Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1989, Page 6
6
FÖSTUDAGUR 17. MARS 1989.
Viðskipti___________________________________________________________________________dv
Boðberar lágs vöruverðs:
Hagkaup, Kron og Fjarðarkaup
bjóða ekki ódýru páskaeggin
Pálmi Jónsson, stofnandi Hagkaups. Hann hefur barist
hart fyrir lágu vöruverði í mörg ár. Nú tekur verslun
hans ekki þá áhættu að bjóða viðskiptavinunum páska-
egg sem eru 30 til 40 prósent ódýrari en þau sem
Hagkaup býður núna.
Þröstur Ólafson, forstjóri Kron. Á tímum kaupmáttar-
skerðingar launa, atvinnuleysis og fjárhagserfiðleika
margra tekjuminni heimila tekur Kron ekki áhættuna á
að bjóða 30 til 40 prósent ódýrari páskaegg.
Hinir þekktu boðberar lágs vöru-
verðs á Islandi, fyrirtækin Hagkaup,
Kron og Fjarðarkaup, bjóða ekki upp
á ódýru frönsku páskaeggin þrátt
fyrir að þessi egg séu um 30 til 40
prósent ódýrari en íslensku páska-
eggin. Þetta vekur athygli vegna þess
að stefna þessara fyrirtækja er lágt
vöruverð og að viðskiptavinimir geti
ævinlega valið á milb tegunda. Enn-
fremur vekur það athygli í þeirri
miklu samkeppni sem sífellt er sögð
ríkja á matvælamarkaðnum að ekk-
ert þessara þriggja fyrirtækja skuli
reyna að skáka hvert öðru með þvi
að bjóða þessi ódýru páskaegg. Þessi
í stað bjóða margir smærri kaup-
menn upp á páskaeggin.
Hagkaup og Kron eru risarnir
Hagkaup og Kron eru komin með
um 45 til 50 prósent af matvörumark-
aðnum í Reykjavík. Fjarðarkaup er
með mikla veltu og hefur oft komið
mjög vel út úr verðkönnunum.
Þröstur Ólafsson, forstjóri Kron,
sem rekur meðal annars Miklagarð,
Kaupstað í Mjódd, Miðvang í Hafnar-
firði, Kaupgarð í Kópavogi, Eddufell-
ið í Breiðholti og Miklagarð vestur í
bæ, segir að Mikiigarður hafi selt
þessi egg í fyrra en fyrirtækið hafi
setið uppi með óselt magn.
„Við töpuðum á þessum viðskipt-
um í fyrra,“ segir Þröstur.
- Hvemig má það vera að risinn
Kron, sem kveðst hafa þá stefnu að
leiðarljósi að bjóða lágt vöruverð,
gefur ekki viðskiptavinum sínum
kost á að kaupa þessi egg?
„Þaö er eingöngu vegna reynslunn-
ar í fyrra. Þetta er ákvörðun sem við
tókum snemma og áöur en við gerö-
um pantanir núna.“
Gat Kron ekki pantað minna
magn?
- Hefði Kron ekki getað pantað
minna magn en í fyrra til þess að
bjóða neytendum upp á páskaeggin?
„Það er einu sinni svo að þú ferö í
viðskipti og metur þá fyrri reynslu
af sömu viðskiptum."
Þröstur segir ennfremur að Kron
og Mikligarður bjóði upp á páskaegg
frá Nóa-Síríusi og Mónu. „Það er
hægt að panta frá degi til dags og því
er lití.1 áhætta í þeim viðskiptum."
Forstjóri Hagkaups
Jón Ásbergsson, forstjóri Hag-
kaups, segir að fyrirtækið hafi
ákveðið að bjóða ekki þessi egg vegna
þess að þau hafi selst illa í fyrra hjá
Miklagarði. „Mikligarður ók miklu
magni af þessum eggjum á haugana."
