Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1989, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 1989.
19
ÞURRKUBLÖBIN VERÐA
AB VERA ÚSKEMMU
og þau þarf að hreinsa reglulega.
Slitin þurrkublöð margfalda áhættu
imferðinni.
ÍUMFERÐAR
UXH
Laugaland í Holtum:
Opið hús í snm-
arbúðum bama
Félagsskapurinn Alþjóðlegar
sumarbúðir bama hefur opið hús
að Laugalandi í Holtum á laugar-
dag kl. 15-18, þar sem starfsemin
verður kynnt gestum og gangandi.
Nokkrir tugir barna frá 10-12
þjóðlöndum hafa dvalið að Laugal-
andi frá 1. júlí síðastliðnum á veg-
um félagsins og er þetta í þriðja
sinn sem sumarbúðir af þessu tagi
em haldnar hér. Sumarbúðimar
em hluti alþjóðlegrar friðarhreyf-
ingar sem tengist Sameinuðu þjóð-
unum og vinna þær í anda þeirrar
stofnunar. Lífið í sumarbúðunum
einkennist af leik, íþróttum, söng,
dansi, skapandi vinnu, leiklist og
ferðalögum. Rauði þráðurinn í
starfinu er tilhtsemi og skilningur,
enda verður börnunum fljótt ljóst
að þau eru þrátt fyrir allt mjög lík
og ekkert aftrar þeim frá því að
gerast vinir.
Á laugardag verður gestum í
Laugalandi boðið upp á skemmtun,
þar sem bömin munu m.a. koma
fram í þjóðbúningum landa sinna.
Þá eru kaffiveitingar á staðnum.
Stuðmenn skemmta Sunnlendingum um helgina.
Stuðmenn á
Suðurlandi
Nú er komið að Suðurlandsund-
irlendinu á almanaki Stuðmanna.
í kvöld kemur hljómsveitin fram í
hinum vinsæla Inghóh á Selfossi
og leikur fyrir þá sem hafa náð
nógu háum aldri til að sleppa inn
á vínveitingahús.
Kvöldið eftir, laugardagskvöld,
færir hljómsveitin sig hins vegar
nær heimabyggð Eggerts Haukdal
alþingismanns og leikur fyrir fólk
á öhum aldri í hinu nýja og glæsi-
lega félagsheimih Njálsbúð, sem
nefnt er eftir hinum spaka og lög-
vísa fyrrum bónda á Bergþórs-
hvoh, Njáh Þorgeirssyni.
Þetta eru einu samkundumar á
árinu sem fyrirhugaðar eru í þessu
rikti.
Alþjóðlegar sumarbúðir barna að Laugalandi í Holtum hafa opið hús á
iaugardag.
Homið:
Tíu ára afmælishátíð
Veitingastaðurinn Homið er tíu
ára um þessar mundir og af því til-
efni verður efnt til mikhlar af-
mæhshátíðar kl. 21 á sunnudags-
kvöld.
Á hátíðinni kemur fram mikih
fjöldi tónhstarmanna, svo sem
Pálmi Gunnarsson, Karl Sighvats-
son, Björgvin Gíslason og fleiri.
Þessir kappar ætla að leika blús og
aðra góða tónhst fram eftir kvöldi.
Allir vinir og vandamenn Horns-
ins em velkomnir á hátíðina.
Pöbb í Fjörðinn
Hafnfirðingar hafa loksins eign-
ast langþráðan alvörupöbb. Hann
verður opnaður í veitingahúsinu
Firðinum í kvöld, fóstudagskvöld.
Auk venjulegra veitinga verður
boðið upp á gítarleik og söng fyrsta
kvöldið. Sá sem ætlar að troða upp
heitir Rúnar Þór. Pöbbinn er opinn
kl. 18-03 um helgar en til kl. eitt
eftir miðnætti virka daga.
Kristileg tónlist:
Celebrant Singers
á ferð um landið
Kristilega hljómsveitin Cele-
brant Singers er stödd hér á landi
í fjórða sinn og heldur tónleika í
Bústaðakirkju í kvöld. Á morgun
verður sungið í Víðistaðakirkju í
Hafnarfirði og í Fíladelfíukirkjunni
á sunnudag. Hópurinn verður í
Vestmannaeyjum 25. og 26. júh, en
hljómleikaferðinni lýkur í Fíladelf-
íukirkjunni fimmtudaginn 27. júh.
í hljómsveit þessari eru 22 ung-
menni frá Bandaríkjunum og
Kanada. Á tónleikum þeirra fer
saman lofgjörð og tilbeiðsla í söng,
með flutningi sálma, stuttra kór-
verka og trúarsöngva. Einnig gefa
ungmennin stutta vitnisburði og
segja frá starfi sínu víða um heim.
