Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1989, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1989, Síða 16
16 FÖSTUDAGUR 17. MARS 1989. FÖSTUDAGUR 17. MARS 1989. 25 íþróttir íþróttir Frétta- stúfar Sovétmenn stokka upp Sovétmenn og Hol- lendingar leika vin- áttulandsieik í knatt- spymu í næstu viku og Sovétmenn hafa þegar til- kynnt landsliðshóp sinn fyrir leikinn. Þaö vekur athygli aö í hópnum eru nokkrir leikmenn sem léku í sovéska landsliöinu á síöustu ólympíuieikum en þeir hafa lítið fengið aö spreyta sig með aðalliöi Sovétmanna. Leikur Sovétríkjanna og Hollands fer fram í Eindhoven. Tryggir Bayern sér titilinn? Efsta liðið í vestur-þýsku knatt- spyrnunni, Bayern Miinchen, leikur á laugardag gegn Kaisers- lautem. Lið Bayem hefur veriö mjög sterkt í vetur og hefur nú ekki tapað í síðusta 21 leik sínum. Ef Bayem nær að vinna sigur á laugardag gegn Kaiserslautem hefur liðið tryggt sér meistaratit- iiinn í vestur-þýsku knattspym- unni en leikurinn fer fram í Miinchen. Bayem hefur 5 stiga forskot á Köln en Kaiserslautem er í 12. sæti í deildinni. Þær kúbönsku lögðu þær sovésku í blaki Landsliö Kúbu og Sovétríkjanna hafa oft háð mikia baráttu í blaki kvenna. Á dög- unum sigraði sovéska liöið á ai- þjóðlegu móti á Kubu og þá unnu þær sovésku stöllur sínar í kú- banska liöinu örugglega, 3-1. Að mótinu loknu lék Kúba vin- áttuiandsleik gegn Sovétríkjun- um og þá komu stúlkumar í kú- banska liöinu fram hefndum. Kúba byrjaði mjög illa og Sovét- ríkin sigmðu í fyrstu tveimur hrinunum, 10-15 og 5-15. Þegar hér var komið sögu vöknuðu kú- bönsku stúikumar til lífsins svo um munaði og heims- og ólymp- íumeistaramir í liöi Sovétríkj- anna máttu þoia tap í næstu þremur hrinum, 15-9, 15-12 og 15-13. Kúba vann þvi, 3-2. Darren Hall i mlklu stuði All England stórmót- iðíbadmintonerhaf- ið í London. Frægir kappar hafa þegar dottið út ur keppninni Þar má meðal annars neiha þá Icuk Sug- iarto frá Indónesíu og Danann Jens Peter Nierhoff. Englending- urinn Darren Hall var í miklu stuði gegn Sugiarto, sem vann mótið fyrir tveimur ánun, og sigraði Indónesíumanninn, 15-10, 3-15 og 15-3. Stórstjömur á borð viö Morten Frost frá Danmörku og Yang Yang frá Kína em enn með í baráttunni um sigurinn. Yang Yang sigraöi Danann And- ers Nielsen, 15-10 og 15-9, og Frost sigraði landa sinn, Michael Sogárd, 15-8 og 15-9. Enn versnar ástandið hjá Ben Johnson Eins og kunnugt er standa nú yfir yfir- heyrslur hjá kanad- ískum dómstólum vegna lyfianeyslu Johnsons og lyfjaprófs í kjölfar síðustu óiymp- íuleika. Þjálfari Johnsons hefur sagt að hann hafi vitað af þvi er hann tók ólögleg lyf. í gær mætti í vitnastúkuna kanadíska hiaupakonan Angella Issajenko og grét hástöftxm er hún lýsti því yfir að Ben Johnson heföi verið sér þess meðvitandi að hann tók ólögleg lyf fyrir ólympíuleikana og reyndar í mörg ár þar á und- an. Þessi vitnisburður hlaupa- konunnar, en hún var í keppnis- liöi Kanada í Seoul, þykir enn þyngja málstaö Johnsons sem virðist ekki eiga sér viðreisnar von þessa dagana. lan Rush ekki meira með? - þarf líklega í uppskurö Bodö býður Hermundi - aö þjálfa og leika næsta vetur