- Hvemig veit Hagkaup hvernig sal-
an gekk hjá Miklagarði og hvað fyrir-
tækið gerði við þessi óseldu páska-
egg?
„Við fylgjumst með því hvaö sam-
keppnisaðiiinn gerir og sáum að
þessi páskaegg seldust ekki hjá
þeim.“
- Hefði Hagkaup ekki getaö pantað
lítíð magn til þess eins aö gefa við-
skiptavinum sínum kost á að kaupa
ódýrustu eggin á markaðnum?
„Við sáum ekki ástæðu til að taka
áhættuna á að vera með þessi páska-
egg.“
Ný verðstefna Hagkaups?
- Er Hagkaup ekki að fara út af 25
ára stefnumörkun sinni sem er sú
að gera allt sem í valdi fyrirtækisins
stendur til að koma vöruverði niður
og bjóða lægsta vöruverð, stefnu sem
hefur gert Hagkaup að stærstu mat-
vöruverslun á íslandi?
„Við teljum okkur ekki skylt að
bjóða þá vöru sem við teljum illselj-
aniega."
Fjarðarkaup með slæma
reynslu í fyrra
Sveinn Sigurbergsson, annar eig-
enda Fjarðarkaupa, segir að þeir
hafi ekki talið ástæðu til að vera með
þessi páskaegg. „Við vorum með þau
í fyrra en þau gengu ekki nægilega
vel. Þess vegna buðum við þau ekki
núna.“
- En er það ekki yfirlýst stefna ykkar
að bjóöa eins lágt vöruverö og hægt
er og að neytandinn eigi í það
minnsta möguleika á að velja?
„Jú, og sú stefna stendur ennþá.“
- Hvers vegna pantaði Fjarðarkaup
þá ekki bara minna magn en í fyrra
og minnkaði þannig áhættuna hafi
fyrirtækið búist við minni sölu?
„Við sáum ekki ástæðu til þess. Ég
fékk auk þess hóp til að gera bragð-
prófanir á eggjunum og þær komu
ekki vel út.“
Kreppan á íslandi
DV hefur fjallað ítarlega um sam-
drátt í íslensku efnahagslífi frá því í
fyrrahaust. Laun hafa skerst um allt
að 10 prósent frá því í fyrrasumar.
Greinilega hefur komið fram að fólk
er farið aö spara við sig og velta krón-
unum fyrir sér í innkaupum. Út frá
þessu sjónarmiði hlýtm- það að telj-
ast undarlegt í þeirri mikiu sam-
keppni sem klifað er á í matvöru-
versluninni að Hagkaup, Fjarðar-
kaup og Kron skuli ekki hafa treyst
sér til að bjóða páskaegg sem eru 30
til 40 prósent ódýrari en önnur.
Fréttaljós
Jón G. Hauksson
Viðskiptasíða DV spurði 3. október
síðastliðinn hvort ekki væri hætta á
aö samkeppni Hagkaups og Kron
myndi minnka þegar þessi tvö fyrir-
tæki væru komin með svo stóran
hluta af markaðnum, eða 45 til 50
prósent, að þau kæmu sér saman um
verð og héldu því háu í krafti stærð-
ar sinnar á markaðnum.
Jón og Þröstur í fyrra
Bæði Jón Ásbergsson og Þröstur
Ólafsson sögðu þá við DV að lítil
hætta væri á að samkeppnin minnk-
aði þrátt fyrir stærð markaðarins.
