Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1989, Page 26
34
FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1989.
Viðskipti
DV kannar verð í stórmörkuðum:
Bónus enn ódýrastur
- kaupmenn segja skriðu verðhækkana á leiðinni
Fjarðarkaup Hagkaup Kjötstöðin Mikligarður Bónus Munurá hæsta og lægsta verði
1 kg nautahakk 597 679 595 645 530 28%
1 kgkindahakk 448 - 440 524 - 19%
1 kg laukur 92 69 87 79 3kr.stk 33%
1 kg græn paprika 565 565 731 675 69 kr. stk. 29%
ORA maís, • dós 95 97 99 107 92 16%
Solgryn, 925 g 115 129 126 - 112 15%
$ykur,2kg 118 138 139 127 128 17%
Hveiti, 2 kg 74 74 84 82 67 25%
Uncie Ben's hrísgrjón 69 69 76 75 r* 8%
Púðursykur, 500 g - 92 98 97 - 6%
Riokaffi 111 111 115 109 100 7%
Nesquick, 400 g 184 175 206 185 177 17%
Frón kremkex 97 97 103 99 80 28%
Colgate fluor tannkrem 89 84 81 - 76 17%
Melroseste, 50 pokar 178 178 - 198 167 18%
4stk. Papco WC pappír 98 99 99 106 - 8%
Botanique, 20 dl 144 146 161 178 T- 23%
Ajax, 750 ml 102 102 - 105 - 3%
Verðá8teg.sem 1276 1371 1341 1354 1174
fengustallsstaðar
DV kannaöi verð á 18 vörutegund-
um í aUs 10 stærstu matvöruverslun-
um á höfuðborgarsvæðinu. Könnun-
in leiddi í ljós að þrátt fyrir geysi-
harða samkeppni meðal stórmark-
aða í matvöruverslun eru Bónus-
verslanimar í Skútuvogi og við
Faxafen fremstar meðal jafningja.
Verslanir Hagkaups og Fjarðar-
kaups í Hafnarfirði berjast um annað
sætið og virðist bilið milli þeirra hafa
minnkað, Hagkaup í hag, frá síðustu
könnim DV.
Mestur verðmunur reyndist vera á
lauk sem kostaði minnst 69 krónur
kílóið í Hagkaupsverslunum en mest
92 krónur í Fjarðarkaupi. Munurinn
er 33%.
Kíló af nautahakki kostaði minnst
530 krónur í Bónus en mest 679 krón-
ur í Hagkaupi. Munurinn er 28%.
Kíló af grænni papriku kostaði
minnst 565 krónur í Fjarðarkaupi og
Hagkaupi en mest 731 krónu í Kjöt-
stöðinni í Glæsibæ. Erfitt reyndist
að bera verð á lauk og papriku í
Bónus saman við verð annars staðar
því í Bónus er selt í stykkjatali og
kostar 3 krónur hver laukur og 69
krónur hver paprika. Þar er þó laus-
lega áætlað svipað verð og annars
staðar.
Kaupmenn töldu að almenningur
reyndi í vaxandi mæli að fylgjast með
verði og benti það til þess að kaup-
máttur færi minnkandi.
-Pá
58 tonn af aila Ottós N. Þorlákssonar í gúanó
Fiskur seldur úr gámum 29. ágúst:
Sundurliðun Seltmagnkg Verð í erl. mynt Meðalverð pr.kg Söluverð ísl. kr. Kr. pr. kg
Þotskur 168.495,00 169.577,60 1,01 16.228.576,32 96,31
Ýsa 32.400,00 42.898,80 1,32 4.105.415,16 126,71
Ufsi 4.415.00 1.599,80 0,36 153.100,86 34,68
Karfi 4.285,00 2.956,00 0,69 282.889,20 66,02
Koli 24.525,00 25.218,40 1,03 2.413.400,88 98,41
Grálúða 2.550,00 2.762,80 1,08 264.399,96 103,69
Blandað 10.707,50 12.032,90 1,12 1.151,548,53 107,55
Samtals; 247.377,50 257,046,30 1,04 24,599.330,91 99,44
I síðustu viku hefur verð á þorski
hækkað frá því sem verið hefur. Ef
um góðan fisk er að ræða fæst gott
verð en eins og áður er oft misbrest-
ur á því að aflinn sé eins góður og
hann þyrfti að vera.
