Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1989, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1989, Síða 8
24 FÖSTUDAGUR 23. JÚNl 1989. Mynd- bönd Umsjón: Sigurður M. Jónsson Hilmar Kar|sson t ............'} Það eru ekki miklar sviptingar á myndbandaiistanum þessa vikuna. Big og Midnight Run halda efstu sætunum og eru í nokkrum sér- flokki hvað vinsældir varðar. Að- eins ein ný mynd kemur inn á Ust- ann þessa vikuna. Er það gaman- myndin The Great Outdoors með Dan Aykroyd og John Candy i aðal- hlutverkum. Þar leika þeir félagar tvo heimilisfeður sem fara í sum- arfrí og er samkomulagið vægast sagt ekki gott. Cyndi Lauper hlýtur að eiga miklum vinsældum að fagna því Vibes, sem hún leikur aðalhlutverkið í, tekur stórt stökk upp listann, úr tíunda sæti í það þriðja. DV-LISTINN 1. (1) Big 2. (2) Midnight Run 3. (10) Vibes 4. (5) Red Heat 5. (3) Coming to America 6. (4) Nico 7. (7) Shy People 8. (7) Deadly Pursuit 9. (-) The Great Outdoors 10. (9) Good Morning Vietnam ★★★ Vz Stór strákur BIG Útgefandi: Steinar Leikstjóri: Penny Marshall. Handrit: Gary Ross og Anne Spelberg. Mynda- taka: Barry Sonnenfield. Aóalhlutverk: Tom Hanks, Elizabeth Perkins, Robert Loggia og John Heard. Bandarísk 1988. öllum leyfö. 100 min. Á tímabfli var sem myndir um aldursskiptinga væru í hverju kvikmyndahúsi. Þessi er án efa fremst þeirra. Hún var þó ekki fyrst á ferðinni en sérlega skemmtflegt handrit ásamt frábærum leik Hanks í aðalhlutverkinu gerir gæfumuninn. Um efnið þarf í sjálfu sér ekki aö orðlengja. Ungttr pfltur er orðinn leiður á að bíða eftir fullorðinsár- unum og óskar sér þess að vera orðinn stór. Því miður verður hann - fyrir því aö mark er tekið á óskinni. En þó að hann sé orðinn stór vexti varð hugurinn eftir. Engin skflur neitt í neinu og hann heldur til New York til að hugsa ráð sitt. Á meðan fær hann sér vinnu og að sjálfsögðu við leikfangagerð. Fljótlega bíður hans glæstur starfsframi og eldist pflturinn fljótt. Það eru engin dýpri sannindi hér á ferð en allt unnið af þeirri hlýju og trúmennsku sem þarf til að gera efni sem þetta að góðri og vandaðri söluvöru. Eins og áður sagði er Hanks frábær í aðalhlutverkinu en einnig er vel skipað í önnur hlut- verk. Hér er því á ferðinni fyrsta flokks íjölskylduskemmtun. -SMJ Hver fékk hundinn? WHO GETS THE FRIENDS? Útgefandi: Steinar Leikstjóri og framleióandi: Lila Garret Aóalhlutverk: Jill Claybourgh, James Farentino. Handrit: Lila Garret og Leigh Taylor Young. Bandarisk 1988. öllum leyfð. Úr því að annað hvert hjónaband í Bandaríkjunum endar með skfln- aði er ekki nema von aö þeir geri öðru hvoru kvikmynd um slík „vandamál". Sem betur fer fylla þessar kvikmyndir ekki helm- ingskvótann. Myndin segir frá ríku miflistétt- arpakki sem ákveður að skflja eftir 18 ára sambúð. Það er ekki einfalt mál, sérstaklega þegar kemur að þvi að skipta búi og vinum. Svona hjónauppgjörsmyndir eru yfirleitt sem hjóm eitt eftir að hafa séð kanadísku myndina The Dic- line of the American Empire (í leik- stjóm Denys Arcand). Sú mynd týndist að sjálfsögðu eftir stutta viðdvöl í sölum