Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1989, Page 6
22
FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 1989.
Kvikmyndir - Kvikmyndir - Kvikmyndir
Tom Selleck og Paulina Porizkova í hlutverkum sínum í Með allt í lagi sem Bíóhöllin frumsýnir i dag.
Bíóhöllin:
Med allt í lagi
Bíóhöllin frumsýnir í dag nýja
bandaríska spennumynd með gam-
ansömu ívafi, Með allt í lagi. Þar
segir frá Phillip Blackwood, vin-
sælum spennusagnahöfundi sem
leikinn er af Tom Selléck. Hann
kemst í kynni við hina fallegu og
dularfullu Ninu Ionescu sem leikin
er af Paulina Porizkova. Stúlkan
hefur verið sökuð um morð en rit-
höfundurinn álitur hana saklausa
og sér henni því fyrir fjarvistar-
sönnun.
En á meðan ástin blómstrar verð-
ur rithöfundurinn fyrir alls kyns
„slysum". Hann fær það því á til-
finninguna að ekki sé allt sem sýn-
ist, að raunverulegt hlutverk stúlk-
unnar sé að koma honum fyrir
kattamef.
Vestan hafs er Tom Selleck
þekktastur fyrir leik sinn í sjón-
varpsflokknum um einkaspæjar-
ann Magnum. Kvikmynd þessi er
fimmta tilraun hans á breiða tjald-
inu, hin síðasta var sú vinsæla Þrír
menn og barn.
Paulina Porizkova er fyrst og
fremst þekkt sem fyrirsæta en hún
hefur áður leikið í einni kvikmynd,
Önnu, frá árinu 1987.
Önnur stór hlutverk í kvikmynd-
inni em leikin af William Daniel
og James Farentino. Leikstjóri er
Bmce Beresford, ástralskur maður
sem á tvær góðar myndir að baki,
Breaker Morant og Tender Merci-
es. Fyrir þær báðar var hann til-
nefndur til óskarsverðlauna í
Hollywood.
-«b
Ég
Þýska kvikmyndaleikstýran Dor-
is Dörrie vakti mikla athygli fyrir
einum tveimur árum með kvik-
mynd sinni Menn (Mánner) sem
fjallaði um samskipti kynjanna.
Hún hefur nú gert aðra mynd, Ég
og minn, þar sem hún rær á sömu
mið. Laugarásbíó sýnir myndina
um þessar mundir.
Myndin fiallar um ungan lög-
fræðing, hamingjusamlega giftan,
sem verður fyrir þeirri ólukku að
vinur hans fyrir neðan belti fer á
kvennafar upp á sitt eindæmi.
Maðurinn lendir síðan í hinum
grátbroslegustu ævintýrum í sam-
skiptum sínum við konur og menn
og það sem á milli þeirra er.
Aðalhlutverkin leika Griffin
Dunne og Ellen Green. Hann er
þekktur fyrir leik sinn í „After
Hours" en hún fyrir Hryllings-
búðina.
Laugarásbíó:
og minn
Griffin Dunne á t vandræðum með konur í mynd Laugarásbiós, Eg og
minn.
Ellilífeyrisþegarnir úr Undrasteininum snúa aftur til jarðar I framhalds-
myndinni sem frumsýnd verður í Bíóborg i dag.
Bíóborgin:
Undrasteinninn II
- Afturkoman
Undrasteinninn vakti mikla
lukku þegar hún var frumsýnd
vestanhafs fyrir hartnær fiórum
árum. Þrátt fyrir góðan ásetning í
upphafi hafa framleiðendur þeirr-
ar myndar nú fallið í freistni og
tekið upp þráðinn þar sem frá var
horfið.
Fyrri myndin endaði á því að
góður hluti íbúa elliheimilis eins
hélt upp í himininn með geim-
verum í fínu skipi, ákveðinn í því
að koma aldrei aftur til jarðar. Elh-
lífeyrisþegarnir fá þó tækifæri til
að taka þátt í stuttri björgunarferð
á heimaslóðir. Þann tíma nota þeir
til að endurmeta ákvörðun sína um
að yfirgefa móður Jörð og hver og
einn kemst að niðurstöðu á ein-
stakan og oft furðulegan hátt.
