Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1989, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1989, Blaðsíða 4
20 FÖSTUDAGUR 5. MAl 1989. FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 1989. 29 Messur Guðsþjónustur í Reykjavikurpróf- astsdæmi sunnudag 7. maí 1989. Árbæjarkirkja Guðsþjónusta kl. 11 árdegis. Ath. breyttan messutíma. Vorferð kirkju- skólans í Grafarvogshverfi og sunnu- dagaskólans í Árbæ til Þorlákshafnar verður farin eftir hádegi sama dag. Bömin mæta í Foldaskóla kl. 13 og lagt verður af stað frá Árbæjarkirkju kl. 13.30. Sr. Guðmundur Þorsteinsson. Áskirkja Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Ámi Bergur Sigurbjömsson. Breiðholtskirkj a Guðsþjónusta Ú. 11. Altarisganga. Org- anisti Sigríður Jónsdóttir. Þriðjudagur: Bænaguðsþjónusta kl. 18.15. Sr. Gísh Jónasson. Bústaðakirkja Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Prestur sr. Ólafur Jens Sigurðsson. Félagsstarf aldraðra miðvikudag kl. 13.30-17. Sóknarnefnd- in. Digranesprestakall Guðsþjónusta Jd. 14. Sr. Þorbergur Kristjánsson. Dómkirkjan Messa kl. 11. Gideonfélagar kynna starf sitt. Sr. Láms Halldórsson. Elliheimilið Grund Guðsþjónusta kl. 10. Organisti Kjartan Ólafsson. Sr. Magnús Bjömsson. Fella- og Hólakirkja Laugardagur 6. maí: Vorferðalag sunnudagaskólans. Farið verður suöur með sjó. Lagt af stað kl. 11. Ragnheiður og Guðmundur. Sunnudagur: Guðs- þjónusta kl. 11. Einsöngur. Ragnheiður Guðmundsdóttir. Trompetleikur: Jón Sigurðsson og Ásgeir Steingrimsson. Prestur Guðmundur Karl Ágústsson. Organisti Guöný Margrét Magnúsdótt- ir. Fermingarguðsþjónusta kl. 16.30. Fermdur verður Hannes Jón Lámsson, Þýskalandi. Prestur sr. Hreinn Hjartar- son. Organisti Guðný Margrét Magnús- dóttir. Fundur í æskulýðsfélaginu mánudagskvöld, 26. sept., kl. 20.30. Sóknarprestur. Grensáskirkja Messa kl. 11. Sr. Halldór S. Gröndal prédikar. Organisti Ámi Arinbjamar- son. Ath. breyttan messutíma. Kaffi- sala kvenfélagsins kl. 15. Mánudagur: Fundur kvenfélagsins kl. 20.30. Prest- amir. Hallgrímskirkja Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Ragnar Fjalar Lámsson. Dómprófastur, sr. Ólafur Skúlason, prédikar. Kirkja heymar- lausra: Guðsþjónusta verður í Garða- kirkju kl. 14. Mánudagur: Orgeltónleik- ar kl. 12.15. Aftansöngur (Vesper) kl. 18. Þrír einþáttungar eftir dr. Jakob Jónsson. Frumsýning kl. 20.30. Þriðju- dagur: Fyrirbænaguðsþjónusta kl. 10.30. Beöið fyrir sjúkum. Örgeltónleik- ar kl. 12. Miðvikudagur: Orgeltónleikar kl. 14. Aftansöngur (Vesper) á ensku. Þrir einþáttimgar sýning kl. 20.30. Fimmtudagur: Orgeltónleikar kl. 12.15. Föstudagur: Orgeltónieikar kl. 12.15 og Þrír einþáttungar kl. 20.30. Laugardag. Mozart tónleikar kl. 15. Þrír einþátt- ungar kl. 20.30. Landspitalinn Messa kl. 10. Sr. jón Bjarman Háteigskirkja Messa kl. 14. Sr. Amgrímur Jónsson. Kvöldbænir