Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1989, Side 5
FÖSTUDAGUR 10. MARS 1989.
21
gunum eftir lonesco.
3g MH:
ingamir
nashyrningar æöa um aöalgötu bæjarins.
Eftir því sem á líður birtast fleiri og fleiri
nashymingar. Þetta eru borgarar sem
sýkst hafa af torkennilegum sjúkdómi sem
gerir þá að nashyrningum, ekki bara í
úthti heldur breytir þeim einnig hugar-
farslega ...
Tónlistin í verkinu er eftir Hilmar Örn
Hilmarsson og Óla Jón Jónsson, búninga-
hönnuður er Rósberg G. Snædal og leik-
myndahönnuður Magnús Loftsson. Eins
og áður sagði er frumsýning á morgun.
Önnur sýning á mánudaginn og þriðja
sýning á miðvikudaginn. Miðapantanir í
síma 39010.
Landsmót íslenskra bamakóra
Landsmót íslenskra bamakóra
verður haldið nú um helgina. Frá
árinu 1977 hafa mót þessi verið
haidin reglulega annað hvert ár.
Að þessu sinni er landsmótið hald-
iö í Kópavogi, en lokatónieikamir
fara fram í Háskólabíói á sunnudag
kl. 14.00. Búist er við um að 550
þátttakendur á aldrinum 10-15 ára
verði á mótinu.
Á laugardaginn verður sungið og
æft í hópum undir leiösögn hinna
ýmsu kórstjóra, auk þess sem veitt
verður tilsögn í raddbeitingu og
söngtækni almennt. Hópstarf af
þessu tagi hefur ávallt skilað góð-
um árangri. Dagskránni á laugar-
dag lýkur svo með veglegri kvöld-
vöku í Þinghólsskóla þar sem kór-
arnir munu flytja undirbúin
skemmtiatriði.
Á tónleikunum á sunnudaginn
munu kórarnir syngja fyrst hver
um sig en að lokum sameiginlega.
Mót þessi hafa verið öllu barna- og
ungmennakórastarfi ómetanleg
lyftistöng og öllum þátttakendum
tilhlökkunarefni í langan tíma.
Búið er að leggja á sig mikla vinnu
við erfiðar æfingar og árangurinn
má svo sjá og heyra í Háskólabíói
á sunnudaginn.
Sinfóníuhljómsveit Islands:
Vínartónleikar
Tvennir Vínartónleikar verða í
Háskólabíói um helgina. Þeir fyrri
verða í kvöld kl. 20.30. Verða þar
leikin verk eftir Mozart, Schubert
og Strauss. Á tónleikunum á laug-
eædag kl. 16.30 verða verk eftir C.M.
Zierer, Johann Strauss, yngri og
eldri, R. Stolz, F. Kreisler og Oscar
Strauss.
Hljómsveitastjóri og einleikari
verður Peter Guth og einsöngvari
Ulrike Steinsky. Guth kom hingað
í fyrra og stjómaði eftirminnileg-
um Vínartónleikum þar sem hann
hreif gesti í eftirminnilegri stjórn
og fjörlegum leik á fiðlu.
Ulrike Steinsky hefur einnig
sungið áður á Vínartónieikum með
Sinfóníuhljómsveitinni. Það gerði
hún 1987. Hún er Austurríkismað-
ur og hefur verið tengd Ríkisópe-
runni í Vín síðan 1982, fyrsta árið
sem nemi við Ópemskólann en síð-
an sem einsöngvari. Hún hefur á
stuttum ferh sínum farið söngferð-
ir víða um Evrópu.
Miðar á Vínartónleikana eru
seldir í Gimli við Lækjargötu.
Ulrike Steisky, einsöngvari með
Sinfóníuhljómsveit islands.
Geröubérg:
Tónsmíðar Snorra
Sigfúsar Birgissonar
Snorri Sigfús Birgisson.
Tónlistardeild Borgarbókasafns-
ins gengst fyrir dagskrá á sunnu-
daginn kl. 16.00. þar sem kynnt
verða tónverk eftir Snorra Sigfús
Birgisson.
Á fyrri hluta dagskrárinnar mun
Hjálmar H. Ragnarsson tónskáld
kynna Snorra og bregða upp tón-
dæmum úr verkum hans. Flutt
verða brot úr tónverkum og einnig
munu þeir Hjálmar og Snorri flytja
nokkur af 25 píanólögum fyrir byrj-
endur sem samin voru 1984.
A síðari hluta dagskrárinnar
verða flutt fjögur tónverk í heilu
lagi, Dans fyrir selló, Jarardreki
fyrir píanó, Hymni fyrir fiðlu og
selló og síðast verður frumflutt
nýtt verk fyrir klarinett og píanó
er nefnist Cantilena.