Gamla fólkinu gefst hka færi á að
hitta aftur fomvini sem urðu eftir.
í þessari nýju mynd koma fram
margir þeirra sem vora með í upp-
hafi leiks, Don Ameche sem fékk
óskarsverðlaun fyrir leik sinn í
þeirri gömlu, Wilford Brimley,
Hume Cronyn, Brian Dennehy,
Jessica Tandy og margir fleiri. Nýr
leikstjóri hefur hins vegar tekið við
stjórntaumunum, Daniel Petrie.
Myndin verður frumsýnd í Bíó-
borginni í dag.
Matthew Modine og Michelle Pfeiffer leika aðalhlutverkin i
sem Háskólabíó sýnir.
Gift mafiunni
Háskólabíó:
Gift mafíunni
Háskólabíó sýnir þessa dagana
vinsæla ameríska gamanmynd,
Gift mafiunni, þar sem segir frá
konu nokkurri sem vill snúa baki
við tilveru sinni innan mafíunnar.
Angela DeMarco heitir konan og
á allt sem hla fengið fé getur keypt.
En þegar maður hennar fer í vinn-
una á morgnana veit hún aldrei
hvort hann kemur heim í kvöld-
matinn eða hvort hann hefur lent
i klóm lögreglunnar. Heimili henn-
ar er góður vitnisburður um það
sem eiginmaður hennar, glæpa-
maðurinn, og félagar hans hafa
stohð síðast.
Konan vhl semsé hefia nýtt líf en
það er ekki hlaupið að því. Henni
gefst þó óvænt tækifæri th að
hrinda áætlunum sínum í fram-
kvæmd þegar eiginmaðurinn káss-
ast upp á viðhald sjálfs foringja
mafíunnar og lendir í vondum
málum.
Michelle Pfeiffer leikur konuna
sem vill komast undan en aðrir
leikarar eru Matthew Modine o£
Dean Stockwell. Leikstjóri er Jon-
athan Demme sem sló í gegn með
„Something Wild“ þar sem Jeff
Daniels og Melanie Griffith voru í
aðalhlutverkunum.
Sýningar
Sýning í Odda,
nýja hugvísindahúsinu,
er opin daglega kl. 13.30-17. Þar eru til
sýnis 90 verk í eigu safnsins, aðallega
eftir yngri listamenn þjóðarinnar. Að-
gangur að safninu er ókeypis.
Listasafn íslands,
Fríkirkjuvegi 7
Leiðsögnin Mynd mánaðarins fer fram í
fylgd sérfraeðings á fimmtudögum kl.
13.30-13.45. Safnast er saman í anddyri
safnsins og er leiðsögnin öllum opin og
ókeypis.
Listasafn Sigurjóns
Ólafssonar,
Laugarnestanga 70
Yfirlitssýningin á verkum Sigurjóns, sem
sett var upp í tilefni af vigslu safnsins sl.
haust, mun standa óbreytt til 1. ágúst nk.
Þar gefur að lita nokkur verk sem hafa
aldrei áður verið sýnd á íslandi. Opið á
laugardögum og sunnudögum frá kl.
14-17. Á mánudögum, miðvikudögum og
fimmtudögum er opið kl. 20-22. Lokað
verður á föstudögum. Vikulegir tónleikar
eru á þriðjudagskvöldum kl. 20.30. Hin
vistlega kaffistofa er opin á sama tíma.
Tekið er á móti hópum utan sýningar-
timans samkvæmt samkomulagi við
safnstjóra.
Norræna húsið
við Hringbraut
17. júní voru opnaðar tvær sýningar í
Norræna húsinu. Sýning á málverkum
eftir Jóhann Briem er í sýningarsölum.
Sýnd eru um 30 málverk, öll í eigu ein-
staklinga eða stofnana. Verkin eru máluð
á áiunum 1958-1982. Sýningin stendur
fram til 24. ágúst og er opin daglega kl.
14-19. í anddyri hússins stendur yfir sýn-
ing sem neftíist Jörð úr ægi. Sýndir eru
helstu sjófuglar eyjanna og algengar háp-
löntur. Einnig er lýst landnámi lífvera í
Surtsey. Sýningin verður opin fram til
24. ágúst kl. 9-19 nema sunnudaga kl.