og fyrirbænir em í kirkj- unni á miðvikudögum kl. 18. Hjallaprestakall i Kópavogi Almenn guðsþjónusta kl. 11 í messu- heimiii Hjallasóknar, Digranesskóla. Aðalsafnaðarfundur Hjaliaprestakails strax að lokinni guðsþjónustu kl. 12 á sama staö. Sóknarfólk hvatt til þátt- töku. Sóknamefndin. Kársnesprestakall Guðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 11 árdegis. Sr. Ámi Pálsson. Langholtskirkja Kirkja Guðbrands biskups. Guðsþjón- usta kl. 14. Ræðuefni: Græðum ísland. ísland græðist. Organisti Jón Stefáns- son. Prestur sr. Sigurður Haukur Guð- jónsson. Kl. 15.00 Fjáröflunarkaffl minningarsjóðs frú Ingibjargar Þórðar- dóttur. Sóknamefndin. Laugarneskirkja Engin messa sunnudag. Þriðjudagur: Opið hús hjá Samtökunum um sorg og sorgarviðbrögð kl. 20-22. í safnaðar- heimiiinu. Helgistund í kirkjunni kl. 22. Fimmtudagur: Kyrrðarstund í há- deginu. Orgelieikur frá kl. 12. Altaris- ganga og bænastund kl. 12.10. Léttur hádegisverður í safnaðarheimilinu kl. 12.30. Sóknarprestur. Seljakirkja Guðsþjónusta kl. 14. Altarisganga. Org- anisti Kjartan Sigurjónsson. Sóknar- prestur. Föstudagur: Fyrirbænasam- vera kl. 22. Seltjarnarneskirkja Laugardagur 6. maí: Vorferðalag bamastarfsins. Lagt af stað frá kirkj- unni kl. 13 suður á Reykjanes. Helgi- stund verður í Hvalsneskirkju. For- eldrar velkomnir með. Sunnudagur: Guðsþjónusta kl. 11. Organisti Sig- hvatur Jónasson. Prestur sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir. Æskulýðsfund- ur mánudagskvöld kl. 20.30. sóknar- prestur. Viðistaðasókn Messa í Víöistaðakirkju kl. 11. Kór Víðistaðakirkju syngur. Organisti Kristín Jóhannesdóttir. Ferð Kirkju- skólans verður farin- frá- Víðistaða-- Hlégarður í Mosfellsbae: Sýning Sólveigar Eggerz Sýnlngu Sólveigar Eggerz Pét- ursdóttur í Hlégaröi er opin 16-22 daglega til 8. maí. Sólveg hefur haldiö íjölmargar einkasýningar hér á landi og er- lendis, til dæmis í London, Kaup- mannahöfn, Malmö og Hannover. Einnig hefur hún verið með sýn- ingar á Gullna hananum frá 1986. Úr námum íslensku hljómsveit- arinnar Fjórða efnisskráin úr námum íslensku hljómsveitarinnar verður flutt í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi sunnudaginn 7. mai kl. 16.00. Öldin sautjánda verður gerð að yrkisefni, Þorkell Jóelsson hom- leikari, Ásgeir H. Steingrímsson trompetleikari og Oddur Bjömsson básúnuleikari ásamt íslensku hljómsveitinni undir stjórn Guð- mundar Emilssonar frumflytja tónverkið Sinfonia Concertante; ferðalangur af íslandi eftir Pál P. Pálsson. Tónverkið er samið út frá frumortu ljóði Þórarins Eldjárns, Jón Ólafsson slysast, þar sem segir af Jóni Indíafara. Á undan tónlist- arflutningi veröur afhjúpað gler- listaverk sem Leifur Breiðfjörð hef- ur gert og nefnir Perlan. Á tónleikunum verða einnig flutt sönglög viö hljóðfæraundirleik. Fjórir kunnir óperasöngvarar, El- ísabet F. Eiríksdóttir, Hrafnhildur Guðmundsdóttir, Viðar Gunnars- son og Júlíus Ingvarsson, flytja lög eftir íslensk tónskáld. l.