Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1989, Síða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1989, Síða 1
Sjónvarpið sýnir breska heimildarmynd um Sir Laurence Olivier á sunnudag og mánudag. Sjónvarp á sunnudag: í minningu Oliviers Með Sir Laurence Olivier er horfinn af sjónarsviðinu einhver fremsti leikari Bretlands, og þar með heimsbyggðarinnar allrar, á þessari öld. Sir Laurence, sem lést fyrir nokkrum dögum rúmlega átt- ræður að aldri, á að baki glæstan feril, bæði á leiksviði og á hvita tjaldinu. Á sunnudagskvöld kl. 22 endur- sýnir Sjónvarpiö fyrri hluta breskrar heimildarmyndar um Olivier til minningar um hinn látna meistara. Myndin kallast Laurence Olivier lítur yfir farinn veg. Þar ræðir Melvyn Bragg við hstamann- inn um líf hans og starfsferil. Þá segja ýmsir frægir samferðamenn frá kynnum sínum af Ohvier, þ.á.m. Douglas Fairbanks yngri, leikkonan Peggy Ashcroft, John Gielgud, rithöfundurinn John Os- borne og eiginkona Oliviers, leik- konan Joan Plowright. í fyrri- hluta myndarinnar lýsir Sir Laurence æskuárum sínum og leikferli til ársins 1944. Síoari hluti myndarinnar, sem var frumsýnd í Sjónvarpinu í kringum áramótin 1984-85, verður svo sýndur á mánu- dagskvöld. Stöð 2 á sunnudag: Sovétríkin í dag Fá ríki eru undir jafnmikihi smásjá fjölmiðlanna um þessar mundir og Sovétríkin þar sem landsfeður hafa verið að reyna að koma á umbótum á öllum sviðum. Fréttir þær sem Is- lendingar fá austan þaðan í gegnum sjónvarpstækiö sitt eru allajafna séð- ar með augum engilsaxneskra frétta- manna og sérfræðinga sem oft á tíð- um sjá heiminn í öðru ljósi en við. Stöð 2 ætlar að gera hér bragarbót á með tæplega klukkustundar löng- um þætti sem verður sýndur kl. 17.05 á sunnudag. Þá ætlar hinn víðfórh fréttamaður, Þórir Guðmundsson, að segja frá ferð sem hann fór til Sovét- ríkjanna fyrr á þessu ári. Þátturinn er samansettur úr stuttum pistlum sem hafa veriö sýndir í 19:19 en hafa aldrei sést í heild sinni áður. Þórir kom víða við á ferðalagi sínu. Hann segir okkur frá sjálfstæðis- baráttu Eistlendinga, en í eina tið töldust þeir og íslendingar til sömu þjóðar, þ.e. þegar löndin voru undir dönsku krúnunni. í Kænugarði heimsækir hann klaustur og ræðir við ábóta. Rússneska ríkið var stofn- að í þessari fomu borg og þar er einn- ig fæðingarstaður rússnesku rétt- trúnaðarkirkjunnar. Þá er fylgst með uppbyggingarstarfi í Leninakan í Armeníu eftir jarðskjálftana miklu sem urðu þar. Hvarvetna sem Þórir fór ræddi hann við almenna borgara Sovétríkj- anna og leitaði áhts þeirra á umbóta- stefnu Gorbatsjovs og félaga í Kreml. William Holden í hlutverki foringja óaldarflokksins á Stöð 2. Rás 1 næsta fimmtudag: Frá Sigurði Fáfnis- bana til Súpermanns Stöð 2 á föstudag: Óaldarflokkurinn Egill Skallagrímsson er einn mesti garpur sem uppi hefur verið á ís- landi. Hvað hefði slikum manni fundist um afrek nútímahetjunnar Garps (He-man) ef hann hefði haft tækifæri til að sjá teiknimyndir um kappann þegar hann var að alast upp í Borgarfirðinum? Eiga riddarasögur miðalda eitthvað sameiginlegt með teiknimyndasögum samtímans? Þessum spurningum varpar Ólafur Angantýsson fram í þætti sem hann verður með á rás 1 kl. 22.30 næstkom- andi fimmtudagskvöld, 27. júlí. En Ólafur gerir meira en að varpa fram spumingum. í þættinum mun hann leitast við að greina teiknimyndasög- urnar og bera þær saman við hetju- sögur og riddarasagnir miðalda til að komast að því hvort þetta séu aht greinar af sama meiði. Fróðlegar vangaveltur. En hvaö æth Egill segi? Hvernig skyldi hon- um líka samanburðurinn? Eitt er víst, Garpur er ekki skáld, Súper- mann ekki heldur. Hvað eiga Egill Skallagrimsson og Súpermann sameiginlegt? Um það verður fjallað á rás 1 á fimmtudag í næstu viku. Sam Peckinpah gerði marga góða myndina um dagana, yfirleitt hraðar og blóði drifnar. Óaldarflokkurinn er tahn vera sú besta. Hún verður sýnd á Stöð 2 á fóstudagskvöld. Áriö 1914 vakna fimm miðaldra kúrekar upp við vondan draum. Þeir eru ekki lengur í takt við tímann. Eins og góðum kúrekum sæmir hafa þeir lifað samkvæmt gömlum siða- reglum villta vestursins þar sem byssan sagði það sem segja þurfti. Nú eru hins vegar breyttir tímar og mennimir orðnir að hálfgerðum geirfuglum. Fimmmenningamir ákveða að leggja byssubeltin á hihuna en þó ekki fyrr en þeir hafa lokið einu stór- verkefninu til. Nærri landamærum Texas er miðstöð járnbrautarlesta. Þar hyggjast þeir komast yfir ráns- feng sem á að gera þeim kleift að setjast í helgan stein og lifa áhyggju- lausu lífi það sem eftir er ævinnar. Aðalhlutverkin eru leikin af WiU- iam Holden, Emest Borgnine, Robert Ryan, Edmund O’Brien og Warren Oates. Mcdtin segir allt vera fyrsta flokks í Óaldarflokknum og gefur henni fjórar stjömur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.