12-19.
Nýhöfn,
Hafnarstræti 18
Kristján Davíðsson opnar málverkasýn-
ingu á morgun kl. 14-16. Á sýningunni
eru olíumálverk, unnin á þessu ári.
Kristján hefur haldið fjölda einkasýninga
og tekið þátt í samsýningum hér heima
og erlendis. Sýningin, sem er sölusýning,
er opin virka daga kl. 10-18 og kl. 14-18
um helgar. Henni lýkur 12. júlí.
Sjóminjasafn íslands,
Vesturgötu 8,
Hafnarfirði, s. 52502,
Ftmdur Ameríku nefnist sýning i Sjó-
minjasafni íslands. Sýningin er tviskipt.
Annars vegar er sýning um ferðir nor-
rænna manna til Ameríku og fund Vin-
lands um 1000. Hins vegar er um að ræða
farandsýningu frá ítalska menntamála-
ráðuneytinu um Kristófer Kólumbus og
ferðir hans fyrir um 500 árum. Sýningin
verður opin í sumar alla daga nema
mánudaga kl. 14-18.
Stofnun Árna Magnússonar
Handritasýning Stofnunar Áma Magn-
ússonar er í Ámagarði við Suðurgötu á
þriðjudögum, fimmtudögum og laugar-
dögum kl. 14-16.
Póst- og símaminjasafnið,
Austurgötu 11
Opið á sunnudögum og þriðjudögum kl.
15-18. Aðgangur ókeypis.
Vinnustofa Ríkeyjar,
Hverfisgötu
Þar em til sýnis og sölu postulínslág-
myndir, málverk og ýmsir litlir hlutir.
Opið er á verslunartíma þriðjudaga, mið-
vikudaga, fimmtudaga og fóstudaga og á
laugardögum kl. 10-16.
Þjóðminjasafnið
Safnið opið alla daga nema mánudaga
kl. 11-16.
Listkynning í Alþýðu-
bankanum á Akureyri
Alþýðubankinn hf. og Menningarsamtök
Norðlendinga, Menor, kynna myndhst-
armanninn Jónas Viðar Sveinsson. Á
Ustkynningunni em 6 verk, öU unnin í
akrýl á striga á árunum 1987-1989. List-
kynningin er í afgreiðslusal Alþýðubank-
ans á Akureyri, Skipagötu 14, og er opin
á afgreiðslutíma bankans. Kynningunni
lýkur 30. júní.
Slunkaríki,
ísafirði
Rósa Ingólfsdóttir sýnir grafíkmyndir. Á
sýningunni em nokkrar myndraðir sem
hún hefur unnið fyrir sjónvarp og em
þær aUar til sölu. Sýningin stendur yfir
til 25. júní og er opin fimmtudaga til
sunnudaga ki. 16-18.
Vatnslitamyndir á
Selfossi
Grétar Þ. Hjaltason sýnir vatnslitamynd-
ir í Sjálfstæðishúsinu, Tryggvagötu 8,
Selfossi. Þetta er önnur einkasýning hans
á Selfossi. Er þriðjungur myndanna, sem
em 25 að tölu, einmitt af staðnum og
næsta nágrenni. Sýningin er opin ki.
16-20 um helgar en kl. 17-20 virka daga.
Henni lýkur 25. júní.
Sýning í bóka-
safninu á Akranesi
Ásgerður Kristjánsdóttir sýnir oUu-
myndir, tau- og kaffiUtun. Sýningin
stendur tU 26. júní.
Veitingaskálinn Þrastarlundi
Nú stendur yfir í veitingaskálanum
Þrastarlundi við Sog sýnipg á 13 oUumál-
verkum eftir Mattheu Jónsdóttur. Matt-
hea hefur haldið 11 einkasýningar og tek-
ið þátt í fjölmörgum samsýningum hér
heima og erlendis. Sýningin í Þrastar-
lundi stendur til 26. júni.
Sjóminjasafnið á Eyrarbakka,
Túngötu 59
Safnið er opið daglega i sumar frá kl.
14-17 fram til 1. september.