<-ifur Rtríðfniiö júlíut Vinil liij<«r*<oo Þóf*rJ»!n Eidjirn Frú Emelía: Frumsýnir verkið Sérð þú það sem ei? Á sunnudagskvöld kl. 20.30 frum- sýnir leikhúsið Frú Emelía leik- verkið Gregor eða Sérð þú það sem er? Verk þetta er byggt á skáldsög- unni Hamskiptin eftir Franz Kafka. Hamskiptin er einföld og þó margslungin lýsing á óvenjulegu og mögnuðu sálarlifi. Lýst er mik- illi ógæfu, sem þó er fólgin í því að ungur maður er ekki lengur hlut- verki sínu vaxinn. Hann var fyrir- vinna fjölskyldu sinnar en verður að ógeðslegri pöddu; ónytjungur. Fjölskyldan lítur á það sem hverja aðra ógæfu sem þarf að bera. Padd- an vekur leiðindi og andúð og ekki er laust við að örli beinlínis á skelf- ingu. Litið er á höfundinn Frans Kaíka sem einn brautryðjenda í bók- menntum nútímans. Hann fæddist í Prag 1883 og lést 1924 í þorpinu Kierlind við Rínarborg. Hann varð ekki vemlega þekktur er hann lést en undanfarna áratugi hafa rit hans öðlast frægð um allan heim. Aðstandendur sýningarinnar eru: Ellert A. Ingimundarson, Árni Pétur Guðjónsson, Margrét Árna- dóttir, Bryndís Petra Brágadóttir, Einar Jón Briem og Erla B. Skúla- dóttir. Leikstjóri er Guðjón Peter- sen. Leikmynd og búninga gerir Guðjón KetÚsson og Hans Gústafs- son aðstoðarmaður hans. Leikgerð Hafliði Amgrímsson. Lýsing Ágúst Pétursson. Leikhljóð Arnþór Jóns- son. Hárgreiðsla Guðrún Þorvarð- ardóttir. Síðasta sýning á Sjan-Eng verður á sunnudagskvöldið i Iðnó. Leikrit þetta hefur fengið hinar bestu viðtökur gagnrýnenda sem og áhorfenda. Á myndinni sjást Sigurður Sigurjónsson og Þröstur Leó Gunnarsson í titil- hlutverkunum. Þá eru einnig siðustu sýningar á laugardag og sunnudag á barnaleikritinu Ferðin á heimsenda. Óratorían Elía verður flutt í Hallgrímskirkju í tengslum við kirkjulistahátíð. Kirkjulistahátíð í Hallgrímskirkju: Óratorían Elía Óratorían Elía segir sögur spámannsins Elía með orðum Gamla testamentisins en inn í hana fléttast Davíðssálmar og aörir lofgjörðar- og bænatextar ritningarinnar. Elía er sunginn af barítón, ekkjan af sópr- an, Ahab konungur og Obadía dróttseti af tenór, drottningin er alt. Kórinn túlkar englana og lýöinn sem ýmist ákalla hjá- guðinn Baal eða drottin fyrir máttarverk hans. Elía gerði kraftaverk með bænum sínum, fgaði menn frá dauðum, batt enda á þurrka og hungursneyð og tókst að leiða ísraelsþjóð frá villu. Hlutverk kórsins í Elía er mjög veiga- mikið og hljómsveitin stór. Því var Mót- ettukór Hallgrímskirkju sérstaklega stækkaður fyrir þetta verkefni og telur hann 90 manns. Lítill 16 manna kór fer með hlutverk englanna en fjórir einsöngv- arar koma frá meginlandi Evrópu. Silvia Herman sópransöngkona er frá Vínarborg. Hún hefur starfaö við Vínaróp- eruna og óperuhúsið