Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1988, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1988, Blaðsíða 7
LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER1D88. Indíánatjöld Taktu útlínur tjaldsins í gegn á annað blað. Þú getur haft öðruvísi munstur á tjaldinu og litaðu það vel. Klipptu síðan tjaldið út og límdu það eins og sýnt er á teikningunni. Þú þarft svo þrjár eldspýtur í stoðir fyrir hvert tjald. Hvernig væri að búa til heilt indí- ánaþorp? Góða skemmtun! Besta BARNA-DV! Fær maður myndimar til baka sem maður sendir í myndasamkeppni? Geturðu lesið úr skriftinni? Er ég vinsæl: Hvað er ég gömul? B.Ó. Kæra B.Ó! Ljósmyndirnar eru sendar til baka. En það getur tekið nokkurn tíma, svona 2-3 vikur eftir birtingu. Skriftin segir mér að þú sért athafnasöm og mjög vin- sæl. Þú átt marga vini og munt eignast enn fleiri. Þú ert svona 13 eða 14 ára. Lítið ljóð Veturinn er kominn og sumarið er burt. Samt er sólskin og alveg þurrt. Brynhildur, 10 ára, Reykjavík 39 Kæra BARNA-DV! Ég á hund sem heitir Hnota Týra Stormsker. Hún er úr sveit og ég sótti hana á hestbaki. Hvað lestu úr skriftinni minni? Hvað er ég gömul? Jóna Guðný Kæra Jóna! Líklega ertu 11 ára. Þú ert skapgóð, blíðlynd og dugleg. En þú mátt vanda skriftina og stafsetninguna betur. Kæra BARNA-DV! Mig langar svo að fá heimilisfangið hjá Michael Jackson. Geturðu útvegað mér það? Aðdáandi. Frá BARNA-DV! Eins og svo oft áður leitum við til lesenda og biðjum þá sem vita að senda okkur heimilisfangið og þá munum við þegar birta það. Besta BARNA-DV! Ég bíð alltaf spennt á laugardögum þegar blaðið kemur. Við erum tvær systur sem skiptumst á að leysa þrautirn- ar og lesa blaðið. En við settum saman þessa vísu: BARNA-DV er besta blað og allir vilja lesa það. Um helgar er alltaf gaman því þá lesum við BARNA-DV saman. Helga og Anna, Kópavogi. Veislan HVER fær eiginlega HVAÐA rétt? Sendið lausn til: BARNA-DV.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.