Óhum er heimih aðgangur að
tónieikum sveitarinnar á meðan
húsrúm leyfir.
Greifarnir standa fyrir júlíbyltingu i Hollywood.
Hollywood:
Greifamir í
iúlíbyltingu
Um þessar mundir stendur sem
hæst .júhbylting í Hollywood".
Þeir sem þar eru að verki er hljóm-
sveitin Greifarnir. Piltamir hafa
leikið aha vikuna og ljúka sér af í
kvöld.
Greifarnir eru með vinsælustu
sveitum landsins og hefur engin átt
jafnmörg lög á íslenska vinsælda-
hstanum, lög eins og Útihátíð,
Þymirós, Frostrós og fleiri.
í kjölfar Greifanna koma fleiri
landsþekktar hljómsveitir, sem
hver um sig mun leika í Hohywood
frá sunnudegi til föstudags, og júh-
byltingin mun blómstra fram á
haust.
Sniglabandið
í Keisaranum
Sniglabandið leikur fyrir dansi í
Keisaranum við Hlemmtorg í
kvöld. Þetta verður síðasti leikur
sveitarinnar í Reykjavík að sinni,
þar sem hún heldur til Sovétríkj-
anna i ágúst. Sniglamir ætla að
leika fyrir Sovétborgara á víð og
dreif um landið. Tónleikaferðinni
lýkur svo með heljarmiklu sphiríi
í Moskvu þann 1. október.
Mannakorn leikur á Hótel íslandi þessa dagana við góðar undirtektir
gesta. í Mannakornum eru þeir Pálmi Gunnarsson, Magnús Eiriksson,
Sigurður Reynisson, Björgvin Gíslason og Jens Hansson. í næstu viku
leggur sveitin land undir fót og leikur í Sjallanum á Akureyri.
Dansstaðir
Amadeus, Þórscafé,
Brautarholti, sími 23333
Hafrót, hljómsveit hússins, leikur
fyrir dansi um helgina. Diskótek á
fyrstu hæðinni.
Ártún,
Vagnhöfða 11
Gömlu dansamir föstudagskvöld kl.
21-3 og laugardagskvöld kl. 22-3.
Hljómsveitin Danssporiö leikur tyrir
dansi bæöi kvöldin.
Broadway,
Álfabakka 8, Reykjavik, sími 77500
Unglingadansleikur föstudags- og
laugardagskvöld. Aldurstakmark
fæddir 1973 og eldri.
Casablanca,
Skúlagötu 30
Diskótek föstudags- og laugardags-
kvöld
Duus-hús,
Fisehersundi, sími 14446
Diskótek föstudags- og laugardags-
kvöld.
Fjörðurinn,
Strandgötu 30, sími 50249
Diskótek föstudags- og laugardags-
kvöld.
Glæsibær,
Álfheimum
Hljómsveitin Upplyfting leikur fyrir
dansi föstudags- og laugardagskvöld.
Hollywood,
Ármúla 5, Reykjavík
Greifamir leika fyrir dansi í kvöld.
Diskótek laugardagskvöld.
Hótel Borg,
Pósthússtræti 10, Reykjavík, sími
11440
Tónleikar hljómsveitarinnar Síðan
skein sól í kvöld. Diskótek laugar-
dagskvöld.
Hótel Esja, Skálafell,
Suðurlandsbraut 2, Reykjavík, sími
82200
Dansleikir föstudags- og laugardags-
kvöld. Lifandi tónhst. Opið frá kl.
19-1.
Hótel ísland
„Sumarkamival" föstudags- og laug-
ardagskvöld. 24 dansarar koma fram
í litríkri sýningu. Hljómsveitin
Mannakom og Pálmi Gunnarsson
spila.
Keisarinn,
v/Hlemmtorg
Sniglabandið mun leika fyrir dansi í
kvöld. Diskótek laugardagskvöld.
Staupasteinn,
Smiðjuvegi 14D, s. 670347
Hljómsveit leikur fyrir dansi föstu-
dags- og laugardagskvöld.
Tunglið og Bíókjallarinn,
Lækjargötu 2, simi 621625
Diskótek föstudags- og laugardags-
kvöld.
Vetrarbrautin,
Brautarholti 20, sími 29098
Hljómsveit André Bachmann leikur
fyrir dansi fóstudags- og laugardags-
kvöld.
Ölver,
Álfheimum 74, s. 686220
Opið fimmtudags-, föstudags-, laugar-
dags- og sunnudagskvöld.