í Hamborg og sungið í mörgum helstu óperuhúsum á megin- landinu. Ursula Kunz altsöngkona er frá Paderborn í Vestur-Þýskalandi. Hún starf- ar nú við óperuna í Karlsruhe en hefur verið gestur óperuhúsanna í Genf og Ham- borg. Deon van der Walt tenórsöngvari fæddist í Suður-Afríku, lærði söng í Þýskalandi og starfar nú þar. Andreas Schmidt barítónsöngvari hefur oftlega sungið hér á landi við góðar undirtektir. Hann hefur um árabil starfað við óperuna í Berlín og farið með mörg aðalhlutverk. Nú bíða hans fjögur hlutverk við Metro- politan óperuna. Óratorían verður ílutt á morgun, laugar- dag, og endurtekin á sunnudag ef aðsókn verður mikil. Bæjarbíó Hafnarfirði: Eftirlitið og Otto og nashymingamir Hljómsveitimar Eftirlitið og Otto og nashyrningarnir halda tónleika í kvöld í Bæjarbíói í Hafnarfirði. Auk þessara hljómsveita mun Akústík úr Firðinum leika á tón- leikunum. Þessir tónleikar verða forvitnilegir fyrir margra hluta sakir, t.d. gefst þama kostur á að sjá hljómsveitina Eftírlitið sem er með plötu í handraðanum. Ekki er síður forvitnilegt að heyra í Otto og nashymingunum, sem er ný og fersk hljómsveit, og eru þeir um þessar mundir að und- irbúa Rússlandsferð. Þá er alltaf gaman að fylgjast með nýliðum í bransanum. Verðinu er stillt í hóf, aðeins 300 krónur kostar á hljómleikana. Tón- leikarnir hefjast upp úr 21.00. Eftirlitið er ein þriggja hljómsveita á tónleikunum i Bæjarbiói. Fella- og Hólakirkja: Snæfellinga- kórinn Snæfellingakórinn í Reykjavík heldur tónleika í Fella- og Hóla- kirkju á morgun kl. 16.00. Einnig syngur Kór Fjölbrautaskólans í Breiðholtí nokkur lög og í lokin syngja kórarnir saman. Á efnisskrá em lög eftír innlend og erlend tónskáld, meðal annars eftír Jón Ásgeirsson, Friðrik Bjarnason, Mozaer, Bruckner, Byrd og fleiri. Á tónleikunum syngja þau Theó- dóra Þorsteinsdóttír sópran og Friðrik S. Kristinsson tenór aríur og dúetta úr Leðurblökunni eftir Johann Strauss. Píanóleikari er Ingibjörg Þorsteinsdóttir. Söng- stjóri Snæfellingakórsins og Kórs Fjölbrautaskólans í Breiðholti er Friðrik S. Kristinsson. Gallerí List: Arthur Ragnars- son sýnir Arthur Ragnarsson myndlist- armaður opnar málverkasýningu í Galleri List kl. 15 á morgun. Listamaðurinn stundaði nám í fjögur ár við Myndlista- og hand- íðaskóla íslands. Árið 1982 flutti Arthur til Gautaborgar í Sviþjóð og bjó þar í rúmlega fjögur ár. Þar starfaði hann við listmálun, auglýsingateiknun, hljóðfæraleik og myndlistarkennslu. Fyrir tveimur árum fluttí hann heim til íslands og hefur unniö að myndlist hér síðan. Gallerí List er opið daglega frá kl. 14-19. Langholts kirkj a: Finnskur lögreglu- kór I maímánuði 1988 var haldiö í Reykjavík söngmót lögreglukóra höfuðborga Norðurlandanna. Þetta var í áttunda sinn sem slíkt mót var haldið og í annað sinn sem það var haldið í Reykjavík. Þegar undirbúningi