Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1988, Blaðsíða 7
LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 1988.
39
j
Brjóttu í tvennt kringlótt pappírsblöð og teiknaðu mynstur af fuglum og fiðrildum á hálf-
hringina. Litaðu þá og khpptu út.
Stingdu göt í vængi eins og sýnt er á teikningunum og þræddu band í gegn. Hnýttu hnút
örlítið framan við fughnn eða fiðrhdið.
Fuglana og fiðrildin getur þú hengt til skrauts í glugga eða leikið með úti í svölum vindi.
Góða skemmtun
OSKAPRINSAR
PRINSESSUR °°
Óskaprinsinn minn á heima í Svínadal. Hann á marga hesta og einn uppáhaldshest.
Marilyn Monroe (dulnefni)
Minn óskaprins er með skohitað hár og er meiri háttar sætur. Hann er í 8. bekk en ég er
í 7. bekk. Hann er grannur, meðalhár og á heima í austurhluta Kópavogs.
Ein ástfangin
Mig langar að lýsa óskaprinsinum mínum. Hann er skolhærður og með blá augu. Hann
er meðalhár og á heima á Selfossi. Harm leikur með 4. flokki þar í fótbolta. Hann er 13
ára og fyrsti stafurinn í nafninu hans er G.
Ein að deyja úr ást
Óskaprinsessan mín er í Hhðaskóla. Hún er ljóshærð og mjög dugleg í skólanum. Hún er
í meðahagi há og með falleg blá augu. Hún er alltaf í rauðri úlpu og gahabuxum.
Einn hrifinn
Flugdrekar
Hvaða tveir flugdrekar eru alveg eins?
Sendið lausn til: Barna-DV
Safnarar!
Langar ekki einhvern í myndir (plaköt) af Madonnu,
Söndru, Michael J. Fox og fleiri? í staðinn vil ég fá útlend
frímerki (helst hundamerki) eða gömul, íslensk merki.
Kristbjörg Huld Kristbergsdóttir,
Ægisgötu 4, 340 Stykkishólmi.
P.S. Ekki senda neitt í fyrsta bréfi.
Ég heiti Oddný og er 5 ára. Ég á afmæli 24. maí. Áhuga-
mál mín eru límmiðar, dans og fleira. Ég safna límmiðum
og sé einhver orðinn leiður á límmiðunum sínum bið ég
hann/hana að senda mér þá.
Oddný, Njörvasundi 9, 104 Reykjavík.
Besta Barna-DV.
Hér er ég með eina spurningu. Fær maður verðlaun fyrir
aö hafa rétt svör við þrautunum? Hvað líður langur tími
þangað til maður fær verðlaunin?
Þakka frábært blað.
Gunnhildur Sunna Albertsdóttir,
Dvergholti 14, MosfeUsbæ.
Kæra GunnhUdur.
Það er dregið úr öUum réttum lausnum þrauta og einn
fær vinning fyrir hveija. þraut. Verðlaunin eru yfirleitt
send u.þ.b. 10 dögum síðar og ættu því að berast viðkom-
andi eftir u.þ.b. hálfan mánuð.