Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1989, Qupperneq 7
FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 1989.
23
• Fjórir leikir fara fram i 1. deild íslandsmótsins í knattspyrnu um helgina. Þessi mynd var tekin í leik Víkings
og Fylkis á dögunum.
DV-mynd BG
Toppleikurinn
verður á Kapla-
krikavellinum
- þegar toppliö FH fær KR í heimsókn á sunnudagskvöld
Fjórir leikir fara fram um helg-
ina í 1. deild íslandsmótsins í knatt-
spyrnu. Allir eru þeir á dagskrá
klukkan 20 á sunnudagskvöldið.
Toppleikur 6. umferðar verður
án efa leikur FH og KR á Kapla-
krikavelli. FH-ingar eru sem stend-
ur í efsta sæti 1. deiidar og hafa
komið verulega á óvart það sem af
er sumri. KR-ingar unnu stóran
sigur á Keflvíkingum í síðasta leik
sínum og því má búast við hörku-
leik í Hafnarfirði á sunnudags-
kvöldið.
Á sama tíma leika Valur og Fylk-
ir á Hlíðarendavelli, Keflvíkingar
fá Akurnesinga í heimsókn og KA
tekur á móti Víkingi frá Reykjavík
á aðalvellinum á Akureyri. Síðasti
leikur 6. umferðar fer svo fram á
mánudagskvöld en þá leika Fram
og Þór á Laugardalsvelli klukkan
20.
2. deild karla
Þrír leikir fara fram í 2. deild karla
um helgina. í kvöld, föstudags-
kvöld, leika Leiftur og ÍR á Ólafs-
firði. Á laugardag leika síðan Ein-
heiji og Selfyssingar klukkan 14 og
á sama tíma leika Vestmannaey-
ingar gegn Tindastóli í Eyjum.
I.deild kvenna
Þrír leikir í 1. deild kvenna eru á
dagskrá um helgina. Tveir þeirra
eru á föstudagskvöld en þá leika
Valur og Akranes klukkan 20 að
Hlíðarenda og á sama tíma leika
Breiðablik og Stjarnan í Kópavogi.
Þriðji leikurinn er síðan viðureign
KR og KA á KR-velli á laugardag
klukkan 14.
3. deild karla
í 3. deild karla eru eftirtaldir leikir
á dagskrá um helgina. Á föstudags-
kvöld leika Reynir, Sandgerði, og
Grindvíkingar klukkan 20 í A-riðli
á Sandgerðisvelli, Dalvíkingar og
Magni á sama tíma í B-riðli á Dal-
vík og þriðji leikurinn er í B-riðli
en þar eigast við KS og Valur frá
Reyðarfirði á Siglufirði.
Á laugardag leika Grótta og
Leiknir frá Reykjavík á Valhúsa-
velli klukkan 14, Badmintonfélag
ísafjaröar og Hvergerðingar leika á
ísafirði klukkan 14, Afturelding og
Þróttur, Reykjavík, í Mosfellsbæ
klukkan 14, Kormákur og Huginn
klukkan 14 á Hvammstangavelli og
loks Reynir, Árskógsströnd, og
Austri á Árskógsstrandarvelli
klukkan 14.
4. deild karla
Alls eru 14 leikir fyrirhugaðir í 4.
deild um helgina. Á föstudagskvöld
leika Ægir og Ögri í Þorlákshöfn,
Víkingur, Ólafsvík, og Skallagrím-
ur í Ólafsvík, Baldur og Hafna-
menn á Hvolsvelli, Léttir og Árvak-
ur á gervigrasvellinum í Laugar-
dal, UMSE-b og TBA á Laugaland-
svelli og loks KSH og Höttur á
Stöðvarfjarðarvelli. Allir leikirnir
hefjast klukkan 20.
Á laugardag leika Skotfélag
Reykjavíkur og Njarövíkingar á
gervigrasvellinum klukkaan 17,
Ernir og Fjölnir leika á SelfossveUi
klukkan 14 og á sama tíma leika
Haukar og Geislinn á Hvaleyrar-
holtsvelli, SM og og HSÞ-b á Mel-
um í Hörgárdal, Efling og Neisti á
Laugavelli í Reykjadal, Æskan og
Hvöt á Svalbarðseyrarvelli og loks
Sindri og Leiknir, Fáskrúðsfirði, á
Hornafjarðarvelli. Síðan er einn
leikur á dagskrá í 4. deild á sunnu-
dag en þá leika Fyrirtak og Augna-
blik á gervigrasvellinum i Laugar-
dal klukkan 14.00.
Golf um helgina
Mikið fjör verður hjá kylfmgum
um helgina samkvæmt venju og
stærsta mótið er án efa opið mót á
Jaðarsvelli á Akureyri. Þar er
reiknáð með flestum bestu kylfing-
um landsins til keppni. Leiknar
verða 36 holur, meö og án forgjafar.
Annað opið mót fer fram á Akra-
nesi en það er opna SR-mótið á
vegum Golfklúbbsins Leynis.
Leiknar verða 18 holur, með og án
forgjafar.
-SK
ER SMÁAUGLÝSINGA
BLAÐID
SIMINNER
TILBOÐ AÐEINSIJUNI
10 tímar á kr, 2.000-
20 tímar á kr. 1000,-
Nýjar perur
Verid ætíð velkomin
Teogkaffiákönnunni
SOLBAÐSSTOFAN-
GRETTISGÖTU 57. @621440
RYMINGARSALA
Hankook, kóreskir vörubílahjólbarðar
Frábær gæðadekk - Frábært verð
1100R20 radial með slöngu frá 18.800
1200R20 radial með slöngu frá 22.500
12R22,5 radial frá 17.800
1000X20 nælon pneumant 13.800
12R22,5 radial pneumant 15.800
1100x20 notuð herdekk 3.500
1100X20 notuð Conti/Dunlop 7.500
BARÐINN HF.
Skútuvogi 2 - Símar: 30501 og 84844
Frá menntamálaráöuneytinu:
Lausar stöður
vlð framhaldsskóla
Umsóknarfestur um áður auglýstar kennarastöður við
eftirtalda skóla framlengist til 30. júní.
Við Fjölbrautaskólann á Sauðárkróki eru lausar til um-
sóknar kennarastöður í þýsku, stærðfræði og eðlisfræði.
Að Kvennaskólanum í Reykjavík vantar kennara í stærð-
fræði.
Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri
störf, sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6,
150 Reykjavík, fyrir 30. júní nk.
Menntamáiaráðuneytið
TiLBOÐSVERÐ TIL MÁNAÐAMÚTA
HJÓLSAGIR
í borðí og með stíllanlegu blaðí
Vcrð aðeins kr. 25.500,-
TAKMARKAÐ MAGN
Pallar hf.
VINNUPALLAR - STIGAR - VÉLAR - VERKFÆRI
DALVEGI 16, .FlFUHVAMIVII, KÓPAVOGI, SlMAR 641020 OG 42322