Flytjendur tónverka auk höfund-
ar og Ifjálmars eru: Nora Korn-
blueh, sehó, Óskar Ingólfsson,
klarinett og Þórhahur Birgisson,
fiðla.
Háskólabíó:
Lúörasveit og léttsveit
Tónmenntaskóh Reykjavíkur
mun gangast fyrir tónleikum í Há-
skólabíói á morgun kl. 13.30. Koma
þar fram strengjasveitir og lúðra-
sveitir yngri og eldri nemenda
skólans ásamt léttsveit.
Efnisskráin er fjölbreytt og er
aðgangur ókeypis og öllum heimilt
að koma og sjá unga og eldri nem-
endur spreyta sig.
Tilkyimingar
Afmælis Þórbergs minnst
í tilefni aldarafmælis Þórbergs Þórðars-
sonar rithöfundar efnir MÍR tíl dagskrár
í húsakynnum félagsins að Vatnsstíg 10,
surmudaginn 12. mars kl. 15.00. Helgi Sig-
urðsson sagnfræðingur fjallar um Þór-
berg, Baldvin HaUdórsson leikari mun
lesa úr verkum rithöfundarins og Einar
Kristján Einarsson leikur einleik á gítar.
Þá verður sýnd kvikmynd Ósvaldar
Knúdsen um Þórberg. Kaffiveitingar.
Aðgangur er ókeypis og öUum heimiU.
Ferðahátíð Atlantik
Ferðahátíðimar eru nú hafnar að nýju í
Þórscafe og verða sólarlandaferðir frá
AtlantUi kynntar á sunnudagskvöld. Elsa
Lund ásamt hressum hópi gleði- og
gáskamanna úr gleðidagskránni „Hvar
er Elsa?“ koma í heimsókn. Þá verður
spUað bingó og í boði eru sólarlandaferö-
ir tU MaUorca með Atlantik. Hljómsveit
Kjartans Magnússonar leikur fyrir dansi.
Norsk bókakynning
Laugardaginn 11. mars kl. 16.00 verður
kynning á norskum bókum í Norræna
húsinu. Tveir norskir gestir taka þátt í
dagskránni. Trond B. Olsen, fram-
kvæmdastjóri Stenersen-bókaútgáfunn-
ar, kynnir nýjar Ustaverkabækur. Rit-
höfundurinn Roy Jacobsen segir frá rit-
störfum sínum og les smásögu úr nýjustu
bók sinni. Þekktasta skáldsaga hans,
„Nýja vatniö“, kemur út í íslenskri þýð-
ingu á næsta ári. Óskar Vistdal sendi-
kennari mun kynna þaö helsta í norskri
bókaútgáfu á síðastUönu ári.
Karvelsdagur í Njarðvík
Stúkan Vík í Keflavík og bæjarstjórn
Njarövikurbæjar gangast fyrir Karvels-
degi í safnaöarheimUi Innri-Njarðvíkur-
kirkju sunnudaginn 12. mars kl. 15.30 í
tUefni af 85 ára afmæli Karvels Ögmunds-
sonar. Verður m.a. lesið úr ævisögu
Karvels og lesið úr óbirtu verki hans.
Kaffiveitingar verða í boöi Njarðvíkur-
bæjar.
Tónleikar
Flautu- og gítartónleikar
á vegum TónUstarfélags Borgarharðar
verða haldnir í Borgameskirkju sunnu-
daginn 12. mars kl. 16.00. Þar koma fram
Kolbeinn Bjamason flautuleikari og Páll
Eyjólfsson gitarleikari. Kolbeinn og Páll
hafa starfað saman frá árinu 1984 og spU-
uðu síðast saman við opnun íslenskrar
menningarstöðvar í Amsterdam í Hol-
landi. Þessir tónleUtar em næstsíðasta
verkefni TónUstarfélagsins á þessu ári.
TrioCézanneí
íslensku óperunni
Fimmtu tónleUtar TónUstarfélagsins á
þessu ári verða haldnir í íslensku óper-
unni sunnudaginn 12. mars kl. 20.30. Þar
kemur fram Trio Cézanne frá Bandaríkj-
unum en það skipa fiðluleUtarinn Henryk
Kowalski, seUóleikarinn Jakob Kowalski
og píanóleikarinn Paul Schoenfield. A
tónleikunum verða flutt verk eftir
Haydn, Ravel og Brahms. Miðar verða tU
sölu við innganginn.
I
i
»
I
NU ER AÐ HROKKVA
EÐA STÖKKVA
Hver fær milljónir
á laugardaginn?
PS. Þú getur notaö sömu tölurnar, viku eftir viku
- með því aö kaupa tveggja, fimm, eða tíu vikna miða.
Sími 685111. Upplýsingasímsvari 681511
SAMEINAÐA/SlA
t