Mikil hætta er talin a þvi að markaskorarinn frægi, Ian Rush, leiki ekki meira með enska knatt- spymuliðinu Liverpool á þessu keppnistímabili. Rush varð fyrir hnjámeiðslum á æfingu fyrir þremur vikum og í gær var hann lagður inn á sjúkrahús til aðgerðar. Forráðamenn félagsins sögðu að þeir óttuðust að hann yrði aö gangast undir stóran uppskurð og þá gæti hann ekki spilað meira í vor. Rush freistaði þess að spila með varaliði Liverpool gegn Manchester United á þriðjudaginn en varð að fara af leikvelli eftir aðeins ellefu mínútur. Án hans hefur Liverpool þó ekki verið í vandræðum með að skora, gerði fjögur mörk hjá Middlesboro og fimm hjá Luton í síðustu leikjum sínum í 1. deildinni. -VS • lan Rush. Hermundur Sigmundsson hand- knattleiksmaður hefur fengið tilboð frá norska 2. deildar félaginu Bodö um að gerast þjálfari og leikmaður hjá því næsta vetur. Hermundur, sem lék með Stjöm- unni áður en hann fór til Noregs í fyrrahaust, gekk til liðs við 1. deildar lið Bækkelaget en varð fyrir alvar- legum meiðslum áður en keppnis- tímabilið hófst og gat ekkert leikið í vetur. „Þetta er freistandi tilboð en ég hef enga ákvörðun tekið. Það er erfitt að yfirgefa Bækkelaget án þess að spila nokkuð með liðinu og mig langar meira til að leika í 1. deild en 2.,“ sagði Hermundur við DV í gær- kvöldi. -VS • Hermundur Sigmundsson. Enskir koma hingað í maí - og mæta íslenska landsliðinu Islenska landsliðið í knattspymu mætir Englendingum í vináttulands- leik á Laugardalsvellinum fóstudag- inn 19. maí en KSÍ náði samkomuiagi við enska knattspyrnusambandið um leikinn í gær. Lið Englendinga verður skipað leikmönnum sem hafa staðið sig vel á þessu keppnistímabili og koma sterklega til greina í landsliðshóp þeirra á næstunni. Bobby Robson landsliðseinvaldur mun stýra liðinu en Englendingar leika auk þessa vin- áttuleik í Sviss 16. maí og á Spáni 25. maí. Þessi leikur fellur vel inn í undir- búning íslenska landsliðsins fyrir leiki sína í undankeppni HM í sumar en ísland mætir Sovétríkjunum í Moskvu þann 31. maí og Austurríki á Laugardalsvellinum 14. júní. Þeir Guðni Bergsson og Sigurður Jónsson ættu að öllu óbreyttu að geta tekið þátt í þessum leik. Þátttaka Amórs Guðjohnsen gæti oltið á gengi Anderlecht í belgísku bikarkeppn- inni. Ósennilegt er að Ásgeir Sigur- vinsson verði með þar sem leikið er í vestur-þýsku úrvalsdeildinni dag- inn eftir og þeir Sigurður Grétarsson, Gunnar Gíslason, Ólafur Þórðarson og Guðmundur Torfason gætu einnig verið bundnir af leikjum með sínum liðum í Sviss, Svíþjóð, Noregi og Austurríki en deildakeppni verður í gangi í þessum löndum um þetta leyti. -VS • Guöjón Skúlason skoraði 50 stig í leik gegn KR-ingum fyrir skömmu. Hvað gerir hann á morgun? Kef lavík - KR á morgun - mætast í Keflavlk kl. 17 Einvígi Keflvíkinga og KR-inga um íslandsmeistaratitilinn í körfuknatt- leik hefst á morgun. Liðin mætast þá í Keflavík kl. 17 í fyrri eða fyrsta úrslitaleiknum. Þau leika aftur í Hagaskólanum á mánudagskvöldið og fari leikar þannig að hvort lið vinni eina viðureign mætast þau í þriðja skipti í Keflavík á miðviku- dagskvöldið. KR-ingar slógu Njarð- víkinga óvænt út í