Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1989, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 1989.
13
Lesendur
,Er önnur viömiðun i íþróttum fatlaðra en ófatlaðra?" er spurt í bréfinu,
Aðeins íþróttir ófatlaðra?
S. skrifar:
Með því að búa til flokkun á íþrótt-
um sem hentar útnefningu á titimum
íþróttamaður ársins virðist ekki vera
reiknað með að til séu aörir íþrótta-
menn en ófatlaðir karlmenn. Það er
verið aö útiloka konur jafnt sem fati-
aða frá því að hljóta þennan titil ef
það eina sem miðað er við eru afrek
ófatiaðra karlmanna - konur geta
heldur ekki náð eins góðum árangri
og karlmenn.
Er önnur viðmiðun í íþróttum fati-
aðra en ófatlaðra? Eru íþróttir fatl-
aðra ekki jafnréttháar íþróttmn
ófatlaðra?
Formaöur samtaka íþróttafrétta-
manna segir að Haukur Gunnarsson
hafi ekki mætt neinni samkeppni í
Seoul. Haukur Gunnarsson var 1. af
17 keppendum í 100 metra hlaupi, 3.
af 22 keppendum í 200 metra hlaupi
og 3. af 21 keppanda í 400 metra
hlaupi. Einar Vilhjálmsson var 13.
af 27 keppendum í spjótkasti.
Formaður samtaka íþróttafrétta-
manna sagði í hádegisveröarboði
Flugleiða 28. des. sl. að Haukur
stundaði íþrótt sína af sömu elju og
íþróttamenn í fremstu röð og hefði
náð frábærum árangri á sínu sviði.
Með þessu er verið að segja að íþrótt-
ir fatlaðra séu ekki sambærilegar við
íþróttir ófatiaðra og íþróttamenn
þeirra geti náð góðum árangri „á
sínu sviði“ - en íþróttir þeirra séu
skör neðar en íþróttamanna í
fremstu röð.
Formaðurinn segir í Þjóðviljanum
að fatiaðir íþróttamenn geti keppt í
íþróttum ófatiaðra og hafi náð þar
viðunandi árangri. Það er alveg rétt,
enda hefur það verið í greinum þar
sem fótiun þeirra hefur ekki háð
þeim. Komiö hefur veriö á hérlendis
keppnum, þar sem ófatiaðir íþrótta-
menn hafa keppt á móti fötluðum í
greinum þar sem fatiaðir standa jafnt
að vígi ófótluðum, eins og í hjóla-
stólaakstri, og hafa fatlaðir ávallt
farið þar með sigur.
Það vantar mikið á að íþróttir fatl-
aðra séu sjálfsagðir hlutir í íþrótta-
þáttum fjölmiðla. Ef íþróttafrétta-
menn gera ekki upp á milli íþrótta
fatlaðra og ófatlaðra þá ættu þeir að
sýna þaö í verki - en það kom t.d.
ekki fram í sjónvarpinu í nýárssundi
fatlaðra, bama og unghnga hinn 8.
jan. sl.
Fatlaöir íþróttamenn hafa sett
heimsmet og unnið guflverðlaun á
ólympíuleikum. - Ef þaö besta er
ekki nógu gott, hvað er þá hægt að
miða við?
Kosningar hjá Fríkirkjusöfhuði:
Einn í kjöri!
Reykvikingur skrifar:
Nú standa fyrir dyram einkenni-
legar prestskosningar hjá Fríkirkju-
söfnuðinum í Reykjavík. Starf safn-
aðarprests hefur ekki verið auglýst
laust heldur dynja allt í einu yfir
prestskosningar þar sem aðeins einn
er í kjöri!
Þessi ráðstöfun er í stíl viö fyrri
gerðir þessarar svokölluðu stjórnar
Fríkirkjusafnaðarins. Vel metinn
kennimaður er rekinn án gildra
saka. Stjómin neitar að halda lög-
boðna safnaðarfundi þrátt fyrir ít-
rekaðar áskoranir. Loks er svo haid-
inn fundur í Gamia bíói þar sem
uppsögn prestsins er ógilt og auk
heldur lýst vantrausti á stjómina.