Laugarásbíós og á líklega ekki framhaldslíf fyrir höndum á myndbandamarkaðn- um. í sjálfu sér er vel hægt að sitja yfir þessu skilnaðardrama en held- ur er gamansemin þunn. Betur tekst til með persónusköpun sem verður dálítið lúmsk í höndum þeirra Claybourgh og Farentino. En eftir stendur spumingin: Hver fékk hundinn? -SMJ Rónalíf IRONWEED. Útgefandi: Bióhöllin. Leikstjóri: Hector Babenco. Aðalhlutverk: Jack Nicholson, Meryl Streep, Caroll Baker og Tom Waits. Bandarísk, 1987 - Sýningartími 138 mín. Bönnuö börnum innan 16 ára. Brasilíski leikstjórinn Hector Ba- benco vakti mikla athygli þegar hann kom með mynd sína Kiss of the Spider Woman fyrir íjórum árum. William Hurt fékk óskars- verðlaun fyrir leik sinn í myndinni og myndin hlaut alls staðar ein- róma lof. í Kiss of the Spider Woman fjall- aði Babenco um tvær ólíkar per- sónur er höíðu orðið undir í lífs- baráttunni. í Ironweed íjallar hann einnig um tvær persónur sem hafa orðið útundan þótt tilefnið sé mjög ölíkt. Ironweed er byggð á þekktri skáldsögu eftir Wilham Kennedy og gerir höfundur sjálfur kvik- myndahandritið. Áðalpersónurnar tvær eru Fran- cis og Helena. Þau eru það sem al- menningur mundi kalla róna eða útigangsfólk. Francis (Jack Nic- holson) kaus sjálfur að fara á ver- gang þegar hann missti nýfæddan son sinn í gólfiö með þeim afleið- ingum að hann dó. Hann er þó alltaf með fyrrverandi heimili sitt í sjónmáli þótt ekki vflji hann hafa samband við eiginkonu og böm. Það gerir hann þó eftir tuttugu og tveggja ára útivist þegar hann hefur eytt dágóðri stund við leiði sonar síns. Helena (Meryl Streep) er fylgi- kona hans á verganginum. Ekíti er um jafnskýra persónu að ræða frá höfundar hendi. Það kemur þó í ljós að hún er af fínu mflhstéttar- fólki og hafði verið dágóður píanó- leikari. Af hverju hún fór á vergang er einnig óljóst en geðræn vanda- mál hafa sjálfsagt átt sinn hlut í því. Francis og Helena hafa verið saman í níu ár og á þeim tíma hef- ur myndast með þeim sérstakur kærleikur. Hið harða rónalíf hefur þó sett sitt mark á þau. Eftir mikla drykkju er Francis farinn að sjá ofsjónir og Helena er orðin líkam- lega og andlega þjáð. Ironweed væri ekki mikið fyrir augað ef ekki kæmi tfl snihdarleik- ur Jack Nicholson og Meryl Streep í aðalhlutverkunum. Sagt er að leikarar séu hrifnir af að leika róna því að þá geti þeir ofleikið og kom- ist upp með það. Engu þvílíku er fyrir að fara hjá Nicholson og Stre- ep, þau eru alltof góðir leikarar tfl þess, enda er styrkur þeirra mestur í atriðum án orða. Innvortis þján- ing þeirra er það mikil að engin orð geta lýst því. Ironweed er virkflega vönduð og góð kvikmynd. Hún lætur engan ósnortinn sem á annað borð leggur sig niður við að horfa á hana. HK Ákærð fyrir læknisstörf JESSE Útgefandi: Steinar hf. Leikstjóri: Glenn Jordan. Aðalhlutverk: Lee Remick og Scott Wil- son. Bandarisk, 1988 - sýningartími 96 mín. Leyfð öllum aldurshópum. I Jesse leikur Lee Remick sjúkra- hðann Jesse sem hefur stundað læknisstörf í smábæ á afskekktum stað í Kaliforníu þar sem er 250 kílómetrar í næsta lækni. Þessi störf hennar hafa farið