undanúrslitum en Keflvíkingar unnu hins vegar mjög sannfærandi sigra á Val. Undanúrslit í blakinu - þrír leikir fara fram á morgun Þrír leikir eru eftir í undanúrslit- um bikarkeppni Blaksambands ís- lands og verða þeir allir leiknir nú um helgina. Búast má við hörkuleikj- inn og eru unnendur blakíþróttar- innar hvattir til að mæta. Leikimir verða allir í Hagaskóla á morgun sem hér segir: Tveir karlaleikir verða fyrst. ÍS mætir HK klukkan 14.00, þar á eftir, klukkan 15.15, leika núverandi bik- armeistarar Þróttar við defidar- meistara KA. Að því loknu, klukkan 16.30, eigast við kvennaliðin Víking- ur A og Víkingur B. Ekki er selt inn á leikina og áhuga- samir ættu því að geta látið það eftir sér að reka nefið inn á morgun. -gje • Hilmar Sighvatsson mátaði Fyikisbúninginn í gær en hann klæddist hon- um siðast árið 1980. DV-mynd S Hilmdr í Árbæinn Nýliðar Fylkis í 1. deildinni í knatt- einn þeirra reyndasti maður, hefur spyTnu hafa fengið raikjnn liösstyrk. leikið með þeim 129 leiki í 1. deild og Miöjumaöurinn öflugi úr Val, Hilmar skoraö þar 25 mörk. Sighvatsson, hefur ákveðið að yfirgefa Fylkir hefur ennfremur endurheimt Hliðarendafélagið og leika með Árbæj- fleiri gamla félagsmenn. Guðmundur arfiðinu í sumar. Magnússon er kominn aftur eftir Hilmar, sera er þritugur að aldri, nokkura ára fjarveru hjá Selfossi, KR kannast vel við sig hjá Fylki því að og ísafirði, og Loftur Ólafsson sömu- hann lék með liðinu til ársins 1981 er leiðis en hann var síðast hjá Víkingi. hann gekk til liðs við Val, Hann heftir Þá hafa Fylkismenn fengið til sin leikið i átta ár með Val og jafiian átt markvörðinn Guðmund Baldursson fast sæti í liðinu. Hann var fyrirliöi úr Val og Jamaíkamanninn Claude Valsmanna í fyrrahaust þegar þeir Huggins, þannig að þeir eru greinilega sigruöu Keflvíkinga í úrslitaleik bikar- til alls líklegir í 1. deildimii í sumar. keppninnar. Það er áfall fyrir Vals- -VS menn að missa Hilmar því að hann er Zhao SanWen þjálfar karlalandsliðið í blaki Gunnar Svembjömssan, DV, Englandi; - hefur valið rnu leikmenn fyrir smáþjóðaleikana á Kýpur Þjálfari fyrir landslið karla í blaki var valinn fyrir stuttu. Við stööunni tekur Kínverjinn Zhao SanWen sem þjálfað hefur ÍS tvö tímabil. Hann tekur við af Jia ChangWen sem var með liðið síðustu tvö ár. Zhao hefur valið níu manna hóp til að byrja æf- ingar strax en þrír verða valdir til viðbótar innan skamms. Verkefni landsliðsins að þessu sinni eru smá- þjóðaleikamir á Kýpur 17.-20. maí. Þeir sem valdir hafa verið eru (landsleikjafjöldi í sviga): Haukur Valtýsson, KA..........(17) Jón Ámason, Þrótti R..........(34) Leifur Harðarson, Þrótti R....(54) SigfmnurViggósson,S...........(0) Sigurður Þráinsson, ÍS........(23) Stefán Jóhannesson, KA.......(20) Vignir Hlöðversson, HK........ (6) Þorvarður Sigfússon, ÍS.......(16) Þröstur Friðfinnsson, Þrótti R.