Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1989, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1989, Blaðsíða 14
Frjálst.óháð dagblað Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SlMI (1 >27022 - FAX: (1)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRjALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1000 kr. Verð I lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr. Upphaf styrjaldar í dag eru fimmtíu ár liðin frá upphafi síðari heims- styrjaldar. Fyrir réttri hálfri öld réðst Hitler inn í Pól- land og kveikti þar með það ófriðarbál sem átti eftir að loga og brenna um alla heimsbyggðina. í augum yngstu kynslóðarinnar kann hálf öld að yera langt aftur í forn- öld en sá tími er þó ekki lengri en svo að enn eru menn bæði hfandi og starfandi sem hfðu þessar ógnir og tóku jafnvel þátt í þeim. Tækninni kann að hafa fleygt fram og vissulega hefiir margt breyst í heimi hér en við skul- um þó minnast þess að bæði siðferði, þekking og stjórn- mál voru á svipuðu stigi og nú gerist. Menning og mennt- un var þróuð, hstir í hávegum og mannúð og mannleg samskipti í engu frábrugðin því sem nú þekkist. Mann- kynið var með öðrum orðum komið á það menningar- og þroskastig sem tíðkast á okkar dögum. Fimmtíu ár eru ekki langur tími í veraldarsögunni. Engu að síður óx þar ihgresi í jarðveginum. Heims- styijöldin var afsprengi öfga og fordóma, grimmdar og valdagræðgi. Hitler og nasistaflokkur hans spratt upp og dafnaði í krafti þéss málflutnings sem höfðaði til þjóð- emishroka og ahsherjarlausna. Þúsund ára ríkið var draumur og hugsjón miUjóna manna. Hatursherferðin gegn gyðingunum, grimmdin gegn óvininum, styijöldin öU var réttlætt með málstað sem átti að vera bæði fagur og blár. Fjöldamorðingjarnir voru ekki neinar ófreskj- ur, Göbbels var enginn Frankenstein. Þetta voru flest- aUt óbreyttir og venjulegir menn sem létu áróðurinn og ofstopann leiða sig á vilhgötur með sams konar að- ferðum, sams konar heUaþvotti og enn og aUtaf lætur á sér bæra. Sú staðreynd er óhugnanleg áminning um að styijaldir geta auðveldlega brotist út og eru ekki meiri barbarismi en svo að sömu hvatir blunda í heimin- um enn í dag. Nú á dögum er samvinna þjóða í milli margfalt meiri, landamæri hafa verið opnuð og Evrópuþjóðirnar um- gangast hver aðra í vináttu og sátt. En fólkið sem við sjáum á strætum stórborganna, mennimir sem fara með völdin, múgurinn sem safnast saman á fjöldasam- komum og baðströndum, aUt er þetta sams konar ein- staklingar og þeir sem stóðu í því fyrir fimmtíu árum að berast á banaspjót gráir fyrir jámum. Það er sama fóUdð í þeirri merkingu að umhverfið og þjóðfélögin em þau sömu og áður, menning þess og hfshættir. Ekki þarf að fara mörgum orðum um þá eyðUeggingu og mannfómir sem styijöldin kostaði. Vígvélamar þyrmdu hvorki sakleysingjum né menningarverðmæt- um og mesti glæpur heimsstyrjaldarinnar vom útrým- ingarbúðimar, gasklefamir, þar sem miUjónum manna var smalað til slátmnar af óhugnanlegu miskunnar- leysi. Leifar þessara búða standa enn sem bautasteinar þess blóðbaðs sem um aUa framtíð verður svartasti blett- urinn á samvisku siðaðra manna. Þegar ,við íslendingar kvörtum undan efnahags- kreppu óg tímabundnum erfiðleikum þessa dagana em það miklir smámunir í samanburði við þá atburði þegar heimsstyijöld brýst út. Það er vart hægt að ímynda sér þann óhug eða þau áhrif sem stríðið hefur haft. Framtíð- arsýnin hefur ekki verið björt. Við lifðum þann hUdar- leik af og höfum búið við frið og