„Það er engin ástæða til að ætla að
lítil samkeppni ríki eftir nokkur ár á
milli Hagkaups og Kron,“ sagði
Þröstur Ólafsson hinn 3. október síð-
astliðinn. „Það er klárt mál að um
leið og verð færi hækkandi á mark-
aðnum kæmu inn á hann kaupmenn
sem seldu á lægra verði og gætu
það,“ sagði Jón Ásbergsson, forstjóri
Hagkaups, hinn 3. október. „Við höf-
um ekki opið á laugardögum nema í
desember, erum í ódýru húsnæði,
kaupum inn í miklu magni og fáum
magnafslátt, staðgreiðum mikið af
innkaupum og náum staðgreiðslu-
afslætti og síðast en ekki síst þá erum
við heppnir með starfsfólk. Þetta eru
helstu skýringamar á því að okkur
hefur tekist að halda vöruverðinu
niðri," sögðu eigendur Fjarðarkaupa
í viðtali við Viðskiptasíðu DV hinn
17. nóvember 1987 undir fyrirsögn-
inni Galdramennirnir í Firðinum eru
eigendur Fjarðarkaupa.
Verðlagsráð og Eimskip
Þaö er fleira sem vekur athygli við
ódýra frönsku páskaeggin. Verð-
lagsráð hefur óskað svara frá Eim-
skip hf. um samskipti íslenskrar
dreifingar sf. og félagsins. En eigandi
íslenskrar dreifingar heldur því
fram að hann hafi verið búinn að
gera samning við Eimskip um flutn-
ing á páskaeggjunum til landsins og
hafi félagið boöist til aö flytja hvern
gám fyrir um 100 þúsund krónur en
skyntfilega hafi félaginu snúist hug-
ur og boðiö um 300 þúsund krónur
fyrir gáminn. Eimskip segir þetta
vera rangt, svona samningur hafi
aldrei verið gerður. Félagið vill hins
vegar ekki gefa upp umsamið verð
þar sem það segir að um trúnaðar-
mál sé að ræöa.
Eimskip missti viðskipti til SÍS
íslensk dreifing fékk Sambandið til
aö flytja hvem gám af páskaeggjum
til landsins fyrir rúmlega 100 þúsund
krónur gáminn.
íslensk dreifing heldur því auk
þess fram að forráðamenn íslensks
sælgætisiðnaðar hafi þrýst á Eim-
skip um farmgjöld í þessu máli.
Hvað um það. Senn koma páskarn-
ir með eggjaáti og öðru góðgæti.
Kannski fá einhveijir íslenskir neyt-
endur málshættina: Græddur er
geymdur eyrir og Það verður að
spará sem lengi á að vara. Forráða-
menn fyrirtækja í samkeppni fá
hugsanlega: Látum ekki happ úr
hendi sleppa. -JGH
Peningamarkaður
INNLÁNSVEXTIR (%) hæst
Innlán óverðtryggð
Sparisjóðsbækurób. 8-10 Bb,Sb
Sparireikningar
3jamán. uppsögn 8-11 Vb.Sb
6mán. uppsögn 8-13 Vb.Sp
12mán. uppsögn 8-9,5 Ab
18mán. uppsögn 20 1b
Tékkareikningar, alm. 2-4 Ib.Sp,-
Sértékkareikningar 3-10 Vb.Lb Bb,Sb
Innlán verðtryggð Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 1-2 Vb
6mán. uppsögn 2-3,5 Sp.Ab,-
Innlánmeð sérkjörum 18 Vb.Bb Sb
Innlángengistryggð
Bandarikjadalir 8,25-8,5 Bb,Vb,-
Sterlingspund 11,5-12,25 Sb.Ab Ab
Vestur-þýskmörk 5-5,5 Bb.lb,-
Danskarkrónur 6,75-8 Vb.Sb,- Sp Vb,Ab
ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst
Útlán óverðtryggð
Almennirvíxlar(forv.) 14-20 Lb
Viðskiptavíxlar(forv.)(1) kaupgengi
Almennskuldabréf 14,5-20,5 Lb
