Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1988, Síða 1
Eldurinn
Elísa var aö fara aö sofa. Hún var aö bursta tennumar þegar pabbi hennar
kallaöi: - Elísa, ertu ekki aö verða búin að bursta í þér tennurnar? - Jú,
jú, svaraði Elísa. Nú var hún búin að bursta tennurnar. Mamma hennar
breiddi ofan á hana sængina og kyssti hana góða nótt.
Elísa var ekki nema 10 ára gömul. - Allt í einu hrökk hún upp viö aö
einhver var aö kalla á hana. Það var mamma hennar sem kallaöi. Elísa
opnaði augun. Það kom reykur imdan hurðinni. Hún varð hrædd. Hún
kallaði á mömmu sína og pabba en fékk ekkert svar. Hún hoppaði niður
úr rúminu og opnaði gluggann. Fyrir utan stóðu mamma og pabbi með
Snúlla, kanínuna hennar. Þau höfðu ekki getað bjargað Elísu út. Elísa sá
að eldtungurnar teygðu sig út um gluggana á hinum herbergjunum.
Slökkviliðið var komið. Það var settur stigi að glugganum hjá Elísu og einn
slökkvihðsmannanna gekk upp stigann og tók Ehsu einmitt þegar eldurinn
var kominn inn í herbergið hennar. Hann hélt á henni niður stigann og til
mömmu og pabba. Ehsa hljóp upp um hálsinn á þeim. Mamma lét hana fá
Snúha kanínu og hún faðmaði hann og kyssti. En hún grét í leiðinni og
hugsaði: - Af hverju við?
Jónína Björg Yngvadóttir,
Teigaseh 11, 109 Reykjavík.
Eldsvoði
Heiður á heima á Vesturgötunni. Eina nóttina kviknaði í húsinu hennar.
Heiður vaknaði við reykinn og flýtti sér að ná í Tinnu, kanínuna sína. Hún
leitaði um aht að Putta, hvolpinum sínum, en fann hann hvergi. Nú komu
pabbi og mamma hlaupandi. - Guði sé lof að þú ert ekki sofandi. Komdu
nú, húsið brennur! - Nei, ég verð að finna Putta, sagði Heiður. - Nei, líf
þitt er meira virði, sagði pabbi. - Ég gef þér annan hvolp seinna.
Pabbi tók í höndina á Heiði og dró hana út. Mamma hljóp á eftir. Slökkvi-
hðið var komið og á meðan þeir slökktu eldinn grét Heiður. Hún saknaði
Putta.
Aht í einu straukst eitthvað loðið við fætur hennar. Henni brá óskap-
lega. Hún leit niður og sá..., hún sá PUTTA! Hann hafði læðst út um nótt-
ina. Heiður grét meira í þetta sinn af gleði! Putti var fundinn.
Svanhildur Þorvaldsdóttir, 10 ára,
Blönduhhð 10, 105 Reykjavík.
Eldsvoðinn
Elín htla var nýsofnuð eftir skemmthegan afmæhsdag. Hún hafði fengið
fahega, hvíta kanínu sem hún skírði Kaha.
Aht í einu vaknaði hún við reyk, óp og öskur. Þá sá hún að blokkin var
í ljósum logum. Elín hljóp eins og hún gat út úr húsinu með Kaha kanínu.
Mamma hafði hringt á slökkvihðið sem var komið á staðinn og var að berj-
ast við eldinn. Ehn htla hélt að pabbi hennar væri ekki kominn út og það
komu tár í augun á henni við að hugsa um það og hvað myndi verða um
pabba hennar og aha hlutina sem inni í blokkinni voru.
Loks var eldurinn ahur slokknaður og lögreglan var að yfirheyra aha th
þess að komast að því hvernig eldurinn hafði kviknað. Lögreglan var að
yfirheyra Elínu þegar gömul kona kom og sagði:
- Ég sá úr íbúðinni minni lítinn strák sem var að fikta með eldspýtur
inni í blokkinni. Þá spurði lögreglan: - Manstu hver það var?
- Já, svaraði konan. - Þessi þarna og benti á Jónas sem átti heima á
hæðinni fyrir neðan Elínu. Þá sagði lögregluþjónninn: - Er þetta satt, væni
minn? og beindi spurningunni th Jónasar. Þá svaraði Jónas svolítið aum-
ingjalega: - Mamma og pabbi voru á balli og ég vhdi hafa fínt hjá okkur
og ákvað að kveikja á kerti. En þegar ég hélt á eldspýtunni varð ég svo
hræddur að ég missti hana á gólfið.
- En pabbi, sagði Elín, - hvað eigum við að gera? Það er aht í íbúðinni
brunnið. Þá sagði mamma: - Aht sem í íbúðinni er nema rusl og óþarfa
drasl var tryggt.
Álfheiður Hafsteinsdóttir, Breiðvangi 13, 220 Hafnarfirði.
Ama litla
Einu sinni var stelpa sem hét Ama. Hún átti heima í Reykjavík. Einu sinni
fór mamma hennar á fund og pabbi hennar líka. Þá var hún ein heima.
Hún fékk nammi og hún mátti horfa á vídeó. Hún hafði kveikt á kerti í
glugganum. Það voru síðar gardínur í stofunni þar sem kertið var. Ama
fór aðeins fram smástund. Þegar hún kom inn aftur var mikhl eldur log-
andi. Konan í næsta húsi sá eldinn og hringdi á slökkvihðið. Það kom og
slökkti eldinn.
Ama hafði náð kanínunni sinni og peningunum þeirra en hún gat ekki
náð neinu öðra. Arna fékk að gista hjá konunni í næsta húsi því pabbi
hennar og mamma vom enn á fundinum. Síðan komu þau heim og sáu
strax að það hafði kviknað í. Þau urðu mjög sorgmædd en þó ánægð að
Ama brann ekki inni og að hún var með peningana þeirra. Amma og afi
Ömu ætluðu að leyfa þeim að vera í tvær vikur. Síðan keypti pabbi Örnu
aðra íbúð og húsgögn og eftir eina viku voru þau hutt 1 nýju íbúðina. Þau
vora ósköp hamingjusöm.
Björg Friðbjarnardóttir,
Bifröst, 311 Borgarfirði.
Erla og Hugó
Það var seint í aprh. Líth stúlka var að leika sér úti með kanínunni sinni
sem hét Hugó. Sjálf hét hún Erla. Telpan hafði misst föður sinn á sjónum
en vinnukonan Hulda hafði ahð hana upp. Hulda hafði gefið henni Hugó.
Erla ætlaði inn en þá sá hún ljós í húsinu. Hún hljóp og kahaði á nágrann-
ana. Einn hringdi á branaliðið og það kom eftir smátíma. Þeir björguðu
Huldu strax. Loks tókst að slökkva eldinn. Erla gat ekki að því gert að hún
fór að gráta. Hulda þrýsti henni að sér og sagði: - Blessað barnið.
Inga Ágústsdóttir, 9 ára,
Lágabergi 3, 111 Reykjavík.
(Framhald aftar)
Sagan mín
Skrifið sögu um þessa mynd.
Sagan birtist síðan í 47. tbl.
og getur að sjálfsögðu hreppt
verðlaunin.
✓
. ^