Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1989, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1989, Blaðsíða 6
30 FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 1989. Kvikmyndir - Kvikmyndir - Kvikmyndir Bíóborgin: Hættuleg sambönd Þaö heföi þótt saga til næsta bæjar fyrir nokkrum árum að að- eins rúmum mánuöi eftir óskars- verölaunaafhendingu skyldi vera búiö aö taka til sýningar í Reykja- vík allar þær fimm kvikmyndir sem kepptu um titilinn besta myndin. Þetta er nú samt staö- reyndin. Sú síðasta þeirra fimm, Hættuleg sambönd (Dangerous Liasons), verður frumsýnd í Bíó- borginni á morgun. Mynd þessi hefur alls staöar vak- iö mikla athygli og þykir hafa vel tekist aö koma góðu leikriti í kvik- mynd. Myndin gerist í Frakklandi rétt fyrir byltinguna og segir frá spilltum og lævísum aðli sem skemmtir sér við aö koma saklaus- um á kaldan klaka. Vopnin snúast þó í höndum þeirra þegar fer aö líða á myndina. Aðalhlutverkin ieika John Malkovich, Glenn Close og Mich- elle Pfeiffer. Leikstjóri er Stephen Frears sem hefur á undanfornum árum leikstýrt þremUr breskum úrvalsmyndum, My Beautifui Laundrette, Prick up Your Ears og Sammi and Rosie Get Laid. Allt miklar gæöamyndir. Hættuleg sambönd er fyrsta kvik- mynd Frears fyrir risana í 'Holly- wood og þykir honum hafa tekist meistaralega vel upp og gert ein- staka kvikmynd sem er langt frá að vera hin almenna Hollywood- framleiösla. -HK Tveir ólíkir grínistar: Sally Field og Tom Hanks í hlutverkum sínum. Stjömubíó: Hlátrasköll Tom Hanks sannaði eftirminni- lega í Big að hann er mjög góður leikari. Hann staðfestir það í Hlátrasköllum (Punchline) þar sem hann fer á kostum í hlutverki grín- ista sem dreymir um að verða fræg- ur. Á móti honum leikur Sally Field og leikur hún annan grínista. Leið- ir þeirra liggja saman og þótt lífs- viðhorfin séu ólík þá myndast á milli þeirra sterkt samband. Hlátrasköll eru um gamanleikara og þótt ekki sé langt í hláturinn hjá áhorfendum þá er þetta einnig mynd um brostnar vonir og trú á lífið þótt baráttan sé hörð. Leik- .stjóri er David Seltzer. Þá má geta þess að tveir góðkunnir leikstjórar, Mark Rydell og Paul Mazursky, koma fram í myndinni. -HK Aðalhlutverkin í myndinni Hættuleg sambönd eru I höndum Glenn Close, Johns Malkovich og Michelle Pfeiffer. Laugarásbíó: Martröð áÁlmstræti Hér hefur Freddy Krueger (Robert Englund) orðið sér úti um fórnar- lamb. Þá er Freddy Krueger kominn aftur á kreik og er eins gott að verða ekki á vegi hans í drauma- landinu. Martröð á Álmstræti er fjórða myndin um Freddy sem er á góðri leið með að verða ein allra þekktasta hrylhngspersóna kvik- myndanna. Geysifullkomnar tæknibrellur einkenna fjórðu myndina sem hlaut geysimikla aðsókn í Banda- ríkjunum á síðasta ári og endaði í sextánda sæti í röðinni yfir mest sóttu kvikmyndir á síðasta ári. Það sem gerir myndirnar um Freddy Krueger sérstakar er að þrátt fyrir að hann birtist í draum- um er ekki langt í veruleikann og eru oft engin skil milli drauma og veruleika. Nokkuð sem áhorfendur fá aldeilis að kynnast í nýjustu martraöarmyndinni. -HK Sýningar Art-Hún Stangarhyl 7, Reykjavik Sýningarsalur og vinnustofur að Stang- arahyl 7. Þar eru til sýnis og sölu olíumál- verk, pastelmyndir, graíik og ýmsir leir- munir efbr myndlistarmennina Erlu B. Axelsdóttur, Helgu Ármanns, Elínborgu Guðmundsdóttur, Margréti Salome Gunnarsdóttur og Sigrúnu Gunnarsdótt- ur. Opið alla virka daga kl. 13-18. Árbæjarsafn, simi 84412 Opið laugardaga og sunnudaga kl. 10-18. Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74 í safni Ásgríms Jónssonar hefur verið opnuð sýning á vatnslitamyndum Ás- gríms og stendur hún til 28. maí. Á sýn- ingunni eru 27 myndir frá ýmsum skeið- um á hinum langa listferli Ásgríms. Sýn- ingin er opin alla daga nema mánudaga kl. 13.30-16. Ásmundarsalur, Freyjugötu 41 Pétur Bjarnason sýnir verk sín í Ás- mundarsal. Sýningin er opin kl. 14-20. FÍM-salurinn, Garðastræti 6 Daði Guðbjömsson sýnir málverk í FÍM- salnum. Hann hefur haldið fjölda einka- sýninga hér heima og erlendis og tekið þátt í mörgum samsýningum. FÍM-salur- inn er opinn virka daga kl. 13-18 og 14-18 um helgar. Sýningin stendur til 16. mai. Sölugallerí FIM er í kjallaranum. Gallerí Borg, Pósthússtræti 9 Kjallarinn í Pósthússtræti 9, þar sem er úrval smámynda og margt góðra verka eldri meistara, er ávallt opinn á sýningar- tíma. Grafík-galleríið í Austurstræti 10 (uppi á lofti í Pennanum) er hins vegar opið á sama tíma og Penninn. Listasafn Einars Jónssonar er opið alla laugardaga og sunnudaga kl. 13.30-16. Höggmyndagarðurinn er opinn daglega kl. 11-17. Gallerí Grjót, Skólavörðustíg Sigurður Þórir Sigurðsson og Kristberg- ur Pétursson sýna nú verk sin í Gallerí Gijóti. Hafa þeir bæst í þann hóp lista- manna sem fyrir var, að undanskildum þeim Gesti og Rúnu sem hætt eru þátt- töku. Verk Sigurðar Þóris og Kristbergs munu verða í forgrunni í galleríinu um hríð en verk annarra aðstendenda Gijótsins eru einnig til sýnis og sölu sem fyrr. Opið er alla virka daga frá kl. 12-18. Gallerí Langbrók, Bókhlöðustíg 2, textílgallerí, er opið þriðjudaga til tostu- daga kl. 12-18 og laugardaga kl. 11-14. Gallerí List, Skipholti 50B Arthur Ragnarsson sýnir í Gallerí List. Flestar myndanna eru til sölu. Opið virka daga kl. 10.30-18 og 10.30-14 á laugardög- um. Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfiarðar Þar stendur nú yfir málverkasýning Jóns Gunnarssonar. Sýningin er opin kl. 14-19 alla daga nema þriðjudaga. Sýningin stendur til 7. maí. Katel, Laugavegi 20b (Klapparstígsmegin) Til sölu eru verk eftir innlenda og er- lenda listamenn, málverk, grafík og leir- munir. Kjarvalsstaðir v/Miklatún Laugardaginn 6. maí kl. 16 verður opnuð sýning á nýjum verkum eftir Helga Þorg- ils Friðjónsson, 1 boði Menningarmála- nefndar Reykjavíkurborgar. Sýningin verður opin daglega kl. 11-18. Listasafn ASI, Grensásvegi 16 Halldór Árni Sveinsson sýnir málverk. Þetta er önnur einkasýning Halldórs en hann hefur einnig tekið þátt í samsýning- um. Á sýningunni eru landslags- og mód- elmyndir unnar í olíu, vatnshti og past- el. Sýningin er opin virka daga kl. 16-20 og um helgar kl. 14-20. Ljósmyndasafn Reykjavíkur, Borgartúni 1 Nú um helgina veröur opnuð í Ljós- myndasafni Reykjavíkur sýning á ljós- myndum er voru sýndar á kvennaráð- stefnunni í Osló sumarið 1988. Sýningin verður opin virka daga frá kl. 8.30-18 og um helgar kl. 13-18. Sýningunni lýkur 21. maí. Sýning í Odda, nýja hugvísindahúsinu, er opin daglega kl. 13.30-17. Þar eru til sýnis 90 verk í eigu safnsins, aðallega eftir yngri listamenn þjóðarinnar. Að- gahgur að safninu er ókeypis. Listasafn íslands, Fríkirkjuvegi 7 Sérfræðingur segir gestum frá „mynd mánaðarins" á fimmtudögum kl. 13.30- 13.45 og er það ókeypis. Þá stendur yfir sýning á oliumyndum sænsku listakon- unnar Hilmu af Klint. Þetta er farandsýn- ing sem farið er með um Norðurlöndin og Bandaríkin. í sal 2 hefur verið opnuð sýning á ■ málverkum átta íslenskra myndlistarmanna og eru öll verkin í eigu Listasafnsins. Listamennimir eru Björg Þorsteinsdóttir, Bragi Ásgeirsson, Einar Hákonarson, Erró, Guðbergur Auðuns- son, Gunnar Öm Gunnarsson, Tryggvi Ólafsson og Vilhjálmur Bergsson. Lista- safn íslands er opið alla daga nema mánudaga kl. 11-17 og er veitingastofa hússins opin á sama tíma. