Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1988, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1988, Blaðsíða 6
LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 1988. Aumingja Gummi er búinn aö týna öllum lyklunum sínum átta. Hann kemst ekki inn í húsiö sitt. Geturðu hjálpað honum að fmna alla 8 lyklana? Sendið lausn til: Barna-DV. Framhald af „Sagan mín“: Æ-Æ-Æ Kristinn og Bára voru systkini. í gær var ofboðslega mikið rok. Þau gátu ekki verið úti. En nú var kominn nýr dagur og þau voru á göngu með pabbá. Þá komu þau að húsinu hans Jóns gamla eða það er að segja rústunum af húsinu hans Jóns. Þau sáu ekkert annað en spýtur, þakplötur og rör. En til allrar hamingju var Jón ekki heima þegar þetta gerðist. „Æ, æ, æ,“ heyrðist í gömlum manni sem var enginn annar en hann Jón. „Allt í steik,“ sagði hann. „Nú er allt ónýtt.“ „Þú getur búið hjá okkur meðan pabbi gerir við húsið,“ sagði Bima. „Takk fyrir,“ sagði Jón. „Svona boði verð ég að taka,“ bætti hann við. Síðan fóru þau heim. Sigrún Bima Björnsdóttir, 11 ára, Hæðagerði 5 c, 730 Reyöarfirði. * mmw 9 Framhaldssaga 1. hluti: Höfundur: Svava Þ. Einarsdóttir, 13 ára, Hlíðargötu 6, Fáskrúðsfirði. Bestivinurminn Þegar ég var sjö ára átti ég góðan vin. Hann hét Plútó. Það var hundur. Hann var alltaf góður við mig þegar ég átti bágt eða erfitt. Eitt sinn, þegar ég var í skólanum, var mér strítt og það vildi enginn vera með mér. Þá fór ég heim grátandi. Plútó kom á móti mér og við lékum okkur saman allan daginn. Um kvöldið fórum við upp í rúm og við sofnuðum brátt. Daginn eftir fórum við út 1 garð að leika okkur. Við stukkum um og lékum dátt. Svo þurftum við að fara inn að borða og ég svo í skólann. Krakkamir í skólanum stríddu mér alltaf en ég var aldrei einmana því ég átti Plútó sem var alltaf svo góður. Pabbi og mamma vom ánægð með hvað við vorum alltaf góð að leika okkur, bæði inni og úti. Við sváfum alltaf saman. Mamma og pabbi voru búin að gera grind fyrir skottið á bílnum svo Plútó kæmi ekki fram í til okkar en grindin var svo tekin burt svo hann gæti verið hjá mér. Svo kom sumar og ég var búin í skólanum. Við fórum í ferðalag um landið og Plútó kom með og var hjá mér í aftursætinu. Hann svaf hjá mér í tjaldinu okkar þar sem við tjölduðum. Einu sinni sváfum við í bílnum af því að það var rigning og rok og mamma og pabbi sváfu í framsætunum og ég og Plútó í aftursætinu. við sofnuðum svolítið seint og þeg- ar klukkan var að verða tólf á hádegi næsta dag vaknaði ég við að Plútó var að ýlfra. Þá var hann að vekja okkur því klukkan var orðin það margt og allt orðið bjart og sólskin og blíða. Við fórum út og lékum okkur með bolta. Hann beit alltaf í hann og kom með hann til mín. En allt í einu sprakk boltinn og Plútó brá svo að hann kom hlaupandi til mín og stökk á mig og ég datt um koll og hann byrjaði að sleikja á mér andlitið. Við fórum inn í bíl aftur. Mamma og pabbi voru ekki vöknuð svo við vöktum þau og sögð- um þeim frá sprungna boltanum. Svo fengum við morg- unmat og héldum síðan af stað. (Framhald í næsta Barna-DV.) Hvað geturðu fundið mörg verkfæri á þessari mynd? Veistu hvað þau heita? Sendið svar til: Barna-DV.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.