Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1988, Page 40

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1988, Page 40
48 MÁNUDAGUR 10. OKTÓBER 1988. Sviðsljós Ólygiim sagði... Frank Sinatra - gamla sjarmatröllið með bláu augun - vann á dögunum mál sem hann höfðaði gegn sviss- nesku heilsuhæli sem hældi sér af því að hafa tekið kappann í yngingarmeðferð. Frank segist aldrei hafa komið inn fyrir dyr á hælinu og dómarinn þurfti ekki annað en að horfa í bláu augun hans til að sannfærast um aö sá gamli væri að segja satt. Þetta kostaði Svissarana tæplega tutt- ugu og fimm milljónir króna. John Lennon hefur hlotið sömu örlög og Elvis Presley og Lenny Bruce. Ailir eru þeir horfnir yfir móöuna miklu og rithöfundurinn Albert Gold- man hefur séð ástæðu til að taka sér penna í hönd eftir andlát þeirra og eyöileggja mannorö þeirra með þvi aö segja frá ýmsu sem aðdáendur þeirra vissu ekki um - hreinlega ausa yfir þá sví- virðingunum. Mörgum finnst þetta nú lúalegt, að ráðast á þá sem ekki geta svarað fyrir sig. Robert Redford er lítiö hrifinn af öllu talinu um að Dan Quayle, varaforsetafram- bjóðandi repúblikana, sé eins og tvífari hans. Redford er mikill vinstri maður og starfar í Demó- krataflokknum. Harðneitar hann því að þeim Quayle svipi nokkuö saman, hvorki í útliti né þanka- gangi. Jannike óttast um yelferð Robins Það hefur verið vitað í nokkum tíma að Björn Borg er ástfanginn uppfyrir haus af ítölsku rokksöng- konunni Loredana Berté sem er þrjá- tiu og átta ára. Hann er þeytist eins og skopparakringla á milli Ítalíu og Svíþjóðar og oftast er litli sonur hans og Jannike Björhng, Robin, með í fómm Þeir feðgar fylgja Loredönu eftir á hljómleikaferðalögum og sést ofit til þeirra á fremsta bekk þar sem sonur- inn sefur en faðirin horfir á og hlust- ar agndofa með stjömur í augum. Þegar Jannike hefur Robin htla hjá sér leggur hún alla áherslu á að hann fái „gott og venjulegt smábarnaupp- eldi“. Þetta er rólegheitalíf. Á daginn Björn tekur Robin með sér til Loredönu eins oft og hann getur. Það þýðir að sá stutti þarf að þola löng ferðalög og miklar vökur. Jannike Björling hefur miklar áhyggjur af því uppeldi sem sonur hennar fær þegar hann er hjá pabba sínum. leikur hann sér með félögum sínum og á kvöldin er hann heima hjá mömmu og fer snemma að sofa. Pabbinri hringir líka á hverjum degi tíl að frétta af syni sínum. En þegar Robin er hjá pabba sínum veit Jannike aldrei hvar á að ná í þá. Era þeir á Ítalíu að hlusta á Lore- dönu syngja eða eru þeir í Mónakó, eða hvar em þeir? Nokkuð fullvíst er að þeir eru fáir þriggja ára pattamir sem hafa fengið að kynnast jafnmörgum hótelher- bergjum og Robin. Jannike hefur eðlilega miklar áhyggjur af syni sín- um eins og hver önnur móðir. Hún og Björn hafa átt mörg alvar- leg samtöl um velferð barnsins. Eins og alltaf þegar skilnaðir verða þá er það bamið sem lendir á milli hvemig sem foreldrarnir reyna að vernda það. Loredana varð þrjátíu og átta ára gömul þann 20. september síðastlið- inn og að sjálfsögðu voru feðgamir mættir með rósir og annað tilheyr- andi til að óska henni til hamingju. Svo var farið heim til Svíþjóðar og Robin skilað til mömmu en Björn og Loredana ruku áfram til Bandaríkj- anna. Feðgarnir eru tíðir gestir á tónleik- um Loredönu og víst er að faðirinn skemmtir sér ágætlega. J.R fer út á galeiðuna Larry Hagman fór út á galeiðuna á dögunum og tók með sér sænsku konuna sína, Maj, og mömmu sína, Marý Martin. Þau fóru saman að hlusta á Placido Domingo syngja ög líkaði vel að sögn. Hagmann var ekki með kúrekahatt að þessu sinni, hefur sennilega ekki þótt það nógu menningarlegt, heldur var hann með skipstjórahúfu en hann mun eiga sjö þúsund eitt hundrað og ellefu höfuðfót. Ef til vill hefur Hagman verið að sýna kvenfólkinu hver það er sem stjórnar. Hann virðist þó ekki þurfa að setja upp skipstjórahúfu til þess þegar hann er í hlutverki J.R. í Dall- as. Kannski era konumar í lífi hans svo ráðríkar að hann þurfi að vera í einkennisbúningi til að þær beri ein- hveija virðingu fyrir honum. Hagman átti eftir tónleikana engin orð til að lýsa hrifningu sinni með tenórinn. Maj, hin sænska, og Mary Martin ásamt „skipstjóranum" Larry Hagman.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.