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar, Laugarnestanga 70 í tilefni af opnun safnsins og 80 ára af- mæli listamannsins er haldin yfírlitssýn- ing á 50 verkum Siguijóns. Þar á meðal em myndir sem aldrei hafa áöur verið sýndar á íslandi. Safnið og kaffistofan em opin laugardaga og sunnudaga kl. 14-17. Tekið er á móti hópum eftir samkomu- lagi. Norræna húsið Laugardaginn 6. maí kl. 15 verður opnuð sýning í andyri Nomæna hússins á myndum eftir sænsku listakonuna Siri Derkert sem hún geröi við sögu Halldórs Laxness, Ungfrúin góða og húsið. Auk þess em á sýningunni tíu litlar myndir í lit, sem teiknaðar vom á íslandi 1949. Sýningin stendur til 4. júni og er opin kl. 9-19 nema sunnudaga kl. 12-19. Aðgang- ur er ókeypis. Nýhöfn, Hafnarstræti 18 Jón Axel sýnir 10 nýjar, stórar kolateikn- ingar á pappír sem em settar á striga. Þetta er 8. einkasýning Jóns Axels en hann hefur einnig tekið þátt í fjölda sam- sýninga hér heima og erlendis. Sýningin, sem er sölusýning, er opin virka daga frá kl. 10-18 og um helgar frá kl. 14-18. Henni lýkur 17. maí. Stofnun Árna Magnússonar Handrftasýning .Stofnunar Áma Magn- ússonar er í Árnagarði við Suðurgötu á þriðjudögum, fímmtudögum og laugar- dögum kl. 14-16. Póst- og símaminjasafnið, Austurgötu 11 Opið á sunnudögum og þriðjudögum kl. 15-18. Aðgangur ókeypis. Vinnustofa Ríkeyjar, Hverfisgötu Þar em til sýnis og sölu postulínslág- myndir, málverk og ýmsir litlir hlutir. Opið er á verslunartíma þriðjudaga, mið- vikudaga, fimmtudaga og föstudaga og á laugardögum kl. 10-16. Þjóðminjasafnið Opið þriðjudaga, fimmtudaga, laugar- daga og sunnudaga kl. 11-16. Myndlistarsýning í SPRON I Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis, útibúinu að Álfabakka 14, Breiðholti, stendur yfir sýning á verkum eftir Bene- dikt Gunnarsson listmálara. Sýningin mun standa yfir til 26. mai nk. og er opin frá mánudegi til fimmtudags frá kl. 9.15-16 og fóstudaga kl. 9.15-18. Sýningin er sölusýning. Sýning í Myndlista- og handíðaskóla íslands Nemendur á barna- ög unglinganám- skeiðum Myndlista- og handíðaskóla ís- lands sýna verk sín 6. og 7. maí. Sýningin verður í skólanum, Skipholti 1, frá kl. 14-22 báða dagana. I vetur hafa u.þ.b. 160 nemendur stundað þar nám á tveimur önnum. Nemendur eru á aldrinum 6-16 ára í 7 flokkum. Kennari á námskeiðun- um er Hrafnhildur Gunnlaugsdóttir. Málverkasýning í Hlégarði, Mosfellsbæ Fyrsta mai var opnuö sýning á verkum Sólveigar Eggerz Pétursdóttur. Efni myndanna er frá Mosfellsbæ og ná- grenni, umhverfi Tjarnarinnar í Reykja- vík og fantasíur. Sýningin stendur í eina viku og er opin daglega kl. 16-22. Henni lýkur mánudaginn 8. maí. Safnahúsið, Sauðárkróki Myndlistarhópurinn Áfram veginn sýnir í Safnahúsinu á Sauðárkróki. Sýningin er opin alla daga kl. 15-18. Henni lýkur 7. maí. VEISTU ... að aftursætið fer jafnhratt og framsætið. SPENNUM BELTIN hvar sem við sitjum í bílnum. UUMFERÐAR RAÐ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.