Bv. Huginn seldi afla sinn í Hull
24. ágúst, alls 113,7 lestir, fyrir 11,418
millj. kr. Meðalverð 100,73 kr. kg.
Meðalverð 121 kr. kílóið
Bv. Ottó Wathne seldi í Hull 25.
ágúst, ails 74 lestir, fyrir 9 millj. kr.
Meðalverð 121,50 kr. kg. Mb. Aron
ÞH seldi afla sinn í Hull, ails 28 lest-
ir, fyrir 2 milij. kr. Meðalverð 72,27
kr. kg.
Þýskaland:
Bv. Vigri seldi afla sinn í Bremer-
haven 22. ágúst, alls 278 lestir, fyrir
18,6 millj. kr. Meðalverð 66,84 kr. kg.
Bv. Rauðinúpur seldi í Bremer-
haven 166 lestir fyrir 10,144 millj. kr.
Meðalverð 60,97 kr. kg.
Gúanótúr Ottós N.
Þorlákssonar
Bv. Ottó N. Þorláksson seldi afla
sinn í Bremerhaven 28.-29. ágúst. 58
tonn af aflanum voru ónýt og fóru í
„gúanó“. Á þýska markaönum hefur
það mikið að segja að karfinn sé í
fyrsta flokki. Á ég þá við stærð en
það er karfi yfir 500 g og skilyrði að
hann sé óskemmd vara. í þessu til-
felii hafði skipið verið aðeins 5-6
daga á veiðum svo að ekki var lengd
útivistar um að kenna heldur slak-
legum vinnubrögðum og smáum
karfa. Þegar afli er takmarkaður eins
og nú og talað um að minnka veið-
amar er nauðsynlegt að menn vandi
til verka.
Ails landaði skipið 283 tonnum og
seldi fyrir 16,7 millj. kr., meöalverð
59,30 kr. kg. í gær var mb. Viðey að
selja, þ.e. fimmtudag, og selur helm-
ing aflans og hinn helminginn á
föstudag og var verð á góðum karfa
90 kr. kg.
Sovéttogarar fá nýtt verkefni
100 Sovéttogurum er ætlað það
hiutverk að fiska á heimshöfunum
og landa afla sínum þar sem hentug-
ast er hveiju sinni. Þjóðverjar hafa
unnið að breytingum á Sovéttogur-
unum svo þar sé hægt að vinna flök
og frysta. Þjóðveijar hafa gert samn-
ing við Rússa um að þeir fái að borga
breytingamar á skipunum með fiski
sem landaö veröur í Vestur-Þýska-
landi. Fyrstu skipin, sem breytt hef-
ur verið, landa afla sínum í Ham-
borg.
Það er fyrirtækið „Murmanryb-
prof ‘ sem á skipin sem breyta á með
þessum hætti. Fyrirtækið gerir út
þriðjung rússneska fiskveiðiflotans.
Áætlað er að skipin veiði í Norður-
Atlantshafi, Kyrrahafi, Suður-At-
lantshafi og Barentshafi.
Rússafiskur flæðir
yfir Evrópu
Skip þessi munu veiða hundmð
þúsunda tonna af fiski yfir árið svo
það verður ríflegt framlag á yfirfuila
fiskmarkaði Evrópu, Ameríku og
Japans.
David Wraght, aðalframkvæmda-
stjóri „Fishnet", upplýsir að Rússar
verði aðilar að því, ennfremur verði
í framtíðinni stofnað svipað kerfi fyr-
ir frystan fisk og hafa Rússar tii-
kynnt sig þátttakendur í því einnig.
