Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1989, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 1989.
23
• Aldursflokkameistaramót íslands í sundi verður haldið í Mosfellsbæ um helgina. Þátttakendur verða um
400 talsins víðs vegar af landinu.
400 þátttakendur
á sundmóti í
Mosfellsbæ
10. umferð í 1. deild íslandsmóts-
ins í knattspyrnu hefst í kvöld og
fara þá fram tveir leikir. Fylkir,
sem vermir neðsta sætið í deild-
inni, tekur á móti íslandsmeistur-
um Fram. Leikurinn hefur mikla
þýðingu fyrir bæði hðin, Fylkir
verður að fara að vinna leik til að
fikra sig upp töfluna og Framarar
eru að berjast í toppbaráttunni. Á
þessu má glöggt sjá að hart verður
barist á Árbæjarvelli í kvöld. Hin
viðureign kvöldsins verður á milli
KA og FH á Akureyrarvelli. Þar
veröur hvergi gefið eftir enda bæði
félögin nálægt toppi deildarinnar.
Báðir leikirnir hefjast kl. 20.
Á laugardag verður einn leikur á
dagskrá er Akurnesingar og KR-
ingar leika á Skaganum kl. 14. Leik-
ir þessara liða hafa ávallt verið
jafnir og spennandi og á því verður
örugglega breyting að þessu sinni.
Fjórði leikur 10. umferðar verður
á Hlíðarenda á sunnudagskvöldið
kl. 20, er efsta lið deildarinnar,
Valur, tekur á móti Keflvíkingum.
Síðasti leikur umferðinnar verður
í Stjörnugróf þegar Víkingur leikur
gegn Þór kl. 20.
Fjórir leikir í
2. deild í kvöld
í kvöld verða fjórir leikir í 2. deild.
Víðir og Selfoss leika í Garðinum,
Tindastóll og Völsungur leika á
Sauðárkróki, Leiftur og Einherji
leika á Ólafsfírði og loks leika Eyja-
menn gegn Breiðablik í Eyjum.
Allir leikirnir hefjast kl. 20. Á laug-
ardag leika ÍR og Stjarnan á ÍR-
vellinum kl. 14.
Aldursflokkameistaramót
í sundi í Mosfellsbæ
Aldursflokkameistaramót íslands í
sundi fer fram um helgina í Varm-
árlaug í Mosfellsbæ. Keppnisfjöldi
er hátt í 400 frá 20 sundfélögum og
sunddeildum víðs vegar af landinu
og reiknað er með svipuðum fjölda
aðstandenda á mótsstað.. Keppt
verður í 44 greinum og eru kepþ-
endaskráningar um það bil eitt
þúsund. Mótið hefst kl. 16 á föstu-
dag, á laugardag kl. 15.30 og á
sunnudag hefst.keppnin kl. 9 um
morguninn.
Meistaramót í
frjálsum íþróttum
Meistaramót íslands í frjálsum
íþróttum verður á Valbjarnarvelli
í Laugardal um helgina. í mótinu
taka þátt unglingar á aldrinum
15-18 ára.
-JKS
SUÐUREYRI
Nýr umboðsmaður óskast á Suðureyri frá og með
1. ágúst. Uppl. gefur Sigríður Pálsdóttir, sími 94-6138,
eða afgreiðsla DV, sími 91-27022.
HÚSVÖRÐUR
óskast frá 1. september næstkomandi til að hafa
umsjón með skrifstofubyggingu í Reykjavík, lítil íbúð
í byggingunni fylgir starfinu.
Umsóknir með ítarlegum upplýsingum óskast sendar
DV fyrir 27. þessa mánaðar, merkt „X2391".
Fjárhúsholt I (norður öxl)
Deiliskipulag íbúðabyggðar
Samkvæmt gr. 4.4. í skipulagsreglugerð nr. 318/1985
auglýsist hér með deiliskipulag íbúðabyggðar á Fjárhús-
holti í Hafnarfirði. Skipulagstillaga liggur frammi á skipu-
lagsdeild Hafnarfjarðar að Strandgötu 6 í 4 vikur fram til
14. ágúst 1989.
Hafnarfirði, 17. júlí 1989.
Bæjarstjórinn í Hafnarfirði
Hvolsvöllur
íþróttakennari
Skólarnir á Hvolsvelli auglýsa eftir íþróttakennara.
Gott húsnæði á staðnum.
Uppl. veita: Ólafur Sigfússon sveitarstjóri, sími
98-78124, og Matthías Pétursson, sími 98-78140
og 98-78153.
Skólanefndirnar