fyrir mótíð var lokið barst Lögreglukór Reykjavíkur bréf frá finnska kórn- um þar sem tilkynnt var að kórfé- lagar hefðu fengið leyfi frá störfum og vildu gjarnan halda tónleika í Reykjavík. Finnski kórinn er frá Helsingfors og í honum eru 32 söngmenn. Kór- inn heldur tónleika í Langholts- kirkju á sunnudagskvöld kl. 21.00. Vorblómið selt 7. maí Á hverju vori í röskan aldarQórðung hefur IOGT gefið út nýja bók undir heit- inu Vorblómið Ólíkt öðrum bókum er Vorblómið ekki selt í verslunum. Það er eingöngu selt í húsum af félögum í barna- stúkum landsins og er aðeins á boðstól- um fyrsta sunnudag hvers maímánaðar. Þetta er jafnframt helsta fjáröflunarleið barnastúknanna. Vorblómið hefur aldrei verið glæsilegra en það sem boðið veröur til sölu 7. mai nk. í því eru teiknimynda- sögur, smásögur, leikrit, skrýtlur, þraut- ir, leikir, getraunir, gátur, ljóð, ævintýri og m.fl. Flóamarkaður FEF Félag einstæðra foreldra heldur flóa- markað í Skeljanesi 6, Skerjafiröi, alla laugardaga í maí kl. 14-17. Alltaf eitthvað nýtt á hverjum laugardegi. Tapað fundið Leóurjakki og taska tapaðist á Hótel Borg Laugardaginn 22. apríl sl. tapaöist geymslunúmer á Hótel Borg. Sá sem náði í svartan, þykkan ieöuijakka og svart veski meö snyrtidóti og kristalslykia- kippu með tveimur lyklum er vinsamleg- ast beöinn að skila því gegn góðum fund- arlaunum. Upplýsingar í s. 46900 eða 42502 (Sonja). Fundir Félag eldri borgara í Kópavogi minnir á skemmtifundinn föstudaginn 5. maí kl. 20.30 í Félagsheimili Kópavogs, neðri sal. Húnvetningafélagið Aðalfundur Húnvetningafélagsins verð- ur haldinn fmimtudaginn 11. mai kl. 20 í Húnabúö, Skeifunni 17. Sýningar Myndlistarsýning á Siglufirði Rúna Gísladóttir listmálari opnar mynd- listarsýningu á Siglufirði 4. maí kl. 14. Sýning hennar verður í sýningarsalnum að Gránugötu 24 fram til sunnudagsins 7. maí og verður opin kl. 14-19 alla sýn- ingardagana. Þetta er þriðja einkasýning Rúnu. Að þessu sinni sýnir Rúna mál- verk, vatnslitamyndir og collage, samtals 37 myndir. Norræna húsið: Ungfrúin góða og húsið A morgun kl. 15.00 verður opnuð sýning í anddyri Norræna hússins á myndum eftir sænsku hstakon- una Siri Derkert sem hún geröi við sögu Halldórs Laxness, Ungfrúin góða og húsið. Auk þess eru á sýn- ingunni tíu litiar myndir í lit sem teiknaðar voru á íslandi árið 1949. Sonur Siri, Carlo Derkert Ustfræð- ingur, heldur fyrirlestur í fundar- sal Norræna hússins á morgun kl. 16.00 sem hann nefnir Siri Derkert og ísland. Siri Derkert kom til islands 1949 og dvaldist hér í átta mánuði og kynntíst mörgum íslendingum. ís- land hafði mikil áhrif á hana, bæði land og þjóð. Hún var fædd í Sví- þjóð árið 1888 og lést 1973. Hún hóf listnám við málaraskóla Althins og síðar nam hún við Listaháskólann í Stokkhólmi en hélt árið 1913 til Parísar þar sem hún varð fyrir miklum áhrifum