(12) Ekki hefur verið lögð nein áhersla á að finna verkefni fyrir kvenna- landshöið og jafnvel fyrirsjáanlegt að það verði að meira eða minna leyti látið sitja á hinum gamalkunna haka. Unglingalandslið pilta til Þýskalands og Luxemborgar Unglingalandslið pilta, 19 ára og yngri, verður sent í æfingabúðir til Erlangen í Þýskalandi 31. mars. Þar dvelja piltamir við æfingar í fimm daga og halda síðan til Luxemborgar þar sem þeir keppa viö landslið og félagslið þar í bæ. Þjálfari hópsins er Olafur Sigurðsson. Hann hefur -- valið eftirtalda ellefu leikmenn: Björn Steinþórsson, Þrótti Nes. Karl Róbertsson, Þrótti Nes. Kári Kárason, Þrótti Nes. Kristján Sigurþórsson, Þrótti Nes. Stefán Sigurðsson, HK Stefán Þ. Sigurðsson, HK Viggó Sigsteinsson, ÍS yíðir Guðmundsson, HSK Ýmir Arthúrsson, HK Þórarinn Ómarsson, Þrótti Nes. Þráinn Haraldsson, Þrótti Nes. Tólfta manni verður bætt inn fljót- lega. Fararstjóri verður Peter Eich- stadt. Stúlkur á sama aldri fá líklega Færeyjaferð einhvem tíma seinna og hér er því annar haki á ferðinni. -gje Frost lætur ekki deigan síga - þótt hann sé kominn á fertugsaldurinn Danski badmintonleikarinn Mort- en Frost, sem hefur verið á toppnum í íþrótt sinni mörg undanfarin ár, hefur sagt að það verði enn biö á að hann leggi spaðann til hliöar. Frost, sem nú er orðinn 33 ára gam- ail, vann á dögunum opna sænska meistaramótið og kom sá árangur fæstum á óvart enda er keppnisform Danans með ólíkindum um þessar mundir. í kjölfar mótsins í Svíþjóð barst sá kvittur mönnum til eyma að Frost hygðist hætta að.leika í hinni krefj- andi einstaklingskeppni og snúa sér í þess stað að tvíliðaleiknum. Þessari hviksögu svaraði Frost á þennan veg: „Mér gengur þokkalega og ég sé því ekki ástæðu til að hætta í einliðaleiknum." Frost gaf í skyn í samtali við blaða- menn nú í vikunni að hann ætti enn talsvert eftir en hann er nú staddur í Lundúnum og tekur þar þátt í All England mótinu. Frost er hálfgeröur heimagangur á völlunum í Wimbledon. Hann hefur 15 sinnum verið meðal þátttakenda í AU England keppninni og orðið þar margsinnis hlutskarpastur. Það er enda gjaman haft á orði að Daninn hafi verið nær einráður í þessari keppni allan niunda áratug- inn. Sá sem er nú líklegastur til að veita Frost keppni í All England mótinu er Kínverjinn Yang Yang en hann stendur skör hærra á alþjóðlega af- rekalistanum. Þeir mættust einmitt í úrslitum heimsmeistaramótsins í Peking í Kína árið 1987 og beið Dan- inn þar lægri hlut eftir frábært ein- vígi sem lauk í gríðarlega tvísýnni oddalotu. Nú kann svo að fara að stund hefndarinnar líti dagsljósið. JÖG Kaupir Atkinson Atkinson? Ron Atkinson, stjóri Sheff. Wed., er þessa dagana að velta því íyrir sér hvort hann eigi að kaupa Dalian Atkinson, framherja frá Ipswich, fyrir 750 þúsund pund. Atkin- son sendi þjálfara sinn, Frank Barlow, til að fylgjast með Dalian í leik Leeds og Ips- wich á laugardaginn. Barlow varð ekki fyrir vonbrigðum því piltur skoraði eitt mark og lagði annað upp. ConeytllNorwlch Noi-wich City, sem á möguleika á að sigra bæði í l. deild og bikar, keypti í gær fram- herjann Dean Coney frá QPR fyrir 350 þúsund pund. