Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1989, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1989, Side 8
24 FÖSTUDAGUR 10. MARS 1989. Loksins datt peningastrætiö úr 1. sæti listans eftir dágóða viöveru. Reyndar er orðiö langt síðan Mic- hael Douglas hefur ekki verið í 1. sæti því banvæn kynni dvöldust þar áður. Það er löggumynd sem hand- tekur sætið eftirsótta með þá Hines og Dafoe í aðalhlutverki. Þar eru reyndar ekki á ferðinni neinar venjulegar löggur því þær eltast við glæpamenn í Saigon þegar Banda- ríkjamenn heyja þar sinn hruna- dans. Aðeins ein mynd er ný á listanum en það er hetja að nafni Norris sem vippar sér í 8. sæti DV-LISTINN 1. (6) Saigon 2. (2) Frantic 3. (5) Planes, Trains & Automobiles 4. (1) Wall Street 5. (3) Fatal Attraction 6. (7) Police Academy 5 7. (9) Vise Versa 8. (-) Hero and the Terror 9. (4) Colors 10. (10) Moonstruck í guðs eigin landi STARS & BARS Útgefandi: Skífan Leikstjóri: Pat O’Connor. Framleiðandi: Shel Schrager. Handrit: William Boyd eftir sögu sinni. Aðalhlutverk: Daniel Day Lewis, Harry Dean Stanton og Joan Cusack. Bandarísk 1988. 91 min. öllum leyfö. Myndin segir frá Englendingi í guðs eigin landi, Bandaríkjunum, og því hvemig honum tekst að semja sig að siðum innfæddra. Lewis leikur Englendinginn, sem er listaverkasali, er það verkefni að bregða sér til Suöurríkjanna til að festa kaup á verðmætu mál- verki. Þar kynnist hann sérstæðri fjölskyldu og kemst fljótt í hann krappann. Þrátt fyrir satíríska uppbyggingu myndarinnar þá er húmorinn handan við hæðina allan tímann. Handritshöfund, sem reyndar einnig skrifaði söguna, skortir að því er virðist þann skilning á myndmálinu sem þarf til að koma kímninni til skila. Þrátt fyrir að mörgu leyti kostulegar andstæður í myndinni þá vekur hún ekki þann háðska hlátur sem hlýtur að hafa veriö markmiðið. Eigi að síöur er myndin vel þess virði að á hana sé horft og er það ekki hvaö síst fyrir góðan leik og skemmtilega sviðs- mynd. TVær hryllingssögur FRIDAYS'S CURSE Útgefandi: Háskólabíó. Leikstjórar: David Cronenberg og Rob Hedden. Aðalhlutverk: John D. Le May og Christopher Wiggins. Bandarísk, 1988 - sýningartimi 2x45 min. Bönnuð börnum innan 16 ára. Fridays Curse eru sjónvarps- þættir sem byggja á því að bölvun hvílir á hlutum sem hafa verið seldir úr fomgripaverslun einni. Fyrrverandi eigandi hafði selt sig skrattanum og sá í neðra notfærði sér það með því að láta fomsalann selja saklausu fólki ýmsa hluti sem hann svo stýrði að sinni vild. Ekki em þessar myndir mjög merkilegar en þó má hafa gaman áf þegar sniðug hugmynd er vel framkvæmd eins og í fyrri mynd- inni af tveimur, Faith Healer, sem er á þessu myndbandi. Fjallar hún um blekkingarpredikara sem allt í einu öðlust kraft til að lækna hel- sjúka af sjúkdómum sínum. Hanski einn, sem hann kemst óvænt yfir, hefur nefnilega þá náttúm að þegar hann snertir fólk fer sjúkdómurinn úr því yfir í hann. Til að predikarinn geti losnað sjálfur við sjúkdóminn verður hann að drepa einhvem. í höndum hins þekkta hryllingsmeistara, David Cronenberg, verður mynd þessi langt yfir meðallagi og er virkilega spennandi og hrollvekj- andi. Seinni myndin er ekki alveg jafn- góð en hefur góða spretti inn á miUi. Nefnist hún The Electrocuti- oner og fjallar um fanga sem hefur verið dæmdur til dauða. Hann er látinn í rafmagnsstólinn en þótt þrisvar sé straumi hleypt á þá deyr hann ekki. Nokkrum árum seinna þegar aðalpersónur þáttanna eru að leita uppi stól einn sem hafði verið á skrá hjá þeim heyra þær af tannlækni einum sem starfar við upptökuheimili, en margir sjúkl- ingar hans hafa horfið... Aðalpersónur þáttanna eru þrjár og eru það erfingjar fomsöluversl- unarinnar. Fyrir unnendur spennumynda eru þættir þessir ágæt afþreying en bent skal á að sum atriði eru varla fyrir tauga- veiklaöa. -HK Indæll feröafélagi PLANES, TRAINS AND AUTOMOBILES Útgefandi: Háskólabió. Leikstjóri, handritshöfundur og útgef- andi: John Hughes. Myndataka: Don Peteman. Aðalhlutverk: Steve Martln og John Candy. Bandarísk, 1987. öllum leyfð. Fyrstu kynni af þessari mynd hljóta að vekja forvitni. Hér koma saman þrir menn sem hafa náð töluverðum frama í gamanmynda- iönaðinum vestanhafs án þess þó að slá virkilega í gegn. Hughes legg- ur mikið undir sem leikstjóri, framleiðandi og handritshöfundur. Hann hefur fengið þá Martin og Candy í lið með sér og saman gera þeir „road movie“ í gamansömum tón. Myndin segir frá Neal Page (Martin) sem er