Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1989, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1989, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 1989. Fréttir Fáskmðsfjarðartogari: Gert að af la við bryggjuna Ljósafell, sem er togari í eigu Kaupfélags Fáskrúösfiröinga, var bundinn við bryggju á meðan áhöfn hans var aö ljúka við aö gera að afla úr einni veiöiferð skipsins. Skipið kom úr umræddri veiðiferð fóstudaginn 28. apríl. Bannað er að gera að fiski inni á höfnum. „Það er rétt að nokkru leyti. Það var gert að fiski við bryggju í smá- tíma. Togarinn kom að bryggju eft- ir að hafa fengið stórt hal í lok veiðiferðarinnar. Þegar í land kom hafði þeim ekki tekist að gera að öllum fiskinum. Þeir komu að bryggju og það var gert til þess að við þyrftum ekki aö stoppa frysti- húsið. Til að fylgja öllum reglum tókum við vatn úr landi til að þvo fiskinn," sagði Eiríkur Ólafsson, útgerðarstjóri Kaupfélags Fá- skrúðsfjarðar. - DV hefur heimildir fyrir því að vatn úr landi hafi ekki dugað til og gripið hafi verið til þess ráðs aö dæla sjó úr höfninni til að þvo fisk- inn. „Það dugði alveg til. Hver segir þér þetta?“ - Ég get ekki sagt þér það. „Eg tel það lítilvægt ef menn geta ekki nafngreint sig. Ég get ekki séð að það saki meira að skola fiskinn einu sinni upp úr sjó úr höfninni en að vera með fiskeldi í höfnum. Þessi eldisfiskur étur alla tíð þaö sem frá okkur kemur og úr okkur fer. Auðvitað má ekki nota sjó inn- an ákveðinna marka inni á fjörð- unum. Sennilega er það rétt að það megi ekki henda slóginu í höfnina. Þegar mikið fiskirí er þá vilja hlut- imir æxlast öðruvísi en menn helst hefðu viljað. Við höfum reynt að gera okkar besta til að vera með sem besta vöru. Við höfum stytt alla túra hjá togurunum niður í fimm daga,“ sagði Eiríkur Ólafs- son. „Við notuöum vatn úr landi við að þrífa fiskinn. Ef sjór hefur verið notaður þá hefur það verið í sára- htlum mæli. Það átti bara að nota vatnið. Það er ekki sama hvernig firðir eru hvað strauma, fjölda íbúa og fleira varðar,“ sagði Eiríkur Ólafsson. -sme Eggert ísberg framkvæmdastjóri í stafni nýja bátsins. DV-mynd Magnús Blönduós: Þriðji samlokubáturinn seldur til Drangsness Magnús Ólafsson, DV, A-Húnavatnssýslu: Nýr 17 lesta bátur, sem smíðaður var hjá Trefiaplasti hf. á Blönduósi, var sjósettur í síðustu viku og var hann seldur til Drangsness í Stein- grímsfirði á Ströndum. Þetta er þriðji báturirin sem smíðaður er hjá fyrir- tækinu af þessari stærð en sá fyrsti þeirra sem er að fullu frágenginn hjá því. Áður höfðu innréttingar og fleira veriö unnar á Siglufirði. Nú unnu iðnaðarmenn í Húnaþingi að þeim verkþætti. Þessir bátar er svokallaöir sam- lokubátar. Aðferðin við smíðina er í því fólgin að léttkjamaefni er lagt á trégrind, sem myndar útlínur báts- ins, og hún síðan klædd trefiaplasti að utan sem innan. Með þessari aö- ferð er hægt að breyta lögun hvers báts að óskum kaupenda og þykja þeir mjög sterkbyggðir. Þeir eru með svoköÚuðu perustefni eins og mörg stærri skip og þykja góð sjóskip. Að sögn Eggerts ísberg, fram- kvæmdasfióra fyrirtækisins, kostar þessi bátur fullbúinn 14 milljónir. í honum eru fullkomin tæki og góður búnaður. Stöðugt er unnið að því að leita markaða erlendis fyrir þá, enda fyrirtækinu mikilvægt að ná þar sölu. Búið er að leggja í mikinn kostnað við hönnun. íþróttamálaráðherrar Evrópu funda í Reykjavík: Fyrsti ráðherrafundur Evrópuráðsins hér á landi „Þetta er fyrsti ráðherrafundurinn sem haldinn er hérlendis á vegum Evrópuráðsins og þar verða rædd mörg málefni,“ sagöi Svavar Gests- son menntamálaráðherra í viðtali við DV í gær. Svavar mun á miðviku- dag sefia fund íþróttamálaráðherra aðildarríkja Evrópuráðsins á Kjarv- alsstöðum. Fundurinn hefst klukkan 9.00 á miðvikudagsmorgun og stend- ur í tvo daga. Forseti íslands mun verða viðstödd setningu fundarins. „Meðal mála sem þarna verða rædd eru efnahagsleg áhrif íþrótta,“ sagði menntamálaráðherra, „reglur sem beita á til að koma í veg fyrir ofbeldisverk á íþróttaleikvöngum, nýr sáttmáh um misnotkun lyfia meðal íþróttamanna, íþróttir fatl- aðra og hlutur kvenna í íþróttum." Reynir G. Karlsson, íþróttafulltrúi ríkisins, sem hefur yfirumsjón með undirbúningi og framkvæmd fund- arins, sagði í gær að á Kjarvalsstöð- um væri búið að setja upp stærsta fundarborð sem hér hefði verið sett upp. „Það er venja á fundum þessum að hvert þátttökuríki fái tvö sæti við hringborð," sagði Reynir. „í þetta sinn koma