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við félagið. WBA í þriöja sætíð WBA komst í 3. sæti 2. deildar í fyrra- kvöld með því aö sigra Blackburn, 2-0. Chelsea vann Brighton, 1-0, á útivelli, Bradford og Oxford gerðu jafiitefii, 0-0, og Leicester og Shrewsbury sömuleiðis, 1-1. Varadi til Newcastle? Newcastle hefur augastaö á Imre Varadi, félaga Sigurðar Jónssonar hjá Sheff. Wed. Newcastle þekkir vel til Varadi, fylgdist raeð honura I leik með varaliðinu. Þess raá geta 'að Varadi korast ekki í leik- raannahóp Sheff. Wed. fyrir leikinn gegn Everton á laugardaginn. Lake var heppinn Paul Lake bjá Manchester City getur þakkað Roy Bailey, lækni liðsins, það að vera enn á lifi. Lake gleypti tunguna eftir árekstur við Paul Ramsey hjá Leicester og hún sat fóst í barka hans, allt þar til Bailey tókst að losa hana með fmgrum sínura. Drðllll gai OTllr - fær prósentur ef Bjami fer afitur utan í ár Valsmenn hafa náð samkomulagi við norska félagið Brami um félaga- skipti Bjarna Sigurðssonar lands- liðsmarkvarðar. Brann hefur sam- þykkt aö gefa hann lausan gegn þvi að fá í sinn hlut prósentur af hlut Vais í kaupverði hans fari hann til erlends félags á nýjan leik á þessu ári, 1989. „Við fengum staöfestingu frá norska knattspymusambandinu i- dag um að Brann væri búið að ganga frá málinu þar ytra og félagaskiptin þar með frágengin. Bjami er orðinn löglegur með okkui' og getur leikið með í fyrsta leik Reykjavíkurmóts- ins, gegn ÍR á sunnudagskvöldið," sagði Eggert Magnússon, formaður knattspymudeildar Vals, í samtali við DV í gærkvöldi. Eins og DV hefur sagt frá voru uppi hugmyndir þjá Brann um að krefla Valsmemi um 50 þúsund norskar krónur (um 400 þúsund ís- lenskaij fyrir Bjarna. Þær era nú úr sögunni, enda hefði forráðamönnum Brann reynst erfitt að standa á slík- um kröfum og þær mættu andstöðu hjá norska knattspymusambandinu. -VS Immel kom Stuttgart áfram - varöi tvær vítaspymur gegn Sociedad • Eike Immel sá til þess i gær- kvöldi að Stuttgart kæmist í undan- úrslit UEFA-bikarsins. Sigurður Bjömsson, DV, V-Þýskalandú Stuttgart komst í gærkvöldi í und- anúrslit UEFA-bikarsins í knatt- spyrnu með því að sigra Real Soci- edad í Santander á Spáni eftir fram- lengingu og vítaspyrnukeppni. Að loknum venjulegum leiktíma stóð 1-0, Spánveijunum í hag, en Stutt- gart hafði sigrað með sömu marka- tölu á heimavelli sínum. Stuttgart fékk fyrsta opna færið í leiknum þegar Fritz Walter komst í gegnum spænsku vömina en Luis Arconada, markvörðurinn frægi, sá við honum og varði. Skömmu síðar skallaði Gorriz í stöngina á marki Stuttgart og á 18. mínútu skoraði Zamora af stuttu færi eftir að vöm Stuttgart hafði sofnað á verðinum, 1-0. Real sótti linnulítið til leiksloka en Asgeir Sigurvinsson og félagar börð- ust allir sem einn af krafti og gáfu sig ekki. Heimamenn fengu gullin færi til að gera út um leikinn, bæði í lok venjulegs leiktíma og í lok fram- lengingarinnar, en skutu yfir markið af stuttu færi í bæði skiptin. Það var síðan Eike Immel, mark- vörður Stuttgart, sem kom liði sínu áfram. Hann varði tvær spymur Þjóðveijanna, frá Martinez og Gaj- ate, á meðan Allgöwer, Gaudino, Walter og Buchwald skoruðu allir fyrir Stuttgart. í dag verður dregið til undanúrslita Evrópumótanna en í UEFA-bikam- um eru eftir vestur-þýsku liðin Bay- em Miinchen og Stuttgart, austur- þýska liðið Dynamo Dresden og ít- alska liðið Napoli með Diego Mara- dona í fararbroddi. Jón Bragi með