Viðskiptaskuldabréf (1) kaupgengi Allir
. Hlaupareikningar(yfirdr.) 17,5-25 Lb
Utlán verðtryggð
. Skuldabréf 7.75-9.25 Lb
Utlán til framleiðslu
Isl. krónur 14,5-20,5 Lb
SDR 10 Allir
Bandaríkjadalir 11,25 Allir
Sterlingspund 14,5 Allir
Vestur-þýskmörk 8-8,25 3,5 Úb
Húsnæðislán
Lífeyrissjóðslán 5-9
Dráttarvextir 24
MEÐALVEXTIR
Óverðtr. mars89 16,1 8.1
Verðtr. mars 89
VÍSITÖLUR
Lánskjaravísitala mars 2346 stig
Byggingavísitalamars 424 stig
Byggingavísitalamars 132,5stig
Húsaleiguvísitala Hækkaríapril
VERÐBRÉFASJÓÐIR
Gengi bréfa verðbréfasjóða
Einingabréf 1 3,601
Einingabréf 2 2,020
Einingabréf 3 2,355
Skammtímabréf 1.248
Lífeyrisbréf 1,811
Gengisbréf 1,641
Kjarabréf 3,586
Markbréf 1,897
Tekjubréf 1.621
Skyndibréf 1,092
Fjölþjóðabréf 1,268
Sjóðsbréf 1 1,732
Sjóðsbréf 2 1,419
Sjóðsbréf 3 1,229
Sjóðsbréf 4 1,017
Vaxtasjóösbréf 1,2198
HLUTABRÉF
Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.:
Sjóvá-Almennar hf. 274 kr.
Eimskip 380 kr.
Flugleiðir 292 kr.
Hampiðjan 157 kr.
Hlutabréfasjóður 151 kr.
Iðnaðarbankinn 177 kr.
Skagstrendingur hf. 205 kr.
Útvegsbankinn hf. 137 kr.
Verslunarbankinn 148 kr.
Tollvörugeymslan hf. 128 kr.
(1) Við kaup á viðskiplavíxlum og við-
skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja
aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi,
kge. Búnaðarbanki og Samvinnubanki
kaupa viðskiptavíxla gegn 31% ársvöxt-
um og nokkrir sparisj. 30,5%.
Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn,
Bb= Búnaðarbankinn, lb = lðnaðar-
bankinn, Lb = Landsbankinn, Sb =
Samvinnubankinn, Úb = Útvegsbankinn,
Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóð-
irnir.
Nánarl upplýslngar um penlngamarkaö-
inn blrtast I DV á fimmtudögum.
Sigrar Hewlett Packard aftur?
Keppnin um íslandsmeistaratít-
ilinn í samnorrænu stjómunar-
keppninni verður haldin í Odda,
hugvísindahúsi Háskólans, næst-
komandi laugardag. Tölvufyrir-
tækið Hewlett Packard sigraði 1
keppninni hér heima í fýrra. Prent-
smiðjan Oddi varð í öðru sætí.
Þeir Oddamenn komu mjög á
óvart í sjálfii úrslitakeppninni úti
og lentu í þriðja sæti. Glæsilegur
Keppnin felst í því að likt er eftir
raunverulegum markaðsaðstæð-
um fyrir framleiðslufýrirtæki sem
framleiöir og selur tvær mismun-
andi afurðir bæði innanlands og
utanlands.
Keppendur þurfa aö taka ákvarð-
anir um markaðssetningu, fram-
leiöslumagn, starfsmannafiölda,
hráefnakaup, fjármögnun og fjár-
fe8tingar svo dæmi séu nefhd.
Markmiðið er líkt og í viöskiptalíf-
inu sjálfu að reyna að ná sem mest-
um hagnaði.
Leiknar eru fimm umferðir og
samsvarar ein umferö einu ári í
raunvendeikanum. Tvö efstu fyr-
irtækin frá hveiju landi komast
áfiram í sjálfa úrsfitakeppnina.
Þessi liö keppa í Odda um helg-
ina: Félagsstofnun stúdenta, Prent-
8miðjan Oddi, Skeljungur, Lands-
banki íslands, Skýrr, Hewlett
Packard, Johan Röruiing, Kaup-
þing og Spron.
-JGH