fyrir brjóstið á einhverjum bæjarbúan- um, því að dag einn birtist útsend- ari heilbrigðiseftirhtsins á lækna- stofu Jesse, lætur sem hann sé veikur og fær lyfseðfl fyrir meðul- um. Þetta atvik verður tfl þess að Jesse er ákærð fyrir að stunda læknastörf í óleyfi og er handtek- inn. Verður mikið uppistand í smá- bænum þar sem hún hefur starfað. Og þegar kemur að réttarhöldun- um mæta bæjarbúar ahir til aö styðja við bakið á henni. Jesse er byggð á sönnum atburð- um. Gahinn er aðeins sá að myndin hefur frá htlu öðru en réttarhöld- um að segja. Reynt er að koma inn sektarkennd hjá fulltrúa hefl- brigðiseftirhtsins og æsingi bæj- arbúa þegar Jesse er handtekin er gerð góð skil. Sjálf býr Jesse í góðu hjónabandi þar sem skilningur eig- inmannsins á störfum hennar eykst þegar erfiðleikarnir steðja að. Lee Remick fer vel með hlutverk Jesse enda þrælvön slíkum hlut- verkum. Jesse gerð fyrir sjónvarp og ber þess merki. Atburðarásin Á fréttavaktinni SWITCHING CHANNELS Útgefandi: Bióhöllin. Leikstjóri: Ted Kotcheff. Aöalhlutverk: Kathleen Turner, Burt Reynolds og Christopher Reeve. Bandarísk, 1988 - sýningartimi 93 min. Kathleen Turner er þegar henni tekst upp sérstaklega heillandi leikkona en hún getur verið jafn- fráhindrandi þegar miður fer eins og gerist í Switchin Channels. Hér leikur hún fréttahaukinn Christy Coheran sem á erfitt með að gera upp á mihi vinnu sinnar, þar sem henni er þrælað út af fyrrverandi eiginmanni, og nýfundins drauma- prins sem ekki aðeins er myndar- legur heldur einnig ríkur. Persónuleg vandamál Coheran falla þó í skuggann fyrir harðvít- ugri baráttu tveggja frambjóðenda um ríkisstjóraembættið og þar er öllum brögöum beitt, meðal annars að flýta opinberri aftöku svo að mótframbjóðandi geti ekki náöað fanga einn sem taka á af lífi. Nokkrir góðir sprettir eru í Switching Channels sem því miður eru of fáir tfl að gera myndina að heilsteyptri gamanmynd. HK er frekar hæg en í heild er myndin hin þægflegasta á að horfa þótt ekki megi hún vera mínútu lengri. Konur í fangelsi Útgefandi: Háskólabió Leikstjóri: Bernard Kowalski. Aðalhlut- verk: Ida Lupino. Lois Nettleton, Jessica Walter, Belinda Montgomery. Bandarísk 1971. Bönnuð yngri en 16 ára. 73 mín. Mflrið geta sumar myndir elst illa og á það sérstaklega við um þessa 18 ára gömlu bandarísku sjón- varpsmynd. Má vera að hún hafi uppfyllt meðaltalskröfur markaðs- ins á sínum tíma en hún gerir það greinflega ekki lengur. En íslenski myndbandamarkaðurinn er óút- reiknanlegur og hér er hún komin! Myndin segir frá skilorðsforingja sem vill rannsaka af eigin raun það sem gerist innan fangelsismúranna í kvennafangelsi. Fljótlega missir hún stjóm á athurðarásinni og lendir í blóðugum deilum innan múranna þar sem fangaverðirnir eru verstir. Slíkar myndir eru víst best af- greiddar með klisjukenndum hætti eöa þannig er alla vega metnaður þeirra sem þær framleiða. Kannski að „plotið“ hefði getað staðist ef handritshöfundur hefði getað ráðið fram úr því. Það reyndist þó ekki vera og því fer flest í vaskinn. -SMJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.