frelsi frá því honum lauk. Styijöldin hefur verið víti tíl varnaðar. Vonandi gleymist hún aldrei, vonandi hættum við aldrei að riJQa upp hörmungar hennar og bijálæði, kom- andi kynslóðum til viðvörunar. Látum sporin hræða. Látum okkur glæpina að kenningu verða. EUert B. Schram FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1989. Þaö sem nú er aö gerast í Eystra- saltsríkjunum og Moldavíu á upp- tök sín fyrir réttum fimmtíu árum þegar þessi lönd voru ofurseld Sov- étrikjunum í einum svívirðilegasta milliríkjasamningi allra tíma, sátt- mála Hitlers og Stalíns um skipt- ingu Póllands og áhrifasvæða í Austur-Evrópu sem varð beinlínis til þess að síðari heimsstyrjöldin hófst. AUt sem síðan hefur gerst, kalda stríðið, vígbúnaðarkapp- hlaupið, jámtjaldið, er bein afleið- ing styrjaldarinnar og þess sátt- mála sem hleypti henni af stað. Vill oftgleymast Það sem nú er að gerast er afleið- ing breyttra tíma í samskiptum risaveldanna. Nú fyrst, eftir 44 ár frá lokum stríðsins, er óttinn við nýtt stríð hjaðnaður nógu mikiö til að stríðsviðbúnaður er ekki lengur forgangsverkefni númer eitt, tvö og þrjú í Sovétríkjunum. Það vill nefnilega oft gleymast að Sovétmenn hafa verið ennþá hræddari við styrjöld en Banda- ríkjamenn. Yfir þá gengu ólýsan- Jósef Stalín, einræðisherra Sovétríkjanna, heilsar Joachim von Rib- bentrop, utanríkisráðherra Þjóðverja, eftir að hafa undirritað friðarsamn- ing við þá síðarnefndu i ágúst 1939. Miðstjórn og valddreifing legar hörmungar í heimsstyrjöld- inni en Bandaríkjamenn sluppu betur frá stríðinu en nokkurt ann- aö aðildarríki. Ástæðan fyrir því að Stalín gerði sáttmálann iliræmda við Hitler var einmitt stríðsótti. Tilgangur hans var að umkringja Sovétríkin sjálf með eins miklu landsvæöi og hann gæti komist yfir til þess að Þjóð- verjum sæktist seinna sóknin inn í sjálf Sovétríkin ef til innrásar kæmi og þessi lönd yrðu þá vígvöfl- urinn. Því hlutverki átti austur- hluti Póllands, Eystrasaltsríkin og Moldavía, sem þá var Bessarabía i Rúmeníu, að gegna. Jafnframt ætl- aöi Stalín að vinna tíma. Þegar til kom urðu þessi landsvæði Þjóð- verjum engin hindrun. Þessi árátta Stalíns var framhald af stefnu keisaranna sem höfðu um aldir umkringt Rússland sjálft með ríkjum á jaðri þess og þessi ríki eru nú Sovétlýðveldin 14 sem um- kringja sjálft Rússland, 15. og stærsta lýðveldið. Meðan stríðshættan vofði yfir, að dómi ráðamanna í Kreml, hefði verið óhugsandi annað en halda öllum jaðarríkjum í járngreipum, þau voru víglína Sovétríkjanna gagnvart umheiminum. Nú horfa málin öðruvísi við og eftir 50 ár er sú utanríkisstefna, sem Stalín mót- aði, loks á undanhaldi. Lýðveldin og sjálfstæðið Að nafninu til eru öll ríkin 14, sem umkringja Rússneska sovét- lýðveldið sjálft, sjálfstæð lýðveldi en í ríkjasambandi sem lýtur yfir- stjóm frá Moskvu. Samkvæmt stjómarskrá Sovétríkjanna hefur hvaða ríki sem er rétt til þess aö segja sig úr ríkjasambandinu enda heitir það svo á pappímum aö þau hafi öll gengið í það af fúsum og frjálsum vilja. Hingað til hefur þó engum dottið í hug að neitt þessara ríkja ætti þess kost að segja skilið við Sovét- ríkin, jafnvel þótt íbúarnir vildu. Ep nú er allt í einu farið að gefa þessu ákvæði gaum í framhaldi af því sem er á seyöi í EystrasaltsríKj- unum og einnig í Moldavíu. Eitt er víst að þau ríki gengu ekki af fúsum vflja í Sovétríkin. Að vísu er því haldið fram fullum fetum í Moskvu aö þau hafi samþykkt við þjóðarat- kvæðagreiöslu að gerast Sovétríki en enginn utan Sovétríkjanna