Henni dettur hins vegar ekki í hug
að taka neitt af þessu til greina held-
ur blæs til allsherjaratkvæða-
greiðslu í Álftamýrarskóla þar sem
framkvæmdin er öll í hennar eigin
höndum og bamaleikur að blekkja í
niðurstöðum. Nú síðast gerast svo
þau tíðindi að boðað er til aðalfundar
safnaöarins í Háskólabíói.
En viti menn: um leið og fundur
var settur var bíóinu harðlæst og
kjörgögn lokuð niðri. Hópar fólks
komust ekki inn í bíóið. Öðmm var
neitað um kjörseðla og sú athuga-
semd látin fylgja að þeim væri ekki
treystandi til þess að kjósa rétt!
Hvað ætii prestastéttinni finnist
mn það að embætti Fríkirkjuprests
skufl ekki auglýst svo að öllum prest-
um, sem hug hafa á starfmu, gefist
kostur á að sækja um það, þar á
meðal prestinum sem við höfum haft
síðustu sex árin? Væri ekki rétt að
bregðast við þessari vaidníðslu með
þeim hætti að fjölmenna á kjörstað
og skila auðu?
KENNARA VANTAR
Kennara vantar við grunnskólann Djúpa-
vogi. Meðal kennslugreina: íslenska, sam-
félagsfræði og íþróttir. Upplýsingar í síma
97-88970 og 97-88822.
ÍSAFJÖRÐUR
Blaðberi óskast fyrir Seljalandsveg
- Miðtún frá 1. júní.
Uppl. hjá umboðsmanni í síma 94-3653
Flensborgarskólinn i Hafnarfirði
FRÁ FLENSBORGARSKÓLA
Innritun nýnema í dagskóla fer fram í Flensborgar-
skólanum fimmtudaginn 1. júní og föstudaginn 2.
júní kl. 13-18 báða dagana. Við innritun þurfa nem-
endur að skila útfylltu umsóknareyðublaði og afriti
af grunnskólaprófi.
Starfsmenn skólans veita aðstoð og leiðbeiningar við
námsval innritunardagana og eru nemendur hvattir
til að notfæra ser þá þjónustu.
Innritun í öldungadeild fer fram í ágúst og verður
nánar auglýst síðar.
Skólameistari
MENNTASKOLINN
í KÓPAVOGI
Innritun fyrir næsta skólaár, 1989-1990, fer fram í
Menntaskólanum í Kópavogi dagana 1.-5. júní (að
báðum dögum meðtöldum).
Við skólann eru eftirtaldar námsbrautir:
Eðlisfræðibraut
Félagsfræðibraut
Ferðabraut
Hagfræðibraut
Málabraut
Náttúrufræðibraut
Tölvubraut
Tónlistarbraut
Fornám ^
Innritun í fornám fer fram á sama tíma.
Námsráðgjafi verður til viðtals innritunardagana og
eru nemendur hvattir til að notfæra sér þessa þjón-
ustu.
Öllum umsóknum fylgi staðfest afrit prófskírteinis auk
Ijósmyndar.
Þeir sem sækja um eftir tilskilinn umsóknarfrest geta
ekki búist við að fá skólavist.
Skólameistari
FERÐATILBOÐ SUMAFSINS!
AMSTERDAM
1-3 víkna Evrópuferðír
frá kr.
12.670*
Nánari upplýsingar hjá söluskrif-
stofum Arnarflugs,
umboðsmönnum og ferðaskrif-
stofum.
^fARNARFLUG
TitfnuÝfa 7 otf
^||v. Lágmúla 7 og
Austarstrætí 22
Síðastí söltidagur
Símar 84477
623060
* Staðgreiðsluverð fyrir
2 fullorðna og 2 börn,
2-11 ára, og bil í A-flokki i viku.