Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1989, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1989, Side 3
FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 1989. 19 Dansstaðir Abracadabra, Laugavegi Diskótek fostudags- og laugardags- kvöld. Amadeus, Þórscafé, Brautarhólti, simi 23333 Hafrót, hljómsveit hússins, leikur tyrir dansi um helgina ásamt hinni geysivinsælu færeysku hljómsveit Viking band sem mun leika lög af nýju plötmmi. Diskótek á fyrstu hæö- inni. Ártún, Vagnhöfða 11 Gömlu dansamir föstudagskvöld kl. 21-3 og laugardagskvöld kl. 22-3. Hljómsveitin Danssporiö leikur fyrir dansi bæði kvöldin. Broadway, Álfabakka 8, Reykjavík, sími 77500 Lokað föstudags- og laugardagskvöld vegna einkasamkvæmis. Casablanca, Skúlagötu 30 Diskótek föstudags- og laugardags- kvöld. Duus-hús, Fischersundi, sími 14446 Diskótek fóstudags- og laugardags- kvöld. Glæsibær, Álfheimum Hljómsveit Finns Eydals, Helena og Afli munu skemmta föstudags- og laugardagskvöld. Hollywood, Ármúla 5, Reykjavik Diskótek föstudags- og laugardags- kvöld með ýmsum uppákomum. Hótel Borg, Pósthússtræti 10, Reykjavík, sími 11440 Diskótek föstudags- og laugardags- kvöld. Hollenski djasssöngvarinn Cab Kaye skemmtir öll kvöld á Borg- arkránni. Hótel Esja, Skálafell, Suðurlandsbraut 2, Reykjavík, sími 82200 Dansleikir föstudags- og laugardags- kvöld. Lifandi tónlist. Opið frá kl. 19-1. Hótel ísland Frumsýning í kvöld á „Sumarkami- vah“. 24 dansarar koma fram í lit- ríkri sýningu. 2. sýning laugardags- kvöld. Rokksveit Rúnars Júlíussonar leikur fyrir dansi bæði kvöldin. Cab Kaye í Café ísland laugardagskvöld. Hótel Saga, Súlnasalur v/Hagatorg, Reykjavík, simi 20221 Þjóðarspaug í 30 ár, skemmtidagskrá með Ómari Ragnarssyni, Hemma Gunn. og Helgu Möller á laugardags- kvöld. Cuba, Borgartúni 32 Diskótek föstudags- og laugardags- kvöld. Aldurstakmark 18 ár. Tunglið og Bíókjallarinn, Lækjargötu 2, sími 621625 Diskótek föstudags- og laugardags- kvöld. Vetrarbrautin, Brautarholti 20, sími 29098 Hljómsveit André Bachmann leikur fyrir dansi fóstudags- og laugardags- kvöld. Zeppelin rokkklúbburinn, Borgartúni 32 Royal Rock, húshljómsveit, leikur fyrir dansi um helgina. Ölver, Álfheimum 74, s. 686220 Opið funmtudags-, fóstudags-, laugar- dags- og sunnudagskvöld. Afmælishátíð bílunnenda: 85 ár frá komu Thomsensbílsins Djúpavogsbúar setjast að taflborðinu um helgina en þá fer fram 36. helgarmót tímaritsins Skákar. Djúpivogur: Teflt í til- efni afmælis Tímaritið Skák gengst fyrir helg- arskákmóti í 36. sinn um helgina. Að þessu sinni fer það fram á Djúpavogi í samvinnu við Búlands- hrepp og taflfélag staðarins. Tilef- nið er 400 ára verslunarafmæli Djúpavogs um þessar mundir. Þetta er í annað sinn sem svona mót er haldið þar eystra. Mótið fer fram með hefðþundn- um hætti. Fyrst eru leiknar tvær stuttar skákir en síðan fimm um- ferðir. Glæsileg peningaverðlaun eru í boði fyrir efstu sætin en auk þeirra eru unghnga-, kvenna- og öldungaverðlaun, boð á næsta helgarskákmót og