Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1988, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1988, Blaðsíða 1
Thor Vilhjálmsson og Örn Þorsteinsson sjást hér vera aö velja myndir á sýninguna. Norræna húsiö: Sporrækt Sporrækt er nýjasti árangur af samvinnu myndlistarmanns og skálds. Örn Þorsteinsson og Thor Vilhjálmsson hafa nokkrum sinnum stillt saman strengi sína og átt meö sér samvinnu. Hófst með bókinni Ljóö Mynd. Á þessum grunni byggöu þeir sjónvarpsþáttinn Ljóð Mynd og unnu verkið ásamt Karli Sigtryggs- syni og Kolbrúnu Jarlsdóttur. Síðan hefur verið gerð ensk og sænsk út- gáfa af þættinum og eru textarnir fluttir af Thor. Spor í Spori eru 18 síður ljóða og 18 mynda í tveim sérhönnuðum öskj- um. Myndirnar eru eftir Örn og ljóð- in eftir Thor. Step Inside Step er ensk gerð verksins. Prentverkiö var unnið í Grafík. Sporrækt er byggt á Spor í Spori og heldur áfram þaöan. Myndirnar hafa að verulegu leyti þróast og orðið til innan veggja Grafíkur í náinni samvinnu við starfsmenn þar. Sporrækt er margþætt verk og er einn áfangi þess í formi bókar. Verk- ið er enn í mótun og ekki séð fyrir endann á því. Bókin er til í 200 eintök- um. Sýningin á myndverkunum er í Norræna húsinu og verður opnunin á morgun kl. 14.00. Verður sýningin opin alla daga kl. 14.00-19.00. Kammersveit Reykjavíkur: Jólatónleikar í Áskirkju Jólatónleikar Kammersveitar Reykjavíkur verða á sunnudaginn í Áskirkju og hefíast kl. 17.00. Kammersveitin minnist þess í vet- ur að 200 ár eru liðin frá frönsku stjórnarbyltingunni með því að kynna gamla og nýja tónlist eftir frönsk tónskáld. Leikin verða verk eftir Lully, Rameau, Marais, Campra og Leelair. Á tónleikunum mun Kammer- sveitin taka upp það nýmæli að leika á barokkhljóðfæri, það er að segja hljóðfæri svipuö þeim sem verkin voru leikin á áður fyrr. Til að leiðbeina hljóðfæraleikur- um við flutninginn hefur Kammer- sveitin fengið Ann Wallström frá Svíþjóð, sem er mörgum af góðu kunn vegna þátttöku hennar í sum- artónleikum í Skálholti. Alls taka níu hljóðfæraleikarar þátt í tónleikunum og mun Sigrún Hjálmtýsdóttir syngja einsöng. Veitingahús vikunnar: Hótel Holt - sjá bls. 18 Stjömukvöld í Súlnasal - sjá bls. 19 Jólatónleikar í Langholts- kirkju - sjá bls. 20 Bókaupp- lestur í Listasafni Sigurjóns - sjá bls. 29 Kvikmyndir í bíóhúsum borgarinnar - sjá bls. 30 FANGINN OG DÓMARINN Þáttur af Sigurdi skurði og Skúla sýslumanni Ásgeir Jakobsson Svonefnd Skurösmál hófust með því, að 22. des. 1891 fannst lík manns á skafli á Klofningsdal í Önundarfirði. Mönnum þótti ekki einleikið um dauða mannsins og féll grunur á Sigurð Jóhannsson, sem kallaður var skurdur, en hann hafði verið á ferð rneð þeim látna daginn áður á Klofningsheiði. Skúia sýslu- manni fórst rannsókn málsins með þeim hætti, að af hlauzt 5 ára rimma, svo nefnd Skúla- mál, og Sigurður skurður, sak- Iaus, hefur verið talinn morð- ingi í nær 100 ár. Skurðsmál hafa aldrei verið rannsökuð sérstaklega eftir frumgögnum og aðstæðum á vettvangi fyrr en hér. PÉTUR ZOPHONÍASSON VIKINGS LÆKJARÆIT VFKINGSLÆKJARÆIT IV Pétur Zophoníasson Þetta er fjórða bindið af niðja- tali Guðríðar Eyjólfsdóttur og Bjarna Halldórssonar hrepp- stjóra á Víkingslæk. Pétur Zophoníasson tók niðjatalið saman, en aðeins hluti þess kom út á sínum tíma. í þessu bindi eru i-, k- og 1-liðir ættar- innar, niðjar Ólafs og Gizurar Bjarnasona og Kristínar Bjarna- dóttur. i þessari nýju útgáfu Víkingslækjarættar hefur tals- verðu verið bætt við þau drög Péturs, sem til voru í vélriti, og auk þess er mikill fengur að hinum mörgu myndum, sem fylgja niðjatalinu. í næsta bindi kemur svo h-liður, niðjar Stefáns Bjarnasonar. ÞORÐUR KAKALI Ásgeir Jakobsson Þórður kakali Sighvatsson var stórbrotin persóna, vitur maður, viljafastur og mikill hermaður, cn um leið mannlegur og vinsæll. Ásgeir Jakobsson hefur hér ritað sögu Þórðar kakala, eins mesta foringja Sturlunga á Sturlungaöld. Ásgeir rekur söguna eftir þeim sögubrotum, sem til eru bókfest af honum hér og þar í Sturlungusafninu, í Þórðar sögu, í íslendinga sögu, í Arons sögu Hjörleifssonar og Þorgils sögu skarða og einnig í Hákonar sögu. Gísli Sigurðsson myndskreytti bókina. SKVGGSJÁ - BÓKABÚÐ OITVERS STEINS SE SKUCCSJÁ ANDSTÆÐUR Sveinn frá Elivogum Andstæður hefur að geyma safn Ijóða og vísna Sveins frá Elivogum (1889-1945). Þessi ljóð og vísur gefa glögga ntynd af Sveini og viðhorfum hans til lífs, listar og sam- ferðantanna. Sveinn var bjarg- álna bóndi í Húnavatns- og Skagafjarðarsýslu á fyrri hluta þessarar aldar. Hann var eitt minnisstæðasta alþýðuskáld þessa lands og þótti mjög minna á Bólu-Hjálmar í kveð- skap sínum. Báðir bjuggu þeir við óblíð ævikjör og fóru síst varhluta af misskilningi sam- tíðarmanna sinna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.