frá kúbismanum. Einnig bjó hún á Ítalíu um skeið og málaði. Sýningin stendur tíl 4. júní og er opin kl. 9-19 nema sunnudaga kl. 12-19. kirkju kl. 13. Sr. Guðmundur Öm Ragnarsson. Eyrarbakkakirkja Fermingarguðsþjónusta kl. 13. Sóknar- prestur. Keflavíkurkirkja Guðsþjónusta kl. 11. Aöalsafnaðar- fundur í kirkjunni eftir messu. Sóknar- prestur. Hafnarijarðarkirkja Ferðalag sunnudagaskólans kl. 10.30, munið sunnudagaskólabílinn. Guðs- þjónusta kl. 14. Organisti Helgi Braga- son. Sr. Gunnþór Ingason. Fermingarbörn í Eyrarbakkakirkju sunnudaginn 7. maí kl. 13.00. Prestur sr. Úlfar Guðmundsson. Aðalsteinn Martin Grétarsson, Túngötu 8, Eyrarbakka. Eiríkur Vignir Pálsson, Túngötu 13, Eyrarbakka. Helga Guðný Jónsdóttir, Eyrargötu 19, Eyrarbakka. Kjartan Ingi Sveinsson, Háeyrarvöllum 22, Eyrarbakka. Sigríður Sif Magnúsdóttir, Seylum, Ölfusi. Sigrún Sif Jóelsdóttir, Eyrargötu la, Eyrarbakka. Fríkirkjan í Reykjavík Sunnudagurinn 7. maí er dagur aldr- aðra í söfnuðinum. Bamaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Öldmðum safnaðarfélögurh sérstaklega boðið til guösþjónustunnar. Einsöngur: Guð- laugur Tryggvi Karlsson. Kvenfélagið býður til kafíidrykkju að guðsþjónustu lokinni. Undir borðum veröa sungin sumarlög með aðstoð organistans, Pa- vel Smid, og félaga úr kór kirkjunnar. Þeir sem óska eftir akstri til kirkju (og frá) era beðnir að hafa samband í síma 14579 kl. 10-11 að morgni sunnudags- ins. Cecil Haraldsson.______ KIRKJUDAGUR ALDRAÐRA Á ári aldraðra 1982 var uppstigningar- dagur valinn kirkjudagur eldra fólks í landinu í samráði við Elhmálanefnd Þjóðkirkjunnar en hún vinnur að mál- efnum aldraðra á vegum kirkjunnar. Upp frá því hefur kirkja íslands yfir- leitt helgað eldra fólkinu þennan dag. Hefur það sums staöar tekið þátt í guðs- þjónustunni með því að lesa texta dagsins og jafnvel stigið í stólinn. Góð samvinna hefur víða tekist með safnaðarfólki öllu ásamt presti viö að stuöla aö því að sem flestir af þeim eldri geti átt góðan dag í kirkju sinni, meðal annars með því aö aka fólki til og frá og bjóða því i kirkjukaffi eftir messu. „Kirkjudagur aldraðra" nýdur sífellt meiri vinsælda, bæði eldri og yngri, og skipar orðið virðulegan sess í þeim söfn- uðum þar sem svona starfsemi verður við komiö. L Tilkyrmingar Ný knattborðsstofa Opnuð hefur verið ný knattborðsstofa (billiard) að Faxafeni 12, Reykjavík, und- ir nafninu Billiardstofan Faxafeni 12. í stofunni eru átta snókerborð, sex 12 feta og tvö 10 feta. Innréttingar eru allar hin- ar smekklegustum og myndar t.d. af- greiðsluborðið snókerborð með kúlum. Opið er alla daga vikunnar frá kl. 10 f.h. til kl. 24. Aðalfundur Alliance Francaise verður haldinn á franska bókasafninu, Vesturgötu 2, miðvikudaginn 10. maí kl. 20.30. Ármúla 3-108 Reykjavík-Sími 91 -680988

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.