tek- ur mark á þeirri atkvæðagreiðslu. Það er ekki að undra þótt hrikti í innviðum sovéska heimsveldis- ins. Innan þess em ekki aöeins 15 sjálfstæð lýöveldi, að nafninu til að minnsta kosti, heldur 20 sjálfs- stjómarlýöveldi, sex heimasljóm- KjaUarinn Gunnar Eyþórsson fréttamaður arsvæði og 120 heimastjómarhér- uð. í Sovétríkjunum búa yfir 100 mismunandi þjóðir og þjóðabrot, hver með sitt tungumál, sögu og hefðir. Það er með ólíkindum að svo sundurlausu ríki verði stjómað með járnaga frá Moskvu til lengd- ar. Það tókst á tímum Stalíns með þvingunum og ofríki og eftirmenn hans allt til Brésnéfs gátu lifað á þeirri arfleifð. En andstæðumar innan Sovétríkjanna em of miklar til að þeim verði haldiö niðri enda- laust. Innan margra, ef ekki flestra, ríkjanna 14 utan Rússlands em þjóðernishreyfmgar sem sumar vilja losna undan yflrstjórn frá Moskvu. Aðrar vilja rétta hlut sinn með öðm móti, með ófriði gegn öðmm þjóðarbrotum til dæmis, eins og átökin í Armeníu, Georgíu, Azerbaijzan og Tadsjíkstan sýna. í Úkraínu hefur verið til sjálfstæðis- hreyfmg í áratugi, að ekki sé minnst á Eystrasaltsríkin. Flest ríkin vflja fyrst og fremst meira sjálfstæði frá miðstjóminni í Moskvu. Ákvarðanir þaöan hafa leitt ómælda bölvun yfir mörg rík- in. í Úsbekistan til dæmis er að heita má eingöngu ræktuð baðm- ull, svo að ríkiö getur ekki brauð- fætt sjálft sig, og í Eystrasaltsríkj- unum hefur verið settur niöur ýmis vinnufrekur iðnaður sem Rússar eru síðan fluttir inn til að starfa við. Þjóöerniskennd flest- allra ríkjanna hefur verið misboðið með einum eða öðrum hætti með valdboði frá Moskvu. Valddreifing Þessar hræringar hafa komið upp á yfirborðið nú á tímum Gorbat- sjovs og perestrojku, fyrst og fremst vegna glasnostsins, hinnar opnu umræðu sem hingað til var óþekkt. Margir andstæðingar Gor- batsjovs vilja áfram láta sem ekk- ert sé og kenna agaleysi og undan- látssemi um ókyrrðina. En Gor- batsjov ætlar ekki að herða tökin á ný, enda væri það trúlega ógerlegt, heldur slaka enn frekar á mið- stjóminni. Hann hefur þegar veitt lýðveldunum 15 meiri sjálfstjóm í efnahagslegri áætlanagerð en nokkru sinni hefur þekkst og ætlar að veita þeim enn meira sjálfstæði. í næsta mánuði mun hann leggja fyrir miðstjóm kommúnistaflokks- ins áætlun um að hraða enn vald- dreifmgu til lýðveldanna sjálfra. Með þessu ætlar hann að koma að nokkru til móts við þjóðernissinna og um leið á endurskipulagningin, það er perestrojkan, að efla efna- hagslíf lýðveldanna. Af því á síðan að leiða aö sambandsríkið sjálft, það er Sovétríkin sem heild, eflist og styrkist. Stefnan er sem sagt sú að losa tökin sem miðstjórnin í Moskvu hefur á lýðveldunum. Þar með er ekki sagt að það verði látiö viögangast að nokkurt þeirra fari sína eigin leið út úr samband- inu. Því fer víös fjarri að slíkt sé raunhæft, jafnvel í Eystrasaltsríkj- unum. En af þessari stefnu hefur þegar leitt að EystrasaltsríKin hafa áréttað þau réttindi sem þau hafa samKvæmt stjómarsKránni sem sjálfstæð ríKi innan ríKjasam- bandsins og fengið rétt til ýmissa sjálfstæöra áKvarðana sem þau hafa haft á pappímum en eKKi í reynd fyrr en nú. Þess er að vænta aö framhald verði á þeirri þróun og fleiri Sovét- lýðveldi fari að dæmi Eystrasalts- ríKjanna en þar með er eKKi sagt að SovétríKin séu að liðast í sund- ur. GunnarEyþórsson „En Gorbatsjov ætlar ekki að herða tökin á ný, enda væri það trúlega óger- legt, heldur slaka enn frekar á mið- stjórninni.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.