Viking Stavanger - í norsku knattspymunni 1 sumar Heimundur Sigmundsson, DV, Noregi: Jón Bragi Arnarsson frá Vest- mannaeyjum er byijaður að æfa með norska knattspymuiiðinu Viking Stavanger og svo kann að fara að hann leiki með því í 1. deildar keppn- inni í sumar. Lið Viking vann sig upp úr 2. deildinni á síðasta hausti. Jón Bragi hefur í vetur leikið sem markvörður með handknattleiksliði félagsins, sem vann 2. deildina með yfirburðum og varð bikarmeistari. Hann var fyrirliði knattspyrnuhðs Meistaraflokkur Tindastóls í knattspymu hélt í gærmorgun til Lokeren í Belgíu til æfinga og keppni fyrir baráttuna í 2. deild á sumri komanda. í förinni eru 22 leikmenn auk þjálfarans, Bjama Jóhannsson- ar, og tveggja fararstjóra. Æft verður tvisvar á dag og leiknir þrír æfingaleikir við sterk belgísk félagslið. Ferðin stendur yfir í níu daga og kemur liðið heim á laugar- daginn fyrir páska. Leiðsögumaður liðsins í Belgíu verður Kristján Bern- burg. IBV áður en hann hélt til Noregs í fyrrasumar og er mjög öflugur varn- armaður. Viking hefur verið talsvert í frétt- um hér í Noregi að undanfömu þar sem á félagið hafa heijað miklir íjár- hagserfiðleikar og á tímabUi leit út fyrir að það yrði lýst gjaldþrota. Nú virðist vera farið að rofa til enda hefur gengi þess bæði í knattspyrn- unni og handknattleiknum verið mjög gott að undanfömu og það hef- ur unnið sér 1. deildar sæti á báðum vígstöðvum. Fimm nýir leikmenn hafa gengið til liðs við Tindastól fyrir komandi keppnistímabil. Þeir eru Marteinn Guðgeirsson, Fram, Bjöm Bjöms- son, ÍK, Magnús Jóhannesson, Neista, og þeir Ingvar Magnússon og Sigurður Ágústsson úr Hvöt á Blönduósi. Hins vegar mun Tinda- stóll sakna þriggja leikmanna sem léku með liðinu í fyrrasumar, varn- armannsins sterka, Bjöms Sverris- sonar, Siguijóns Magnússonar og framheijans, Jón Gunnars Trausta- sonar, sem á við erfið meiðsli að stríða. Gylfi Kristjánsson, DV, Akuieyit Þórsarar sigruðu Aftureldingu, 28-22, í þýðingarmiklum fallbar- áttuleik í 2. deildinni i hand- knattleik í gærkvöldi. Jafnræði var með liðunum til að byrja með en Þór komst í 15-9 fyrir hálíleik og eftirleikurinn var auðveldur. Páll Gíslason og Sævar Áma- son skoruðu 8 mörk hvor fyrir Þór en 16 ára gamall piltur, Rík- harður Daðason, var langbestur í liði Aftureldingar og skoraöi 9 mörk. Með þessum úrslitum haía Þórsarar nánast gulltryggt sæti sitt í deiidinni en Afturelding berst við Keflavík um að foröast að falla með ÍH niöur í 3. deildina. í 1. deildinni Listinn yfir markahæstu menn 1. deildarinnar í handknattleik karla sem birtist í blaðinu í gær var ekki alls kostar réttur. Þar vantaði mörk sem Alfl-eð Gísla- son og Halldór Ingólfsson skor- uðu í teik KR og Gróttu á dögun- um og staöa markahæstu mamia er rétt svona: Hans Guðmundsson, UBK ....99/15 Alfreð Gíslason, KR.......90/19 ÁmiFriðleifsson, Vík.....84/15 Birgir Sigurðsson, Fram..82/8 Sigurður Gmmarsson, ÍBV.,.82/17 Halldór Ingólfsson, Gróttu....82/36 GuöjónÁrnason, FH........79/8 -VS Sauðkrækingar æfa í Belgíu - hafa fengið fimm nýja leikmenn Þórhallur Asmundsson, DV, Sauðárkróki

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.