í því upplýsinganeti verða birtar
upplýsingar um verð á freðfiski frá
14 löndum og em þau Bandaríkin,
Frakkland, V-Þýskaland, Island,
Japan, Noregur, Færeyjar, Ítalía,
Grænland, Kanada, írland, England,
Holland og Danmörk.
Fiskmarkaðir
Ingólfur Stefánsson
Vitale D. Demianko, aðalfram-
kvæmdasfjóri Murmanrybprof, und-
irritaði í Murmansk fyrirheit um að
taka þátt í báðum keðjunum, einnig
varð samkomulag um að fyrirtækið
yrði umboðsaðili fyrir upplýsingar
varðandi Sovétríkin.
Sovétskip landa I Noregi:
Barents Co í Kirkenes í N-Noregi
hefur að undanfómu keypt þorsk af
Sovéttogunun.
Verð það, sem fyrirtækiö greiðir
fyrir þorskinn, er 2 krónum hærra
en landsverð þaö sem gildir fyrir
norsk skip og kaupendur. Barents
Co borgar 1,5 dollara fyrir kílóið af
þorski. Lítill þorskkvóti hefur sett
mörg fyrirtæki í vanda og hafa þau.
því tekið það ráð aö kaupa fisk þótt
dýr sé.
Annað fyrirtæki í Kirkenes hefur
gert samning við Rússa um kaup á
ufsa og var gert ráð fyrir aö þessi
skip lönduðu 50 tonnum á viku en
raunin varð sú að þau lönduðu að-
eins 18-20 tonnum á viku.
Telja forráðamenn að norsku tog-
aramir af sömu stærð mundu fiska
að minnsta kosti tvöfalt það sem
Rússamir fiska.
350 tonn á tveim mánuðum
Franski frystitogarinn „Capitein
Pleven" kom nýlega úr sinni fyrstu
veiðiferð, sem tók tvo mánuði, með
350 tonn af „surimi“ en segja má að
Japanir hafi að mestu verið einráðir
á surimimarkaðnum. Aflinn er aðal-
lega kolmunni og veitt er í flottroll.
Hráefnið er notað í ýmsa framleiðslu,
svo sem gervikrabbakjöt o.s.frv.
Áöur hefur verið sögð saga þessa
skips hér í þessum þáttum svo ekki
er ástæða til að fjölyrða um hana nú.
En skipið er smíðað í Póllandi 1973.
yerð á laxi lágt
New York:
Á Fultonmarkaðnum er verð á laxi
enn lágt. Að undanfömu hefur stór
lax frá Kanada verið seldur á Fulton-
markaðnum, 5-8 kg að stærð, fyrir
6,60 dollara kg eða um 402 ísl.
Laxeldisstöðvar í British Columbia
ffamleiða í ár að talið er 14.500 tonn
af laxi. Sfjómin gerir ráð fyrir að
auka framleiðsluna í 20.000 tonn.
Gert er ráð fyrir að til þess að standa
undir aukningunni verði lagðar fram
1,5 millj. dollara næstu árin.
Upplýsingar Seafood Trent.
Meðalverð bv. Vigra og bv. Rauðanúps:
Sundurliðuneftirtegundum: Selt magn kg Verð í erl. mynt Meðalverð pr. kg Söluverð isl. kr. Kr. pr. kg
Þotskur 21.385,00 57.494,00 2,69 1.782.115.32 83,33 l§f
Ufsi 59.475,00 126.432,80 2,13 3.918.230,41 65,88
Karfi 322.829,00 675.052,77 2,09 20.926.837,22 64,82
Grálúða 19.515,00 51.247,86 2,63 1.587.634,88 81,35
Blandað 21.694,00 17.600,92 0,81 545,812,84 25,16
Samtáa: 9HHHHHI 444.898.00 927.828,35 2,09 28.760.630,67 64,65