
kerfið sem spilað er. Jón Baldurs-
son hefur haldið bókhald yfir þann
tíma sem fer í bridge hjá honum
aö jafnaöi á mánuði hveijum, og
réiknast honum til að það hafi ver-
ið um 78 klst á mánuði frá áramót-
um. Hinir spilararnir eyða senni-
lega svipuðum tíma og jafngildir
þetta um 50% vinnu.
Hjalti, Jón og Öm voru allir sam-
mála um að þetta væri fyrirhafnar-
innar viröi þrátt fyrir allt, en þetta
væri ekki mögulegt nema þess hve
aðrir fjölskyldumeðlimir væru já-
kvæðir gagnvart fyrirbærinu. Jón
Baldursson taldi þó að það hlyti að
vera erfitt að vera gift manni sem
dóttir, kona mín, hefði ekki veriö'
stoð mín og stytta í þessu efni í
gegnum tíöina. En þaö hefur veriö
talsverður áhugi á bridge á mínu
heimili, tveir af sonum mínum,
Páll og Eiríkur, hafa verið í ungl-
ingalandsliði íslands í bridge."
Allir spilararnir í íslenska lands-
liðinu eru orðnir nokkuö leik-
reyndir, og hafa áður spilað í ís-
lenska landsliðinu. Örn Amþórs-
son hóf að spila með félaga sínum,
Guðlaugi R. Jóhannssyni, árið 1972,
og þeir spiluðu fyrst í landsliðinu
árið 1974. Þeir eru að spila í níunda
sinn í landsliöi íslendinga í bridge
í keppninni sem framundan er. Jón
Baldursson var fyrst í landsliðinu
árið 1975, og er nú í 10. sinn í lands-
liöi íslands. Hjalti lándsliðsþjálfari
er þeirra leikreyndastur, en spilar
þó ekki á mótinu nú. Hann var fyrst
í landsliöinu á ólympíuleikunum
áriö 1960, og hefur alls 14 sinnum
verið í landsliði íslands í bridge,
og tvisvar að auki sem landsliðs-
þjálfari.
Mikið álag á spilurum
Spilamennska í svona móti er
ekkert grín, og þarf mikið úthald.
Menn fara á fætur klukkan 9 á
morgnana og undirbúa sig undir
fyrsta leikinn af þremur (20 spila
leikir) sem hefst klukkan 11. Má
segja að menn séu síöan stöðugt
viö græna boröið fram til klukkan
23.30 þegar síðasta leiknum af
þremur lýkur, en þá gefst loks örlít-
ill tími tii að funda um árangurinn
og skipuleggja næstu skref. Menn
komast í svefn um klukkan 1 eftir
miðnætti. Þannig gengur þetta fyr-
ir sig í hálfan mánuö og reynir því
mikið á þrek og úthald manna.
Sterkustu þjóðir utan Evrópu
Þjóöum á ólympíumótinu á Ítalíu
er skipt niöur í tvo riðla í opna
flokknum, en þijá í kvennaflokkn-
um. í opna flokknum eru 57 þátt-
tökuþjóðir. Landslið íslands í opna
flokknum er skipað þeim Guðlaugi
R. Jóhannssyni, Erni Arnþórssyni,
Karli Sigurhjartarsyni, Sævari
Þorbjörnssyni, Jóni Baldurssyni og
Val Sigurðssyni. Landsliösþjálfari
er Hjalti Elíasson. Kvennalandslið-
ið er þannig skipað: Esther Jakobs-
dóttir, Valgerður Krsitjónsdóttir,
Kristjana Steingrímsdóttir, Erla
Sigurjónsdóttir, Anna Þóra Jóns-
dóttir og Hjördís Eyþórsdóttir.
Þjálfari þeirra er Jakob R. Möller.
Vegna þess góöa árangurs sem
landsliðið í opna flokknum náði á
EM í Brighton 1987, er forvitnilegt
að sjá hvaða sterku þjóöir bætast í
hóp þátttakenda á ólympíuleikun-
um nú. Þar ber fyrsta að nefna
Bandaríkjamenn, núverandi
heimsmeistara. Síöan er talsverður
fjöldi sterkra þjóöa eins og Brasilía,
Taiwan, Pakistan, Indónesía,
Kanada, Kina, Indland, Ástralía og
Thailand. Af Evrópuþjóðunum eru
Svíar, Pólverjar, Bretar, Austur-
ríkismenn, Frakkar Danir, ítalir
og Norðmenn allir stórveldi í
bridge. Það verður því efiður róð-
urinn hjá íslensku landshðsmönn-
unum í bridge dagana sem mótið
fer fram. Mótið hófst í gær, sunnu-
dagog því lýkur 23. þessa mánaðar.
ÍS