Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1988, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1988.
Dansstaðir
Abracadabra,
Laugavegi
Bigfoot sér um tónlistina um helgina.
Amadeus, Þórscafé,
Brautarholti, sími 23333
Sálin hans Jóns míns leikur fyrir
dansi fostudags- og laugardags-
kvöld. Benson sér um fjörið á neðri
hæðinni.
Ártún,
Vagnhöfða 11
Gömlu dansarnir fostudagskvöld kl.
21-3 og laugardagskvöld kl. 22-3.
Hljómsveitin Danssporið leikur fyrir
dansi bæði kvöldin.
Bíókjallarinn,
Lækjargötu 2, sími 11340
Diskótek um helgina.
Broadway,
Álfabakka 8, Reykjavík, sími 77500
Diskódúndrið „Gæjar og glanspíur"
á fostudags- og laugardagskvöld.
Casablanca,
Skúlagötu 30
„Hip-hop house acid“ danstónlist
fostudags- og laugardagskvöld.
Duus-hús,
Fischersundi, sími 14446
Diskótek föstudags- og laugardags-
kvöld.
Glæsibær,
Álfheimum
Hljómsveitin í gegnum tíðina leikur
gömlu og nýju dansana fostudags- og
laugardagskvöld.
Hollywood,
Ármúla 5, Reykjavík
Hljómsveitir leika fyrir
dansi fóstudags- og laugardagskvöld.
Hótel Borg,
Pósthússtræti 10, Reykjavik, sími
11440
Diskótek fóstudags- og laugardags-
kvöld.
Hótel Esja, Skáíafell,
Suðurlandsbraut 2, Reykjavik, sími
82200
Dansleikir fostudags- og laugardags-
kvöld. Lifandi tónlist. Tískusýningar
öll fimmtudagskvöld. Opiö frá kl.
19-1.
Hótel ísland
Stórsýning íslenska jazzballett-
flokksins á „All that jazz“ í kvöld.
Hótel Saga,
Súlnasalur,
v/Hagatorg, Reykjavík, sími 20221
Stjörnukvöld laugardagsköld. Hljóm-
sveit Andra Bachmann leikur fyrir
dansi.
Q,
Borgartúni 32
ball fóstudags- og laugardagskvöld.
Rétt hjá Nonna
Diskótek fostudags- og laugardags-
kvöld.
Tunglið,
Lækjargötu 2, sími 621625
Diskótek fóstudags-
og laugardagskvöldið.
Vetrarbrautin,
Brautarholti 20, sími 29098
Opið um helgina.
Zeppelin
„rokkklúbburinn“,
Borgartúni 32
Royal Rock, húshljómsveit, leikur
fyrir dansi um helgina.
Ölver,
Álfheimum 74, s. 686220
Opið fimmtudags-, fóstudags-, laugar-
dags- og sunnudagskvöld.
Hörður Torfason.
Siðan skein sól.
Súlnasalur, Hótel Sögu:
Stjömukvöld
Um síðustu helgi var haldið
Stjörnukvöld í Súlnasal á Hótel
Sögu. Komu þar fram margir af
þeim tónlistarmönnum sem gefa
út plötu fyrir jóiin. Kvöldið heppn-
aöist þaö vel að ákveðið er að end-
urtaka það annað kvöld.
A undan skemmtikröftunum
leikur hljómsveit Andra Bach-
mann. Sérstakur gestur hljóm-
sveitarinnar er gítarleikarinn
Hörður Friðþjófsson.
Sjálf skemmtidagskráin hefst
klukkan 24.00. Þar koma fram
Haukur Sveinhjarnarson harmón-
íkuleikari ásamt söngvurunum
Ara Jónssyni, Barða Ólafssyni og
Hjördisi Geirsdóttur, karlakórinn
Fóstbræður ásamt stjórnandanum,
Gylfa Gunnarssyni, Magnús Ólafs-
son, Hörður Torfason, Geiri Sæm
og Hunangstunglið, Síðan skein
sól, Jóhann G. Jóhannsson og
Sverrir Stormsker. Auk þessara
skemmtikrafta munu rokkdansar-
ar sýna rokkið eins og það gerist
best. Kynnir er Ragnar Bjarnason.
Linda Pétursdóttir.
Hótel ísland:
Iindu Péturs-
dóttur fagnað
Linda Pétursdóttir, ungfrú heim-
ur, kemur til landsins í dag. Á
morgun verður henni fagnað á
Hótel íslandi á sigurhátíð henni til
heiðurs. Þar verður jólaglögg og
óvæntir gestir troða upp.
Linda verður heima í þrjár vikur
en síðan munu taka viö ferðalög
um allan heim sem er hluti starfs-
ins sem fegursta kona í heimi.
Jól á Þjóð-
minjasafni
Jólasýningunni á Þjóðminjasafn-
inu verður fram haldið þar til jólin
eru gengin í garð. Á hverjum degi
kl. 11.00 ko'ma jólasveinarnir í
heimsókn. í morgun kom Potta-
skefill. Á morgun kemur Askas-
leikir og á sunnudag er það sjálfur
Hurðaskellir sem lítur inn.
Á sýningunni má sjá ýmislegt
forvitnilegt um jólahald fyrri tíma
og jólasveinar af öllum gerðum og
tegundum verða sýndir. Það er
nefnilega ekki sama hvar jóla-
sveinninn hefur orðið til.
Kringlukast
í dag og á morgun munu Samtök
um byggingu tónhstarhúss halda
áfram með hlutaveltuna „Kringlu-
kast“ á annarri hæð í Kringlunni.
Mörg fyrirtæki í húsinu hafa lagt
til vinninga. Á meðan kringlukast
stendur yfir munu hljóðfæraleik-
arar og söngvarar láta til sín heyra.
Strengjakvartettinn Serenada
leikur Vínartónlist í dag og kl. 17
kemur Dómkirkjukórinn ásamt
stjórnanda sínum, Marteini H.
Friðrikssyni. Á morgun kl. 15 kem-
ur gítarleikarinn Pétur Jónasson
og leikur fyrir gesti í Kringlunni.
All That Jazz nefnist sýning ís-
lenska jassballettflokksins.
Hótel ísland:
All
That
Jazz
íslenski jassballettflokkurinn
endurtekur stórsýningu sína, All
That Jazz, í kvöld á Hótel íslandi.
Fyrsta sýningin var 6. desember
og tókst með ágætum. Miðaverð er
1000.00 kr. og er hægt að panta
miða og borð í síma 68111. Sýningin
hefst kl. 21.00.
Séð inn eftir Langholtskirkju.
Langholtskirkja:
Jóla-
söngvar
Síðasta föstudag fyrir jól hefur
kór Langholtskirkju ávallt sungið
jólasöngva og verður engin breyt-
ing á þetta árið.
Efnisskrá tónleikanna sem verða
í Langholtskirkju í kvöld eru inn-
lend og erlend jólalög og jólasálm-
ar. Stjórnandi kórsins er Jón Stef-
ánsson. Eins og oftast áður gefst
tónleikagestum tækifæri til að taka
undir í almennum söng. Á jólatón-
leikunum kemur fram auk kórsins
barnakór Árbæjarskóla.
Kirkjan verður upplýst með kert-
um meðan á tónleikunum stendur.
í hléi verður tónleikagestum boðið
upp á heitt kakó. Þetta eru þriðju
tónleikar kórsins á þessu hausti.
Sem fyrr segir verða jólasöngv-
arnir í Langholtskirkju og hefjast
kl. 23.00. Miöar verða seldir við
innganginn. Ókeypis er fyrir böm.