bókaverðlaun. Taflmennskan hefst kl. 18 í dag en heldur áfram á morgun og sunnudag klukkan 10. Nauðsynlegt er að keppendur hafí með sér tafl og klukku. Danshúsiö: Finnur Eydal stýrir dansi Finnur Eydal og hljómsveit hans leika fyrir dansi í Danshúsinu í Glæsibæ í kvöld og annað kvöld. Sveitina skipa auk Finns, sem leik- ur m.a. á saxófón og klarínett, þau Helena Eyjólfsdóttir söngkona, Al- freð Alfreðsson gítarleikari, Árni Ketill Friðriksson trommari og Sig- urður Þórarinsson hljómþorðsleik- an. Finnur og félagar léku fyrir skemmstu í Glæsibæ og kunnu borgarbúar vel að meta þessa send- ingu að norðan. Fornbílaklúbbur íslands stendur þessa dagana fyrir veglegri bíla- sýningu í Laugardalshöllinni og lýkur henni á sunnudagskvöld. Til- efnið er ekki ómerkara en það að 20. júní síðastliðinn voru Uðin 85 ár frá upphafi bílaaldar á íslandi. Þann dag árið 1904 kom hingað fyrsta vélknúna ökutækið, sjálfur Thomsensbíll sem svo var kallað- ur. Á sýningunni eru flestir glæsi- legustu fornbílar landsins. Vörubílar og aðrir stórir bílar eru sýndir á sérstöku útisvæði við Höllina en innan dyra eru fólks- bílar og jeppar af mörgum stærðum og gerðum. Auk amerískra glæsi- vagna eru þar austur- og vestur- evrópskir kjörgripir og góð dæmi um íslenskt hugvit og handverk. Þarna gefur m.a. að hta fyrsta veg- hefilinn á landinu og ævagamla dráttarvél. Reynt hefur verið að fá sem flesta bíla í sem upprunaleg- astri mynd. Fjöldi mynda úr sögu bílsins á íslandi er á sýningunni og bíla- smiðir og bifvélavirkjar kynna iðn- greinar sínar. Sýningin er opin kl. 16-23 í dag, fóstudag, en um helgina kl. 10-23. Það er eins gott að kerran líti vel út. Síðasta hönd lögð á undirbúning glæsivagns fyrir fornbílasýninguna í Laugardalshöllinni. Þórscafé: Viking Band kynn- ir nyjft hljomplötu - André Bachmann í Vetrarbrautinni Færeyska stórsveitin Viking Band er mörgum íslendingum að góðu kunn fyrir leik sinn. Hþóm- sveitin er nú afiur komin til lands- ins og ætlar að kynna lög af nýju plötunni sinni í Þórscafé á föstudag og laugardag. Að auki mun htjóm- sveit hússins, Hafrót, leika fyrir dansi. Þá er komin ný hljómsveit í Vetr- arbrautina. Þar verða um helgina André Bachmann trommari og fé- lagar hans, Gunnar Bemburg bas- saleikari og Carl Möller hjjóm- borðsieikari. Þeir leika fyrir dansi á föstudags- og laugardagskvöld. Héraðsmót í Ijamarlundi Vilborg Eggerlsdóttir, DV, Búðardal: Héraðsmót Ungmennasambands Dalamanna og Norður-Breiðfirð- inga verður haldið að Tjamarlundi í Dalasýslu dagana 24. og 25. júní. Mótið hefst kl. 10 báða dagana með fjölbreyttri dagskrá. Á laugardags- kvöld verður skemmtun og meðal annars kemur Valgeir Guðjónsson með gítarinn og tekur lagiö. Hótel ísland: Suður-amerí sk dansstemning Það mun ríka suður-amerísk stemmning á Hótel íslandi um helgina. Ríflega tuttugu dansarar ætla að sýna karnivaldansa og klæðast tilheyrandi búningum af því tilefni. Stjórnandi danshópsins er Auður Haralds og er fyrsta sýn- ingin í kvöld.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.