fuhtrúar frá tuttugu og fiórum aðilarríkjum Evrópuráðsins. Fundarborðió stóra á Kjarvalsstöðum, hið stærsta sem hér hefur verið sett upp. DV-mynd KAE Auk þess koma fuhtrúar frá Ung- verjalandi og Póhandi en þetta er í fyrsta sinn sem þau ríki taka þátt í ráðstefnu af þessu tagi. Loks kemur svo áheyrnarfuhtrúi frá Kanada en Kanadamenn senda fuhtrúa einkum vegna áhuga á því sem lýtur að lyfia- misnotkun í íþróttum." HV I dag mælir Dagfari Atvinnubótavinna Það er ekki ahar þjóðir eins láns- amar og íslendingar að búa við það sfiómarfar að hafa galdramenn í ríldssfióm. Það er mikil guös bless- un aö þjóðin skuli eiga töframenn í póhtíkinni og vera svo heppin að þegar verst stendur á skuh bestu töframennimir einmitt sifia í sfióm. Þegar opinberir starfsmenn vora orðnir auralausir gengu ráðherr- amir til samninga við BSRB og sömdu um myndarlega kauphækk- un til starfsmanna sinna og Ólafur Ragnar galdraði fram peninga og sagði að það væri ekkert mál fyrir ríkissjóð að greiða þessa kaup- hækkun. Þá komu kennarar í Há- skólanum og vildu kauphækkun og ríkissfiómin sagði: ekkert mál og töfraöi fram peninga í sérstakan sjóð, þar sem háskólakennurum verður borgað sérstaklega fyrir að mæta th vinnu. Alþýðusambandið og hin al- menni launamaður heimtaði auð- vitað sömu hækkun og opinberir starfsmenn fengu og atvinnurekst- urinn í landinu sagðist ekki geta borgað eins ogríkissjóður, en töfra- mennimir í sfióminni ypptu öxlum og kæra sig kohótta þótt atvinnu- reksturinn sé rekinn með tapi og eigi ekki pening. Enda fór þaö svo að vinnuveitendur gengu til samn- inga um aö borga laun, sem þeir hafa ekki efrii á að greiða, vegna þess að töframennimir í ríkis- sfióminni era þeirrar skoðunar að þaö sé aukaatriði hvort fyrirtækin græða eða tapa. Verst gekk að semja við háskóla- menntaða ríkisstarfsmenn enda brúkaði fólkið munn og fór í verk- fah og fiandskapaðist við fiármála- ráðherra sem var þó allur af vhja gerður tíl hækka kaupið hjá BHMR. Niðurstaðan varð sú að ríkið gaf eftir gagnvart kröfum kennara og annarra háskólamenntaðra starfs- manna sem vUdu meira heldur en aðrir af því að þeir em merkUegri starfsmenn heldur en aðrir. Og ekki nóg með það. Kennarar fengu sérstakar stríðsskaðabætur fyrir óþægindin af því að hafa verið í verkfalh og mun það í fyrsta skipti sem það er viðurkennt að fólk eigi að fá borgað fyrir aö vera í verk- falli. Ríkissfiómin töfraði fram peninga tíl aö greiða veslings fólk- inu sem hafði lent í verkfallinu og mun það fordæmi verða gott vega- nesti fyrir verkfallshópa framtíðar- innar sem nú þurfa ekki lengur að hafa áhyggjur af því að vera kaup- lausir í verkfaUi, þökk sé skUnings- ríkri ríkissfióm. Þegar galdramennimir í ríkis- sfióminni em búnir að töfra fram peninga handa öhu þessu fólki kemur í ljós að þúsundir náms- manna og annarra starfskrafta í þjóðfélaginu sjá fram á atvinnu- leysi í sumar. Það er auðvitað ófært að fólk hafi ekkert að gera, jafnvel þótt ekkert sé að gera. Menn, sem geta töfraö fram peninga án þess að peningar séu tU, geta auðvitað töfrað fram vinnu sem ekki er tU. Og aUra helst geta þeir töfrað fram atvinnu sem ekki er tU og borgaö fyrir það laun sem ekki eru tU. Ríkisstjómin hefur sem sagt ákveðið að búa til atvinnubóta- vinnu fyrir aUt aö þúsund manns, já, fyrir aUa þá sem ekki hafa at- vinnu og ríkissfiórnin ætlar að borga fyrir þessa vinnu með pen- ingum, sem ekki eru til, með því að búa þá tíl. Hókus, pókus,‘nóg af vinnu, nóg af aur. Engu máli skiptir hvaða vinna þetta er. Atvinnubótavinna er venjuleg einhvers konar klepps- vinna, þar sem menn moka sand í poka og hella svo sandinum niður aftur til að geta byijað að moka upp á nýtt. Manni skUst að æska lands- ins eiga að gróðursetja trjáplöntur fyrir austan, en eins og allir vita hafa tré ekki þrifist á íslandi frá því land byggðist og engin von til þess að trén lifi veðurfarið af á okkar dögum frekar en á fyrri öld- um. En ríkisstjórnina varðar ekk- ert um það hvort skógræktin lifir eða deyr. Aðalatriöið er að útvega fólki vinnu og borga fyrir það laun, enda spretta pemngar á trjágrein- unum í ríkissjóöi eins og ekkert sé. Vonandi situr þessi ríkisstjom lengi við völd. Við þurfum á töfra- mönnum aö halda, við þurfum á því að halda að galdra fram pen- inga sem ekki em tíl, þegar þjóðin situr uppi með atvinnurekstur sem ekki borgar sig. Því meira sem við töpum því fleiri peningar eru til hjáríkissjóði. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.