stífpressaður bis- nessmaður. Fyrir gráglettni örlag- anna verður hann að ferðast með sölumanni að nafni Del Griffith (Candy) um vegi og vegleysur til að komast í kalkúninn á þakkar- gjörðardaginn. Griffith er slæmt tilfelli af NÖRD og geðheilsu Page hrakar með hveijum kílómetra. Mörg skondin atvik prýða mynd- ina sem hefur að ýmsu leyti lukk- ast vel. Farsinn er þó ekki keyrður í botn því inn á milli gætir fuUmik- illar tilfinningasemi sem dregur myndina niður. Samspil aðalleik- aranna er með ágætum. Martin hefur líklega aldrei verið eins al- varlegur og Candy heldur aftur af andlitsgrettunum. Það veit á gott. -SMJ POLICE ACADEMY 5 Útgefandi: Steinar hf. Leikstjóri: Alan Myerson. Aðalleikarar: Bubba Smith, David Graf, Michael Winslow og Leslie Easterbrook. Bandarisk, 1988-sýningartími 87 mín. Leyfð öllum aldurshópum. Enn einu sinni eru „lögreglu- nemamir", sem eru í raun kennar- ar, á ferðinni og til að fá tilbreyt- ingu í útþynntan söguþráð eru at- burðirnir látnir gerast á Miami. Nú á að fara að heiðra Lassard skólastjóra fyrir vel unnin störf og það á að gerast í Miami. Hinn trausti vinahópur fylgir honum að sjálfsögðu eftir og það gerir einnig yfirkennarinn sem að sjálfsögðu sér sig sem næsta skólastjóra. í flughöfninni á Miami tekur Lassard tösku í misgripum sem væri ekki í frásögur færandi ef í -•O.J ww-rtJl mat <£ * töskunni hefði ekki verið afrakstur demantaráns. Ræningjamir kom- ast að hver tók töskuna en það fer um þá þegar þeir uppgötva að task- an er á hóteh þar sem eingöngu lögreglumenn eru gestir ... Eins og fyrri myndir um „lög- reglunemana" er mikið lagt upp úr að sýna séreiginleika hvers fyrir sig. Hæfileikar þeirra eru aftur á móti á þröngu sviði svo endurtekn- ingar era miklar. Þá er að mínu mati búið að þurrausa hugmynda- j bankann að þessari myndaröð og tími kominn að hætta. Police Academy 5 er annars hvorki verri né betri en fyrri myndir. Hún er nákvæmlega eins. Undanskilin er fyrsta myndin sem var virkilega skemmtileg gaman- mynd. -HK Endalaus skothríð THE GAUNTLET Útgefandi: Steinar hf. Leikstjóri: Clint Eastwood. Aóalhlutverk: Clint Eastwood, Sondra Locke og Pat Hingle. Bandarisk, 1977-sýningartimi 107 min. Bönnuö börnun innan 16 ára. Clint Eastwood hefur eins og flestir vitað leikstýrt mörgum myndum með sjálfum sér í aðal- hlutverki. Hefur honum í heild tek- ist vel upp og er mörgum af hans bestu kvikmyndum leikstýrt af honum sjálfum. Ekki verður The Gauntlet tahn til betri mynda Eastwoods. Kemur þar til helst að allt raunsæi er látið flakka á kostnað skotbardaga sem eiga sér enga lika nema í teikni- myndum. Eastwood leikur lögguna Ben Shockley sem starfar í Phoenix. Hann fær það verkefni að fara til Las Vegas til að ná í vitni sem vitna á gegn smáglæpamanni. Vitnið, 0 Bjór í hvert mál BEER Útgefandl: Skifan Leikstjóri: Patrick Kelly. Handrit: Allan Weisbecker. Framleiöandi: Robert Cart- off. Tónlist: Bill Conti. Aðalhlutverk: Loretta Swit, Rip Thorn, Kenneth Mars, David Alan Grier og William Russ. Bandarisk 1985. 90 min. öllum leyfö. Það er ótvírætt að þessi mynd er sett á markaðinn í tilefni komu bjórsins og ekki nema gott um það aö segja. Myndin segir frá auglýsingastofu einni sem hefur mikið átak til að auglýsa upp Norbecker bjór í Bandaríkjunum. Framleiöandi bjórsins segir að auglýsingin sé það eina sem skipti máli við bjórinn því þetta sé í raun allt sama gula pis- sið. Þrjár „amerískar hetjur" eru fengnar til að auglýsa bjórinn með miklum árangri. Hér er ekki á ferðinni mjög djúp- ristur húmor en á köflum bregður fyrir skondnum atriðum. Því mið- ur eru leikararnir ekki allt of sleip- ir í ruhunum en myndin bjargast fyrirhom. -SMJ sem er ung stúlka og dvelur í fang- elsi, er ekki á þeim buxunum að fara með honum, segir að það sé dauðadómur þeirra beggja. Shockley trúir henni mátulega en kemst fljótt á aðra skoðun þegar reynt er að drepa þau á leið út á flugvölhnn. Þau leita skjóls á heim- ih stúlkunnar. Þegar Shockley hringir eftir hjálp en í staðinn fyrir hjálpina kemur stór flokkur lög- reglumanna sem skýtur húsið í sundur í orðsins fyllstu merkingu. Þetta er þó aðeins byrjunin á vand- ræðum skötuhjúanna sem fylgja þeim aha leið á ákvörðunarstað. Það er margt gott við The Gaunt- let. Eastwood er sannfærandi í hlutverki hörkutólsins sem treyst- ir engum. Áhrifum myndarinnar er þó algjörlega eytt í einhverju fáránlegasta endaatriði sem sést hefurílögreglumynd. -HK |

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.